Morgunblaðið - 21.09.1966, Side 3

Morgunblaðið - 21.09.1966, Side 3
MiSvikudagur 21. sepl. 1968 MORCUNBLAÐIÐ 3 1* myndir, heldur hefur hann til sölu eftirprentanir af fræg um málverkum, m.a. Rem- brandt. Ekki veit ég annað, en Sig urður muni selja þ^ssi fall- egu málverk til unnenda ís- lenzkrar málaralistar sem alltaf eru að bíða eftir svona tækifæri. UPPBO0 þið Þorvald skoða myndirn- ar eftir Ásgrím, Silíru, gjána á Þingvöllum. Ég mundi segja, að Sigurð- ur Benediktsson hefði aldrei boðið fólki upp á annað eins, og sjálfsagt koma margir til að bjóða í myndir Sigurðar. í>að er ekki einasta. að Sig urður hefur til sölu íslenzkar Við eltum Þorvaid um sal- inn, og á þessari mynd sjáið Við komum á Hótel Sögu, að gamni okkar, til að hitta Sigurð Benediktsson, sem ætl aði að halda fyrsta málverka uppboð skólaársins, eins og hann kallaði það. Þar var mikið og merki- legt að sjá. Við hittum þar Þorvald Guðmundsson hótel- stjóra, og báðum hann að velja sér mynd. Hann gekk þegar að mynd Ásgríms af Silfru í Borgar- firði. Og sagði okkur, að þessa mynd hefði hann kosið sér til eignar, ef hann hefði mátt ráða. Hann sagði okkur. frá því, að þessi mynd væri svo falleg, að enga mynd þekkti hann, sem betur væri að því komin, að vera upp- áhaldsmynd, þeirra sem á myndirnar horfðu. Góð síldveiði sl. sólarhring HÆGVIÐRI var á síldarmiðun- um sl. sólarhring, en allmikil hvika og straumur. Voru skip- in aðallega að veiðum 40—50 Sjómílur SA af Gerpi, að því er síldarleitin á Dalatanga tjáði Mbl. í gær. Engin leitarskip eru á veiðisvæðinu. Eru þau ýmist í slipp eða í öðrum erindagjörð- um suður af landinu. Tjáði síldarleitin blaðinu í gærkveldi, að skipin væru far- in að kasta á fyrrnefndum slóð- um, en engar tilkynningar höfðu foorizt um afla. Samtals tilkynntu 52 skip um afla sl. sólarthring, alls 3,295 lestir. Dalatangl: Haraldur AK 55 lestir, Stein- unn SH 40, Fagriklettur GK 100, Æskan SI 50, Runólfur SH 20. Ingiber ólafsson II GK 70, Sól- fari AK 20, Jörundur III RE 20, Helga RE 70, Reykjanes GK 30, Bára SU 140, Þorsteinn RE85, Gullfaxi NK 55, Eldborg GK 25, Reykjaborg RE 100, Hólmanes SU 55, Ásþór RE 30, Lómur KE 75, Helga Björg HU 35, Helgi Flóventsson ÞH 30, Reynir VE 30, Keflvíkingur KE 35, Ásbjörn RE 65, Björg SU 80, Anna SI 25, Þorbjörn II GK 50, Hamravík KE 200, Sæhrímnir KE 85, Jör- undur II RE 320, Fróðaklettur G*K 60, Skarðsvík SH 90, Hoffell SU 100, Geirfugl GK 75, Húni II 70, Ögri GK 20, Ingvar Guðjóns- son SK 110, Oddgeir ÞH 80, Guðrún Jónsdóttir ÍS 40, Svanur ÍS 15, Bjartur NK 30, Faxi GK 55, Bergur VE 90, Árni Magnús- son GK 50, Andvari KE 25, Björgúlfur EA 50. Akraborg EA 20, Hrafn Sveinbj. IH GK 30, Engey RE 35, Ól. Sigurðsson AK 60, Kópur VE 60, Árni Geir KE 25 og Sigurfari AK 110 lestir. Á Isamningurirm hlýtur fullnaðargildi Blaðinu barst í gær eftirfar- andi fréttatilkynning frá Iðn- aðarmálaráðuneytinu: HINN 28. marz sl. var undirrit- aður aðalsamningur milli ríkis- stjórnar íslands og Swiss Alum- inium Limited um byggingu ál- bræðslu í Straumsvík. Sama dag var undirritaður samningur milli sömu aðila um