Morgunblaðið - 09.09.1966, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 09.09.1966, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ Fðstudagur 9. sept. 1966 JUtfqpmÞIitfrifr Útgefandi: Hf. Árvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson. Ritstjórar: Sigurður Ejarnason frá Vigur. Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. P.itstjórnarfulltrúi: Þorbjörn Guðrnundsson. Auglýsingar: Árni Garðar Knstinsson. Ritstjórn: Aðalstræti 6. Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480. Áskriftargjald kr. 105.00 á mánuði innanlands. í lausasölu kr. 7.00 eintakið. NORDURLÖND OG VARNARSTEFNA ÞEIRRA ¥Tm það ríkir enginn ágrein- ingur að þjóðir Norður- landa séu tvímælalaust í hópi friðsömustu þjóða veraldar. Þessar þjóðir hyggja ekki á árásir eða illindi við nokkra aðra þjóð. Þær eiga enga ósk heitari en að fá að lifa í friði og halda áfram uppbyggingu þjóðfélaga sinna, skapa fólki sínu félagslegt og efnahags- legt öryggi. En þrátt fyrir þessa afstöðu hinna norrænu þjóða tókst þeim ekki að komast hjá beinni og óbeinni þátttöku í síðari heimsstyrjöldinni. Sov- étríkin réðust á Finnland og nazistar hernámu Danmörka og Noreg. ísland var hernum- ið af Bretum og síðar tóku Bandaríkin að sér hervernd landsins. Aðeins Svíþjóð tókst að halda sér utan við styrjaldarátökin, með naum- indum þó. Síðan síðari heimsstyrjöld- inni lauk hafa þjóðir Norður- landa orðið að marka nýja stefnu í landvarnarmálum sín yjn. Fyrir styrjöldina höfðu þær allar lýst yfir ævarandi hlutleysi. En beisk reynsla sannaði algjört gagnsleysi þess. Niðurstaðan varð sú, að þrjár Norðurlandaþjóðanna, Norðmenn, íslendingar og Danir gengu í Norður-Atlants 'hafsbandalagið, varnarsam- tök lýðræðisþjóðanna, en Sví ar treystu enn sem fyrr á eigin varnir. Hafa þeir lagt mikið kapp á að efla varnir sínar sem mest þeii mega og lagt á sig þungar efnahags- legar byrðar í þeim tilgangi. Finnar hafa hinsvegar haft algera sérstöðu vegna afstöðu sinnar til hins volduga ná- granna síns í austri. Kommúnistar á Norðurlönd um hafa að sjálfsögðu ham- ast gegn hverskonar þátttöku þjóðanna í vestrænu varnar- samstarfi. Þeir hafa allt í einu þótzt vera orðnir einlæg ir „friðarsinnar“. íslending- um er þó t.d. í fersku minm að á sínum tíma hvöttu ís- lenzkir kommúnistar unga ís- lendinga til þess að taka þátt í Spánarstyrjöldinni. Komm- únistar töluðu jafnvel fyrir- litlega um vopnleysi lands- manna. Hlutleysi íslands töldu þeir einnig hina mestu fjarstæðu. Á árinu 1938 orð- aði Einar Olgeirsson það líka, að til mála kæmi að ís- lendingar óskuðu herverndar Bandaríkjanna, Sovétríkj- anna og fleiri ríkja. Allt þetta sýnir og sannar að kommúnistar hafa snúizt hér á landi eins og hanar á burst í afstöðunni til varnar- mála. Þeir hafa fylgt þeirri stefnu sem þeir hafa talið hentugasta hinum alþjóðlega kommúnisma og forusturíkj- um hans á hverjum tíma. Lýðræðissinnar á Norður- löndum hafa hinsvegar mark • að nýja og raunhæfa stefnu landvarnarmálum. íslending ar hafa í þeim efnum fylgt fordæmi Dana og Norð- manna og gerzt aðilar að varnarsamtökum vestrænna þjóða. Yfirgnæfandi meiri- hluti íslendinga aðhyllist þessa stefnu í dag, enda hef- ur reynslan sannað að batn- andi friðarhorfur