Morgunblaðið - 21.09.1966, Page 15
Miðvikudatrur 21. sept. 19M
MORGUNBLAÐIÐ
15
Bréf sent MbL:
Lesbák Morgun-
blaisins 28. ágúst
Vesaldómur væri þa'ð, að eiga
ekki næga einurð til að viður-
kenna, að þetta eintak LesboK
arinnar er að mínum dómi, hið
mesta merkisplagg á ýmsa lund.
Þetta segi ég ekki til að lyfta
neitt undir Morgunblaðið. Ég
vil eklý gerast hlutdrægur um
blaðamennsku okkar. Mér fell-
ur að ýmsu leyti illa við blöð-
in, bæði vegna skrípamynaa
þeirra — teiknimyndanna, tó-
baksauglýsinganna og alls kon-
ar hégóma. Um þessar mundir
kaupi ég ekkert dagblað. Eftir
að hafa keypt eitt þeirra um
aratugi, sagði ég því upp þeg-
ar það birti mjög sóðalega teikni
mvnd, eina af þessum, sem eiga
aö gera náungann auðvirðilegan
og núa honum upp úr forinni.
Og undanfarið hefur mig lang-
ao til að skrifa ritstjóra
annars blaðs og benda henni a.
ao oft væru teiknimyndir blaðs-
ins hverju sæmilegu blaði til
saammar. — En snuum nú aft-
ur að Lesbókinni.
Fyrsta greinin í þessu ein-
taki: „Skáldskaparíþróttin á Is-
landi“, er auðvitað mesta prýði,
en hana geri ég þó ekki að um-
taisefni i þessum greinarstuf.
Annað var það, sem kveikti í
mér, sérstaklega greinin: „Hvað
er að í Bretlandi"? Þar leggar
Evrópuritstjóri „U. S. News &
World Report“ spurningar fyrir
merkan rithöfund og blaðaman.j.
Malcolm Muggeridge. Eitthvao
hefur þessi djarfi rithöfundur
og blaðama'ður um 35 ára skeið
hugleitt vandamálið, sem hann
ræöir í svörum spurnmganna
Hann stingur þar á sjúkdóms-
kvli nútíðarmenningar, ekki að-
e.ns í Englandi, en það er aug-
Ijóst víðar, einnig í Ameriku og
á íslandi. Hann talar enga tæpi-
tungu: „Staða þess lands á þessa
sögulega augnabliki, er að minu
viti hreint djöfulleg“. Öll svör
hans eru mjög athyglisverð, en
þau geta menn lesið í LesbóK-
inni. Næst síðasta spurningin er
þessi:
„Bandaríkjamenn skilja oft
við Bretland með þeirri tilfinu-
ingu að yngri kynslóðin sé í
uppreisnarástandi gegn gömlum
verðmætum. Ungir menn haxa
langt hár og kvenfólk er i stutt-
um pilsum og löngum buxum.
Er þetta allt ekki uppreisn gegn
gömlum verðmætum?
Sv.: Ekki vitundarögn. Ég held
að þa'ð sé hrein úrkynjun. Eg
held ekki að þessir unglingar
seu að gera uppreisn gegn neinu.
Þeir eru bara úrkynjaðir.
Ein sérkennileg úrkynjun er
þjóðfélagið. sem hefur gefið
heiminum heilmikið og er upp-
gefið. Og þa leitast það við að
vera öðrvísi og leita að sensa-
sjónum án áreynslu. Þannig xít
ég á eiturlyfjanotkunina, kyn-
delluna og klæðaburðinn. Þa3
er bara úrkynjun — útsláttar
uppgefins stofns“.
Jæja, hér var þó einn, sem
þorði að segja sannleikann: Úr-
kynjun — útsláttur — útbrot i
sýktum þjóðfélagslíkama. Þetta
er hin sannasta lýsing á allri
bítlavitleysunni og hinum fár-
ánlega tízkufaraldri í klæða-
burði og fleiru. Fjöldi kvenna.
sérstaklega hinna yngri, klæða
sig ósiðlega. Það er ef til vih
gert af ásettu ráði, til þess að
'beitan verða gleypt sem fyrst.
Þær hafa ef til vill vitneskja
um, hvaða áhrif klæðnaður
kvenna hefur á karlmenn.
Því, sem brezki rithöfundui-
inn kallar úrlcynjun, er hossað
og hampað hér í blöðum, jafn-
vel í blöðum sem ætluð eru
unglingum og börnum, keppst
er við að birta myndir í blöðum
og útstillingargluggum af bitla-
hausum og alls konar gjálífis-
drósum hér og þar um heim.
sem skreyttar eru með þeim
hneykslanlegu nafnbótum að
kalla þær stjörnur, rétt eins og
þetta eigi að vera fyrirmyndir
íslenzkra ungmenna. Ég hef enga
hneigð til að kasta steini að
þessum léttúðugu kvensum, en
að gera þær að einhverju æsi-
efni og eftirsóknarverðu í aug-
um æskulýðsins, finnst mér vera
mjög ámælisvert.
Kaþólski presturinn, sem
Morgunblaðið minntist á 28.
