Morgunblaðið - 21.09.1966, Qupperneq 30
30
MORGUNBLADIÐ
Miðvikudagur 21. sept. 1961
Glæsilegir sundsprett-
ir sænska gestsins
MC " 'WJ'-WÍV// ./// ' ' S -Y Y"S Y'-'. •'A-'-'Y'SiV~YrYS'..-" V, „SS,'^"'.S";""'/S';- , , ,'./SS'YA."■' '■
<■ '//■■'■'" ív / ' '/"<///.s'/rs/xs,- '//'SS'S-'S"■■
I
SÆNSKI sundgarpurinn Ingvar
Erikson — einn af beztu flug-
sunds- og skriðsundsmönnum
heimsins — var þátttakandi á
móti SSÍ og SRR í Sundhöllinni
í gærkvöldi. Að sjálfsögðu sigraði
hann með yfirburðum í sínum
keppnisgreinum og sýndi áhorf-
endum (sárafáum að vísu) og
sundfólki glæsilega spretti.
Erikson vanii 100 m skriðsund
á 55,8 sek. Þar var’ð Davíð Vai-
garðsson annar á 59,0. Guðm.
Gislason 3. á 59,6 og á sama tíma
synti Guðm. Þ. Harðarson Æ,
sem nýkominn er heim frá æfing
um í Bandaríkjunum, sem hafa
skapað mikiai framfarir hjá
honum og eiga án efa eftir að
koma vel i ljós í vetur.
í flugsundinu sigraði Erikson
á 1:00,4 mín. Þar varð Davíð
annar á 1.04,0. Guðm. Gíslason 3.
á 1:05,5 og Guðm Harðarson á
1:06,9.
Sundsprettir Svíans voru stór
glæsilegir og lærdómsríkir.
Sigurvegarar í öðrum greinum
mótsins voru:
100 m baksund kvenna: Matth.
Guðmundsd. Á 1:21,6.
100 m bringusund drengja:
Ólafur Einarsson Æ 1:21,7.
200 m bringusund karla: Árni
Þ. Kristjánsson SH 2:50,9.
100 m skriðsund stúlkna:
Hrafnhl. Kristjánsd. Á 1:10,5.
50 m bringusund kvenna:
Matthildur Guímundsd. Á 39,9.
50 m skriðsund drengja: Hall-
dór Valdimarsson HSÞ 28,2.
og vakti hann mikla athygli, og
er þar mikið efni á ferð. «$.
100 m fjórsund telpna: Sigrún
Siggeirsd. Á 1:23.2.
__ 4x50 m fjórsund kvenna: Sveit
Ármanns 2:29,0.
Patterson
rotaði
Cooper
FLOYD Patterson og Henry
Cooper hinn enski háðu hnefa-
æikakeppni í Wembley-höllinni
í gærkveldi. Patterson sigraði
á rothöggi er 2 mín. og 20 sek.
voru af 4. lotu. Áður hafði
Cooper tvívegis legið í gólfinu
en risið á fætur og haldið áfram.
Stjóm og formaður framkvæmdanefndar. Frá vinstri: Jón Guðmundsson, Sævar Gunnarsson,
Páli Halldórsson, formaður, Hafliði Guðmundsson, Sigtryggur Júlíusson, form framkvæmda-
nefndar og Ólafur Stefánsson. Sjá frétt neðar á síðunni.
Valbjörn, Kjartan og Ólafur
í 4 landa tugþrautarkeppni
Hefst I Svíþjóð á laugardag
Á ársþingi frjálsíþróttasam-
banda Norðurlanda, sem haldið
var hér á landi í fyrra haust
var ákveðið a'ð ísland tæki þáct
í 4 landa landskeppni í tugþraut
Guðmundur Gíslason og Erikson.
(Ljósm. Sveinn Þorm)
ásamt Noregi, Danmörk og Sví-
þjóð.
Árlega hafa Norðmenn og
Svíar haft landskeppni sín á
milli í tugþrauc,
fimmtarþraut kvenna og mara-
þonhlaupi og var ákveðið að
þessi keppni skyldi nú fara fram
í Olofström í Svíþjóð, sem er
bær um 100 km. norðaustur af
Malmö. Var Dönum og íslend-
ingum boðin þátttaka í þessa n
keppni á umræddu ársiþingi hér
í Reykjavík.
