Morgunblaðið - 24.09.1966, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 24.09.1966, Blaðsíða 13
L.augarðagur 24 sept. t9B6 PfiORGUNBLAÐSÐ 13 Hannes EHinniiig í»ANN 16. þ.m. andaðist að beim- ili sínu, Bjargi í Djúpárhreppi, Hannes Jónsson, bóndi og smið- ur, 92 ára að aldri. Hann var fæddur að Bjó'u- hjáleigu í Rangárvallasýslu hinn 22. maí 1874. Foreldrar hans voru hjónin Guðrún Filippusdóttir frá Bjolu og Jón Eiríksson frá Helluvaði. >au voru merk hjón og heimili þeirra í fremstu röð á sirnú t;ð. Efnahagur góður eftir því, se-n þá gerðist og heimilisbragur mót- aður af stjórnsemi og mvndar- skap. Ég hefi víða séð ummæli sam- tíðarmanna í bókum og blöðum um foreldra Hannesar, og eru þau öll á einn veg. Þau hjónin, Guðrún og Jón Eiríksson eign- uðust 13 börn, en 7 synir k /in- ust til fullorðinsára, og náðu flestir þeirra að lifa til hácrai elli og inntu af hendi mikið starf í Rangárþingi, þar sem þeir voru búsettir. Er Hanr.es sá síðasti þeirra bræðra, sem kveður. Árið 1903 kvæntist Hannes Kristinu Ólafsdóttur frá Litlu Tungu í Holtum, og hófu þau þar búskap sama ár. Bjuggu þau í Litlu-Tungu um tuttuga fra skeið, en fluttu árið 1923 að Bjóluhjáleigu. Árið 1939 reistu þau ásamt börnum sínum ný- býlið Bjarg í Djúpárhreppi, og þar áttu þau heimili til Jauða- dags. Kristín kona Hanne:sar andaðist þann 30. marz s.l. Börn þeirra hjóna urðu 6 og eru 5 á lífi, en einn sonur, Þóið- ur Óskar, lézt um tvítugsaldur og var sárt saknað af foreldrum, systkinum og öllum, er hann þekktu, Á Bjargi búa 4 systkinanna, Ólafur, Guðjón, Sigurður og Sigríður. En Ingólfur er búsettur í Reykjavík. Þau Kristín og Hannes hófu búskap við lítil efni og fyrstu árin voru þeim erfið. En smám saman batnaði hagur þeirra, sér- staklega þó eftir að þau fluttu frá Litlu-Tungu, enda voru börn in þá farin að komast upp. En þótt efnin væru ekki mikil i fyrstu, voru þau hjónin ætíð til- búin til þess að veita gestum og gangandi af rausn og mikilli alúð. Áttu þau þar jafnan hlut að. >au höfðu yndi af að taka á móti gestum og glöddust, ef þau gátu gert öðrum greiða og voru því vinsæl af öllum ná- grönnum sínum og samferða- mönnum, fjær og nær. >au hjónin voru um margt ólík. En þó gat engum dulizt, sem til þekkti, hve hjónaband þeirra var ástúðlegt. >ar bar engan skugga á til hinztu stundar. Kristín var örlynd og opinská. Hannes dulur og fáskiptinn að jafnaði, en átti þó hægt með að gleðjast með glöðum og hryggj- ast með hryggum. Á reynslu- stundum fannst mörgum gott að hafa Hannes við hlið sér. Þá kom stilling hans sér vel, og hiartahlýjan duldist engum, þótt ekki væru mörg orð viðhöfð. Hann var hagleiksmaður og lærði ungur trésmíði hjá Eiríki, bróður sínum. Stundaði hann húsabyggingar og hvers konar trésmíði, þegar tóm gafst til fré búskapnum, langt fram eftir ævi. Hann þótti listasmiður. Hannes var mikill nestamaður, tamdi hesta sína sjálfur og átti marga glæsilega gæðinga um ævina, enda ól hann þá vel og umgekkst sem vini sína. Hann unni sönglistinni mjög og hafði ejálfur mikla og fallega söng- rödd, sem hann hélt allt frajn é elliár. Hannes Jónsson var fríður maður, hár, grannvaxinn og beinn í baki. Harm var lengst af heilsuhraustur, en mörg síð- ustu árin var hann blindur og háði það honum mjög. Hann æðraðist þó ekki yfir hlutskipti KtyiGi en tólr V>ví Tnt»í< viillirwiu ra Jónsson, Bjargi karlmennsku. Andlegum kröft- um hélt hann óskertum fram undir það síðasta, og fylgdist með öllu, sem var að geras'., og fréttir bárust af gegnuia ut- varpið. Hannes, frændi minn á Bjargi, sem í dag verður kvaddur frá Oddakirkju, var vammlaus heið- ursmaður. Hið sama mátti segja um konuna hans, sem við frænd ur þeirra, sveitungar