Morgunblaðið - 23.09.1966, Side 8

Morgunblaðið - 23.09.1966, Side 8
8 MORCUNBLAÐIÐ Föstudagur 23. scpt. 1966 Vanmetnar kosningar Eflir Joseph Aísop EFTIRFARANDI grein er þýdd úr N. Y. Herald Tribune og er eftir einn fremsta smá- dálkahöfund í Bandarikjun- um, Joseph Alsop. Aisop var staddur í Vietnam, er kosn- ingarnar þar fóru fram og fjallar greinin um úrslit þeirra. Þykir Mbi. rétt að gefa lesendum sínum kost á að kynnast viðhorfum þessa mikilsmetna manns. Nha Trang, Vietnam — Hugsanlegt er að hin mikla þátttaka í kosningunum í Vietnam sé vanmetin í Banda ríkjunum. Þessi mikla kjör- sókn kollvarpar öllum spá- dómum og gerir hleypidóma- fullt fólk í Bandaríkjunum og hér í Vietnam hlægilegt, þannig að hætt er við að það reyni eftir megni að gera lít- ið úr kosningasigrinum. Fyrsta atriðið, sem taka ber tillit til, er að kosningar hér voru stórkostlega og jafnvel furðulega vel heppnaðar. Hin mikla kjörsókn, meira en við bandarískar kosningar, fór langt fram úr öllum vonum. Ennfremur ber að athuga, að allir þeir sem kusu, gerðu það þrátt fyrir grimmúðlegar hót anir Viet Cong, sem gerðu það ljóst í áróðrinum gegn kosningunum, að þeir litu á það sem hroðalegan glæp, ef fólk neytti atkvæðisréttar síns. Andstæðingar stefnu John- sons forseta ættu nú að skoða hug sinn, því að þeir hafa oftlega látið að því liggja, að mikill meirihluti S-Vietnam- ísku þjóðarinnar styddi leyni lega hina svonefndu Þjóð- frelsishreifingu. Hinar nýafstöðnu kosn- ingar sanna þvert á móti, að Viet Cong er einmitt það sem þeir virðast vera, lítill vopn- aður meirihluti, sem reynir með valdbeitmgu að hrifsa völdin af fólki, sem alls ekki vill með þau hafa. Að svo mæltu, og það er hlægilegt að enn skuli vera þörf á að segja þessa hluti, er spurningin augljós. Hvað skal næst til bragðs taka? Hér í Nha Trang, aðalstöðvum annarar herheildarinnar, er þessi spurning orðin sérlega knýj- andi. Á þessu svæði er styrj- öldin einu til tveim stigum á undan styrjaldarganginum í öðrum hlutum landsins. Mikilvægustu herdeildir óvin arins hafa verið hraktar yfir landamærin til Kambódíu, og komast þaðan aðeins í minni háttar árásarferðir inn í Viet- nam. Allar hersveitir komm- únista, að 4 undanteknum, sem staðsettar eru í Kam- bódíu, eru nú aðþrengdar sökum matvælaskorts og það sem verra er, malaría hrjáir þær mjög. Allar þessar her- sveitir reyna af fremsta megni að forðast að lenda í Joseph Alsop. bardögum, og margar þeirra hafa klofnað niður í smærri herflokka. Það sem framundan er nú, eru timamót í styrjaldarað- gerðunum, þar sem hættan af aðalherstyrk Viet Cong mun minnka til mikilla muna, en þetta nýja stig hef- ur í för með sér langvarandi og þreytandi starf, sem er að elta uppi og útrýma Viet Cong, herdeild fyrir herdeild. Samtímis þessu verður þjóðin að þróast stjórnmálalega, löngu áður en síðasta orustan verður háð. Slík þróun myndi verða erfið í hvaða landi sem væri, en hún verður enn erfiðari í Vietnam af tveim aðalástæð- um, sem aimenningur í Bandaríkjunum hefur mjög takamarkaðan skilning á. Sú fyrri á sér rætur að rekja til nýlendusögu þjóðarinnar. Þjóðin í Vietnam kom fyrst fram á sjónarsvið sögunnar, sem hernumin og undirokuð þjóð, og það tók hana næst- um 1000 ár að velta sér und- an