Fyrirkomulag keppninna-
skyldi vera sú að þátttökuþjóð-
ir þreiddu ferðakostnað allan til
keppninnar en Svíar greiddu
uppihaldskostnaðinn.
Þegar FRÍ hélt hér 3ja landa
landskeppni í tugþraut með Sví-
Innanfélagsmót
KR
FRJÁLSÍÞRÓTTADEILD KR
heldur innanfélagsmot á morgun,
fimmtudag kl. 17.30. Keppt verð-
ur í 5000 m hlaupi, 10000 m hl.,
100 m hlaupi, langstökki, 800 m
hlaupi, stangarstökki.
um og Norðmönnum 1964, sem
íslendingar sigruðu glæsilega,
bauð forma'ður Sænska frjáls-
íþróttasambandsins Niels Car,-
ius til endurgjaldskeppni 1 Sví-
þjóð. Nú hefur sænska sambana
ið staðfest þetta boð fyrir fá-
einum dögum, þannig að íslensku
Framhald á bls 25
Biborbeppnin
— og yngri
flokkornir
Á SUNNJI'AGINN fór fram
leikur í Bikarkeppni KSÍ milli
ísfirðinga og Þróttar — og var
það 1. leikurinn í 4. umferð, þá
Framhald á bls 25
jlngi Þorsteins-
son formaður
dómnefndor
í Oslo
FYRIR nokkru barzt Inga (
Þorsteinssvni, lormanni Frjálsi
íþróttasambands íslands"
beiðni frá Norska frjálsíþrótta I
sambandinu að hann tæki að |
sér að vera formaður yfirdóm |
nefndar í landskeppni Noregs]
og Finnlands, sem fer fram íl
Osló nk. þriðjudag og mið- (
vikudag.
Það er venja í landskeppn-
um erlendis að formaður yfir(
dómnefndar sé frá einhverjuJ
öðru landi en, sem háir keppn ]
ina.
Þetta er í fyrsta skipti, sem
íslenzkur frjálsíþróttadómari
fær slíka beiðni. Ingi hefur
átt sæti í yfirdómnefndum í
milliríkiakeppnum, sem ís-
lendingar bafa háð hér á landi
og í Norcgi. Hann hefur al-
þjóðadómarai éttindi.
Nýr golfvöllur
á Akureyri
Fyrsta skóflustungan tekin
Helgi Skúlason, augnlæknir, tók fyrstu skólfustunguna á nýja golfvellinum á Akureyri.
AKUREYRI, 19. sept. — Fram-
kvæmdir hófust á laugardaginn
við nýjan golfvöll, sem Golf-
sér upp. Fyrirhugaður golfvöll-
klúbbur Akureyrar hyggst koma
ur er í landi býlisins Jaðars of-
an við Akureyri. Bæjarstjórn
Akureyrar hefur boðið Golf-
klúbbnum landið í skiptum fyr-
ir núverandi völl við Þórunnar-
stræti og auk þess stutt klúbb-
inn fjárhagslega til að búa um
sig á hinum nýja stað.
Júlíus Sólnes, verkfræðingur,
hefur gert uppdrátt að vellinum
í samráði við skipulagsstjóra
ríkisins og Magnús Guðmunds-
son, golfmeistara, sem jafnframt
mun hafa umsjón með þeim
framkvæmdum, sem unnið verð-
ur að í haust.
Uppdrátturinn gerir ráð fyrir
18 holu velli á um 80 ha. lands.
Hluti vallarins verður jafnframt
almenningsgarður með gangstíg-
um og trjágróðri. Gert er rað
fyrir að völlurinn fullgerður
muni kosta 4-5 millj. króna.
Samið hefur verið við Brjót sf.
um alla vélavinnu.
Framkvæmdum verður hraðað
eftir föngum við gerð nyrðri
helmings vallarins. Og mun hann
fullgerður eftir 3-4 ár. Hitt fer
eftir fjármagni og aðstæðurn
hvenær tekst að ljúka við syðri
helminginn.
Stutt athöfn fór fram á hinu
nýja golfsvæði á laugardaginn.
Formaður klúbbsins, Páll Hall-
dórsson flutti ávarp að viðstödd-
um mörgum félögum klúbbsins,
en bað síðan Helga Skúlason,
augnlækni, einn af stofnendum
hans að stinga fyrsta hnausinn.
Síðan tók stórvirk mokstursvél
Brjóts sf. til starfa við jarð-
vinnsluna. — Sv. P.