Morgunblaðið - 11.09.1966, Síða 28

Morgunblaðið - 11.09.1966, Síða 28
28 Sunnudagur 11. sept. 196l MORCU N BLAÐIÐ FÁLKAFLUG Þú færð aldrei stöðu við sjónvarpið með svona nef EFTIR DAPHNE — Fundinn! æpti Catarina. — Nú sleppurðu ekki. Við vitum um þig, hvernig þú læddist upp og hnuplaðir dótinu þínu, og stakkst svo af án þess að borga henni frú Silvani það sem þú skuldaðir henni. Þau stigu nú af baki, öll fjög- ur, og umkringdu mig. — Hlustið þið nú á, sagði ég. — Ég get gert ykkur grein .... — Jé, það væri þér betra, tók Paolo fram í. — Þú getur ekki farið svona með hana frú Sil- vani, við líðum það alls ekki. Komdu nú strax með pening- ana, eða við afhendum þig lög- reglunni. — Ég hef enga peninga, sagði ég. — Ég hef ekki svo mikið sem tvö þúsund lírur á mér. Við vorum farin að vera fyrir umferðinni. Einhver í bíl, sem framhjá fór, æpti að stúdentun- um. Paolo gaf Caterinu bend- ingu með höfðinu. — Komdu á eftir okkur inn í Rossinikaffi, sagði hann. Arm- ino getur setið fyrir aftan mig. Við skulum koma vitinu fyrir hann þar. Þið komið á eftir, Gino og Mario, og sjáið um, að hann beiti engum brögðum. Það var ekki annað að gera en láta að orðum hans. Hefði ég far ið að hreyfa mótmælum, hefðu bara orðið vandræði úr þessu. Ég yppti öxlum og settist fyrir aftan hann á skellinöðruna, og við skutumst af stað út í um- ferðina við Þjóðartorgið, en stað næmdumst við súlnagöngin við hertogahöllina í Pesaro. Þar DU MAURIER skildum við bæði hjólin eftir og Paolo gekk svo á undan, en Gino og Mario sinn hvorum meg- in við mig, og þannig var ég rek inn inn í lítið kaffihús þarna skammt frá. Við gengum inn og Paolo benti á lítið borð við gluggann. — Þetta dugar, sagði hann — Caterina kemur rétt strax til okkar. Hann pantaði svo bjór handa öllum — að mér meðtöldum — og þegar þjónninn var farinn, sneri hann sér að mér, með kross lagða arma fram á borðið. — Jæja, sagði hann, — hvaða grein geturðu svo gert fyrir þér? — Lögreglan er á hælunum á mér, sagði ég. — Ég varð að flýja. Stúdentarnir þrír litu hver á annan. — Það var nú einmitt það, sem hún frú Silvani hélt, greip Gino fram í. — Það var einhver að spyrja eftir þér í morgun, en hún sagði ekki í hvaða erindum. Hann líktist mest óeinkennisbúnum lögreglu manni. — Ég veit það, sagði ég, — og ég kom auga á hann. Þess- vegna sótti ég ekki það, sem ég átti inni, í skrifstofunni, og gat þá heldur ekki borgað frú Sil- vani. í mínum sporum hefðuð þið gert nákvæmlega það sama. Þeir gláptu á mig, allir 'þrír. Þjónninn kom með bjórkollurn- ar, setti þær á borðið og gek.k burt. — Hvað hefurðu gert fyrir þér? spurði Paolo. — Ekkert, svaraði ég, — en það eru sterkar líkur gegn mér. Ég held helzt, að ég sé grunaður í staðinn fyrir annan mann. Og sé svo, þá verður það áfram, því að svo vill til, að hinn maðurinn er bróðir minn. Caterina kom nú inn, úfin og móð. Hún dró stól að borðinu og settist síðan milli okkar Paolo. — Hvað kom íjyrir? sagði hún. Paolo útskýrði málið í fáum orðum og nú leit Caterina á mig. — Ég trúi honum, sagði hún, eftir stutta umhugsun. — Við erum búin að þekkja hann í heila viku. Hann er ekki þannig