oki Kínverja, og jafnvel eftir það, bar menning henn- ar svo mikin blæ nýlendu- kúgunarinnar, að hin sjálf- stæða stjórn landsins losnaði aldrei við kínversk áhrif. Þannig voru aðstæður, er Frakkar komu og rituðu 2. kapitula í nýlendusögu Viet- nam. Af þessu má sjá, að for- tíð landsins býður upp á lítið hráefni, sem nota mætti til að byggja á nýtizkulega og stöðuga ríkisstjórn. Þjóðin í Vietnam hefur með nýafstöðnum kosningum haf- izt handa um þetta mikilvæga verkefni, en erfiðleikarnir blasa þegar við landsmönn- um. Sérhvert stöðugt stjórnar kerfi byggist ætíð á sterkustu oflum í hverju þjóðfélagi, og sem stendur er herinn sterk asta aflið í Vietnam, en allur þorri almennings vill losna undan herstjórn. Hver endirinn verður er engu hægt að spá um. Manni finnst líklegt, að gera verði margar tilraunir á alllöngu tímabili, áður en þjóðinni tekst að koma sér upp stjórn- unarkerfi, sem allir una við. Á meðan slíkt kerfi er ekki fundið, ættu Bandaríkja- menn að reyna að venja sig við hið ruglingslega stjórn- málaástand sem ríkir í Viet- nam, en ekki láta það valda sér of miklum áhyggjum. Sú staðreynd, að Vietnam er eitt af auðugustu löndum Asíu, hlýtur að reiknast sera plús í stjórnmálajöfnunni, þó að hún komi ef til vill ekki i veg fyrir tímabundna ringul- reið. Einnig ber að athuga að mikill iðnaður er í landinu og þjóðin er hugrökk og vel gefin. Þótt undarlegt megi virðast, hefur landið auðgazt mjög af styrjöldinni, bæði með uppbyggingu öflugs og nýtízkulegs efnahagskerfis, og tæknilegri þjálfun mikils fjölda landsmanna. Jafnvel á næsta „stigi „stjórnmálalegrar styrjaldar“ eins og Ky forsætisráðherra kallar styrjöldina, hlýtur á einhvern hátt að vera hægt að nýta náttúruauðævi lands- ins og þau auðævi, sem styrjöldin hefur skapað, til að liðka fyrir stjórnmála- þróunínni. Það sem mest ríður nú á, er þolinmæði og þá sérstak- lega meðal víetnamisku þjóð- arinnar þar til henni tekst að finna sína eigin leið, eins og Kóreumenn hafa þegar fund- ið. • • „Oruggur akstur“ stofn- aður á Austfjörðum ..l ÞETTA ER Bezt qö auglýsa i MorgunbJaðmu N Ý L E G A var haldinn á vegum Samvinnutrygginga í hinu nýja félagsheimili Vala- skjálf á Egilsstóðum, stofnfund- ur klúbbsins Öruggur akstur, á Austfjörðum. Var hann sóttur af bifreiðastjórum víðsvegar af Héraði og neðan af Fjörðum. Fundarstjóri var Guðmundur Magnússon, oddviti þeirra Egils- staða-manna, en fundarritari Magnús Einarsson tryggingafull- fulltrúi. Mættir voru frá aðalskrif- stofu Samvinnutrygginga í Reykjavík, þeir Gunnar Sigurðs- son forstöðumaður afgreiðslu — sem afhenti nýjar viðurkenning- ar fyrirtækisins fyrir öruggan akstur — og Baldvin Þ. Krist- jánsson félagsmálafulltrúi, sem flutti framsöguerindi um um- ferðaröryggismál. Umræður urðu miklar, og að þeim loknum var kiúbburinn stofnaður með samhljóða atkvæðum allra fund- armanna, lög samþykkt og stjórn kosin. Skipa hana þessir menn: Marinó Sigurbjörnsson, verzl- unarstjóri, Reyðarfirði, formað'- ur; Vilberg Lárusson, Egilsstöð- um, ritari og Bergur Ólason vél- virki, sama stað, meðstjórnandi. Varastjórn skipa: Ólafur Jens- son bóndi, Umðavatni; Bene- dikt Guðnason ökukennari og bóndi, Ásgarði og Sveinn Sören- son, bifreiðastjóri, Eskifirði. í fundinum ríkti mikill áhugi fyrir framtíðarstarfsemi klúbbs ins, og verkefni til að sinna talin ærin. í fundarlok var sameigin- inleg kaffidrykkja í boði Sam- vinnutrygginga, og að síðustu var sýnd sænsk umferðarlit- kvikmynd: „Vit og vilji“, sem umferðarslysavarnafélagið í Sví- þjóð hefir látið gera. (Fréttatilkynning frá Sam- vinnutryggingum). ... . Ryðfríir slálvaskar af mörgum stærðum og gerðum. Einnig góð BI ÖNDUNARTÆKI. HAGSTÆTT VERÐ. Smiðjubúðin við Háteigsveg — Sími 21222. 