Morgunblaðið - 24.09.1966, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 24.09.1966, Blaðsíða 8
8 MORGUNBLAÐIÐ Laugardagrut 24 sept. 196« „Það er engin fátækt leng- ur til í þessu þjóðféiagi" Afmælisviðtal við Sigmund Jónsson, kaupmann á Þingeyri, áttræðan Þar sem flakiff af Hammónu, tvimastraðri skonnortunni sem eitt sinn sigldi stolt um öll heimsins höf, — og nú liggur brotin og begld rétt í fjöru- borðinu, — þar sem flakið af Hammónu ræffur skilum flóðs og fjöru, þar sem gránar í fjöll- unum á Giámu á kyrrum haust- nóttum, þar sem logniff er slíkt, að enginn spegill endurkastar betur samspili hafs, hauðurs og himins, — þar er Dýrafjörður. Og þarna á hann Sigmundur heima. Sigmundur Jónsson á 80 ára afmæii í dag. Hann hefur staffið í eldinum um rúmlega 50 ára skeið á Þingeyri, staðið uppúr dægurþrasi um langt skeið, og er nú veimetinn borgari á staðn- um. Við áttum leið framhjá á dögunum, og rétt skruppum inn á hið gestrisna heimili hans og áttum við hann viðtal um ævi hans og lífshlaup, meðan við þáðum þar góðar veitingar. Og Sigmundur hefur samtal- ið: „Já, það er rétt, ég er að verða áttræður, en hvernig veizt þú það, ókunnugur maðurinn? Þú óskar eftir samtali við mig í tilefni afmælisins. Ég ætlaði nú að leyna því í lengstu lög, en úr því að ekki er hægt að kom- ast hjá því, þá verður þetta að vera stutt og mestmegnis rabb um unglingsárin. Það stöðvar enginn tímans þunga nið. Ég er nú að fara niður í félagsstigann, sem ég raunar komst aldrei hátt í, og kominn í vörn við Elli kerlingu, og brestur orðið minni nokkuð. Ég er fæddur í Villingadal á Ingjaldssandi í Önundarfirði, sunnanvert og utan við þann fjörð. Foreldrar mínir voru Sveinfríður Sigmundsdóttir og Jón Jónsson, og er ég að ætt- erni til upprunninn á Ingjalds- sandi, en hann tilheyrir eigin- lega Mýrarhreppi í Dýrafirði. Við vorum tvíburar Guðmund- ur Mosdal og ég, og getur þú aflað þér upplýsingar um ætt- fræði í sambandi við hann, en hann er látinn fyrir nokrum ár- um. Faðir minn deyr, þegar ég er 3 mánaða gamall, og vorum við 3 systkinin þá. Þá flytzt móðir mín að Hrauni til foreldra sinna. Þaðan fer hún síðar að Sæbóli á Ingjaldssandi og giftist þar öðru sinni, Jóni Bjarnasyni. Ég var aldrei með móður minni nema lítið. Ég ólst upp á góðu heimili hjá afa mínum og ömmu, Sigmundi Sveinssyni og Þuríði Eiríksdóttur, sem lengst af bjuggu á Hrauni á Ingjaldssandi. Þar vandist ég á góða siði eða dyggðir, sem þá voru kallaðar, eins og reglusemi, nýtni og spar semi, svo að eitthvað sé nefnt. Þetta hefur haldizt við mig síð- an og sannast því á mér spak- mælið gamla: „Hvað ungur nem ur, gamall temur.“ Nú eru þessar fornu dyggðir kallaðar af flestum nízka eða tímaleysi á Vestfjörðum, en þeir um það, sem þannig mæla. Á æskuheimili mínu var allur matur skammtaður, já, þar fékk að geirnegla og smíða kistla og áhöld, sem þá voru notuð á heimilinu. Fyrstu skíðin mín voru tunnu stafir, en síðar gat ég sjálfur smíðað mér eigin skíði. Þau voru úr góðri furu. Við þau skemmti ég mér bæði vel og lengi. Fór j oft yfir heiðar og fjallvegi á i unglingsárunum, á skíðunum með broddstafinn gamla í hönd- unum til að stjórna ferðinni, og hafði gaman af. Það sem ég lærði af þessu á unglingsárunum mínum, var flest lagt niður á hilluna. Kaup- staðarferðirnar hjá okkur voru farnar til Flateyrar, oftast á bát, en stundum yfir Sandsheiði. Þá voru læknisvitjanir oft erf- iðar. Þegar