Morgunblaðið - 24.09.1966, Blaðsíða 19
ILaugardagur 24. sept. 1966
MORGUNBLADIÐ
19
Páll Erlendsson, organ-
isti, Siglufirði — Minning
Jón Sigfússon, sím-
stöðvarstjóri, Minning
PÁL.L Erlendsson, organleikari,
lézt 17. sept. sl. í Sjúkrahúsi
Siglufjarðar og verður jarðsung-
inn í dag frá Siglufjarðarkirkju,
en við þá kirkju hafði hann ver-
ið organleikari í tvo áratugi.
Með honum er horfinn á braut
merkur borgari og góður dreng-
ur, sem Siglfirðingar munu lengi
minnast með þakklæti og virð-
ingu.
Páll var fæddur á Sauðárkróki
30. sept. 1889 og voru foreldrar
hans þau hjónin Erlehdur Páis-
son, bónda að Hofi í Hjaltadal.
Erlendssonar og Gúðbjörg Staf-
ánsdóttir, bónda á Fjöllum í
Kelduhverfi, N.-Þing. Ólafsson-
ar. Erlendur, faðir Páls, var bók-
haldari á Sauðárkróki. en síðar
verzlunarstjóri við Grafarós, áð-
ur en verzlunin fluttist til Hofs-
óss.
Páll gekk ungur í Lærða skól-
ann í Reykjavík og stundaði þa-
nam á árunum 1904—1908, en
hvarf frá námi í 4. bekk og gerð-
ist þá verzlunarmaður hjá verzl-
uninni við Grafarós.
En síðar hóf hann búskap að
Þrastarstöðum á Höfðaströnd, og
bjó þar á árunum 1916—40, en
þá fluttist hann alfarinn með
fjölskyldu sína til Siglufjarðar.
Meðan Páll átti heima í Hofs-
hreppi voru honum falin marg-
vísleg trúnaðarstörf í þágu sveit-
arinnar og tók mjög virkan þátt
í félagslífi hreppsbúa og sýslu.
Hann var í stjórn búnaðarfé-
lags hreppsins og hafði oft for-
mennsku á hendi, var í skóla-
nefnd og um skeið kennari við
unglingaskóla á Hofsósi.
f safnaðarmálum tók hann
mjög virkan þátt, v<r formaður
sóknarnefndar í fjölda ára og
organleikári í tvo áratugi.
Þá stjórnaði hann karlakórn-
um „Þröstum“ í yfir tuttugu ár
og verður það að teljast brek-
vuki að halda uppi karlakór i
fámennri byggð svo langan tíma.
Þá stjórnaði hann oft söng við
hátíðleg tækifæri í Skagafirði,
ekki sízt á Hólum í Hjaltadal,
þegar kirkjulegar hátíðir voru
haldnar þar. Munu margir t.d.
minnast þess, er hann æfði og
stjórnaði söng á Hólum við bisk-
upsvígslu sr. Friðriks J. Rafnars,
árið 1937, og svo fór, að þegar
Páll flutti úr héraðinu þurfti jafn
an að fá söngkrafta lengra að.
Eftir a‘ð Páll fluttist til Siglu-
fjarðar gerðist hann skrifstofu-
maður og stundaði einnig söng-
kennslu við skólana þar, en gerð-
ist síðan organleikari við Siglu-
fjarðarkirkju og því starfi gegndi
hann í rúma tvo áratugi, og
rækti það sem annað af sinni
alkunnu skyldurækni og trú-
mennsku. Hélt hann uppi merki
fyrirrennara sinna í söngmennt
og hljóp oft í skarðið og æfði
karlakórinn „Visi“, þegar söng-
stjóra vantaði eða æfði söng fyr-
ir félagasamtök, þegar hátíðieg
tækifæri stóðu fyrir dyrum.
Allt voru þetta þættir í merki-
legu, en tímafreku menningar-
starfi, þótt lítið bæri hann úr
býtum fyrir þessi störf. Ég held
að Páli hafi ekki verið sýnt um
að meta störf sínu til fjár, hvorki
þessi né önnur.
Einar Jóhannesson
skipstf. — Minning
Lít ég stór í lífið skörð
lengist á milli vina. . . .
ÞESSI orð komu mér i hug er
mér barst andlátsfrétt þessa á-
gætismanns. Ég fann strax að
mikið var misst úr góðum vina-
hópi og svo mun öðrum hafa
farið. Það fer ekki milli mála
að sæti hans verður vandfyllt.
Okkur finnst þetta nokkuð fljótt
því aðall hans, lífsfjörið, gleðin
og góðvildin var í svo ríkum
mæli í eigu Einars að það hlaut
að endast honum ótakmarkað.
Við ályktum, en það er annar
sem ræður og við trúum því að
allt sé þar vel ráðið. Með það í
huga er léttara að sætta sig við
orðinn hlut. Meirihluti lífsstarfs
Einars var bundið við sjóinn og
eiginlega allt hans líf, því eftir
að hann fór í land var hann með
allan hugann við bátana, afla-
brögð þeirra og viðgang. Hann
bjó síðustu árin út í hendur sæ-
faranna og vildi að allt yrði
sem traustast best og vandaðast.
