Morgunblaðið - 21.09.1966, Page 19
Vliðvikudagftr 21. sept. 19<MI
MORCUNBLAÐIÐ
19
Landgræðsluhappdrætti
SVEINN KRISTINSSON SKRIFAR UM
KVIKMYNDIR
I>AÐ er mikið gleðiefni, að nú
er að vakna áhugi fyrir þvi
mikla nauðsynjamáli að hefta
uppblásturinn og græða uppland-
ið.
Það er áreiðanlega ekki stor
hluti þjóðarinnar, sem gerir sér
grein fyrir því geysilega vevki
sem hér er framundan. Hér dug-
ar ekkert minna en sameiginlegt
átak allrar þjóðarinnar.
Þegar ég var unglingur heyrði
ég oft talað um landssvæði sem
óðum væri „að blása upp“. Þetta
var talað um sem sjálfsagðan
hlut, eða jafnvel ráðstöfun æðri
máttarvalda. Þó voru til fair
menn á þessum tíma, sem voru
sannfærðir um að uppblásturinn
mætti stöðva og létu ekki nægja
orðin tóm, heldur byrjuðu þeir
á aðgerðum, svo að segja með
berum höndunum og mikilli
bjartsýni og náðu ótrúlegum ár-
angri. Síðar tók ríkið þessi mál
að sér og sadngræðslustjóri var
skipaður. Það er leitt að segja
það, að þessum ágæta brautryðj-
anda var vægast sagt af mörgum
tekið miður en skyldi.
Af hverju er nú flestum orðið
ljós nauðsyn þess að sameigin-
legt stórótak þarf til að hefta upp
blástur og jarðvegseyðingu? Það
er mikið af því að árangur af
þessari starfsemi er nú orðinq
mikill víða, og fyrir allra sjón-
um.
Nú er mjög áríðandi að auka
áhuga og skilning sem flestra á
þessu máli. Dagblöðin öll þurfa
að sameinast um að senda út á-
róður og upplýsingar um þessi
mál, ekki sjaldnar en einu sinni
í mánuði. Útvarpið gat gert mjög
mikið fyrir málefnið, með því að
fá áhugamenn um þessi mál til
að tala. Það má vissulega
sleppa einhverju léttmeti (Bívla
öskri o.fl.) svo þetta nauðsynja-
mál komist að.
Sjónvarpið okkar er bráðum
komið. Það getur eflaust gert
Stórmikið gagn með því að skýra
með myndum hvernig uppblást-
urinn byrjar og hvernig jarðveg
urinn berst með vindi og vatni á
haf út í loftinu og eftir áni un,
og líka á að sýna þann árangur
sem næst hverju sinni. Ég hefi
heyrt að íslendinga'r ættu heims-
met í mergð félaga. Eitt þeirra
hefir nú riðið á vaðið með stór-
hug og myndarskap, með því að
bjarga fögru landsvæði frá eyði-
leggingu, og hvetja alla sem ferð-
ast um óbyggðir landsins til að
hafa með sér fræ og áburð lil
sáningar.
Ef hvert einasta félag sem hefir
getu til að ferðast um iandið,
gerði eitthvað svipað, þó í minni
stíl væri, mundi landið fljótt raka
breytingum. Fagrar lendur skap
ast og eyðingin stöðvast. Með
ö.o. líf í stað dauða.
Það er unnið mikið af ýms-
um aðilum, til þess að börn og
unglingar komizt út í náttúruna
til leiks og starfa. Ég held það
þyrfti að stofnsetja mörg heim-
ili víðsvegar um landið, þar sem
unglingarnir gætu unnið að skóg
rækt og uppgræðslu. Og num-
ið ómetanlegann fróðleik úr bók
náttúrunnar, með tilsögn góðra
æskulýðsleiðtoga eða kennara.
Það er ábyggilega slæmt uppeldi
fyrir unglingana að dveljast í
stærri bæjunum um hásumarið,
oft við lítið starf og í slæmum
félagskap. Það er staðreynd að
unglingum er lífsnauðsyn að
hafa nóg starf við sitt hæfi. Sér-
staklega um sumartímann, þegar
skólarnir starfa ekki.
Ég var fyrir nokkrum tíma
spurður, hver munur væri á
ungum mönnum nú eða þegar ég
var að alast upp. Ég svaraði því
eitthvað á þessa leið: „í sveitinni
minni var það venja að ungir
menn fóru að heiman stuttu eft-
ir fermingu til sjóróðra og síðar
á skútur eða togara, og öllum
þótti þá sjálfsagt að vinna for-
eldrum og heimili sem mest gagn
og gæti ég nefnt mörg dæmi þess
að ungir menn lyftu foreldrum
sínum úr fátækt til bjargálna.