ég var 15 ára fluttist ég til Flateyrar með heimilis- fólki mínu, og var nokkur ár sjómaður á Flateyri á þilskipum. Sígmundur Jónsson og frú Friða Jóhannesdóttir. til Þingeyrar árið 1910. Þetta var snjóavetur mikill, og erfið var færðin yfir Gemlufallsheiði. Við vorum eina 10 tíma að klofa snjóinn yfir heiðina, en skíðin björguðu mér eins og fyrri dag- inn. Samt var ekki gott skíða- færi. Lausamjöll, og við sukk- um mikið í. Þegar ég kom til Þingeyrar var ég með tvær hendur tómar. Átti ekkert. En þá kynntist ég öðlingsmanni, hér aðslæknirium Gunnlaugi Þor- steinssyni, en hérað hans náði yfir Dýrafjörð, Súgandafjörð og Arnarfjörð. jpsk-xxm Dýrafjörður, Spegilsléttur. Nýju hafnarmannvirkin í forsýn. hver maður sinn skammt, eins ^ og endurtók sig hérna á kreppu árunum. Askar, hornspænir og fleirí frumstæð áhöld voru þá í notkun, sem nú- tilheyra minja j söfnum. Heimilisiðnaður var þá ( mikill á heimilum, og verð ég j að gorta af því, að ég var leik- I inn orðinn í því að setja upp í vefstól, eins og kallað var, J og vefa voðir, bæði vaðmál, ein- j skeftu í vinnuklæði og svuntur og annan vefnað. Einnig óf ég gjarðir úr hrossahári. Afi minn var hagur vel. Atti hefilbekk og algengustu verk- færi. Með tilsögn hans lærði ég Verzlunar- og íbúðarhús Sigmun dar Jónssonar, eins og það litur út í dag. Einnig var ég um skeið verk- stjóri á stakksstæði. Þá var all- ur fiskur þurrkaður, og Berg'ur Rósinkransson gerði út skútur á Flateyri. Með vinnu minni á Flateyri var ég búinn að reyta saman peninga til að fara súður í Flensborgarskólann. Afi minn hjálpaði einnig upp á efnahag- inn. Ég var eitt ár í Flensborg. Hafði fengið nokkra tilsögn í heimahéraði hjá föður Einars Kristjánssonar heildsala og þeirra bræðra. Ég bjó í heima- vist í skólanum. Þá var Jón Þórarinsson, síðar fræðslumála- stjóri, skólastjóri. Ég hafði úr- valskennara, en ég nefni fáa, meðal þeirra voru Ögmundur Sigurðsson og séra Magnús Helgason. Eftir veru mína í Flensborg fór ég í Verzlunarskólann. Hann var þá til húsa í Kolasundi, og munu eldri Reýkvíkingar muna eftir því. Ég bjó inn á Lauga- vegi 79 hjá Guðmundi Jakobs- syni. Við strákarnir hlupum oft í frímínútum inn í Thomsens magasín, sem var þarna rétt hjá og einnig í Zimsens verzlun. Þá var Ólafur Eyjólfsson skóla- stjóri Verzlunarskólans. Mér líkaði vel við hann. Ágúst H. Bjarnason kenndi og við skól- ann og Sigríður Jónsdóttir og fleiri ágætis menn. Ég kom aftur heim til Flateyrar, og árin 1909 og 1910 var ég sjúklingur þar. Móðursystir mín, Jónasína Sigurðardóttir bjó á Þingeyri, en maður hennar hét Ólafur Magnússon, sem síðar fluttist til Reykjavíkur. Þau hjón buðu mér Hann lánaði mér mestan part af farareyrinum suður til Reykja víkur, og þá vorum við eigin- lega nýlega orðnir kunningjar. Ég rápaði þarna um Reykjavík og Hafnarfjörð um tíma, og fékk engin svör frá neinum. Þá hitti ég skólabróður minn, sem sagði mér frá heildsala, sem vafalaust myndi taka mér vel. hann héti Fritz Nathan, væri Gyðingur að ætterni, og sjálf- sagt kannast margir Við nafnið, því að heildverzlun Nathans og Olsens er vel þekkt um íslands- byggðir. Hann talaði dönsku og mér gekk ekki vel að skilja. Hann spurði, hvort ég ætti pen inga? Því var fljótsvarað. Þá átti ég enga. En hann bauðst þá til að lána mér vörur gegn tryggingu góðra manna. Og ég átti góða að. Séra Þórður Ól- afsson prófastur og Gunnlaug- ur Þorsteinsson