Morgunblaðið - 11.09.1966, Side 1
32 síður og Lesbók
53 árgangur
207. tbl. — Sunnudagur 11. september 1966
Prentsmiðja Morgunblaðsins
I
i,
i
SÓL og bjart var á Akureyri
er norsku forsætisráðherra-
hjónin Per Borten og frú
komu til Akureyrar með
fylgdarliði sínu í gærmorgun.
Hiti var um frostmark en að-
faranótt laugardags var frost
í hinum norðlenzka höfuð-
stað, og kl. 8 í gærmorgun 2
stiga frost á Akureyrarflug-
velli. Friðjón Skarphéðinss jri
bæjarfógeti tók á móti for-
sætisráðherranum, en með
honum voru bæjarstjórinn
Magnús E. Guðjónsson og
Sverrir Ragnars og kona
hans, en hann er ræðismaður
Noregs á Akureyri. — Frá
flu '\ellinum var ekið rak-
leiðis norður til Mývatns.
Hádegisverður var snæddur
í Hótel Reykjahlíð.
Kl. 17 var ráðgert að koma
aftur til Akureyrar og gista
þar. 1 gærkvöldi bauð bæjar-
stjórn Akureyrar Per Borten
og frú hans til kvöldverðar. í
dag verður ekið um Eyjafjörð
og flogið til Reykjavíkur síð-
degis. í kvöld verður móttaka
hjá norska sendiherranum í
tilefni af komu norsku for-
sætisráðherrahjónanna.
Á myndinni sést er Friðjón
Skarphéðinsson, bæjarfógeíi
á Akureyri, heilsar Per Bort-
en forsætisráðherra, en að
baki hans er Magnús Jónsson
fjármálaráðherra. Til vinstri
eru Sverrir Ragnars, norskur
konsúll á Akureyri og Magn-
ús E. Guðjónsson, bæjarstjóri
á Akureyri.
Gegn varnarbanda-
lagi Noröurlandanna
..Izvestia" krefst kjarnorkuvopnalauss
svæðis á Norðurlöndum
Moskvu, 10. sept. — NTB
MÁLGAGN sovézka komm-
únistaflokksins, „Izvestia’*
lagðist í gær hart gegn hug
myndinni um norrænt varn-
arbandalag. Telur „Izvestia“,
að slíkt bandalag myndi
binda enda á hlutleysi Svi-
þjóðar og Finnlands. Segir
blaðið, að í stað baráttunnar
fyrir varnarsamtökum Norð-
urlandanna ætti að herða bar
áttuna fyrir því, að Norður-
lönd verði framvegis kjaru-
orkuvopnalaust svæði.
Grein sú í „Izvestia", sem um
mál þetta fjallar, er rituð af
Jurij Golosjubov, og er um hálf
síða. Segir höfundur, að vanda-
mál heimsins í dag séu þannig,
að Norðurlönd verði að endur-
skoða stefnu sína. Danir og
Norðmenn hafi ákveðið að hætta
Framhald á bls. 31
Vietcong ógnar kjós-
endum í S-Vietnam
Hreyfingin gaf i gær út falska
tilkynningu í nafni Búddista-
kirkjunnar
Hanoistjórnin:
Spaugilegt aö ræða um gagn-
kvæma heimköllun liös
N-Vietnam vill ekki viðurkenna að hafa sent herlið
til 8-Vietnam
Hanoi, 10. sept. — NTB
STJÓRNIN í N-Víetnam hafn
aði í gær gersamlega tillög-
um Johnsons, Bandaríkjafor-
seta, um, að bæði Bandaríkin
og N-Víetnam drægju smám
saman til baka herlið sitt i
S-Víetnam.
Johnson hafði lýst því yfir,
að Bandaríkin myndu kaila
heim herlið sitt, gerði stjórn-
in í N-Víetnam slíkt hið
sama.
í fréttum frá Hanoi í gær seg-
jr, að talsmaður utanríkismála-
ráðuneytis N-Vietnam hafi þá
um daginn sagt, að tillaga þessi
sé fáheyrð. N-Vietnam hefur
hefur aldrei viljað viðurkenna,
að herliðs þess lands sé í Suður-
Vietnam. Sagði talsmaðurinn, að
tillaga Bandaríkjaforseta varp-
aði enn betra ljósi en áður á, að
Bandaríkin hygðust hafa herlið
í S-Vietnam um alla fyrirsjáan-
lega framtíð.
há lýsti talsmaðurinn því yfir,
að andstaðan við stefnu Banda-
ríkjanna í S-Vietnam færi nú
vaxandi frá degi til dags um
heim allan, og það væri hrein-
lega spaugilegt að ræða um
heimköllun liðs Bandaríkjanna
á þann hátt, sem um hefði ver-
ið rætt af Johnson. Væri það
sambærilegt við yfirlýsinguna
um skilyrðin fyrir því, að loft-
árásum á N-Vietnam væri hætt.
