Morgunblaðið - 09.09.1966, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 09.09.1966, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ Föstudagur 9. sept. 1966 FÁLKAFLUG EFTIR DAPHNE DU MAURIER Dyrnar eru læstar, ég kem með lyftunni niður, elskan. Ég horfði fram á veginn. Ruff- ano var að baki mér, fyrir fullt og allt, hulin af hæðunum í kring, en brúnu akrarnir til til hægri með grænum stubbum af korni, sem var í óða önn að vaxa, og var saffrangult, rétt eins og skikkjan Fálkans. Veg- urinn lá í eilífum hlykkjum, og seinna rann áin fram með hon- um, eins og til þess að hafa af fyrir okkur, en átti brátt að tæma sig, blá og ógagnsæ, við strendur Adríahafsins, sem voru þegar farnar að brenna í apríl- sólinni. Því meir sem við nálg- uðumst Fano, því örvæntingar- fyllri varð ég, því reiðari og því ringlaðri. — Cesare, sagði ég. — Hvað kemur þér til að fylgja honum Aldo? Hvað kemur þér til að trúa svona á hann? — Við höfum engan annan til að fylgja, sagði Cesare, — Gi- orgio, Romano, Domenico og all- ir hinir. Hann talar það mál, sem við skiljum. Það hefur eng- inn gert áður. Við erum út- burðir og hann fann okkur. — Hvernig fann hann ykkur? — Með fyrirspurnum hjá gömlu félögunum sínum, sem voru skæruliðar. í>á útvegaði hann okkur styrki hjá háskóla- ráðinu. Það voru fleiri, sem hafa v.ekið próf og farið .... þeir eiga honum allt að þakka. Bróðir minn hafði gert þetta fyrir mig. Hann hafði gert það af því að hann taldi mig dauð- an. Og nú, þegar hann vissi, að ég var lifandi, var hann að losa síg við mig. — En ef hann hefur unnið í öll þessi ár fyrir háskólann og stúdentana, sem hafa ekki efni á að kosta sig, hversvegna ætlar hann nú að eyðileggja allt, með því að siga einum hóp þeirra gegn öðrum og setja upp þessa miklu skrípaleiki, og sá síðasti endaði nú með dauða Marellis? — Kallarðu það skrípaleiki? sagði Cesare. — Það gerum við ekki. Og það mundu Rizzio og Elia heldur ekki gera. Þeir hafa lært auðmýktina. Og hvað Mar- elli snerti, þá lét hann lífið af því að hann lagði á flótta. Kenndu ekki prestarnir þér þegar þú varst lítill, að sá sem forðar lífi sínu, skal týna því? □---------------□ 63 □---------------□ — Jú, en það er nú dálítið annað. — Er það? sagði Cesare. Það held ég ekki. Og Aldo er sömu skoðunar. Við vorum nú að nálgast út- jaðrana á Fano, með skugga- legum og ópersónulegum hús- um, rétt eins og kexkössum hefði verið raðað upp í lands- lagið. Ég var gripinn hræðilegri örvæntingu. — Hvert ertu að fara með mig? spurði ég. — Til hafnarinnar sagðihann, — til fiskimanns, fyrrverandi skæruliða, sem heitir Marco. Þú átt að fara út í bátinn hans og svo á hann að setja þig á land eftir einn eða tvo daga, norðar á ströndina, kannski í Feneyjum. Þú þarft ekki um neitt að hugsa. Hann bíður frek- ari fyrirskipana frá Aldo. Þær mundu fara eftir því, hvað gerðist hjá lögreglunni og hvort þeir hefðu misst af spor- inu eða ekki. Hvort stroku-farar stjórinn Armino Fabbio, hefði tekizt að hverfa sporlaust. Kringlótta víkin lá slétt og blá, og fjaran, hvít eins og ostru skel var þegar blettótt af skemmtiferðafólki, sem var snemma á ferðinni. Þarna var verið að mála heila röð af