Morgunblaðið - 24.09.1966, Blaðsíða 2
2
NORCU N BLAÐIÐ
Laugardajerur 24 sept. 1966
Fyrsti áfangi álverksmiðjunnar
boðinn út eftir 2 mánuði
Undírbúníngsframkvæmdin við
verksmiðjuna hófust í gær
HAFNAR eru undirbúningsfram
kvæmdir við álverksmiðjuna,
sem risa mun í Straumsvík. Xil
landsins eru komnir verkfræð-
ingur og arkitekt frá Alusuisse,
og í gær unnu þeir að því að
gera jarðvegsathuganir með ýt-
um, þar sem verksmiðjan kem-
ur væntanlega til með að risa.
Ennfremur verður atbugað vatns
magnið 1 borholu, sem þarna er
í nágrenninu, og á að sjá verk-
smiðjunni fyrir vatni, og gerðar
verða athuganir á því, hvaða
hráefni sé heppilegast til bygg-
inganna.
Að því er Halldór H. Jónsson
arkitekt, stjórnarformaður Isal,
tjáði Mbl. í gser, verða býrjunar
framkvæmdirnar sennilega boðn
ar út eftir tvo mánuði. Er þar
um að ræða vinnuskála fyrir
starfsmennina vi'ð byggingar-
framkvæmdirnar er reistur verð
ur til bráðabirgða, svo og skrif-
■tofubygglngu og mötuneyti,
sem verða til frarrubúðar. Að
öðru leyti fara byggingarfram-
kvæmdirnar eftir því hve Búr-
fellsvirkjun miðar áfram, þ. e.
að verksmiðjan verði fullbúin
um leið og rafmagnið frá Búr-
felli hefur náð til Straumsvík-
ur.
Um næstu áramót eru vænt-
anlegir til landsins frá Alusu-
issehópur verkfræðinga og sér-
fræðinga, sem hér munu vinna
Sinfóníuhljómsveitin leik-
ur með jazzhljómsveit
SVO sem kunnugt er, seldust
upp miðar á A-flokk tónleika
Sinfóníuhljómsveitar í s 1 a n d s
(fimmtudagstónleika) á örskömm
um tíma. Nú er einnig hafin sala
áskriftarskírteina á sunnudags-
tónleikana (-flokk), þar sem
flutt verður eingöngu alþýðleg
tónlist, tónlist af léttara tagi,
eins og það er kallað. Þar má
velja um þrenns konar skírteini
eftir staðsetningu í Háskólabíói:
kr. 420 dýrustu skírteinin, kr.
390 og kr. 300 þau ódýrustu.
Áskrifendur fimmtudagstónleik-
anna ganga fyrir, og þurfa því að
tryggja sér miða strax, annars
▼erða þeir seldir hverjum, sem
feaupa vill.
Fyrstu sunnudagstónleikarnir
verða haldnir sunnudaginn 2.
október. Efnisskrá þeirra er gott
dæmi þess, hvernig tónleikum
þessum verður háttað í vetur.
Tónleíkarnir eru haldnir í sam-
atarfi við Jazzklúbb Reykjavík-
nr. Þar verður flutt svíta eftir
Eris Coates, þar sem hinir fjórir
þættir bregða upp „tonamynd
af ýmsum stöðum í Lundunum,
Gott veður —
engin veiði
GOTT veður var á miðunum í
dag, en engin veiði, enda byrj-
uðu bátarnir ekki að kasta fyrr
en um kvöldverðarleytið í gser-
dag. Engir bátar höfðu þó til-
kynnt um afla er Mbl. hafði
samband við síldarleitina á Dala
tanga í gærkveldi.
landi. — Samtals tilkynntu TJ
skip um afla, samtals 5.990 lestir.
Þessi skip voru með 100 lest-
enda heitir verkið Lundúnasvíta.
Þá leikur hlómsveitin Negra-
sálma, hljómsveitarverk eftir
Morten. Seinustu tvö verkin á
þessum tónleikum eru samleikur
milli jazz-hlómsveitar og Sin-
fóníuhljómsveitarinnar í Konsert
eftir Lieberman og lokaverkinu,
„Improvísasjónir" eftir Johnny
Dankworth.
Það er ekki að efa, að unnend-
um hljómsveitarinnar mun leika
forvitni á að heyra, hevrnig
henni takast þessi samskipti við
jazzhljómsveitina og sömuleiðis
áhugafólki um jazzmúsik.
að framkvæmdum við verksmiðj
una. Þá hefur Isal a'ð undan-
förnu verið að undirbúa að ráða
menn til starfa hjá sér, svo sem
verkfræðinga, arkitekta, teikn-
ara, eftirlitsmenn með fram-
kvæmdum, og mælingamenn.