Sagði talsmaðurinn, að yfirlýs-
ing Bandaríkjaforseta væri að-
eins enn einn liðurinn í viðleitni
hans til að fela þá staðreynd, að
Bandaríkin ætluðu sér enn að
auka herstyrk sinn í Vietnam,
og herða loftárásirnar á N-Viet-
nam.
Hins vegar myndi friður kom-
ast á þegar í stað, ef Bendaríkja
menn færu heim með allt lið
Bristol, 10. september.
í fyrradag átti Elísabet Eng-
landsdrottning að vígja brú eina
mikla yfir ána Severn sem skil-
ur England og Wales. Mikill við-
búnaður var við athöfn þess, því
þjóðernissinnar í Wales, sem allt
frá upphafi brúarsmíðarinnar
höfðu haft mjög á móti henní,
hótuðu síðast að hafa í frammi
spellvirki við vígsluathöfnina.
Allt fór þó virðulega og frið-
samlega fram og varð ekki til
tíðinda.
sitt frá S-Vietnam. Vietnambúar
myndu vinna endanlegan sigur,
og Bandaríkin að lúta í lægra
haldi.
Saigon, 10. september— NTB.
• Hermdarverkamenn kommún-
ista hafa mjög látið að sér kveða
í ýmsum stærri borgum og bæj-
um í S-Vietnam í dag, en á morg
un verður gengið til kosninga i
landinu. Hafa talsmenn Viet-
cong-hreyfingar kommúnista
lýst því yfir, að kosningarnar
fari ekki fram á lýðræðislegum
grundvelli. Eru þeir þannig að
reyna að vinna gegn þeim ráð-
stöfunum, sem stjórnin í S-Viet-
nam hefur gert til þess að reyna
að tryggja, að kosningarnar geti
farið fram á friðsamlegan hátt,
og án hættu fyrir almenning í
landinu.
Vietcong sendi í gær út falska
tilkynningu í nafni Búddista-
kirkjunnar, þar sem segir, að
kirkjan hvetji til allsherjarverk-
falls í landinu, og fer þess á leit
við almenning, að hann taki alls
ekki þátt í kosninunum.
Hins vegar beindi forseti S-
Vietnam, Nguyen Van Thieu,
þeim tilmælum til almennings í
landinu, í dag, að hann gengi að
kjörborðinu á morgun. Hins
vegar eru skiptar skoðanir um,
hve mikil þátttaka í kosningun-
um verður.
Þykir lítill vafi á því leika, að
margir muni sitja heima, því að
hermdarverkamenn Vietcong
hafa hótað illu á mörgum stöð-
um, og látið að því liggja, að
líf þeirra, sem mæta á kjörstöð-
um, kunni að verða í hættu.
Ætla Sovétríkin aö auka
aðstoð sína við N-Vietnam ?
IVfargt þykir nú til þess benda* Viðræður Bresh
neve og fulltrúa Hanoistjórnarinnar i Hfoskvu
Moskva, 10 sept. — NTB:
LEIÐTOGl sovézka kommún-
istaflokksins. Leonid Breshn-
ev, ræddi í gær við fulltrúa
framkvæmdanefndar kommún
istaflokks N-Vietnam, en ekki
hafa verið gefnar neinar áreið
anlegar uppiýsingar um þær
viðræður.
Fulltrúi kommúnistaflokks
N-Vietnam er Le Tahn Nghi,
sem dvalizt hefur í Moskvu
síðan 4 mánudag. Mun hann
nú á ferð um lönd í A-Evrópu
til að ræða um etnahagsaðstoð
við N-Vietnam.
Fréttastofar. Tass skýrði
hins vegar frá því í gær, að
Mikhail Suslov, aðalhug-
myndafræðingur sovézka
kommúnistaflokksins, hafi
verið viðstaddur fund Breshn
evs og Nghi.
Tillögum urn gagnkvæma
heimköllun herliðs frá S-Viet
nam hefur ekki verið vel tek-
ið eystra, að því er fréttamað
ur NTB í Moskvu segir. Þá
er lítið mnrk tekið á ummæl-
um utanríkisráðherra Alþýðu
lýðveldisins Kína, Chen Yi,
er hann )et sér um munn fara
í Tokyo. Texti ræðu hans hef
ur verið rannsakaður, frá orði
til orðs, og hafa fréttamenn
komizt að þeirri niðurstöðu,
að Chen Yi hafi í raun og
veru ekki sagt annað við jap-
anska blaöamenn, en að Kína
væri algerlega á móti friðsam
legri lausn Vietnamdeilunnar.
Þá er hatt eftir áreiðanlegum
heimildum i Moskvu, að menn
ingarbyllmgin svonefnda í
Framhald á bls. 14