og vinir kvöddum fyrir fáum mánuðum. Um minningu þeirra rnæiu hjóna er bjart í nugum aMra hinna fjölmörgu, sem samleið áttu með þeim, lengur eða skem- ur. Óvini áttu þau enga. En v;n- átta og hlýhugur samEei óamanr.a fylgir þeim langt út yt’ir gröf og dauða. „Svo sem maðurinn sáir, svo mun hann og uppsker i ‘ Ragnar Jónsson. t f DAG verður til moldar bor- inn frá Oddakirkju, Hannes Jónsson frá Bjóluhjáleigu, en hann andaðist 16. þ.m. á 93. ald- ursári. Hannes var fæddur 22. maí 1874. Hann var sonur Jóns Ei- ríkssonar bónda i Bjóluhjáleigu, Jónssonar bónda á Helluvaði og konu hans Guðrúnar Filippus- dóttur, Þorsteinssonar, bónda á Bjólu. Árið 1903 kvæntist hann Krist- ínu Ólafsdóttur, Jónssonar, bónda í Litlu-Tungu og Sigríðar Jóns- dóttir, konu hans og hófu þau búskap í Litlu-Tungu sama ár. Kristín var fædd 22. okt. 1883 og hún andaðist 30. apríl sl. Hún var myndarleg kona, sérstaklega hjálpsöm og mátti ekkert aumt sjá. Lét hún sér mjög annt um velferð heimilis síns og barna. Kristín var nokkuð fljóthuga og afar kappsöm og dugleg við öll störf. Litla-Tunga var ekki mikil jörð á frumbýlingsárum Hannes- ar. Landkostir þar voru miklu lakari en í Bjóluhjáleigu. Varð að sækja heyskap í Safamýri á hverju sumri og var þangað bæði langur og misjafn vegur á þeim tíma, enda munu fyrstu búskaparár Hannesar hafa verið honum erfið eins og margra ann- arra. Hannes flutti með fjöt- skyldu sína að Bjóluhjáleigu, þar sem hann hafði alizt upp, árið 1924 og bjó þar í 15 ár. Þar blómgaðist bú hans fljótt, enda fór hann sérlega vel með allan búpehing og hafði af honum góð- an arð. Frá Bjóluhjáleigu flutti Hann- es að Sólalæk og var þar i eitt ár, en árið 1939 byggði hann í félagi við börn sin nýbýlið'Bjarg og var þar hjá þeim eftir það. Hannes og Kristín eignuðust sex börn og eru fimm þeirra á lífi, mesta myndarfólk, sem hafa látið sér mjög annt um foreldra sína í veikindum þeirra. Óskar son sinn misstu þau, er hann var innan við tvítugt. Var það þungt áfall en lítt mun Hannes hafa æðrazt. Fyrir nær tuttugu árum missti Hannes .sjónina og var blindur það sem eftir var æv- innar. Eiga þeir sem sjáandi eru oft erfitt með að setja sig inn í þvílíkt áfall það er. Aldrei heyrð ist þó hjá Hannesi eitt einasta æðruorð og lýsir þetta Hannesi vel. Er ekki öllum gefin slík karlmennska og rósemi hugans. Annars var Hannes við góða heilsu allt til æviloka. Fylgdist hann vel með samtíð sinni og þeim miklu breytingum, sem urðu í þjóðlífi okkar á hans löngu ævi. Hann hafði mikinn áhuga á öllum framförum og því, sem til heilla horfði fyrir land og lýð. Hann hafði mótaðar og ákveðnar skoðanir á mönn- um og málefnum, var ákveðinn fylgismaður lýðræðishugsjónar- innar og hafði trú á frjálsu fram taki einstaklingsins. Með Hannesi er genginn sá síðasti af hinum merku bræðr- um frá Bjóluhjáleigu, en þeir voru allir í fremri bænda röð á fyrri helmingi þessarar aldar. Þessir síðustu aldamótamenn, sem nú eru flestir horfnir yfir móðuna miklu hfðu tíma tvenna. Þetta fólk lagði öðrum fremur grundvöll að þeirri miklu vel- Skrifstofustúlka óskast nú þegar. — Upplýsingar á skrifstofunni. Skipaútgerð rikisins gegni, sem við búum nú við og eiga þeir sem eftir lifa því þakk- ir að gjalda. Hannes var fríður maður sýnum, hávaxinn og svaraði sér vel. Vakti hann athygli fyrir höfðinglegt og góðmannlegt við- mót. Hann lærði ungur trésmíði og var vandvirkur og góður smið- ur, enda eftirsóttur til húsasmíði. Einnig smíðaði hann mikið af lík kistum um áratugaskeið. Hinn var góður söngmaður og hafði yndi af góðri tónlist. Hannes var alinn upp á góðu heimili, þar sem áherzla var lögð á Guðstrú oí góða siðu. Þessi uppeldisáhrif munu hafa