héraðslæknir gengu í ábyrgð fyrir mig, og svo komu vörurnar vestur. Það var árið 1910, sem ég stofn aði verzlun mína á Þingeyri, svo að hún er núna 56 ára. Ég ! byrjaði með tvær hendur tóm- J ar, en með guðs hjálp og góðra manna, hefur þetta lánazt fram á þennan dag. Og ég gat borg- að skuldina. Og hef alltaf átt þetta láns- traust, andskota peninginn, sem ég hef átt. Ég reyndi alltaf að vera heiðarlegur og standa í skilum. Ég hefði svo sem vel getað haft þetta stærra í snið- um, eins og hjá öðrum. En af því varð ekki. Það má segja að I ég hafi lifað á lánstrausti og skilsemi alla mína tíð. í sambandi við verzlunina fékkst ég dálítið við útgerð á skútuöldinni, bæði fyrir sjálfan mig og í samvinnu við aðra. Ég kom fiskinum í þurrk hjá Proppebræðrum. Ég gerði út skútu, sem hét Lúlla og var keypt frá Patreksfirði. Verzlun mína byrjaði ég í kjallara hjá tengdaföður mín- um, í gamla pósthúsinu. 30. september árið 1911 kvænt ist ég Fríðu Jóhannesardóttur, dóttur Jóhannesar Ólafssonar, sem lengi var hreppstjóri, fædd ur og uppalinn í Haukadal, bróð ir Matthíasar, en báðir voru þeir alþingismenn. Það mætti segja, að konan og verzlunin kæmu bæði upp í fang ið á mér í einu. Maður fianar þetta beint út i þetta, í lífið og framtíðina, og svo fórum við að eignast börn. Ég var snemma skepnuvinur, og ásamt verzluninni rak ég smábúskap lengi vel. Atti þeg- ar bezt lét 25 kindur, kú og einn hest. Ég hirti alltaf sjálfur um mínar skepnur. Það var árið 1934, sem ég kom með fyrsta vörubílinn hing að í plássið, og tveim árum síð- ar fyrsta fólksbílinn. Vörubíll- inn var gamli Ford, eins og hálfs . tonn að stærð. Árgerð- in var 1932 og bíllinn sá er enn við lýði á Flateyri. Magnús Am- lín, sem hjá mér vann í 20 ár, var bílstjóri. Þessi bílkostur bætti mikið úr flutningaþörfinni hér, þótt veg- ir væru lélegir hér um slóðir. Fyrir utan Magnús, ók Bjarni Jónsson hjá Fossberg þessum bílum. Ég hef haft fáa starfs- menn, en góða, og hefur það verið gæfa mín. Á þessum árum rak ég einnig ferjubát á Dýrafirði í sambandi við bílana og aðra flutninga. Við hjónin eignuðumst 7 börn en tvö dóu í æsku. Þau sem lifa eru þessi: Ingibjörg, gift Eðvarð Proppé, Þórður, sem hjá mér vinnur, kvæntur Hönnu Proppé, Camilla, gift Matthíasi Guð- mundssyni vélsmið hér, Hulda, gift Árna Stefánssyni hreppstj. og oddvita hér og Haraldur, sem vinnur hjá Olíuverzlun íslands, kvæntur Halldóru Þorláksdótt- ur frá Bakkafirði. Ég tel mig hafa verið skvldu- rækinn í starfi og aldrei verið „klukkugægir.'* Ég hefi verið gleðinnar og gæfunnar barn, þótt stundum hafi syrt í á.'inn.' Ég hef verið kirkjurækinn ailt mitt líf. Fyrr á árum stundaði ég íþróttir af kappi. Úr því þú spyrð mig, um að- búnað gamla fólksins í landinu get ég svarað því einu til, að það er vel gert við gamla fólk- ið í landinu. Og okkar stjórh hefur staðið sig vel. Og það er alveg sama, hvernig andstæðing arnir láta, hún á allt gott skii- ið. Ég hef nú verið henni fylgjandi alla mína tíð, og mer dettur ekki einu sinni í hug að fara „hina leiðina“, enda er þá tæpast um skíðafæri að ræoa.; Mér finnst þessi stjórn hafa gert, flesta hluti vel, og menn verða að unna henni þess sannmælis. Jú, ég hef auðvitað komizt í það, að verða falin trúnaðar- störf fyrir sveit mína. Bæði hef ég verið endurskoðandi íyrir sparisjóðinn og kaupfélagið rramhald á bls. 25

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.