fram- kvæmdatryggingu. Báðir samn- ingarnir voru undirritaðir með fyrirvara um staðfestingu Al- þingis. Aðalsamningurinn var lagður fyrir Alþingi 1. apvíl 1966 og hlaut lagagildi með lög- um nr. 76 frá. 13. maí 1966, og hinn 28. júní 1966 var íslenzka álfélagið h.f. stofnað. Voru þá jafnframt undirritaðir rafmagns- samningur milli Landsvirkjunar og íslenzka álfélagsins h.f., hafnar- og lóðarsamningur milli Hafnarfjarðarkaupstaðar og ál- félagsins og aðstoðarsamningur Framhald á bls. 25 sratij Alvarlegir auiurðir Hin'tíðu slvs af völdum drátt- arvéla hijota að valda þungum áhyggjum. Mismunandi reglur munu gilda um það, hverjir aka megi dráUarvélum eftir því, hvort þeim er ekið á vinnustöð- um eða í þjóðvegum. Sé þeim ekið á þjóðvegum má ökumaður ekki vera yngri en 16 ára, en að öðru levti eru engar ákveðnar reglur um akstur dráttarvéla. Ljóst er, að hér er um mikið vandamál og aivarlegt áhyggju- efni að ræða. Ilin tíðu og alvar- legu slys af völdum dráttarvéla að undanfórnu sýna það greini- lega. Þess vegna verður að vænta þess, að þessi mál verði öll tckin upp til endurskoðunar, atliugað vei'ði hvort ekki sé rétt að setja strangari reglur um akstur og meðierð dráttarvéla og aðrar öryggisráðstafanir gerð ar til þess að koma í veg fyrir svo hörmulcg slys, sem lands- menn hafa heyrt um að undan- förnu, af völdum þessara vinnu- véla. Skólamál Kristján J. Gunnarsson, skólastjóri hefur að undanförnu ritað merkar greinar í Mbl. um skólainál og í lok síðari grein- arinnar dregur hann saman meginatriði greinanna og segir; „Ætlun min var fyrst og fremst sú að vekja athygli á hin- um ýrnsu þáttum skólamálanna, og drepa á eftirfarandi megin- atriði, sem mér virðist að skipti meginmáli. Markmið og aðferðnr skólans eins og þau birtast í framkvæmdinni við núverandi aðstæður, eru óviðunandi starfs- grundvöllur jafnt fyrir kennara og stóran hluta nemenda. Endur- skipuleggja þarf nám á öllum skólastigum með tilliti til auk- innar fjölbreytni og rýmra vals einkum þó á gagnfræðastigi. Taka þart upp betri skipulagn- ingu á yfirstjórn fræðslumál- anna og hafa þá sérstaklega i huga að haldið sé stöðugt uppi tilrauna- og rannsóknastarfi í skólunum og á tengslum þeirra við atvinnu og þjóðlíf. Með því sé tryggt að skólinn gegni hlut- verki sínu í atvinnulífinu og starf hans staðni ekki í úreltu formi og aðferðum. Hefja þarf svo fljótt sem við verður komið tilraunir í skólunum til undir- búnings og setningu nýrra fræðslulaga. Fræðsluhéruð og aðrir aðilar, sem til þess hafa vilja og getu að láta fram- kvæma tiliaunir í skólum sínum, fái stuðning fræðsiumálastjórn- ar og forstóðumanna skólarann- sókna til að skipuleggja slíkar rannsóknir og fylgjast méð framkvæmd þeitra og niðurstöð- um. Endurskoða þarf starfs- grundvöll kennarans innan skól- ans óg breyta í því sambandi ýmsum gildandi ákvæðum um vinnutíma, laun og aukagreiðsl- ur. Kennurura verði séð fyrir endurmenntun, sem nýjungar í skólastarfi gera n« uðsynlegar og kcnnaramenntunin aðhæfð nýj- um aðsta'ðum, el'tir því sem þurfa þykir“. i

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.