Morgunblaðið - 21.09.1966, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 21.09.1966, Blaðsíða 28
28 MOR'ÍUNBLADIÐ Mi^'íVudagm' 21. sept. 1966 Bob Thomas: HVER LIGGUR f GRÖF MIHNI — Við vorum i steinaldartíma í skólanum í dag ÞETTA var ekki einn þessara grafreita, þar sem dauðinn sýnist vera sótthreinsaður, og ekki held ur var það neinn „minningarlund ur“ þar sem allt var fullt af eftir líkingum af verkum gamalla meistara, og þar sem allir leg- steinar voru bannaðir, nema þeir sem lágu flatt á jörðu. Þetta var bara venjulegur kirkjugarður, þar sem granítsteinar stóðu upp úr jörðinni, líkt og strá á órækt- arlegum akri. Allir menn kynnu að hafa fæðzt jafnir, en þeir dóu bara ekki þannig. Sumir minntu á ævilok sín með ofurlitl um steini, fet á hæð, þar sem á var höggvið ættarnafnið þeirra, slyppt og snautt. Aðrir, eins og til dæmis Lorca-ættin þóttust hafa verðskuldað súlur úr hvít- um marmara, eða svörtum por- fýrsteini. Edith nálgaðist grafreit Lorc- anna, þennan vetrarmorgun, þeg ar hlýjulaus sól varpaði geisl- um sínum á legsteinana. Hún gekk hægt eftir bogna stígnum, framhjá óbreyttum bílum og síðan öðrum veglegri og loksins framhjá röð af skrautbílum, sem bílstjórarnir hölluðu sér upp að, þöglir, og iétu sér leiðast. Edith varð ekki vör við augna- gotur syrgjendanna, sem voru að horfa á fornlegu, gráu káp- una hennar og hælalágu skóna. Hún tók ekki eftir neinu nema gljáandi rauðviðarkistunni, sem svartklætt fólk umkringdi. — Kyrie eleison, sönglaði biskupinn í svörtu hempunni og með hvíta mítrið á höfðinu. — Christe eleison . . . Kyrie eleison, svöruðu kórdrengirnir, hátíðlegir á svipinn. Dauði annars eins máttar- stólpa kirkjunnar og Frank de Lorca hefði nú getað réttlætt þarna nærveru kardínála, en hann var bara staddur í Róma- borg í erindum við páfa. og biskupinn hljóp í skarðið fyrir hann. Þeir, sem unnu í graf- reitnum, gátu séð af stærð leg- steinsins og fjöida kirkjuþjóna, að þetta var ekki nein alvanaleg jarðarför. Með tvo presta, sinn til hvorar handar, sveiflaði biskupinn reyk elsiskerinu yfir kistuna og gröf- ina, svo að reykelsisilmurinn barst til þeirra, sem næstir stóðu. — Eigi leið þú oss í freistni, tónaði hann. — Heldur frelsa oss frá illu, svöruðu kórdrengirnir. Syrgjendurnir fundu til þunga þessara fornu orða. Þeir litu dapurlegir en forvitnir á ekkj- una, og vonuðust eftir, að hun léti einhver hryggðarmerki á sér sjá. En hún var óbifanleg, og þau tár sem hún kann að hafa fellt, voru hulin bak við and- litsblæjuna. Við hliðina á henm stóð Paul Harrison og lét í ljós sorg, sem gat átt við fyrir gaml- an trúnaðarmann og lögfræðing fjölskyldunnar. Andlitið á hon- um, sem var venjulega rjott, var nú orðið gráleitt. og hörkulogi svipurinn á honum bar pað nu með sér, að hann hafði misst ævilangan vin. Önnur í syrgj- endahópnum, sem stóðu rétt hjá ekkjunni, var Dana Ana Alvar- ez de la Cinenga, og sorgin var rist á ránfuglsandliíið á henni. Hún var með höfuðskraut úr kniplingum, sem hékk úr háa hárkambinum í silfurhári henn- ar, og hún var ekki einasta að syrgja Frank de Lorca, heldur og hnignun hinna miklu, spænsku jarðeigendaætta, sem voru hinn eini sanni aðall í Los Angeles. Rétt fyrir aftan hana var seinni maðurinn hennar, Al- fredo de Castillo. Hann var höfð- inglegur og grannur, með tært andlit, sem minnti mest á síð - asta konung Spánar. — Drottinn sé með yður, tón- aði biskupinn. — Og með þínum anda, svar- aði kórinn. Edith heyrði ekkert, sá ekkert, ekki einu sinni kistuna, sem augu hennar beindust þó að. ... 