Nú þykir mörgum ungum mönn-
um sjálfsagt að heimta allt af
foreldrum sínum.“ Laununum er
síðan eytt í vín, tóbak og skemmt
anir. Ég held að það sé mjög
rangt af verkalýðs- og æskulýðs
foringjum, að vera stöðugt að
klifa á því að ekkert sé gert fyr-
ir æskuna. Þeir ættu frekar að
vinna að því að unglingarnir fái
starf við sitt hæfi, svo þeir fái
tækifæri til að vinna sem mest
— sjálf —- fyrir sig, land sitt og
þjóð, með öðru með því að vinna
gegn jarðvegseyðingu, græða upp
eyðisanda og vinna að skógrækt.
17. júní hvert ár, eru haldnar
samkomur víða til að minnast
Jóns Sigurðssonar og fullveldis-
ins. Á þessum samkomum er
skrautklædd kona látin koma
fram sem ímynd fjallkonunnar
og flytja ljóð dagsins. Það er
aldrei minnzt á það, að fjallkon-
an sé „beinaber með brjóstin vis
in og fölar kinnar“. Aldrei talað
um „landið sem liggur r sárum“,
né um nauðsyn þess að „sárin
foldar grói“ sem fyrst.
Það er ábyggilegt, að það þarf
stórfé til þessara mála á næstu
árum, ef góður árangur á að
nást. Ríkið hefir stóraukið fjar-
veitingu í þessu skyni síðustu íir
in._
Ég held að upphæðin sé nú um
14 milljónir króna til skógrækt-
ar og sandgræðslu. Það er varia
sanngjarnt að biðja um meira úr
ríkissjóði. Hann hefir nú þegar
nóg á sinni könnu.
Ég gizka á að ekki dugi minna
en 100 — 200 milljónir króna á
ári í nokkur ár til eftirtalinna
verkefna: Skógræktar, sand-
græðslu, stöðvunar blásturs og
byggingar og til byggingar og
reksturs vinnuheimila fyrir ungt
fólk, sem væru byggð og rekin
þar sem mest væri þörfin, að
dómi landgræðsluyfirvalda.
Hvernig á að afla þessa fjár?
Það er mjög auðvelt, ef þjoðin
vill og er samtaka. Það verður að
setja í gang landgræðsluhapp-
drætti sem fyrst, helzt um næstu
áramót. Svo að uppgræðslan geti
hafizt af fullum krafti næsta vor.
Hvaða félög vilja nú taka þetta
nauðsynjamál að sér og hrinda
því í framkvæmd?
Ég ætla aðeins að nefna nokk-
ur líkleg: Búnaðarfélag íslands,
Samband íslenzkra samvinnufé-
laga, Alþýðusamband íslands,
Loftleiðir, Lions Klúbb'irmr,
Frímúrarar ,Bandalag starfs-
manna ríkis og bæja. Ég efast
ekki um fullan stuðning þings cg
ríkisstjórnar við þetta mál.
Ég gæti hugsað mér, að heppi-
legt væri að hafa happdrættis-
miðana frekar ódýra og vinmng
ana sem flesta, og engan miög
háan. Ég held það mundi stuðla
að aukinni þátttöku fjöldans. Nú
nýlega var mikil samkoma í
Þórsmörk. Það er talið að þar
hafi gerzt óhugnanlegir hlutir,
þar á meðal skóglendi og öðrum
gróðri spillt stórlega.
Það er vafalaust að þessi mál
þarf að taka föstum tökum, en
þó með skynsemi. Það verður að
reyna að stöðva uppblásturinn
og græða sárin í hugum þessara
vesalinga. Ef það tekst ekki fljót
lega, þá verður að krefjast þess
að fögru skóglendi verði tafar-
laust lokað fyrir vindrukknum og
vitfirtum unglingum.
Einhver var að tala um það í
útvarp fyrir nokkru, að unglinga
skemmtanir um verzlunarmarma
helgina hefðu yfirleitt farið vel
fram, nema samkoman í Þórs-
mörk. Þessi maður gaf þá skýr-
ingu á svívirðingunni þar, að
það væri alltaf einhver hluvi
unga fólksins, sem vildi skemmta
sér frjálst — sem sagt, ekkert við
því að gera.
Einhversstaðar yrðu blessaðir
— frjálsu — unglingarnir að
vera.
Ég held það séu til nógar mosa
þembur eða mjúkur sandur, sem
hægt væri að afgirða og flytja
hina — frjálsu — þangað. Þeir
sjá ekki náttúrufegurð hvort
sem er. Skaðræðisskepnur eru
samkvæmt lögum alltaf hafðar
í öruggri vörzlu.
