Morgunblaðið - 09.09.1966, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 09.09.1966, Blaðsíða 1
32 síður 53 árgangur 205. tbl. — Föstudagur 9. september 1966 Prentsmiðja Morgunblaðsins Haröar deilur á ráðstefnu sam- veldislandanna í London Afríkuríkin vilja að brezka stjórnin ábyrgist blökkumönnum í Ródesíu stjórnmálaréttindi áður en landið hljóti sjálfstæði að lögum Dimitrio Tsafendas Kí>- London, 8. september, NTB. HARÐAR deilur urðu á ráð- stefnu samveldislandanna í Lon- don í dag- er fulltrúi Sierra Leone, Sir Albert Margai, for- sætisráðherra, bar Wilson for- sætisráðherra Breta það á brýn að hann hefði gert sig sekan um óheilindi í sambandi við Rhód- esíumálið. Wilson brá við hart og greip fram í fyrir Sir Albert til að andmæla ásökunum hans og er það í annað sinn á þessari ráðstefnu, sem Wilson grípur fram í fyrir fulltrúa einhvers samveldislandsins. Að því er fregnir herma, sagði forsætisráðherra Sierra Morðinqi Verwoerds sagður maður vangefinn hann í herinn en hann hefði neitað því og sætt pyntingum Framhald á bls. 31 — kom fyrir rétt i gær — málið tek- /ð tyrir 6. október n.k. — Útför Ver- woerds gerð á laugardag — htver verður eftirmaður hans? MAÐUR sá er sl. þriðjudag myrti forsætisráðherra S- Afríku Dimitrio Tsafendas, 46 ára gamall, kom fyrir rétt í dag til yfirheyrslu og var gert að sitja í fangelsi unz mál hans yrði tekið fyrir 6. október n. k. Því varTsafend as leiddur fyrir rétt að s- afrísk lög mæla svo fyrir að ekki megi halda manni föngnum í meira en 48 tíma án þess að leiða fyrir dóm- ara. Ekki var Tsafendas bor inn neinum sökum og ekki hafði hann neinn lögfræðing sér til aðstoðar. Útför Verwoerds forsætis- ráðherra verður gerð frá heimaborg hans, Pretóríu, á laugardag á vegum ríkisins. Æviferill banamanns Verwo- erds er þessa dagana rakinn sundur og saman og liggja þræð- irnir víða. Tsafendas er portú- galskur ríkisborgari af griskum ættum, fæddur í Mozambique. Sjálfur kveðst hann hafa unniðf* í Lourenco Marques frá 1930-36 en þá farið til S-Afríku og unn- ið þar nokkurn tíma og stund- að íþróttir jafnframt. Eftir styrj- öldina kvaðst Tsafendas hafa farið til Grikklands og siðan til Portúgal. í>ar hefði átt að taka Balthasar bohannes Vorster Leone að óheilindi Breta í Rhód esíumálinu mætti rekja meira en 40 ár aftur í tímann. Ræða for- sætisráðherrans var löng og tal- aði hann í tvær klukkustundir og deildi hart á Breta og færði fram ýmis rök máli sínu til stuðnings, en Wilson forsætis- ráðherra Breta var jafnan fljótur til svars og vöktu ýmis andsvör hans mikla kátínu full- trúanna. Meðal annars st.að- hæfði Sir Albert að brezka stjórnin og þá að sjálfsögðu for- sætisráðherrann, bæri ábyrgð á stefnu Bretaveldis í Rhódesíu- málinu allt aftur til ársins 1923. Wilson svaraði um hæl og sagði þurrlega nokkuð, að það ár hefði hann verið sjö ára gamall Svíþjóð: 1% af þjóðar- tekjum tíl þróunarland- anna Stokkhólmi, 8. sept. — NTB: SÆNSKU verkalýðssamtökin samþykktu í dag á þingi samtak anna í Stokkliólmi að reyna að fá því til leiðar komið að Svíar þrefaldi aðstoð sína við þróun- arlöndin. í ályktuninni sem samþykkt var að tiílögu fulltrúaráðs sam- takanna segir að verkalýðssam- tökin skuli beita sér fyrir því að Svíar verji einum hundraðshluta þjóðartekna sinna til aðstoðar við þróunarlöndin. Fé það er Sví ar veita nú til þessara mála nem ur 0,3% þ.ióðarteknanna og er því um þreföldun þeirrar upp- hæðar að ræða í tillögu verka- lýðssamtakanna. Verkalýðsfélögin brezku að hætt verði sprengjuárásum á l\l - Vietnam vilja Blackpool, 8. septemiber NTB. ÞING brezku verkalýðsfélag- anna beindi í dag