bað- skýlum fyrir sumarið. Það var ekki nema vika til páskanna. Mjúkt loftið var blandað sjávar- þef. Til hægri var skurðurinn. — Jæja, þá erum við komnir, sagði Cesare. Hann hafði numið staðar við kaffihús í götu, sem lá að skurð- inum en skammt frá lágu fiski- bátarnir bundnir. Maður í upp- lituðum samfestingi, svartbrunn inn af sólinni, sat þarna við borð og reykti vindling, og með glas fyrir framan sig. Þegar hann sá bílinn, stökk hann upp og hljóp til okkar. Við Cesare stigum út og Cesare rétti mér töskuna mína og svo hattinn og frakkann. — Þetta er Armino, sagði hann. — Kafteinninn sendir kveðju guðs og sína. Marco fiski maður rétti fram stóran hramm og heilsaði mér. — .Vertu vel- kominn, sagði hann, — mér skal verða það ánægja að hafa þig um borð í bátnum mínum. Láttu mig taka töskuna þína og frakk ann. Við förufn fljótlega um borð. Ég var bara að bíða eftir þér ög vélstjóranum mínum. Fáðu þér eitt glas á meðan. Jafnvel á barnsaldrinum haíði ég aldrei fundið mig jafnmjög í hendi forlaganna, sem ég réð ekkert yfir. Ég var alveg eins og vörusending, sem fleygt er á hafnarbakkann, til þess að bíða þar eftir því að lyftan sveiflaði henni um borð í skipið. Ég held, að Cesare hafi beinlínis vor- kennt mér. — Þetta verður allt í lagi undir eins og þú ert kominn út á sjóinn. — Viltu biðja fyr ir nokkur skilaboð til hans Aldos? Hvaða skilaboð gat ég svo sem sent, nema það, sem hann vissi þegar — að það, sem ég var að gera, gerði ég fyrir hann? — Segðu honum, sagði ég, að áður en hinir hrokafullu voru flettir klæðum og hinir dramb- sömu sættu ofbeldi, var þaggað niður í rógberanum og höggorm- urinn drapst í sínu eigin eitri. Cesare skildi auðvitað ekkert, hvað ég átti við með þessu. Það var Federico félagi hans, sem hafði þýtt þýzku bókina. Hand- ritin, sem Aldo var að athuga í Róm, hefðu sennilega einnig haft inni að halda spakmæli Claudi- os. — Vertu sæll og gangi þér vel, sagði hann. Hann brölti aftur upp í bíl- inn og samstundis var hann kom inn af stað. Marco fiskimaður leit á hann forvitnilegum aug- um. Hann spurði mig, hvað ég vildi fá að drekka og ég svar- aði, að ég vildi helzt bjór. — Svo þú ert hann litli bróðir kafteinsins? sagði hann. — Þú ert ekki nokkrar vitundar agn- arögn líkur honum. — Því miður, sagði ég. — Hann er fínn maður, hélt hann áfram. — Við börðumst hlið við hlið uppi í fjöllunum, og sluppum frá sama óvininum. Nú orðið, ef hann er þurfandi fyrir einhverja tilbreytingu frá störfum sínum kemur hann til mín og fer til sjós með mér. Hann brosti og rétti mér vindl- ing. — Sjórinn blæs af manni rykinu og svo öllum áhyggjum borgarlífsins. Þú skalt sjá, að hann gerir þér það sama. Bróðir þinn leit út eins og sjúklingur þegar hann kom hingað í nóv- ember síðastliðnum. En svo var hann fimm daga á floti — og það um vetur, eins og þú veizt — og náði sér til fullnustu. Þjónninn kom með bjórinn. Ég lyfti glasi mínu og óskaði félaga mínum alls góðs. — Var það eftir afmælisdag- inn hans? spurði ég. — Afmælisdag? Hann minnt- ist ekkert á neinn afmælisdag. Það var einhverntíma í þriðju viku mánaðarins. — Ég hef orð- ið fyrir áfalli, Marco, sagði hann við mig þegar hann kom. — Spurðu