Morgunblaðið - 21.09.1966, Síða 4

Morgunblaðið - 21.09.1966, Síða 4
€ MORGUNBLAÐIÐ Miðvikudagur 2!. sept. 1966 Bimtip'XlíiGAH 33924 BÍLALEIGAN FERÐ Daggjald kr. 40«. Kr. 3,50 per km. SÍMI 34406 3ENDU M MAGIMÚSAR SKIPHOtTI 21 SÍMAR21190 eftirlokunsimi 40381 Hverfisgötu 103. Sími eftir lokun 31160. RAUÐARÁRSTf6 31 SI M I 22022 tlTLA bílaleigon Ingólfsstræti 11. Volkswagen 1200 og 1300. Bif reiðaleigan Vegferí) SÍMI - 23900 BÍLALEIGAN VAKUR Sundlaugaveg 12. Simi 35135. if Lækkuð fargjöld? Þær fréttir berast nú utan úr heimi, að ákveðnari kröfur verði gerðar en áður innan IATA (alþjóðasamband flug- félaga) til lækkunar fargjalda á flugleiðum yfir Norður-Atl- antshaf. Það er engin tilviljun, að athyglin beinist einkum að Atlantshafsleiðunum, þegar far ið er að ræða um lækkuð far- gjöld á alþjóðaráðstefnu, flug- félaga. í fyrsta lagi eru flutn- ingar óvíða meiri á lengri flug- leiðum en einmitt yfir Atlants- haf — og i öðru lagi hafa flug- félögin átt þár í samkeppni við aðila, sem aðslöðu hefur haft til þess að bjóða lægri far- gjöld. Er þar átt við Loftleiðir. Hlutur Loftleiða í heildar- flutnmgum yfir Atlantshaf er sáralítill, en tilvera félagsins fer í taugarnar á nokkrum þeirra félaga, sem hafa flug- vélar í förum á sömu leiðum. Önnur félög vita varla af þess- ari samkeppni, enda er það svo, að tilvera Loftleiða hefur skapað nýjan markað, sem hin félögin hefðu hvort eð er ekki haft aðgang að. Allstór hluti farþega Loftleiða hefði ekki farið flugleiðis yfir hafið á undanförnum árum ef hin lágu fargjöld félagsins hefðu ekki verið í boði. Tapaði oí miklu Vinir okkar á Norðurlönd- um, SAS-menn, hafa verið há- værari en allir aðrir vegna Loft leiða. Hafa þeir gert ítrekaðar tilraunir til þess að útiloka Loft leiðir frá skandinaviska mark- aðnum ,— og m.a lögðu þeir það hart að sér fyrir nokkrum ár- um að hefja reglubundið flug með skrúfuvélum og bjóða lægri fargjöld eftir að þeim varð ljóst, að markaður Loft- leiðá var annar en sá, sem þeir náðu til með þotufargjöldun- um. Þessi tilraun SAS bar ekki tilætlaðan árangur. Loftleiðir fengu enn farþega og SAS hætti von bráðar samkeppn- inni á lágu fargjöldunum vegna þess að félagið tapaði of miklu á henni — og hefur SAS þó ekki kallað allt ömmu sína í þeim efnum. En hefði SAS nokkru sinni byrjað að fljúga gömlu vélun- um aftur, ef ekki hefði verið við Loftleiðir að etja? Ætli SAS gerðist nú formælandi lækkun- ar fargjalda, ef lægri fargjöld en SAS býður væru ekki á boð- stólum? * Yfirklór Bægslagangur SAS verður hlægilegur, þegar þess er gætt, að hlutur Loftleiða í flutningum yfir Norður-Atlantshaf er sára- lítill og tilraunir hinnar skand- inavisku flugsamsteypu til þess að kenna Loftleiðum tap sitt eru hreint og beint yfirklór. Fróðlegt yrði að fylgjast með því og hverjum SAS mundi kenna tap sitt, ef félaginu tæk- ist að leggja Loftleiðir að velli. Varla væri það sjálfum stjórn- endum SAS að kenna! Aukning Loft- leiða engin Á siðustu fimm árum hafa flutningarnir yfir Norður-Atl- antshaf aukizt um 110% — hundrað og tíu prósent. Hlutur SAS í þeirri aukningu er tæp 50%, en hlutur Loftleiða mun vera um 0,7%. Á sama tímabili hefur aukningin á skandin- aviska markaðnum í sambandi við flutninga vestur um haf orðið um 42%, en samkvæmt áreiðanlegum heimildum hefur SAS hlotið 41,9% af þeirri aukningu, Loftleiðir 0,1%. Þetta kemur berlega í ljós á yfirliti, sem fáanlegt er um flutninga Loftleiða og SAS til og frá Skandinavíu yfir Atlants haf. Farþegatala Loftleiða var hin sama á síðasta ári og fyrir fimm árum, eða um 16 þúsund, en SAS-farþegar höfðu aukizt úr 100 þús. upp í 150 þús. Hlut- ur Loftleiða