Ég er ekki í vafa um það, að
komist landgræðsluhappdrætti í
gang, muni meirihluti lands-
manna taka þátt í því og gerast
þar með þátttakendur í land-
græðslunni. Ýmsir menn og heil
ir flokkar, hafa að undanförnu
tjáð sig mjög mikla áhugamenn
um íslenzkt sjálfstæði og fram-
tak. Nú fá þessir menn tækifæri
til að sýna ættjarðarást sína í
verki, með því að stöðva þau upp
blástursöfl sem herja á landið
okkar og ungu kynslóðina.
Og ég spái því að árangurinn
verði ævintýri líkur.
Ingjaldur Tómasson.
HÁSKÓLABIÓ:
Öldur óttans
(Floods of Fear)
Brezk mynd.
Framleiðandi: Sydney Box.
Leikstjórri: Charles Crichton.
Aðalhlutverk:
Howard Keel.
Anne Heywood.
FLÓÐ mikið brýzt út í héraði
I einu í Bandaríkjunum. Færir
I það í kaf fjölda húsa og önnur
mannvirki, svo og flutningatæki,
i fólk og dýr, er á vegi þess verð-
! ur. Eru þessar vatnshamfarir all
hrikalegar að sjá.
Meðal þeirra, sem verða fyrir
flóði þessu eru þrír menn, sem
eru á ferð í fremur óvenjuleg-
um erindagjörðum. Þetta eru af
brotamenn tveir, Peebles og Don
avan að nafni, en þriðji er gæzlu
maður, sem er að flytja þá á
milli fangelsa og nefnist Shar-
key. Þetta eru allt knáir náung-
ar, sem láta sér fátt fyrir brjósti
brenna.
Donavan er þó langvaskastur
þeirra þremenninga, stærstur og
sterkastur, og sýnist mjög mis-
ráðið að senda einn mann með
fanga þessa tvo, því að þótt Pee
bles sé öllu lakar að manni en
Donavan, þá skortir hann ekki
undirferli á við hann, nema síð
ur sé.
Mönnum þessum þremur
tekst á elleftu stundu að ná tök
um á rekaldi einu, fremur hrör-
Kuldi og hlýindi
hafa skipzt á
Um 40 íbúðir í byggingu á Egilsstöðum
EGILSSTÖÐUM, 19. sept. — t
dag og tvo síðustu daga hefur
verið góður þurrkur hér á Hér-
aði, sérstaklega í dag. Er veður
mjög fallegt og gott. Haustið er
byrjað að setja sinn svip á um-
hverfið, fjallahnjúkarnir falda
hvítu, hlíðar og ásar klæðast
rauðu og brúnu, grundirnar
grænu verða nú óðum gular.
Fölnandi laufið tekur að falla af
trjánum þó mörg þeirra standi
í fullum skrúða enn, enda
sprungu engin tré út og gras
tók ekki að vaxa að ráði fyrr en
laust fyrir mánaðamót maí —
júní. Þá hlýnaði skyndilega og á
stuttum tíma laufguðust trén og
grös öll stóðu í blóma svo að
seint í júní mátti slá túnin. Gras
vöxtur var sá mesti um haga
og tún í manna minnum og fram
yfir 20. júlí var hér það heit-
1 asta sumar, sem menn muna,
en á skammri stundu skipast
veður í lofti.
Eins og allir muna gekk eftir-
minnilegt óveður yfir landið 22.
I og 2i3. júlí. Þá urðu fjöllin aust-
Garðcahreppur
Börn óskast til að bera út ÍVIorgunblaðið
í Garðahreppi.
Upplýsingar í síma 51L*7.
an megin Héraðs alhvít niður að
bæjum. Enginn mundi eftir að
hafa séð slíkt á þessum tíma
árs. Mikilli eyðileggingu olli
þetta veður á öllum gróðri þó
sérstaklega kartöflugrösum. Síð-
an þessi breyting varð á tíðarfar
inu hefur ekki hlýnað að ráði.
Þó komu tveir góðir kaflar i
ágúst, en september, sem af er
hefur verið úrkomusamur og
kaldur. Nokkrar frostnætur und
anfarið hafa nú nærri eyðilagt
kartöflugrasið og kartöfluupp-
skera hér er víða mjög rýr. Hey-
skapur mun vera sæmilegur.
Hér á Egilsstöðum munu vera
um 40 íbúðir í smíðum. Eins og
öllum er kunnugt hefur verið
reist hér glæsilegt félagsheimili,
en kirkju höfum við enga. Er
það nú ósk manna hér, að kirkja
rísi sem allra fyrst á staðnum.
Hefur sóknarnefndin hug á að
byrja á því verki svo fljótt sem
auðið er. Hreppurinn hefur kom
ið hér upp barnagæzluvelli, sem
starfað hefur í um 2 mánuði i
sumar við vinsældir. Kvenfélag-
ið hefur stutt þetta fyrirtæki
með ráðum og dáð, svo sem lagt
til öll leikföng og fle’ira.
