Morgunblaðið - 11.09.1966, Qupperneq 16
16
MORGUNBLAÐIÐ
Sunnuaagur 11. sept. 1966
fll*Y0UssÞIafetí>
Utgefandi:
Framkvæmdastjóri:
Ritstjórar:
P.itst jórnarf ulltrúi:
Auglýsingar:
Ritstjórn:
Auglýsingar og afgreiðsla:
Áskriftargjald kr. 105.00
f lausasölu kr.
Hf. Árvakur, Reykjavik.
Sigfús Jónsson.
Sigurður Ejarnason frá Vigur.
Matthías Johannessen.
Eyjólfur Konráð Jónsson.
Þorbjörn Guðmundsson.
Árni Garðar Kristinsson.
Aðalstræti 6.
Aðalstræti 6. Sími 22480.
á mánuði innanlands.
7.00 eintakið.
ÞA OG NÚ
rpíminn líður og fólk er fljótt
A að gleyma. En þó er á
stæða til fyrir þá, sem gagn-
rýna núverandi ríkisstjórn
fyrir stefnu hennar, að láta
hugann reika tíu ár aftur x
tímann til stjórnartímabils
vinstri stjórnarinnar og
staldra aðeins við það, sem
þá gerðist í þessu landi.
Á stuttum stjórnarferli
tókst vinstri stjórninni í senn
að Ieggja efnahagskerfi og
Zitvinnulíf landsmanna í rúst,
svo að það varð ekki lengur
starfhæft og rýra allt traust
íslands út á við, þannig að
lánsmöguleikar voru engir,
gjaldeyrissjóðir tæmdir og
skuldabyrðin gífurleg.
Þá var vöruúrval í verzlun-
um.mjög takmarkað og þeir
sem þurftu á gjaldeyri að
halda, viðskipta vegna, urðu
að bíða Vikum og jafnvel
mánuðum saman til þess að
fá óverulegustu gjaldeyris-
upphæðir afgreiddar. Þá var
haldið uppi fölsku gengi með
alls konar brellum og raunar
voru mörg gengi á krónunni
eftir því hvað kaupa átti. Þá
var allt athafna- og viðskipta-
líf þjóðarinnar reyrt í viðjar
hafta- og skömmtunarstefn i
atjórnskipaðra nefnda. Að
lokum var svo komið, að
vinstri stjórnin hröklaðist frá
völdum við lítinn orðstír
vegna þess að hún réði ekki
lengur við verðbólguvanda-
málið.
Með stjórnarsamstarfi Sjálf
stæðisflokksins og Alþýðu-
flokksins er tekin upp gjör-
breytt stefna, frjálsræðis-
stefna í málefnum lands-
manna. Gengið var skráð í
samræmi við raunveruleik-
ann, athafnaþrá fólksins í
^andinu veitt útrás með því
að afnema höft og bönn, og
víðtæk umbótastefna tekin
upp á öllum sviðum þjóðlífs
ins. Á sex árum hefur árang
urinn af þessari stefnubreyt-
ingu 1960 orðið meiri en
nokkurn óraði fyrir þá. Á
þessu tímabili hefur mikið
blómaskeið ríkt á íslandi og
nýtt velmegunartímabil í
sögu landsmanna hafizt.
Þessa tvenna tíma er mönn
um hollt að hafa í huga nú,
vegar velmegun og frjálsræð-
ið hefur aukið svo kröfuhörku
manna, að ríkisstjórnin er
gagnrýnd einmitt fyrir þá
stefnu, sem valdið hefur
mestri byltingu í íslenzku
þjóðlífi á þessari öld. Það er
hollt að hafa í huga þá tíma,
þegar vinstri stjórnin var við
völd og nú. Það er hollt fyrir
launþega, sem aldrei hafa bú-
ið við betri kjör en nú, það er
hollt fyrir atvinnurekendur
og athafnamenn, sem í fyrsta
skipti í áratugi hafa fengið
raunverulegt frelsi til fram-
kvæmda og athafna.
Þetta ættu menn að hafa ’
huga og velta því fyrir sér
hvort þeir raunverulega vilja
hverfa aftur til hins gamla
tíma. Ef það er sannfæring
fólks, að hverfa eigi aftur til
stjórnarhátta vinstri stjórnar
flokkanna, liggur það auðvit-
að í augum uppi, að það mun
styðja þá til nýrrar stjórnar-
myndunar. En vilji fólk halda
áfram að lifa í því velmegun-
ar- og athafnaþjóðfélagi, se.n
við höfum búið í sl. 6 ár, þa
eF stefnan einnig ljós: öflug-
ur stuðningur við núverandi
ríkisstjórn og þá stefnu hef-
ur hún markað.
