Morgunblaðið - 11.09.1966, Page 10

Morgunblaðið - 11.09.1966, Page 10
10 MORGU NBLAÐIÐ Sunnudagur 11. sept. 1966 KAUPUM ÍSLENZKA ÍDNADARVÖRU IÐNlSÝNINGlN ' * ■ Haraldur Asgeirsson, verkfræðingur, forstjóri Rannsóknarstofnunnar byggingariðnaðarins ÍSLENZKUR STEINEFNAIÐNABUR ÞRIÐJUNGS alin á þykkt, alin á breidd og tvæx á lengd — þann ig voru steinnellurnar í tröppun- um að því húsi, sem nú er orð- inn ráðherrabústaður — og all- ur grunnurinn úr álíka stein- um, en þykkari og upphækk- unin á Elleísensílötinni að fram an og innan. — Hér hafði snill- ingur í iðn lagt hönd að verki. „Það var hann Gvendur grjót- páll, sem gerði færan veg“ — eða e.t.v. .Tens Vejman — en þó varla, því að þessi mun hafa ver ið norskur og sat sumarlangt við að höggva grjót fyrir hvalveiði manninn vestur í Önundarfirði. Mér fannst ég vera í nánd við þénnan gamla menn, er ég skoð aði rennislétta steinfleti úti á hlíð, þar sem mótaði fyrir 6 þumlunga djúpum borholuhelm- ingum í þráðbeinni röð í sprengd um steinflötum. Nú er þessi handiðnaður horf- inn úr atvinnulífí okkar — leyst ur af hólma af vélvæðingu. J „Á Iágu leiði stendur ! nú lítU, gömul fjöl, j sem skökk og skæld er orðin j og skriftin niáð og föl. I Og hana hlaut hann Gvendur j Við hvert hans spor var steinn, j en á hans lága leiði j menn lögðu aldrei neinn“. 1 Þetta segir Magnús Ásgeirs- son, og víst er, að mennirnir eru okkur gleymdir, en Alþingishús ið eitt er þó verðugur minnis- varði um þessa iðn. Saga steiniðnaðar á íslandi vgfður ekki rakin í þessu grein- arkorni, — enda óhægt um vik að fá upplýsingar i tölum, sem gefa glögga mynd af þróun þessa iðnaðar á síðustu 25 árum. Eldri sagan er allvel varðveitt í hinni stórmerku byggingarsögu, sem próf. Guðmundur Hannesson skrifaði að undirlagi dr. Guðm. Finnbogasonar, ritstjóra Iðnsögu íslands. Þessi bók var rituð „til minja um sjötív. og fimm ára af mæli Iðnaðarmannafélagsins í Reykjavík 3. febrúar 1942“. Vel er það, að áforrnað er að minn- ast 100 ára afmælisins á næsta ári, og er vonandi, að það verði gert á svipaðan hátt, því þótt tæki og að'ferðir liðinna tíma henti ekki í staríi okkar í dag, er hverjum manni hollt að kynn ast því, hvernig iðngrein hans hefir þróazt, og á hvern hátt nýjungarnar nafa borizt inn í iðn ina. Síðustu 25 ár hafa verið mikl ir byltingartimar í íslenzku þjóð lífi, við höfum skipt algjörlega um atvinnuhætti — skapað okk ar hagsæld og velmegun, meiri en áður var þekkt, — skapað okkur nýtt og betra land. Á þéss um tíma héJt tæknin innreið sína í steinefnaiðnaðinn, eins og á öðrum sviðum athafanalífsins — hin skólaða • véltækniöld. Regin- munur' er á viðhorfi manna til efna og aðferða. í stað brjóst- vitsins eins, og persónulega afl- aðrar reynslu, höfum við nú tölu víslegar niðurstöður yfir alla helztu eiginleika, sem byggingar efni okkar búa yfir. En til þess að beita þessum tölum, þarf vissu lega meira higvit en meðan „reynslan" ein var ríkjandi. Hitt er svo annað mál, að aðstæður sældar fyrir jðnaðinn hafa verið allóhagstæðar. Einkum er það tvennt, sem veldur: Annars veg ar smæð fyrirtækja, sérstaklega í byggingariðnaðinum, en' hins vegar skortur á verðvitund og verðþekkingu. Fyrirtæki, sem óskar að fram leiða forspennta steypuhluta, t.d. stigaþrep, handrið, sillur, súl ur, loft, eða veggfleti, verður að selja vöru sina tiltölulega smá- um fyrirtækjum, sem litla mögu leika hafa á að meta verð og gæði á framleiðslunni í saman- burði við venjulegar byggingar aðferðir. Afleiðing af þessu verð ur sú, að frarr.leiðandinn finnur ekki grundvöll t;l þess að færa út kvíarnar