2. Hann var ekkert líkui hinum foringjunum, sem klöppuðu þeim á bakhlutann og komu með einhverjar glósur um, hvort þau ættu ekki að fara að búa saman í einhverri íbúð í Picca- dilly. Hún hataði þá, þessa hálf- köruðu stráka úr foringjaskól- anum, sem héldu, að styrjöldin væri *einhverskonar heimsmót brotlegra skáta. Hún hataði mál- hreiminn þeirra, þessa drafandi sunnlenzku, flata og tónlausa framburðinn frá Miðvesturríkj- unum og tafsandi nefmælið austanvéranna. De Lorca ofursti var allt öðru- vísi Hann var frá Kalíforníu, eins og hún, og talaði því góða, ameríska ensku, sem hafði eski nema aðkenningu af aðalmanna framburði Spánverja. Hann var tuttugu árum eldri en flesíir foringjarnir, og góð þjónusta hans í heimavarnarliði Kali- forníu, hafði nægt til þess að sæma hann ofurstatign. Þroski hans gerði hann i aug- um Edith höfðinu hærri en aðra foringja í Flutningadeildinni í London. Hann var starfi sínu trúr og vann oft lengi frameftir í skrifstofunni sinni við Gro- vernortorgið. Hann afsakaði það oft við Edith, að hann héldi henni svona lengi við vinnuna, eftir að flestar hinar stúlkurnar, sem þarna unnu. voru farnar á stefnumót með foringjunum. Hún átt.i bágt með að gera hon- um það Ijóst hve fús hún var að vinna frameftir, ef á annað borð eitthvað burfti að vinna. Stundum unnu þau alveg fram á morgun yfir afgreiðslu á skipa lest og þá athugaði hún hann vandlega. Hún var ekkert hrædd um, að hann yrði þess var, að hún var að horfa á hann, þegar hann var niðursokkinn í vitmu sína og tók ekki eftir neinu öðru. Hún horfði á breitt .höfðing- legt ennið, fíngerða arnarnefið yfirskeggtoppinn, sem farinn var ofurlítið að grána. Hún dáðist að vaxtarlagi hans, sem var enn íþróttamannslegt, enda hafði hann stundað reiðmennsku og aðrar slíkar íþróttir alla ævi. Einkennisbúningarnir hans voru glæsilegir, og það var ástæða til þess. Hann lét nefnilega sauma þá í Savile Row, klæðskeragöt- unni miklu. Edith hafði unun af að taka eftir því, hvernig de Lorca of- ursti umgekkst mennina þarna á stöðinni. Sumir þeirra gerðu ekki sitt bezta nema valdi væri beitt við þá, og við þá var hann snöggur og hélt sér stranglega við efnið. En hann skildi hjá öðr um foringjum greind, sem gat leyft að komið væri fram við þá eins og maður við mann. Hann gat fyrirskipað hvimleitt verk með fáeinum gamansömum orðum, og foringinn fór, einráð- inn í að gera sitt bezta. Hæfileiki de Lorca ofursta að eiga skipti við sér æðri menn, var álíka mikill. Enn dag kom háttsettur hershöfðingi, brezk- ur, inn í skrifstofuna til hans og kvartaði yfir því að herdeild hans hefði ekki borizt nægar matvælabirgðir og var eitthvað að tala um „bölvaðan slóðaskap- inn hjá þessum Könum“. Ofurstinn fékk hershöfðingj- ann til að setjast niður og út- skýrði siðan fyrir honum, hvern ig birgðirnir, sem honum voru ætlaðar hefðu sokkið í sjó í kaf- bátaárás, sem gerð var á skipa- lest á Norður-Atlantzhafinu. Hann kvaðst vera að reita sam- an nýjar birgðir hér og þar, sem gætu dugað þangað til aðrar bær ist. Hann hressti hershöfðingj- ann á viskíi frá Ameríku, og samsætið endaði á vingjarnleg- um umræðum um gæði amerísKs og skozks viskís. Edith, sem var allvel greind, beindi hæfileikum sínum að því að standa sem bezt í stöðu sinni í þjónustu de Lorca, og hún fann sér til ánægju, að hún hafði aldrei brugðizt honum. Sam- band þeirra hafði verið strang- lega embættislegt, enda þótt yngri foringjarnir væru dð stinga saman nefjum um, að kuldinn, sem hún sýndi þeim. stafaði af því, að hún svæfi hjá ofurstanum. Framkoma hans við hana var ópersónuleg, þangað til eitt kvöld þegar lokið var undirbún ingnum að innrásinni í Nor- mandí, en hann hafði verið lengi á döfinni. Þá fleygði hann frá sér blýantinum og sagði: — Jæja, þá getur maður víst ekki meira gert. Nú verður Eisen- hower að taka við. Hann virtist nú slappa af i fyrsta sinn á þessum átta mán- uðum, sem Edith hafði unmð hjá honum. — Mér finnst við ættum að halda þetta eitthvað hátíðlegt, Edith, sagði hann. — Finnst þér það ekki? — Mér finnst þér eiga skilið að hvíla yður svolítið, sagði hún. — Þér eruð sannarlega búinn að vinna fyrir því. — Þú hefur nú haft eins mik- ið fyrir