NORSKUR IÐN-
AÐUR OG EFTA
Cjkrifstofustjóri norska iðn-
^ aðarmálaráðuneytisins,
Arne Haar, er staddur hér á
landi um þessar mundir tii
þess að vera aðilum iðnaðar-
ins til ráðuneytis um aukið
samstarf og jafnvel samein-
ingu iðnfyrirtækja. I erindi
sem hann hélt fyrir fulltrúa
iðnþings sl. föstudag, ræddi
hann um áhrif þátttöku Nor-
egs í EFTA á norskan iðnað
og skýrði frá því, að aukið
frelsi í viðskiptum hefði gert
norskum iðnfyrirtækjum
kleift að hefja framleiðslu
fyrir erlendan markað, og að
aðild að Fríverzlunarbanda-
laginu hefði veitt no^skum
iðnaði aðgang að 100 milljón
manna markaði. Þetta hefðu
norsk iðnfyrirtæki notfært
sér í vaxandi mæli, og hefðu
t.d. útflutningsverðmæti iðn-
aðarins í Noregi aukizt úr
einum milljarð norskra króna
1960 í ca. 2,5 milljarða norskra
króna árið 1965.
Þetta eru athyglisverðai
staðreyndir fyrir okkur ís-
lendinga, sem innan tíðar
verðum að finna leiðir til
þess að tryggja viðskiptahags
muni okkar í viðskiptabanda-
lögum Evrópuþjóða, um leið
og aðstaða innlenda iðnaðar-
ms er tryggð. Reynsla Norð-
manna er sú, að þátttaka í
EFTA hafi orðið norskum iðn
aði mikil lyftistöng og spyrja
má, hvórt sú yrði ekki einnig
raunin fyrir íslenzkan iðnað,
ef íslendingar tengdust EFTA
á einn eða annan hátt. Alla
vega er fróðlegt fyrir iðnrek-
endur og iðnaðarmenn á Is-
landi að kynna sér rækilega
reynslu Norðmanna í þess-
um efnum.
4
m,
UTAN ÚR HEIMI
Feisal vinnur á í baráttunni
við Nasserismann
HVER skyldi um þessar
mundir vera staðan í skák-
inni, sem svokallaðir „bylt-
ingarsinnar" og „íhaldssinn-
ar“ hafa verið að tefla um
hinn araibíska heim?
Þegar vígstaðan er könn-
uð, virðist í stórum dráttum
sem „íhaldsmenn" séu í sókn
en „byltingarsinnar" hafi lent
í varnarstöðu. Þar með er
ekki sagt, að þeir hafi misst
alla möguleika til nýrrar sókn
ar og enn geta þeir átt eftir
að greiða andstæðingi sínum
þung og e. t. v. banvæn högg.
Forystumaður „íhalds-
sinna“, Feisal konungur
Saudi-Arabíu, virðist leika
af kaldri rökhyggju — og
hann hann hefur reynzt ó-
trauður og óþreytandi, þar
sem hann hefur þeytzt um
skákborðið — allt frá Pakist
Nasser
an til Súdan. Nýlega heim-
sótti hann Tyrkland og á
næstunni hyggst hann heim-
sækja Mali, Guineu Tunis og
Marokko.
Erindi konungs eru m. a.
að sannfæra múhameðstrúar-
menn um að Saudi- Arabía,
sem ræður og heldur vörð
um hina helgustu staði múha
meðstrúarmanna sé á hraðri
leið inn í tuttugustu öldina.
Heima fyrir hefur hann fylgt
stefnu hægfara en stöðugra
þjóðfélagsumbóta og djarfra
framkvæmda og framfara á
sviði efnahagsmála. . Hann
vill gera endurbætur í ríki
múhameðstrúarinnar, án
þess að rífa til grunna sið-
fei'ðislegan grundvöll hennar.
Yfirlýstir óvinir hans eru
kommúnismi, sósialismi og
hvers kyns byltingarkennd
falsslagorð sem hálfþroskaðir
unglingar falla svo auðveld^"
lega fyrir. Helzti óyfirlýsti
óvinur hans er, að sjálfsögðu,
Nasser, forseti Egyptalands.
Eitt af helztu áhugamálum
Feisals nú um stundir er, að
koma á í Afríku mikilli ráð-
stefnu sem flestra ríkisleið-
toga og trúarleiðtoga Múha-
meðstrúarmanna. Hann miðar
í raun og veru að því að
drekkja nasserismanum í öfl-
ugri samvinnu múhameðs-
trúarmanna, því að hann má
ekki til þess hugsa að múha-
meðstrúin og siðfræðigrund-
völlur hennar hverfi fyrir hug
myndum Nassers éða arab-
Hussein
ískri þjóðernisstefnu. Hann
vill sýna, að umbótastefna
hans geti farið saman við og
fengið styrk frá hefðbundn-
um lögmálum múhameðs-
trúarinnar.