eða hefja framleiðslu á vörum, sem gætu orðið bygg- ingariðnaðinum lyftistöng. Það háir einnig steiniðnrekend anum, eins og öðrum iðnrekend- um í landinu, að verðútreikning- ar frá því í gær eru vafasamir í dag og verða harla haldlitlir á morgun vegna síaukinnar verð- bólgu. Alvarlegust eru þó áhrif verð- bólgunnar á verðvitundina, sem er orðin svo sljóvguð, að almenn ingur gerir sér mjög óljósa grein fyrir samrærni í vöru- og vinnu legra breytinga, cnda háir þetta hinni eðlilegu iðnvæðingu, sem framundan er. Óhjákvæmilegt er í flestum til fellum, að auknum vörugæðum fylgi verðaukning, og það er vandi framieiðenda að stilla þess um atriðum svo saman, að sem mest hagræði náist fyrir bæði framleiðendur og neytendur. Það er sjálfskaparvíti framleið- anda að búa til t.d. svo lélegan hleðslustein eða steinsteypta pípu, að steypar dragi í sig vatn, eins og sykuimoli, og frýs þá eða tærist í sundur á stuttum tíma. Hitt er að grafa fjársjóði, að nota miklu meira sement en þörf er á. Svo sem að framan hefir verið minnzt, eru helztu gæðakröfur til steinefnaiðnaðar töluvíslegs eðlis, og því maclanlegt hversu vel eða ilia framleiðslan mætir þessum kröfum. Islenzkir staðl- ar fyrir þessum kröfum eru hins vegar engir til, og meðan svo er hefir lélega tramleiðslan allt of góða aðstöðu til þees að drepa niður þá vönduðu. Skorturinn á stöðlum er að vísu brúaður með því að verkfræðingar binda út- reikninga sina við erlenda staðla en þetta er ekki nægjanleg vörn fyrir ísl. steinsteypuiðnað, þar sem störf verkfræðingsins eru nær eingöngu unnin á teikni- borði, fjarri iðnaðinum sjálfum. Á síðustu árum hefir fjöldi tækniskólaðra manna aukizt mjög mikxð í landinu. Með þessu hafa möguleikar steinefnaiðnað- ar bantað stórlega. Hins vegar hefir steinefnaiðnaðurinn e. t. v. ekki áttað sig nægj anlega vel á þeim ábata, sem er samfara fjár festingu þeirra í þekkingu. Má hér benda á, að laun sérhæfðra starfskrafta koma líka kostnað- armegin á skattskýrslunum, — þótt skattamálum sé haldið utan þessarar greinar. íslenzkur steinetnaiðnaður hef ir á síðustu árum tekið stórstíg- um framförum, en tramtíðin hlýt ur þó að íæra með sér tröllaukn ingu þeirra. Til þess að braut framfaranna verði sem greiðfær ust, er nauðsyniegt að undirstað an verði traust. Opinber aðstoð er mikilvæg, og því ber að fagna nýju rannsóknamál&lögunum, en með þeim er m.a. lagður ail- traustur grundvöllur fyrir Rann sóknastofnun bzyggingariðnaðar ins, sem hefir á að skipa ráð- gjöfum og stjórnarfulltrúum frá iðnaðinum sjálfum. Vonandi á þessi stofnun eftir að verða stein efnaiðnaðinum að miklu liði. Þó er ekki æskilegt, að þessi stofn- un verði eina íorsjá iðnaðarins, enda hefir hún í mörg önnur horn að líta. Æskilegast væri, meðan iðnfyrirtækin eru lítil og dreifð, að þau befðu samvinnu um það að koma upp tækniskrif stofu eða skrifstofum, þar sem sérhæfðir menn gætú helgað sig leit að nýjum og bættum fram- leiðsluháttum fyrir iðnaðinn. Markvissar rannsóknir af þessu tagi virðast lykillinn að farsæld iðnaðarins, einkum vestan hafs, þar sem jafnvel 5% af fram- leiðslukostnaði er lagður í slíkar rannsóknir. Við notum nú erlendar vélar og orku í steinefnaiðnaði okkar með góðum árangri, en miklu betur má, ef duga skal. Það virð ist vera tákn þeirra tíma, sem við erum að færast inn í, að hug arorkan er sá aflvaki, sem mest reynir á. Gvendur grjótpáll næstu fram tíðar verður að vera hugsuður, ef hann á að geta staðið í því hlutverki sínu að byggja þá minn isvarða, sem verða þeim tíma verðugir.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.