reynzt honum gott veganesti 1 lífinu. Ég þakka honum samfylgdina, allt frá barnæsku og óska honum góðrar heimkomu á landi lif- enda, enda veit ég að þar er bjartara í kringum hann en var. Blessuð sé minning hans. Þ. J. Byggð heimavist barna- skóla fyrir 4 hreppa Egilsstöðum, 17. sept. í HALLORMSSTAÐASKÓGI, nokkuð suðvestur af kvennaskól- anum, hefur undanfarin sumur verið að rísa stórbygging, sem þó vegna landslags er ekki mikið áberandi tilsýndar. Fréttaritari Morgunblaðsins brá sér til fundar við formann bygg- ingarnefndar Sigurð Blöndal skógarvörð og spurði hann um framkvæmdirnar. Bygging þessi sem á að verða heimavist barnaskóla fyrir fjóra hreppa, þ. e. Valla-, Fljótsdals-, Fella- og Skriðdalshrepp var hafin vorið 1964. Húsið var þá steypt upp að miklu leyti um sumarið en framkvæmdir stöðv- uðust um veturinn vegna veðr- áttu. Frá vori 1966 hefur verið unnið látlaust að byggingunni og er hún að mestu leyti fullgerð utan það vantar nokkuð meira á innanhúss. í haust verður lokið við helming af heimavistinni: íbúð skólastjóra, 2 kennslustofur og allt sem tilheyrir eldhúsi og mötuneyti. Síðan verður haldið áfram að fullgera húsið allt. Fjárskortur hefur aldrei haml- að framkvæmdum, þar sem safn- I azt höfðu tillög 5 ára er bygging hófst og var handbært fé 4 millj. kr. er byrjað var en eitthvað mun hafa staðið á teikningum. Ég tel að Menntamálaráð hafi tekið rétta stefnu, að láta ekki hefja framkvæmdir fyrr en fé var handbært. Þetta stóra og glæsilega hús, sem er 5600 fermetrar að rúm- máli er teiknað hjá Húsameist- ara ríkisins af Þorvaldi Þorvalds- syni arkitekt. Byggingarfélagið Brúnás Egils stöðum hefur séð um fram- kvæmd verksins. Yfirsmiður er Björgvin Hrólfsson á Egilsstöð- um. Fréttaritari Mbl. gekk með Sigurði Blöndal um þetta glæsi- lega hús, sem mun verða eitt fullkomnasta sinnar tegundar hér á landi. Við komuna út á svalir skólastjóraíbúðarinnar, er hin fegursta útsýn yfir skóginn og Lagarfljót allt til Snæfells. En vandi er þeim falinn, sem takast á hendur að stjórna slíkri stofnun og mikilsvert að vel tak- ist að móta vort framtíðargull. — Steindór. Kjötverzlun og Kjötvinnsla til leigu. — Upplýsingar i síma 19245. Yfirbyggingar Getum tekið að okkur að byggja yfir jeppa, minni fólksflutningabíla og allar gerðir f vöruflutninga- húsum. — Upplýsingar á kvöldin í síma 33494. Innritun fer fram í Miðbæjarskólanum mánudaginn 2 6. september. — 1. október kl. 5 — 7 og 8 — 9 síðdegis. Innritunargjald er kr. 250,00 fyrir bóknámsílokka, en kr. 400,00 fyrir verknámsflokka: (saumaflokka föndur, sniðteikningu og vélritun. Saumavélar og ritvélar eru til afnota í tímunum, en þær eru ekki lánaðar heim.) Kennt verður í Miðbæjarskólanum á kvöldi kl. 7,30 — 1 0,30. Námsgreinar: Foreldrafræðsla (um uppeldi barna), leik húskynning (um leiksviðstækni, leikbókmenntir o. fl.), sálarfræði (samtöl og fyrirlestrai), bókmenntakynning (aðallega nútímabókmenntir), íslenzka, 1. og 2. fl. og íslenzka fyrir útlendinga, enska (isl. og enskir kennarar, 1.—6. fl.), danska (1.—5. fl. danskur og ísl. kennari), þýzka (1. 3. fl.), franska (1. 2. fl ), spánska (1.—3. f 1., spánskur kennari), reikningur (1.—2. fl.) algebra, bókfærsla (1. 2. fl.), föndur (bast, tágar, flóki, leður, b ein, horn), kjólasaumur, barnafatasaumur, sniðteikning, vélritun. Auk þessara flokk verða endurhæfingarflokkar í skrifst ofustörfum sérstaklega íetlaðir konum eldri sem yngri og eiu þær, sem hug hefðu a þátttöku, beðnar að mæta á fundi í 1. kennslustofu Miðbæjarskólans kl. 2,30 mánu- daginn 3. október. Vinsamlega geymið þessa auglýsingu, þar eð hún kem ur ekki aftur hér í blaðinu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.