Drengur á reið-
hjóli fyrir bíl
ÞAÐ slys varð í Reykjavík um
miðjan dag í gær að átta ára
drengur, Guðmundur Engil-
bertsson, til heimilis Heiðargerði
8, lenti á reiðhjóli utan í bif-
reið á gatnamótum Háaleitis-
brautar og Miklubrautar, með
þeim afleiðingum að hann hlaut
talsvert höfuðhögg. Var hann
fluttur í Slysavarðstofuna, en
þaðan átti að flytja hann í
Landakotsspítala til öryggis.
Drengurinn kom hjólandi norð
ur Háaleitisbraut, kom fram-
undan bifreið, sem beið við
gatnamótin og lenti utan í bif-
reið, sem kom vestur Miklu-
braut. Mun drengurinn sennilega
hafa rekið höfuðið í framrúð-
una, og brotið hana, en hann
hlaut eins og áður segir tals-
vert höfuðhögg.
Kona fyrir
bifreið
f gærkveldi varð kona fyrir
bifreið á móts við Suðurlands-
braut 6. Mun hún hafa fótbrotn-
að og hlotið einhver önnur
meiðsli, en hún var flutt á Slysa
varðstofuna, og þaðan í sjúkra-
hús.
ir og meira:
Dalatangi.
Helga RE 130
Höfrungur AK 150
Guðmundur Péturs ÍS 140
Ingvar Guðjónsson SK 100
Isleifur IV. VE 130
Hannes Hafstein EA 130
Ásbjörn RE 100
Jörundur III. RE 180
Örn RE 160
Sigurbjörg OF 100
Geirfugl GK 140
Grótta RE 180
Akraborg EA 155
Ásþór RE 135
Jón Finnsson GK 110
Jón Kjartansson SU 140
Björgúlfur EA 100
Guðrún Guðleifsdóttir IS 140
Gullberg NS 100
Ól. Sigurðsson AK 110
Gullver NS 120
Skarðsvík SH 130
Guðbjörg IS 100
Mesti eldsvoöi í London
frá stríðslokum
London, 23. sept. - NTB. að yfirgefa heimili sín.
í DAG varð eldsvoði í London, Meira en 60 brunabílar og
sem talinn er vera hinn mesti slökkvidælur voru notaðar við að
þar, frá því að síðari heim- ráða niðurlögum eldsins og um
styrjöldinni lauk. Tókst loks að | 400 brunaliðsmenn tóku þátt í
slökkva eldinn, er hann hafði
geisað klukkustundum saman.
Tjónið er talið nema um 150.000
sterlingspundum.
Eldurinn brauzt út I stórri
vöruskemmu, og þegar verst lét
komst hann í 20 metra hæð, en
mikill reykur breiddist út um
nærliggjandi hverfi. Flytja varð
fimm slökkviliðsmenn í sjúkra-
hús, eftir að þeir höfðu orðið
fyrir meiðslum og þrjátíu fjöl-
skyldur, sem bjuggu í nágrenni,
þar sem eldurinn geisaði, urðu
slökkvistarfinu. Um tíma varð
brunaliðið að hafa sig allt við
til þess að varna því, að eldurinn
kæmist í stóran olíugeymi í ná-
grenninu.
þessa dagana. Koma þau með gær var hlýast á Dalatanga
lofti af hafinu nor'ður af Azor og Egilsstöðum, en þar var 20
eyjum, en hæðin yfir Bret- stiga hiti, og um nónbilið var
landseyjum hefur beint því hitinn orðinn 22 stig á Dala-
hingað. tanga.
Rhódesítideilan:
Frjálslyndi flokkurinn
fylgjandi valdbeitingu
Lausn deilunnaa* ekki langt
undan, segir lan Smith
Brighton, 23. september
NTB. N
LANDSFUNDUR Frjálslynda
flokksins í Bretlandi samþykkti
í dag stefnuyfirlýsingu, þar sem
gert var ráð fyrir gengislækkun
sterlingspundsins og að notuð
verði valdbeiting til þess að
hrinda úr stóli minni hluta stjórn
Ian Smiths í Rhódesíu. Enginn
hinna stjórnmálaflokka landsins
hefur samþykkt þessar ráðstaf-
anir.
Varðandi gengi pundsins voru
það yngri menn í flokknum sem
urðu hinum eldri yfirsterkari.
Hinir yngri menn Frjálslynda
flokksins hafa fengið uppnefnið
„Hinir frjálslyndu rauðliðar"
vegna vinstri sinnaðra tilhneig-
inga sinna. Fengu þeir því fram-
gengt, að samþykkt var tillaga
þeirra um, að pundið yrði smám
saman fellt eða um 2% á ári.