Slátrun sauðfjár hófst hjá
Kaupfélagi Héraðsbúa sl. föstu-
dag. Lömbin munu vera nokk-
uð misjöfn að gæðum. í gær
fóru Fljótsdælingar á stað í
göngur á Fljótsdalsafrétt.
— M. G.
Kairo, 17. september. AP.
Konstantin Grikkjakonungur
kom til Kairo í dag. l'ilgangur
heimsóknar hans er að verða
viðstaddur hátíðahöld, sem fram
eiga að fara vegna þess að 1400
ár eru liðin frá stofnun klausi-
urs heilagrar Katrínar í Egypta-
1 O nrl i
legu þó og berast með því und-
an straumnum. Skyndilega ber
ast þeim til eyrna kvenmanns-
óp. Stúlka ein, Elísabat að nafni,
er þar nauðulega stödd á þaki
bíls síns, sem hún hafði verið
að keyra, er flóðið skall á. Dona
van syndir að bílnum gegnum
straumxungar öldur flóðsins og
tekst að bjarga stúlkunni til
heimilis hennar, sem var þar
skammt undan, umflotið vatni
og yfirgefið. Þangað bjargar
hann einnig félögum sínum
tveimur, Sharkey löggæzlu-
manni og Peebles.
Peebles lizt strax mjög vel á
ungu stúlkuna, sem út af fyrir
sig var ekkert hneykslunarefni,
þar sem hún var hin þekkileg-
asta ásýndum. En gallinn er sá,
að Peebles er sú gerð kvik-
myndapersóna, sem frá byrjun
virðist dæmdur til að sja öll
sín áform misheppnast, enda all
ar hans fyrirætlanir af því
vonda. Þegar stúlkan vill ekki
þýðast hann, grípur hann þann
I ig til þess ráðs að láta handaflið
skera úr skiptum þeirra í milli.
En honum misheppnast einnig
að koma vilja sínum fram með
þeim hætti. Og þótt honum
heppnaðist síðar að reka rýting
í bak manni einum, sem hafði
gert honum ómetanlegan greiða
af góðum hug, þá verður að
I telja að Peebles gangi með mjög
I skarðan hlut frá borði í mynd-
inni.
Elísabet setur helzt traust sitt
á löggæzlumanninn, ekki sízt
eftir að hún fréttir, að Donavan,
björgunarmaður hennar, er
ákærður fyrir að hafa myrt
konu eins samstarfsmanns síns.
En, þegar atvikin haga því svo,
að hún er ein eftirskilin hjá saka
mönnunum tveimur, þá tekur
hún þó Donavan fram yfir Ree-
bles, og sleppa þau skömmu síð
ar burt úr vatnságanum á örugg
an stað tvö saman.
Sú er venja í kvikmyndum, að
konur í aðalhlutverkum festa
ekki ást á mönnum, sem sekir
hafa gerzt um refsivert athæfi
gegn þjóðfélaginu. Flekkað saka
vottorð: cngin ást, er þar nær
algilt lögmál. Elísabet er þar
engin undantekning. Þó er ekki
laust við, að smáhræringar taki
að gera vart við sig innra með
henni, hlýjar tilfinningar til
hins vaska afbrotamanns, sem
hreyf hana úr örmum dauðans
og lagði líf sitt í hættu við þann
starfa. En ást verður það ekki,
fyrr en hann hefur sagt henni
þá sögu og hún tekið hana trú-
anlega, að hann sé í rauninni
saklaus af því morði, sem á
hann er borið. Samstarfsmaður
hans hafi sjálfur myrt eigin-
konu sína, en reynt að koma sök
inni á hann. — Úr þessu verður
dýpri koss en svo, að hér sé rúm
eða tími til að lýsa honum til
fullrar hlítar.
Nú hefði kvikmyndin sjálf-
sagt getað endað, ef Donivan
hefði ekki gengið með þá mein-
loku í höfðinu, að honum bæri
nauðsyn til að halda heim til
samstarfsmanns síns og drepa
hann. Elísabet er þvi að sjálf-
sögðu mjög mótfallin og lögregl
an sömuleiðis. — Scurningin er:
tekst Donavon, gegn vilja ást-
konu sinnar, að brjótast gegn-
um margfaldan hring vopnaðra
löggæzlumanna heim í hús fé-
laga síns fyrrverandi og drepa
hann ? . . . .
Hugmyndafræðilega fylgir
mynd þessi mjög hefðbundnum
leiðum. En hún er talsvert spenn
andi, og stórfengleg framrás
flóðsins gefur henni vissan tígu
leik, ef svo má að orði kveða
um svo mannskæðar náttúru-
hamfarir. Það er því engin hætta
á, að mönnum leiðist undir
mynd þessari, þótt hitt beri að
játa, að djúp speki liggur þar
ekki á lausu, þó að um flest
annað losni í óku fló/Scíno