ágúst sl. í sambandi við Bix-
gittu Bardot. þorði að segja
henni sannleikann. Slikar mann-
tegundir og hún, eru hafnar upp
til skýjanna. þótt raunverulega
séu þær sóttkveikjur í siðferðis-
lífi pjóðanna. Þetta eins og
margt fleira sýnir á hvaða
þroskastigi siðmenningin er.
Þegar ég las í Lesbók Morg-
unblaðsins hinn harða og hik-
lausa dóm Malcolms Muggeridge
um ástandið í Bretlandi, mundi
ég allt i einu eftir bókinni
Britain and the Beast, eftir Peter
Howard. Bretar og dýrseðlið
myndi hún sennilega heita á ís-
lenzku. Sú bók er hrópandans
rödd. Peter Howard, hinn snjaih
rithöfundur og leikritahöfundur
ferðaðist hlífðarlaust um heims-
álfur og mörg lönd og fluca
þjóðunum þann boðskap, sem
hann taldi vera bjargráð þeirra.
Fólk flykktist að honum hvar
sem hann fór, ekki sízt unga
fólkið, og það heldur starfi hans
áfram. Sjálfur tæmdi hann
krafta sína á fáum árum og
féll í valinn, en siðbótin heia-
ur áfram, og einmitt nú er hún
að vinna markvert verk í Eng-
landi og víða um heim. Væxi
full ástæða til að greina nánar
frá sliku.
Það var fleira í þessu hefti
Lesbókarinnar, sem ég dáðist að,
en nefni þó aðeins eitt, til við-
bótar því, sem þegar er sagt, en
það voru Þankarúnir séra Jó-
hanns Hannessonar prófessors.
Hann ræðir þar einn þátt sið-
menningarúrkynjunar nútíðarinn
ar. Sá þáttur er reyndar engin
ný bóla, en gengur nú undir nýju
fínu nafni „the new morality",
— hið nýja siðferði. En meðferð
prófessorsins á þessum þætti, er
svo hispurslaus, hnitmiðuð og
markviss, í stuttu máli, að að-
dáunarvert er. Ef til vill verð-
um við ekki sammála um hvert
orð þar, en höfuð inntakið er
ótvírætt. Það er í fullu samræini
við harðan dóm brezka rithöf-
undarins um úrkynjunar fyrir-
bærið í hans þjóðfélagi.
Bandaríkja útgefandi og rit-
höfundur, William Nichols, rað-
leggur okkur til að hrökkva
ekki upp af standinum ut af
„hrossamarkaðsástarfari“ kyn-
slóðarinnar, þessu, sem hann
nefnir „ the new morality“ eða
kynlífs byltingu. Hann minnir á
það, sem Pearl Buck hefur ný-
lega sagt: að „engin þjóð baíi
orðið fyrir slikri breytingu á sið
ustu 20 árum sem Ameríka, nema
þá ef til vill Kína. og í engu hafi
breytingin orðið eins víðtæk og
áköf, sem á sviði kynlífsins, og
gagnvart þessu stöndum við öll
sem þrumu lostin," segir frúin,
hinn heimskunni rithöfundur.
Framhald á bls. 21
Útceríarmenn — skipstjórar
Nú eru síðustu forvöð að panta beint, þorskaneta-
slöngur fyrir næstu vetrarvertíð. Linnig er nú rétti
tíminn til að athuga með síldarnætur fyi .r næstu
síldarvertíð. Við bjóðum með beztu kjórum hinar
vel þekktu nætur og netaslöngur fra BEISEI, Japan.
Gjörið svo vel og hafið sambaml við okkur sem fyrst.
SANDFELL II. F.
Pósthólí 111 —- Símt 570, ísafirði.
Iðnaðarmenn — Húsbyggiendui
Nýkomið mikið úrval af
THEHMOPAL
PLASTLÖGÐUM
SPÓNAPLÖTUM
Að gefnu tilefni viljum við minnn á, að verðið á
THERMOPAL spónapiötur er það lægsta á mark-
aðinum.
Hölum einnig fyrxrliggjandi.
BORÐPLAST
thírmopal ;,3
Harðviðarsalan SF.
Þórsgötu 13 — Símar 11931 og 13670.
í SKÓLANN MEÐ
Parker 45
PARKER „45“ skólapennirm er sterkur penni, sem
þolir álag ungra eigenda. PARKER er ávallt
fremstur, gerir skrift yðar hreinlegri og áferðar-
fallegri. PARKER „45“ skólapennmn er trausrur
fylginautur í skólanum.
PARKER „45“ skólapenninn er sérstaklega smömn
fyrir skólafólkið. Hann er mjög hreinlegur í notKun
— Þér skiptið aðeins um blekhylki og hann er reiöu-
búinn til að skrifa næstu 10000 orðin. Blekhylkm
fást í uppáhalds bleklit yðar. PARKER „45“ genr
skriftina ánægjulega fyrir skólafólk á öilum aian.
PARKER „45“ Studerit kr. 160.00
PARKER „45“ Junior kr. 218.00
PARKER „45“ Standard kr. 331.00
A PRODUCT OFcþTHE PARKER PEN COMPANY—MAKERS OF THE WORLD'S MOST WANTED PENS