maður, að hann fari að strjúka án þess að hafa góða og gilda ástæðu til þess. Það var eitt- hvað í sambandi við ferða- skrifstofuna, sem þú vannst hjá áður en þú komst til Ruffano, er ekki svo? — Já, svaraði ég, og það var í vissum skilningi satt. Mario, sem hafði hingað til þagað, hallaði sér nú fram. — □----------------□ 65 □----------------□ Hversvegna fara til Pesaro? sagði hann. — Og hversvegna með einar tvö þúsund lírur í vas anum?' Hvernig ætlarðu þér að komast héðan ? Þau voru nú ekki lengur ófrið leg og tortryggin. Gino rétti mér vindling. Ég leit á þau og hugs- aði, hvað þau gætu verið af sömu kynslóðinni og Cesare, Giorgio og Domenico. Öll ung. Öll óreynd. Og hversu mjög sem þau kynnu að vera ólík af lífs- skoðun til, voru þau öll, innst inni, áfjáð í ævintýri og lífið. Ég sagði. — Ég hef nú fengið tóm til að hugsa mig um, síð- ustu klukkutímana. Mér er það ljóst nú, að það var heimska af mér að vera að fara frá Ruff ano, og nú vil ég komast þangað aftur. Ég ætlaði með vagninum klukkan háifsex. Þau horfðu á mig þögul og drukku bjórinn sinn. Ég held, að þau hafi ekki botnað neitt í neinu. — Hversvegna að vera fara aftur? spurði Paolo. — Nær ekki lögreglan þá í þig? — Kannski, sagði ég. — En nú er ég bara ekki lengur hræddur. Spurðu mig ekki, hversvegna. Þau hvorki hlógu né gerðu gys að mér. Þau tóku þessa játn ingu mína alvarlega, alveg eins og Cesare eða Domenico mundu hafa gert. — Þetta er ekki mál, sem ég get rætt við ykkur í smáatriðum, sagði ég, — en bróðir minn er í Ruffano og gengur undir öðru nafni en ég. Hvort hann hefur gert það af ættarstolti. Ég verð að fá þetta á hreint. Ég verð að tala við hann. Þetta skildu þau og gengu ekki á mig með neinum frekari spurningum. En mikill áhugi skein út úr svip þeirra. Caterina snerti ósjálfrátt handlegginn á mér. — Þetta er skiljanlegt ...... að minnsta kosti mér, sagði hún. — Ef ég væri grunuð um eitt- hvað, sem ég héldi að Paolo hefði gert, þá vildi ég vita ástæðuna til þess, jafnvel þó ég yrði sjálf að taka afleiðingunum. Skyld- menni verða að vera hreinskilin innbyrðis. Við Paolo erum tví- burar. Kannski erum við sam- rýmdari vegna þess. — Það eru ekki einasta skyld- leikaböndin, sagði Gino, — held ur líka vináttuböndin. Ég væri vel til með að taka á mig ábyrgð ina af einhverju, sem Mario hefði gert, en ég verð bara að vita ástæðuna. — Eru tilfinningar þínar gagn vart bróður þínum þannig? spurði Caterina. — Já, það eru þær. Þau drukku síðan upp úr glös unum og þá sagði Paolo: — Við skulum sjá um, að frú Silvani fái peningana sína. En það er nú annars orðið aukaatriði. Aðal- atriðið er að koma þér til Ruff- ano, og jafnframt að komast framhjá lögreglunni. Við skul- um hjálpa þér. En fyrst verðum við að leggja áætlun. Ég varð hrærður af þessu göf- uglyndi þeirra. Hversvegna treystu þau mér? Til þess var engin ástæða. Ekki fremur en fyrir ungfrú Raspa að lofa mér að fela mig heima hjá henni. Ég hefði vel getað verið morðingi, en samt treysti hún mér. Ég gæti verið ótíndur fjárglæfra- maður en samt treystu stúdent- arnir fnér. — En svo er það hátíðin, sagði Caterina allt í einu. — Við gæt- um