Morgunblaðið - 23.09.1966, Qupperneq 32

Morgunblaðið - 23.09.1966, Qupperneq 32
Helmingi útbreiddara en nokkurt annað íslenzkt blað 217. tbl. — Föstudagur 23. september 1966. Langstærsta og fjölbreyttasta blað landsins Skjaldbreið seld brezku fyrirtœki Söluverð 20.500 pund f GÆR var undirritaöur hér í Reykjavík sölusamningur milli Skipaútgerðar ríkisins og Sea Service Shipping Co. Ltd. um sölu á strandferðaskipinu Skjald breið. Söluverð skipsins er £ 20.500 eða 2,46 milljónir ís- lenzkra króna, og mun skipið afhent um eða fyrir næstu helgi. Hinir brezku kaupendur, sem keypt hafa skipið munu ætla að nota það til þjónustustarfsemi á Norðursjó í þágu olíufélaga. Mun skipið hentugt til þeirrar starf- semi, þar eð það hefur töluverða lyftigetu, 10 tonn, og eins mun farþegarými skipsins koma að góðum notum við þessa þjón- ustustarfsemi. Mbl. hafði tal af Guðjóni Teits syni, forstjóra Ríkisskips og sagði hann að erfitt hefði verið að fá kaupanda að skipinu, þar eð það er smíðað til mjög sér- stakrar notkunar og lítil eftir- spurn er eftir slíkum skipum á heimsmarkaðinum. Skipið hefði verið smíðað í Greenock í Skot- landi fyrir 18 árum og hefði þá hentað vel til strandferðasigl- inga, þar eð þá var mikið um hafnleysur við ísland. Nú hins vegar, er ástand hafna hefur batnað svo mjög er ekki lengur hentugt að reka skipið. Skjaldbreið er systurskip Framhald á bls. 25. Ráðstefna lækna um lyf gegn gigt Á MORGUN (laugardag) kl. 2 e.h., verður læknaráðstefna í DÓMUS MEDICA, hin fyrsta sinnar tegundar hér á landi. Ráð- stefnan er haldin á vegum Gigt- sjúkdómafélags íslenzkra lækna og Merck, Sharp & Dohme Seldi í Bremerhaven AKRANESI, 22. sept. — Togar- inn Víkingur frá Akranesi seldi í Bremerhaven hinn 20. sl. rúmar 170 lestir fyrir 133.800 mörk. Aflinn var mestmegnis karfi, veiddur á heimamiðum. — HJÞ. Nederland. Þrír erlendir gestir flytja erindi á ráðstefnunni, en það eru þeir: Dr. F. Dudley Hart., M.D., F.R.CrP. frá Westminster hos- pital London. Professor dr. med. Erik Káss frá Oslo Sanitetsforenings Rev- matismesykehus, Noregi, Dr. med. I. Rossel frá Fysiurg- isk Hospital, Hornbæk, Dan- mörku. Fyrirlesararnir munu ræða um reynzlu sína í sambandi við notkun gigtarlyfsins INÐOCID (Indomethacin). Að fyrirlestrunum loknum verða frjálsar umræður. Haukur Þórðarson læknir, for maður Gigtsjúkdómafélagsins mun stjórna ráðstefnunni. í\ íiR/EKLftND FTÖKeuR -r Alþingi kvatt saman 10. okt. HANDHAFAR valds forseta ís- lands hafa samkvæmt tillögu for- sætisráðherra kvatt reglulegt Al- þingi 1966 til fundar mánudag- inn 10. október 1966 og fer þing- setning fram að lokinni guðs- þjónustu í dómkirkjunni, er hefst kl. 13.30. (Frétt frá forsætisráðuneytinu). M.H. settur á morgun 1 Menntaskólinn við Hamra- ' 1 hlíð verður settur í fyrsta I ’ sinn laugardaginn 24. sept- ember kl. 11 árdegis. fsbrjóturinn Atka í Wiedem annsfirði og björgunariiiokkur- inn við flugvélarflakið, um 12 km. uppi í jöklinum. Aðstæður erfiðar við flakið á Grænlandsjökli Komið með nokkur lík fil Reykjavíkur S BANDARISKI ísbrjóturinn Atka kom til Wiedemannfjarðar 4 Austur Grænlandi á miðviku- dagsmorgun eftir ágæta ferð. Var þá strax hafizt handa um að finna flakið af P2W flugvéi- inni af Keflavíkurflugvelli, sem fórst 1962 með 12 mönnum. Fann þyrla flakið uppi á jöklinum um 12 km. frá staðnum, þar sem Iskipið er og gat setzt þar. Var það Tilraunaútsending ísl. sjón> varpsins súst í fyrrakvöld dreift á stóru svæði. Voru settar upp bú’ðir um 200 m. frá flak- inu og eru þar 15 björgunar- menn, þar á meðal Islendingarn- Framhald á bls 25 Athöfnin fer fram í húsa-, / kynnum skólans, en fyrsta T áfanga byggingarinnar er nú um það bil lokið, þótt eftir sé að ganga frá ýmsu. Þess er vænzt, að þeir nem endur, sem skólinn hefur veitt viðtöku og staddir eru í borginni, verði viðstaddir. og eru þeir beðnir að koma tímanlega. Kennsla í skólanum mun hefjast um næstu mánaðamót. og eru nemendur boðaðir í skólann til viðtals