og ég, sagði hann. — Já, en ég hef bara fram- kvæmt fyrirskipanir, en þér hafið haft alla ábyrgðina af áætlanagerðinni. — Já, en nú er þvi að minnsta kosti lokið. Ég hef ákveðið, hvert hver hlutur á að fara í okk ar þátt af innrásinni, allt niður í síðustu klósetpappírsrúllu. Nú er það hinna, að sjá um, að allt komist sína réttu leið. Hann tók flösku úr skrifborð- inu sínu. — Ég hef verið að geyma þessa konjaksflösku til að drekka hana við eitthvert hátíðlegt tækifæri, sagði hann. — Er það tækifæri ekki komið? Edith þvoði tvær kaffikönnur og þau skáluðu fyrir innrásinni. Þau drukku síðan konjakið og töluðu um Kaliforníu. De Lorca ofursti átti heima í Los Angeles, þar sem forfeður hans í sex liði höfðu átt heima, en Edith var frá San Francisco. Eftir nokkrar um ræður höfðu þau fundið ýmis- legt, sem bæði þekktu. Flaskan var orðin hálft/»m þegar ofurstinn, skálaði í síðasta sinn og kyssti Edith. Það var innilegur koss, eins og vel átfi við tilefnið. Næstu vikurnar áttu þau ekki eins annríkt og áður, svo að stundum hafði de Lorca lokið verki sínu fyrir háttatíma. Þá bauð hann oft Edith til kvöld- verðar með sér. Þau fóru þá i dýrustu veitingahús, þeirra, sem enn voru opin á þessum myrkv unartímum, og hann pantaði mat inn fyrir þau og valdi alltaf beztu vínin, sem hægt var að fá. Flestir yfirþjónarnir þekktu hann og útveguðu honum ýmsa rétti, sem ekki stóðu til boða venjulegum borgurum. Svo fylgdi hann henni alltaf til búð* anna, þar sem hún bjó og þau kvöddust með kossi. Eftir innrásina. tók aftur að verða annríkt í deild ■ ofurstans, svo að lítill tími varð til stefnu* móta. Aftur fóru þau Edith að vinna langt fram á nótt. Hún saknaði fínu kvöldverðanna. en hinsvegar gladdist hún yfir þeim innileika. sem nú var kom- in í samskipti þeirra. Og hnn hlakkaði alltaf til þeirra fáu stunda, milli anna, þegar þau gátu talað saman, og lagt öll hernaðarleg vandamál til hliðar. Einn mórguninn þegar hún kom til vinnu, sá hún, að of- urstinn var ekki við skrifborð sitt. — Sá gamli hefur víst fallið saman, sagði ungur lautinant, og hún fékk fyrir hjartað. Hún frétti, að ofurstinn hefði orðið veikur og verið fluttur í sjúkra- hús, utan Lundúnaborgar. Fyrst datt henni í hug að þjóta þang- að, en kom sér ekki að þvi. Henni datt í hug að slíkt væri óþarfá framhleypni af henni, bví að líklega hefði hún bara verið þreyttum herforingja til afþrev- ingar í bili. Og ef hún færi að þjota til hans, yrði það aðe'ns staðfesting á orðrómnum, sem um þau gekk. Hún reyndi að halda sér ð verki, næstu briá daga. enJla þótt henni liði illa á laugunum. En þá fékk hún boð um. að finna hann. Hún fékk lánaðan herbí! og ók til sjúkrahússins. sem var fyrrverandi hvíldarheimili. sem hafði verið tekið til afnota fvrir sjúklinga. Þegar hún kom inn til hans, var hann fölur en bó jafn fallegur og áður. Það vir*- ist raunverulega gleðja hann að sjá hana, og hún lét dæluna ganga um það, sem gerzt hafði í skrifstofunni í fjarveru hans. En þegar því var lokið varð þögn og hún horfði út um glugg ann á blómin úti fyrir. Hann sagði við hana: — Ég skal segja þér, Edith, að þetla hjarta í mér hefur verið að vera óþægt. Það ætti þó að gera það, sem ég segi því, en það lætur ekki segjast. Eða það segja lækn arnir mér að minnsta kosti. Og ég er nú reyndar tilleiðanlegur til að trúa þeim eftir að hafa misst meðvitund í biii. Mér er sama þó ég segi þér, að ég varð alvarlega hræddur. Og þegar eitthvað svona alvarlegt kemur fyrir mann, fer maður ósjálfrátt að hugsa um þá, sem manni þyk- ir vænt um og eru manni ná- komnir. En allir slíkir eru svo langt í burtu nema þú ein. Edith fann að hana hitaði í andlitið. Hún vonaði, að hún færi ekki að roðna eða gráta og spilla þannig ánægjunni af þess- ari stund. — Þeir eru að segja mér, að Við gróíina . V v'iltállállir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.