Helzti stuðningsmaður þess
ara hugmynda Feisals, utan
hins arabíska heims, er íran-
keisari. Þeir eiga þar sam-
eiginlegt áhugamáþ sem er
baráttan fyrir því að halda
Nasser í skefjum og hugsa þá
báðir fyrst og fremst um hin-
ar auðugu oliulindir í Persa-
flóa — helztu auðlindir ríkja
þeirra. í þeim éfnum eiga
þeir vísan stuðning Breta og
hafa bæði Saudi-Arabia og
íran á síðasta ári gert mikla
vopnasölusamninga við Breta.
Saudi-Arabía keypti 100
Shah Reza Pahlevl
milljón sterlingspunda loft-
varnarkerfi frá Bretum og
fékk jafnframt brezka flug-
menn til þess að fljúga vélum
þess og þjálfa flugmenn Saudi
Arabíu. íran hefur nýlega
samið um kaup á tundurspill-
um, varðbátum og flugskeyt-
um fyrír um 35 milljónir
sterlingspunda — enda leggja
íranar mikla áherzlu á að
byggja vel upp varnir sínar
við Persaflóa, bæði í lofti,
láði og legi, áður en Bretar
hverfa þaðan, sem fyrrhugað
er snemma ársins 1970.
Innan hins arabiska heims
er helzti stuðningsmaður
Feisals Hussein Jórdaníukon-
ungur. Tveggja ára vopnahlé
hans og Nassers virðist nú
senn á enda. — Kaíró-útvarp-
ið hefur á ný hafið árásir á
Hussein — þó þær séu, enn
að minnsta kosti, aðeins svip-
ur hjá sjón miðað við árás-
irnar fyrir þremur árum, þeg-
ar útvarpið skoraði á Jórd-
ana, að „tæta dvergkonung-
inn í sundur og hengja hann
upp á hliðin í garði brezka
sendiráðsins".
Hussein er í mun að forð-
ast opinn fjandskap við Eg-
ypta. Síðasta áratug hefur
honum tekizt að stuðla að
mjög aukinni velmegun og
hagvexti og hann kærir sig
ekki um að láta trufla þjóð-
ina í baráttunni fyrir bætt-
um lífskjörum. Hann er nú
vinsæll og mikils metinn þjóð
höfðingí — en einmitt það
velgir Nasser undir uggum og
verður ástæða til þess, að
hann vill gjarna vekja þai
ólgu og óánægju.
Þessir þrír þjóðhöfðingjar,
sem hér hafa verið taldir,
mynda hinn harða kjarna „í-
haldssinna“, sem svo eru kaíl-
aðir. En margir aðrir þjóð-
höfðingjar hafa safnazt undir
merki þeirra. Stjórn Sómalíu
hefur iýst fylgi við þá opin-
berlega — stjórn Súdan fylg-
ir þeim í hjarta sínu — bó
hún hafi ekki tekið afdráttar-
lausa afstöðu með þeim.
Hassan, konungur Marokkó.
er þeim mjög hliðhollur.
enda þótt hann vilji fara að
öllu með gát, til þess að forð-
ast vinslit við Kaíró. Pakistan
hefur færzt æ nær þessum
ríkjum — frá því hinn
vinstri sinnaði utanríkisráð-
herra, Zulfikar Bhutto, fór
frá — og hafði íran nýlega
milligöngu um kaup Pakist-
ana á allmörgum F-86 Sabre-
þotum frá Vestur-Þýzkalandi.
Tyrkir kjósa án efa að halda
sér utan við hvers kyns átök
innan hins arabíska heims —
en ljóst er, að leiðtogar lands-
ins eru lítt hrifnir af Nasser.
En hvað um „byltingar-
sinna“? Hvernig er staðan
hjá þeim?
Egyptar, sem eiga við ótai
vandamál að striða — um-
fram allt óviðráðanlega fjölg-
un íbúanna og alvarlegan
gjaldeyrisskort, virðast næst-
um því einir halda á lofti
byltingarkyndlinum. Sýrlend-
ingar, hættulega öfgafullir og
ofsalegir skapsmunamenn.
eru Egyptum oft meiri höfuð
verkur en bandamaður. Sýr-
lendingar eru herskáir mjög
og lifir Nasser forseti í stöð-
ugum ótta við, að þeir dragi
hann inn í styrjöld við ísraei,
löngu áður en hann kærir sig
um. Honum er það bráð nauð-
Framhald á bls. 14
Feisal