þeim tilmæl- um til Bandaríkjastjórnar að hún léti af sprengjuárásum a N-Vietnam. í umræðum um málið í dag sagði einn fulltrúa m. a. að aust- ur þar horfði nú til stórstyrjald- ar vegna stefnu Bandaríkjanna í Vietnam-málinu. Þingið gerði sfðan ályktun þar sem þeim til- mælum var beint til Bandaríkja stjórnar að hún hætti sprengju- árásum sínum á N-Vietnam. Enn fremur var í ályktuninni lýst ánægju þingfulltrúa yfir tilraun um brezku stjórnarinnar til þess að koma á sáttaviðræðum í mái inu. í>á samþykktu þingfulltrúar Framhald á bls. 31 Útgönguhann sett i Sýrlandi — Annað samsærið gegn stjórninni á tveimur vikum Damaskus. 8. sept. NTB. SÝRLENZKA stjórnin setti í kvöld útgöngubann um allt landið og Damaskusútvarpið sagði að komizt hefði upp um nýtt samsæri gegn stjórn lands- ins. Útgöngubannið setti stjórnar- forusta Baathflokksins. Engin sér stök ástæða var gefin fyrir því og undanþegnar voru nokkrar stéttir manna, s.s. bakarar, lyfja- fræðingar og starfsmenn útvarps blaða og sjónvarps. Er kunngert hafði verið út- varpinu, auðheyrilega æstur nokkuð, að komizt hefði upp um áform um að steypa hinni sósialisku stjórn landsins og berja niður byltinguna. Sagði þulurinn að yfirvöldin væru nú að láta fangelsa og taka af lifi alla þessa samsærismenn. Ekki er nema rúm vika síðan yfirvöld í Sýrlandi sögðu frá öðru samsæri sem beint var gegn stjórn landsins og sagði þá að þar hefðu staðið að baki nokkrir fyrrverandi leiðtogar Baaths- flokksins, sem sviptir voru sióð og þá dvalizt í Ástralíu ásamt föður sínum, og fengjust full- yrðingar ræðumanns því tæp- ast staðizt. Sir Albert og Wilson hafa áð- ur átt í hörðum orðasennum vegna Rhódesíu, fyrst á ráð-4? stefnu þeirri sem haldin var í Lagos í Nigeríu í janúar sl., þar sem rætt var viðhorf samveldis- landanna til einhliða sjálfstæðis yfirlýsingar Rhódesíu, nokkru áður. Þá varð þeim Wilson og Margai það helzt til ágreinings hvort beita ætti hervaldi í Rhód esíu eða ekki. Á samveldisráð- stefnunni nú bar Sir Albert það hins vegar mest fyrir brjósti, að Rhódesía yrði ekki sjálfstætt ríki að lögum fyrr en pólitísk réttindi til handa fjórum millj- ónum Afríkumanna sem í land- inu búa væru orðin að raun- veruleika. Talið er að Sir Albert Margai hafi með þessari löngu ræðú sinni viljað tala fyrir munn allra Afríkurikja sem langflest styðja kröfurnar um stjórnmálaréttindi Afríkufhanna í Rhódesíu. Er nú við því búizt að Wilson forsætis- ráðherra kalli saman stjórn sína hið bráðasta að ræða endanlegtj svar Breta við þessum krófum. Fregnir af ráðstefnunni herma að allt bendi til þess að einhver málamiðlun sé ekki langt und- an. Ráðstefnunni lýkur ekki fyrr en eftir viku og málamiðlun gæti Framhald á bls. 31 Mao gegn sniglasótt Peking, 8 sept. — NTB: Á LANDSFUNDI í Chengtu í Suðvestur-Kína hefur verið samþykKt ályktun þess efnis að alla verkamenn og starfs- menn hins opinbera skuli hvetja til að lesa dyggilega i verkum Mao Tst Tungs til þess að vinna með því bug á L jurtasjúkdómi einum sem eink í um herjar hrísekrur á þess- 'um slóðum og kallast snigla- | sótt. Frá þessil segir í fréttatil-l ) kynningu frá kmversku fréttal | stofunni „Nýja Kina“ og» l fylgdi það sögu að í fyrrai r hefði þessi baráttuaðferð ver/ ? ið reynd gegn téðri snigla-1 I sótt og gefið góða raun. Erl | því lagt hart að mönnum ít f héruðnm þeim sem sóttini ’ herjar að þeir taki sér núj I verk Maos í hönd og lesi af | ) kappi og s«m flestir saman) í þannig að stuðli að réttu prót ; letarísku viðhorfi til vanda-i ' málanna. göngubannið sagði þulur í út- um sínum í febrúar sl.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.