og öryggi í Evrópu er fyrst og fremst að þakka Atlantshafsbandalag- inu og stefnu þess, sem einnig hefur haft heillavænleg áhrif til eflingar heimsfriðnum yf- irleitt. SJÖNVARPIÐ ví verður ekki neitað að Keflavíkursjónvarpið hef- ur notið mikilla vinsælda ís- lenzkra áhorfenda, þótt nýja- brumið eigi sjálfsagt sinn þátt í því. Það var því eðli- legt að yfirmaður varnarliðs ins tilkynnti ríkisstjórninni með nokkrum fyrirvara þá ákvörðun sína að draga úr sendiorku sjónvarpsins vegna þeirrar erfiðu afstöðu, sem Keflavíkursjónvarpið yrði í við efnisútvegun, ef það þyrfti að keppa við íslenzka sjónvarpið. Á sama hátt var það auð- vitað sjálfsögð yfirlýsing ís- lenzku ríkisstjórnarinnar, að hún væri ekki mótfallin því að úr sjónvarpssendingunum væri dregið. íslendingar hafa aldrei óskað eftir því, að varnarliðið sæi þeim fyrir dægrastyttingu og stækkun sjónvarpsstöðvarinnar á sín um tíma var einmitt heimiluð í trausti þess, að sjónvarps- sendingarnar mundu ekki ná til mikils hluta þjóðarinnar. Bandaríska sjónvarpið er fyrir varnarliðið, og mikil- vægt að varnarliðsmenn geti haft það og það sé sem bezt. Að þvúhlýtur yfirmaður vara arliðsins að keppa, og því eðlilegt, að hann dragi frem- ur úr orku sjónvarpssending- anna en beri ábyrgð á því, að sjónvarpsefni til varnarliðs- manna verði lítið og lélegt. Um sjónvarpið hafa venð miklar deilur, og hafa bæði andstæðingar þess og fylgj- UfZ YMPU Biblían sjaldséð í Sovétríkjunum Rússneska biblían fágæt orðin og eftirsott af sofnurum BIBLÍAN hefur ekki birzt á prenti í Sovétríkjunum síðan 1955 og nú er svo komið að þau 20.000 ein- tök sem þá voru prentuð eru orðin fágæt og eftir- sótt af söfnurum. Þessi út- gáfa sem prentuð var af Biblíunni 1955 hélt orða- lagi fyrri Biblíuprentana og fornri leturgerð og er ólíklegt talið að sú hefð verði í heiðri höfð áfram. Sovézki rithöfundurinn Zen on Kosibovsky sagði um Biblíuna að hún væri „bók- menntalegur minnisvarði sem endurspeglar líf ótal kynsióða þjóða mannkyns til forna“ og þetta virðist vera almenn skoð un manna í Sovétríkjunum nú á Bibliunni. Sjálfur fékk Kosi bovsky svo mikinn áhuga á Gamla testamentinu er hann las það að hann tók sig til og endursagði það í smásögu- formi og kallaði Biblíusögu’- og gaf út. Þessum Biblítisög- um var svo vel tekið, að. af þeim seldust nær 100.000 ein- tök þegar í stað og bókabúðir í Sovétríkjunum gera var-a betur en anna eftirspurninm. Fyrir tveimur áratugum gerðu margir sér vonir um að kirkju og kristni í Sovétríkj- unum yrði veitt meira frelsi og kirkjunnar mönnum yrði heimilað að láta prenta Biblí- ur og dreifa þeim um landið Ein helzta ástæðan til þess að aldrei hefur þó orðið af þessu er hin stranga pappírsskömmt un sem verið hefur í Sovét- ríkjunum og miklar innflutn- ingshömlur, svo og að erlend Biblíufélög hafa hvorki mátt senda þangað pappír né prentaðar Biblíur. Stalín var einhverju sinni spurður að því, hvers vegna stjórn hans leyfði ekki prent- un á Biblíunni og svaraði því til að Biblíulestur væri lúxus og því rangt að ýta undir annað eins. í>ví er það að milljónir æskufólks í Sovét- ríkjunum hafa vaxið úr grasi án þess að kynnast Biblíunm að nokkru, hvorki á trúarleg- um forsendum né bókmennta- legum — en hin mikla sala á Biblíusögum Kosibovskys er gott dæmi um það hvern á- huga hin sígilda saga Biblí- unnar megnar að vekja. Einn hængur er þó á um framtíð Biblíunnar í Sovét- ríkjunum jafnvel þótt nú fengist leyfi til áð prenta hana og dreifa þar og hann er sá að rússneska Biblían hefur ekki verið endurskoðuð í heila öld og byggir að miklu leyti á fornum slavneskum tn vitnunum sem nútíma Rússar skilja lítt eða ekki. Til þess að ráða bót á þessu tóku nokkrir rússneskir fræði menn í útíegð í París sig sam- an og þýddu Nýja testamentið yfir á nútíma rússnesku með aðstoð brezkra og bandarískra fræðimanna. Þessi þýðing er nú í prentun í London og verður bráðlega tilibúin til dreifingar í Sovétríkjunum ef leyfi fæst hjá yfirvöldunum. Um það veröur ekkert sagt að sinni, en rétt er að hafa í huga að rússnesk-kaþólska (orþódoksa) kirkjan er skuid bundin að halda í heiðri hefð- bundinni Biblíuþýðingu sinni og sömuleiðis á Biblían ekki upp á pallborðið hjá yfirvöld- um í Sovétríkjunum — og skiptir þá litlu hver gerðin er. — endur tínt til margháttuð rök, þótt stundum hafi málið ver- ið sótt af óþarflega miklu kappi. Þessum deilum ætti nú að linna og er það út af fyrir sig gott, þótt margir muni sjálfsagt sakna Kefla- víkursjónvarpsins, en ís- lenzka sjónvarpið kemur þó í þess stað. Allt kapp ber að leggja á að gera það sem bezt úr garði og gera þjóðinni allri sem fyrst kleift að njóta þess. ÞRÖNGSÝNIN UPPMÁLUÐ son. En í grein þesSari hafði hinn merki og aldni rithöf- undur lýst þeirri skoðun sinni, að hann hvorki kærði sig um íslenzkt sjónvarp né heldur óttaðist hann að Kefia víkursjónvarpið riði -íslenzkri menningu að fullu. Hann lét einnig í ljós þá skoðun, að hin mikla velmegun hér á landi hefði ekki holl áhrif á alla. Þessi ummæli túlkar Al- þýðublaðið þannig í ritstjórn- argrein sinni í gær, „að gagn- rýnandi Morgunblaðsins“ hafi heimtað: „Ekkert íslenzkt sjónvarp, bara Keflavík. Of mikil velmegun, hér vantar fátækt“! Alþýðublaðið á erfitt með að dylja þröngsýni sína og músarholusjónarmið í af- stöðunni til íslenzkrar blaða-y mennsku. í gær ræðst það t.d á Morgunblaðið fyrir útvarps gagnrýni eftir Þorstein Jóns- son, rithöfundinn Þóri Bergs- Þessi túlkun er svo fárán- leg, fram úr hófi heimskuleg og rakalaus, að engu orði er að henni eyðandi. En það eru einmitt svona viðbrögð og málflutningur hjá Alþýðu- blaðinu, sem gefa skýringu á því hvernig komié er fyrir þessu blaði og hverjar eru orsakir þeirra stöðugu kvein- stafa, sem drjúpa úr penna ritstjóra þess í tíma og ótíma. Góðir gestir - Á FÖSTUDAGINN sl. kom landbúnaðarráðherra Ingúlfur Jónsson ásamt Herman Höcherl landbúnaðarráðherra V-Þýzka- lands og fylgdarlið þeirra að Elli- og dvalarheimilinu Ási í Hveragerði. Var heilsað upp á vistfólkið og farið í nokkur hús, og gróðurhúsin í Neðra-Ási skoð uð. Þótti okkur vænt um þessa heimsókn. Nú í dag hefur sendiherra fs- lands í Þýzkalandi, Magnús V. Magnússon, afhent mér rausnar- lega peningagjöf frá Herman Höcherl með kveðjum hans og árnaðaróskum til vistfólksins og starfsfólksins. Þykir mér vænt um þann hlý- hug sem þessi gjöf ber með sér, og bað sendiherrann að færa beztu kveðjur og þakkir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.