77/ sölu 2ja herb. íbúð við Þórsgötu. 2ja herb. ibúð í Norðurmýri. 2ja herb. íbúð við Kleppsveg. 3ja herb. ibúð við Leifsgötu. 3ja herb. íbúð við Skipasund, bílskúr. 3ja herb. íbúð við Sogaveg. Stórar svalir. 4ra herb. íbúð við Mosgerði. Mjög gott verð. 5 herb. íbúð við Laugarnes- veg. 7 herb. íbúð við Skeiðarvog. Einbýlishús 9 herb. einbýlishús við Lang holtsveg. Fallegt einbýlishús við Hábæ. Hagstæðir greiðsluskilmál- ar. Einbýlishús við Hjallaveg. Glæsileg íbúðarhæð á Mel- unum. Kópavogur tírval af íbúðum og einbýlis- húsum. Hafnarfjörður Húseign í Miðbænum. Verzlun Til sölu verzlun á góðum stað í borginni. Steinn Jónsson hdl. lögfræðistofa — fasteignasala Kirkjuhvoli. Símar 19090 og 14951. Heimasinu sölumanns 16515. Fiskihátar til sölu 10—12 lesta vélbátur, með ýmsum veiðarfærum. 17 lesta vélbátur. 26 lesta vélbátur. 30 lesta vélbátur. 36 lesta vélbátur. 40 lesta véibátur, nýuppbyggð ur. 46 lesta vélbátur. 53 lesta vélbátur. 60 lesta vélbátur í úrvals- ástandi, með togveiðarfær- um, línuveiðarfærum og 10 trossum af þorskanetum með öllu tilheyrandi. 75 lesta vélbátur. 80 lesta vélbátur. 100 lesta og 110 lesta nýlegur. 110 lesta stálfiskibátur. 200 lesta sildveiðiskip. Kristjáns Eiríkssonar, hrl Laugavegi 27. Sími 14226 TIL SÖLU: 7 herbergja mjög skemmtilegt raðhús á tveimur hæðum, nieð inn byggðum bilskúr. Nú til- búið undir tréverk og máln- ingu, í góðu hverfi í Reykja vík (5 svefnherb., stór). Einbýlishús, 6 herb. við Silf- urtún. Nýuppsteypt og púss að bæði utan og innan, og málað að utan. Ekki kominn hiti né tvöfalt gler. Gott verð. Greiðslumöguleikar að greiða útborgun á rúm- lega hálfu ári Þríbýlishús á góðum stað í Vesturbænum (timburhús), með eins herb., 3ja herb. og 4ra herb. íbúðum L Allt laust strax. 2ja herb. íbúðir í Vestur- og Austurbænum. 3ja herb. jarðhæð við Laugar ásveg. Laus strax. 3ja herb .hæð við Óðinsgötu, í góðu standi. Sérinngang- ur, sérhiti. Verð um 700 þús. Útborgun nú um 200 þús. og 200 þús. eftir 6 mánuði. 4ra herb. hæðir við Stóra- gerði, Eskihlíð, Álfheima. 5 herb. hæðir við Ásgarð, — Grænuhlíð, Dragaveg, Kvist haga. 6 herb. hæðir við Fellsmúla, Háaleitisbraut, Hringbraut. 6 herb. raðhús í góðu standi, við Langholtsveg. Bílskúr. Einbýlishús, 7 herb. við Smáragötu. Höfum kaupendur að góðum eignum að öllum stærðum. Finar Sigurðssnn hdl Ingólfjstræti 4. Sími 1676£ Kvöldsími milli 7 og 8: 35993. Til sölu Eins, 2ja, 3ja, 4ra og 5 herb. íbúðir víðsvegar um borg- ina, Kópavogi og Akranesi. Einbýlishús víðsvegar um borgina. 2ja, 3ja og 5 herb. íbúðir, til- búnar undir tréverk og málningu 1 borgarlandi. Lúxus einbýlishús á Seltjarn- arnesi. FASTEIGNASALAN OG VERÐBRÉFAVIÐSKPTIN Oðinsgata 4. Simi 15005 Kvöldsími 20806.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.