Krafan um að beita valdi gegn
stjórn Ian Smiths, ef öll önnur
ráð reynast árangurslaus, kom
hins vegar frá sjálfum leiðtoga
Frjálslynda flokksins, Jeremy
Hope, sem er einn af 12 þing-
mönnum flokksins í neðri deild
brezka þingsins. Hope sagði, að
Bretland ætti að gera hinir
efnahagslegu refsiaðgerðir sínar
gegn Rhódesíu bindandi fyrir
Lýst eftir
vitnum
Asgrímur og Kjarval
fóru á 65 þús. kr. hvor
MIÐVIKUDAGINN 21. sept. kl. Stefánsson 73x05 cm.
maður bifrei§arinnar R-12088
fór út úr bifreiðinni og ætlaði
að ræða við ökumann stóru
fólksbifreiðarinnar, ók hinn síð
nema að það
urðu að árekstri
17 hélt Sigurður Benediktsson
listmunauppboð í súlnasal hótel
Sögu. Þar voru boðin upp 45
listaverk eftir fjölmarga lista-
menn. Málverkin, sem fóru á
hvort um sig slegin á 65.000,00
krónur.
Málverkin tvö, sem slegin voru
á 65 þúsund krónur voru „Við
Öxará", olíumálverk eftir Ásgrím
90x116 cm og „Úr Gálgahrauni",
olíumálverk eftir J. S. Kjarval
85x120 cm.
Á 60.000,00 krónur voru slegin
tvö listaverk, „Sumarnótt" eftir
J. S. Kjarval, málað í olíu
100x132 cm að stærð og „Nature
morte“ olíumálverk eftir Jón
Á 55.000,00 krónur var slegið
olíumálverk eftir Ásgrím Jóns-
son, er ber nafnið: „Við Þing-
vallavatn", 66x80 cm að stærð.
„Tröllkonuhlaup“ og Hekla
Sveins Þórarinssonar, olíumál-
verk 115x140 var slegið á
25.000,00 krónur, og „Venus“
olíumálverk eftir Gunnlaug
Blöndal 80x60 cm fór á 23.000,00
krónur.
„Við Þingvallavatn“ 37x56 cm,
olíumálverk eftir Þórarinn B.
Þorláksson var slegin á 14.000,00
krónur og „Bláfell" eftir Kristínu
Jónsdóttur, olíumálverk 70x100
cm fór á 13.000,00 krónur.
Á 8.500 krónur fór 34 cm há
málmhúðuð stytta eftir Nínu
Sæmundsson, er bar nafnið „Ör
lagagríman".
önnur ríki fyrir tilstilli Samein-
uðu þjóðanna og til þess að
fylgja þessari ráðagerð eftir að
beita alþjóðlegri flotadeild.
Hope sagði ennfremur, að ef
það yrði nauðsynlegt, ættu
brezkar sprengjuflugvélar að
eyðileggja járnbrautina við
Malvernia á landamærunum að
portúgölsku nýlendunni Mosam-
bique. Þessi járnbraut væri ein
mikilvægasta samgönguæð
Rhódesíu, hvað aðflutninga á
olíu snerti.
Til þessa hefur Frjálslyndi
flokkurinn látið sér nægja að
harma yfirlýsingu Verkamanna-
flokksins frá því haustið 1964,
þar sem sá flokkur lýsti því y£ir
að hann vildi ekki beita valdi
til þess að koma í veg fyrir
ólöglega sjálfstæðisyfirlýsingu
Rhódesíu.
„Lausn Rhódesíudeilunnar ekki
langt undan“ ,
Ian Smith, forsætisráðherra
Rhódesíu sagði í dag að hann
eygði nú mikla von, að lausn
Rhódesíudeilunnar væri ekki
langt undan. Sagði hann þetta á
landsfundi í flokki sínum,
Rhódesíufylkingunni, en hann
kvaðst ekkert nýtt hafa að segii
um viðræður sínar nú í þessari
viku við brezka samveldismai 1-
ráðherrann, Herbert Bowden.
Sagði Ian Smith, að það myndi
vera andstætt hagsmunum lan s-
ins að segja eitthvað sem si.slt
gæti „skútunni í strand“ eins ^g
hann komst að orði.
Itinbrot
í Laugarás7 í '»
AÐFARANÓTT föstudags v»r
brotizt inn í Laugarásbíó -r
sem stolið var um 2000 k n
þjófurinn náðist skamm' i
bióinu. Játaði hann á
þjófnaðinn.
Það var vaktmaður hjá Jökl-
um h.f., sem varð var vh 6
maður kom hlaupandi frá kvik-
myndahúsinu, en skömmu aoar
hafði hann heyrt brothljóð b. r-
ast þaðan. Gerði hann lögrcgl-
unni viðvart, sem greip mann-
inn, er hann var komin niður á
Dalbraut.
Maðurinn var undir áhrifum
áfengis, og var íluttur í Slysa-
varðstofuna.