mig ekki um það, ég er kominn hingað til þín tll þess að gleyma því. Nú, að minnsta kosti var allt í lagi með hann, líkamlega. Hann var jafn vel á sig kominn og í gamla daga, og vann eins og hver annar af áhöfninni. Það hefur verið eitt- hvað annað, sem að honum gekk. Kannski kvenmaður. Hann lyfti glasi sínu til að taka kveðju minni: — Þína skál, sagði hann, — og ég óska, að þú gleymir líka þínum áhyggjum á sjónum. Ég drakk bjórinn og tók að hugsa um það, sem Marco hafðl sagt. Það var auðséð, að Aldo hafði leitað til hans, eftir af- mælisveizluna og rifrildið við Mörtu. Hún hlaut að hafa verið að stríða honum, í drykkjuæði sínu, eins og Jacopo hafði sagt, og hneyksiað, eins og sveitafólk er vant að verða, sem er mjög trúað og trútt siðareglum sín- um. Hún hlaut að hafa borið það upp á hann, að hann væri 1 óleyfilegu ástasambandi við gifta konu, og að sú kona væri rektorsfrúin. Og bróðir minn hlaut að hafa reiðzt af þessu og rekið Mörtu að heiman. En hversvegna var hann að tala um eitthvert áfall? Nú heyrðist fótatak og annar maður kom að borðinu. Stuttur og hæruskotinn og næstum enn- þá sólbrenndari en Marco. — Þetta er Franco, sagði Marco, — stýrimaður minn og vélstjóri. Franco rétti fram hönd, sem var eins loðin og apaloppa og ötuð í olíu. — Ég ætti ekki að verða nema tvo tíma með það, sem eftir er, sagði hann við skipstjora sinn. — En mér fannst réttast að vara þig við, af því þetta tefur okkur svona mikið. Marco ypti öxlum og spýtti og sneri sér svo að mér. — Ég lofaði honum bróður þínum að verða kominn af stað á hádegi, sagði hann. — Það var þegar hann hringdi til mín snemma í morgun. Svo virtist einhver bið verða á því að ná i þig og nú er það vélin, sem ætlar að gera okkur bölvun. Við meg- um vera fegnir ef við komumst af stað klukkan fimm. Hann stóð upp og benti eftir skurðinum, þar sem bátarnir voru bundnir. — Viltu sjá bláa bátinn þarna með guía mastrið og vélarhúsið í miðju. — Það er báturinn okk- ar, hann „Garibaldi“. Við Franco skulum fara með töskuna þína um borð og svo getur þú komið seinna, innan klukkustundar. Er það gott, eða vildurðu heldur koma með okkur strax? — Nei, sagði ég. — Ég vil heldur vera hér kyrr og ljúka úr glasinu mínu. — Þeir gengu svo eftir skurð- bakkanum en ég sat kyrr fyrir, utan kaffihúsið, og horfði á þá þangað til þeir voru'komnir um borð. Þessi vistarvera mín næstn dagana, var ekkert freistandi. Marco hafði rétt að mæla þegar hann sagði, að ég væri ekkert líkur bróður mínum. Ég var al- vanur ferðamaður á landi, en ekki á sjó. Sem fararstjóri hafði ég gert mér það til skammar að gubba á Napolíflóanum, fyrir augunum á ferðamönnunum mín- um. Og flatneskjulega, olíu- kennda ylgjan á Adríahafinu var mér álíka viðbjóður. Meira í flöskunni • affur í glösin KÓNGA-FLASKAN Ný flöskustærð af Coca-Cola er komin á markaðinn fyrir þá sem vilja fá meira í flöskunni fyrir tiltölulega hagkvæmara verð. Bidjid um stóru kónga-flöskuna, Ætíð sami Ijúffengi drykkurinn, svalur og hress- andi, sem léttir skapið og gerirstörfin ánægjulegri FRAMLEITT A F VERKSMIÐJUNNI VÍFIIFELL í UMBOÐI THE COCA-COLA.EXPORT CORR.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.