föstudag 30. september kl. 9 árdegis. Fornmannagröf fannst í Eiðaþinghá — og leifar af kumli skammt frá Var verið oð reyna endurvarpssendinn, en útsendingin nábi óvart augum sjónvarpseigenda SJÓNVARPSEIGENDUR, s e m eiga heima í nágrenni Vatnsenda- hæðar, fengu í fyrrakvöld nasa- þefinn af dagskrá íslenzka sjón- Ekið á mann- lausa blla MIKIL brögð eru á því að ekið sé utan í kyrrsiæðar og mann- lausar bifreiðir í Reykjavík, og að skaðvaldurinn aki á brott án þess að tilkynna áreksturinn lil eigenda hinna mannlausu bif- reiða. Umferðadeild rannsóknar- lögreglunnar hefur beðið Mbl. að auglýsa eftir vitnum að þrem- pr slikum árekstrum, sem urðu nú fyrir skömmu. Hinn 19. þ.m. var ekið á bif- reiðina R-19215, þar sem hún stóð á móts við húsið Ármúla 12. Framhald á bls. 25. varpsins. Uppgötvuðu þeir sem stilltu tæki sín á stillimynd ís- lenzka sjónvarpsins, að þar fór þá fram nær fullkomin útsending. Gafst þeim m. a. kostur á að sjá erlent fréttayfirlit, teiknimynd, íslenzkan skemmtiþátt, þátt frá Landsmóti skáta á Hreðavatni, tízkusýningu og alllanga kvik- mynd eftir franska meistarann Renoir. Stjórnendur útsendinganna höfðu á hinn bóginn ekki hug- mynd um að dagskráin næði augum sjónvarpseigenda í borg- inni, því að hér var aðeins um tilraunaútsendingu að ræða. Voru tæknimenn Landsímans að reyna sendinn, sem á í framtíðinni að endurvarpa sjónvarpsefninu, og í GÆRDAG um fjögurleytið var lögreglunni tilkynnt að menn væru að skjóta á Seltjarn- arnesi, skammt frá Ráðagerði. Er lögreglan kom é staðinn voru mennirnir á bak og burt og sást hvergi til þeirra. töldu sig hafa gengið þannig frá hlutunum, að útsendingarnar ættu hvergi að sjást. Að því er Pétur Guðfinnsson, framkvæmdastjóri Sjónvarpsins, tjáði Mbl. í gær, hófst útsending- in kl. 8. Um ieið og fregnir bár- ust um að útsendingar þessar sæust í bænum var þeim hætt, og gerðar viðeigandi ráðstafanir til þess að slíkt endurtaki sig ekki. „Það er því öruggt", sagði Pétur“ að næstu tilraunaútsend- ingar okkar munu ekki sjást um borgina. FORNMANN AGROF fannst í vor á OrmsstÖðum í Eiðaþinghá og í sumar fór Kristján Eldjárn þangað og rannsakaði hana. Þarna er grafinn eldri maður að fornum sið, að því er Kris;j- án tjáði okkur og gröfin frá 10. öld. Var hún ágætlega vahðveitt f gröfinni var heilleg beina- grind úr manni og hjá honum lá öxi, hnífkuti og fáein mef þ. e. lóð af metaskálum. Segir Kristján að þetta sé ákaflega venjuleg fornmannagröf og ekx- ert þar sem komi á óvart. Gröfin er ofan við túnið á Ormsstöðum. Þórhallur bóndi Helgason og synir hans fund i hana í flagi, sem jarðýta hafði bylt við. Gerðu þeir aðvart og stöldruðu við, þar til fornminja- vörður hafði athugað staðinn. í sömu ferðinni skoðaði Kristj án Eldjárn kumlleifar á Drar.t- halastö’ðum í Hjaltastaðaþingha. Höfðu fundizt þar leyfar af forn um kumlum í flagi. Segir Kristj án að þarna hafi aðeins verið fáein mannabein og ekki hægt að átta sig á kumlinu að öðru leyti. Svifflugsafrek í Eyjafirði Akureyri 22. september. HÚNN SNÆDAL, formað- ur Svifflugfélags Akureyrar vann það afrek í gærkvöldi að fljúga svifflugu yíir 50 km. vegalengd, en það er eitt af skilyrðum þess að fá hið svokallaða silfur-C eða af- reksstig í svifflugi. Hann flaug frá Melgerðismelum í Eyjafirði til Grenivíkur eða tæplega 53 km. og er það í fyrsta sinn, sem tekst að svífa svo langt hér í Eyjatirði. Kalla má, að Húnn hafi „fund ið“ þessa leið, en fram að þessu hefur það staðið svif- flugu hér fyrir þrifum, að skilyrði hafa verið talin bresta til verulegra afreka vegna staðhátta. Ég náði tali af Húni í dag og bað hann að segja mér ferðasöguna í stórum drátt- um. — Ég var dreginn upp af Melunum kl. 18.15 með að- stoð bíls og sleppti tauginni í 280 m hæð, ákveðinn reyna yfirlandsflug eins og við köllum það með atbema suðyestanáttarinnar. Ég lækk aði fljótlega aftur um 100 m. en þá náði ég í uppstreymi r rámhald á bls. 25

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.