á skandinaviska markaðnum hefur í rauninni farið minnkandi, enda gerast flugvélar þær, sem þeim er leyft að nota á flugleiðum þang að, gamlar og síður samkeppn- isfærir þrátt fyrir fargjalda- mun. , * FA RGJALDAMUNUR SANNt.JAKN ? Endurnýjun loftferðasamn- inga milli íslands og hinna Norðurlandanna stendur nú fyr ir dyrum — og vaknar þá enn einu sinni spurningin um það, hvort óeðlilegt sé að greina milli nýtízku þota og eldri gerða skrúfuvéla. Þeir, sem aug lýsa nýjar þotur og bjóða betri þjónustu en nokkíu sinni hef- ur verið völ á, vilja ekki jafna sínum farkostum við skrúfu- vélarnar. Og þeir sem ekki sjá muninn eru hreint og beint aular. — Er þá óeðlilegt að þessi munur sé viðurkenndur einnig hvað fargjald varðar? Tillögur hafa þegar komið fram um að munur verður gerð ur á fargjaldi með venjulegum þotum — og síðar hinum, sem fljúga hraðar en hljóðið. Loft- leiðir hafa óskað þess að fá að fljúga með RR-400 til Norður- landa, en flughraði þeirra véla er 40% minni en DC-8 þotanna, sem SAS og fleiri flugfélög nota á flugleiðum yfir Atlants- haf. it Blekkingar SAS hefur haldið uppi við- tækum áróðri til þess að reyna að koma í veg fyrir að tekið verði minnsta tillit til hags- muna íslendinga við væntan- lega samningagerð — og þar eð hlutur Loftleiða á skandin- aviska markaðnum er jafn- j lítill og raun ber vitni, hafa j SAS-menn haldið því fram í blekkingaskyni, að allir flutn- ingar Loftleiða yfir Atlantshaf væru teknir beint frá SAS. Ekki hefur verið hikað við að telja flutningana til og frá Luxemburg þar með, jafnvel þótt SAS fljúgi alls ekki til þess lands. Tiltölulega mestur hluti flutninga Loftleiða er hins vegar bundinn flugleiðinni til T.uxemburear. * FLUGSAMGONGUR UNDJRSTAÐAN Úrslit þessa máls varða ekki aðeins Loftleiðir heldur alla ís- lendinga. Félagið er orðinn einn stærsti einstaki vinnuveitand- inn á landinu, hæsti skattgreið andi landsins — og starfsemi félagsins eru tengdar vonir um að takast megi að byggja upp nýjan atvinnuveg á íslandi, ferðamannamóttökuna. En mik- ilvægast af öllu er þó hlutverk það, sem Loftleiðir gegna ásamt Flugfélagi íslands — að færa ísland nær umheiminum. ís- lenzku flugfélögin hafa rofið einangrun landsins fremur en nokkur annar aðili á síðari ár- um — og átt sinn stóra þátt i að leggja grundvöll að nútíma- þjóðfélagsþróun og alhliða upp byggingu í landinu. Hún hefði ekki orðið í sama mæli ef við hefðum ekki hinar tíðu flug- samgöngur — bæði í austur og vestur. Viðskipti fslendinga við Norð urlönd eru hinum síðarnefndu mjög hagstæð. Við kaupum meira af frændþjóðum okkar á Norðurlöndum en þær af okk- ur, íslenzkir ferðamenn eyða þar langtum meiri gjaldeyri en Norðurlandabúar eyða hér, Norðurlönd hafa varla yt'ir miklu að kvarta. Og muni Norð urlandabúar í framtíðinni njóia þess að geta ferðazt til Amer- íku fyrir mun minna fé en hing að til, þá er það ekki þeirra eigin SAS að þakka, rmUiu fremur Loftleiðum. TIL SOLU 120 ferm. íbúðarhæð við Hollsgötu. 106 ferm. 3—4 herb. íbúð við Kleppsveg. 94 ferm. kjallaraíbúð við Miðtúu. 2 herb. íbúðir við Framnesveg. IBUÐIR I SMÍÐUM 6—7 herb. endaíbúð og 4 herb. íbúð við Hraunbæ. Seljast tilbúnar undir tréverk op málningu með fullfrágenginni sameign. ENNFREMUR parhús við Skólagerði í Kópavogi svo og keðjuhús við Hrauntungu. FASTEIGNA SKRIFSTOFAN i AUSTURSTRÆTI 17 (HÖS SILLA OG VALOA) SIMI 17466 I BJAKNI BEINTEINSSON. HDL.. JÓNATAN SVEINSSON, LÖGR., FTR. MÍ M IR Allir þurfa að haldið við enskunni. Tveir innritunardagar eitir. Sími 10004 21655. Málaskólinn Mím'r Hafnarstræti 15 — Brautarholti 4. I

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.