bara dulbúið Armino sem einn uppreisnarmannanna, og þá mana ég hvaða lögreglumann sem er til að finna hann innan um nokkur þúsund álíka manna. — Hvernig dulbúa hann? sagði Gino. — Þú manst, að Donati prófessor sagði okkur að við skyldum bara koma eins og við erum. 1 — Einmitt ,sagði Caterina, — í skyrtu og gallabuxum. Lítið þið bara á hann Armino. í þess- um borgarfötum, þessari skyrtu og með þessa skó. Hann er bein línis klæddur eins og farar- stjóri! Klippið þið hann dálítið öðruvísi ,og færið hann í mis- lita skyrtu, gyrta ofan í galla- buxur, og þá skulið þið sjá, að hann þekkir ekki einu sinni sjálfan sig. — Þetta er rétt hjá Caterinu, sagði Paolo. — Við skulum fara með hann til næsta rakara og láta bustaklippa hann. Svo finn um við eitthvað að færa hann í, á markaðstorginu. Við skiptum kostnaðinum jafnt á milli okk- ar. Gott og vel, Armino, eigðu sjálfur þessar tvö þúsund lírur þínar .... þú kannt að þurfa á þeim að halda. Ég varð alveg að viljalausu verkfæri í höndum þeirra. Við fórum út úr kaffihúsinu, þegar Paolo hafði greitt fyrir veiting- arnar, og þau fóru með mig til rakara, sem breytti mér úr því, sem ég hafði hingað til haldið mig vera — fínan fulltrúa Sól- skinsferða í Genúa og í ómerki legan götuslána. Og munurinn varð enn meir áberandi, þegar þau fóru með mig á eftir í fata- skranbúð, og þar afklæddist ég öðrum almennilegu fötunuin mínum — því að hin voru í tösku um borð í „Garibaldi", og fór í staðinn í svartar gallabuxur með leðurbelti og grænni skyrtu svo í gervileðurtreyju og striga- skó. Mín eigin föt voru bundin í böggul og afhent Caterinu, sem sagði mér, að þau væru hræði- leg, og að hún skyldi gera sitt bezta til að týna þeim. Þau stilltu mér upp fyrir framan spegil í búðinni, og — líklega mest vegna klippingarinnar —• bjóst ég varla við, að Aldo mundi þekkja mig, auk heldur aðrir. Ég hefði getað verið inn- flytjandi, nýlentur á strönd Ameríku, hálfvilltur, og vantaði ekki annað en smelluhníf. — Þú lítur hræðilega út, sagði Caterina, og kreisti á mér hönd- ina, — miklu betur en áður. Nú hefurðu einhvern stíl, sagði Gino. — Áður hafðirðu hann engan. Þessi aðdáun þeirra gerði mig hissa, en dró samtímis úr mér allan kjark. Ef þetta sem ég var nú orðinn, fullnægði fegurðar- smekk þeirra hvað áttum við þá sameiginlegt? Eða var þetta bara nærgætni hjá þeim? — Við skulum njóta þess arna dálítið lengur, sagði Paolo. — Það er engin þörf á að vera kom in til Ruffano fyrir myrkur. Caterina getur tekið vagn seinna, og Armino getur setið aftan á hjá mér. Við skulum fylgja vagninum á eftir á skelli- nöðrunum okkar. Við skulum at- huga, hvort fþróttahöllin er op- in. Þú hittir okkar þar Caterina. Syndíh 200 m Meira í flöskunni • aftur í glösin Ný KÓNGA-FLASKAN flöskustærd af Coca-Cola er komin á markaðinn fyrir þá sem viija fá meira f flöskunni fyrir tiltölulega hagkvæmara verð. Biðjid um stóru kónga-flöskuna. Ætíð sami Ijúffengi drykkurinn, svalur og hress- andi, sem léttir skapið og gerirstörfin ánægjulegri FRAMLEITT A F VERKSMIOJUNNI VIFILFELl IUMBOOI THE COCA-COLA.EXPORT CORP.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.