Hann vissi hvað kom sér bezt í
sæförum. öllum góðum málum
lagði hann lið. Þeir voru ekki
margir sunnudagarnir ef hann
var í landi að þau hjón færu
ekki til kirkju og mörg und-
anfarin ár var hann meðhjálpari
í kirkjunni og lét sér mjög annt
um að allar helgiathafnir færu
fram í réttum anda. í samtökum
sjómanna var hann frá stofnun
þeirra og var hann af þeim sam-
tökum heiðraður fyrir farsæl
störf á sjónum á löngum skip-
stjóraferli. Einar Jóhannesson
var fæddur að Ási við Stykkis-
hólm 8. jan. 1893 sonur hjón-
anna Guðbjargar Jónsdóttur og
Jóhannesar Einarssonar. Var
hann elztur 13 systkina og varð
hann því snemma að beita allri
orku til hjálpar foreldrum sín-
um í erfiðu brauðstriti. 10 ára
gamall fór hann að stunda sjó-
inn og 13 ára gamall gat hann
fest kaup á húsi fyrir foreldra
sína og systkini í Stykkishólmi.
Árið 1918 lauk hann skipstjóra-
prófi. 30. okt 1920 giftist liann
eftirlifandi konu sinni Lovísu
Ólafsdóttur og eiga þau ema
dóttur uppkomna. Einnig óiu
þau upp fósturson frá 2 ára
aldri.
Það var bjart yfir ferli Hlinars
Jóhannessonar. Hann átti fjölda
vina sem allir sakna hans og
lífshamingja hans var mikil, kon
an börnin og heimilið allt skip-
aði þetta svo stóran sess í lífi
hans að hann fékk aldrei full-
þakkað. En hann var líka sann-
ur og góður heimilisfaðir það
fór ekki milli mála.
f dag kveðjum við Stykkis-
hólmsbúar góðan vin sem verður
okkur ógleymanlegur. Um leið
blessum við kærleiksríkar og
fagrar minningar, biðjum honum
blessunnar á landi hinna lifenda
og sendum ástvinum hans inni-
legar samúðarkveðjur.
Á. H.
Páll Erlendsson var greindur
maður, fróður og vel ritfær. Um
skeið annaðist hann útgáfu
vikublaðsins „Siglfirðings“,
blaðs Sjálfstæðismanna. Skrifaði
hann mikið í blaðið og ekki sízt
margar fróðlegar greinar um
ættfræði og persónusögu.
Páll kvæntist 16 ágúst 1916
Hólmfríði Röngvaldsdóttur frá
Unadal, hinni ágætustu konu, er
lifir hann, ásamt fjörum börnum
þeirra: Guðbjörgu, húsfreyju í
Reykjavík, Erlendi, bæjarfógeta-
fulltrúa í Hafnarfirði, Jóni Ragn
ari bankastjóra á Sauðárkróki og
Guðrúnu, handavinnukennara off
húsfreyju í Reykjavík.
Páll Erlendsson var að eðlis-
fari hlédrægur maður, sem ekki
lét mikið yfir sér, skyldurækinn,
glaður og góður samstarfsmaður
og hvers manns hugljúfi.
Siglufjörður er stórum fátæk-
ari, eftir að hann er horfinn, en
minningin geymist um góðan
dreng og um menningarstarf,
sem hann vann þar um rúman
aldarfi'.ðung.
Óskar J. Þorláksson.
Teygir ei dauðinn tíma vorn
þá tíð er burt að halda.
Það eru á oss álög forn
allir skuld þá gjalda.
Mér varð hugsað til þessa er-
indis er ég frétti lát Jóns Sig-
fússonar. Ég átti þó bágt með að
viðurkenna að væri staðreynd.
Það var svo stutt frá síðasta
sam'tali okkar, þar sem grunn-
gröfturinn að fyrirhuguðu íbúð-
arhúsi hans var ákveðinn í Egils-
staðakauptúni, framtiðarheim-
ilinu sem þó varð aldrei til. Hann
hneig mitt í starfi, fullur áhuga
og með lítt skert starfsþrek,
eftir útliti að dæma, tæplega 56
ára gamall.
Jón varð bráðkvaddur að
kvöldi þess 9. ágúst, var jarð-
sunginn að Eiðum 17. ágúst, að
viðstöddu miklu fjölmenni.
Jón Þorbergur Sigfússon
fæddur að Ási í Fellahreppi 10.
okt. 1910.
Foreldrar hans voru hjónin
Valgerður Jónsdóttir, f. 17. febr-
úar 1874, d. 13. júlí 1950, bónda
að Viðastöðum í Hjaltastaða-
þinghá, Magnússonar frá Brúna-
vík í Borgafirði og Sigfús, síðar
bóndi í Ásseli, f. 16. apríl 1883,
d. 7. ágúst-1944 Einarssonar, síð-
ast bónda á Borg í Skriðdal, d.
1887 Ólafssonar, Oddssonar frá
Skeggjastöðum í Fellum.
Árið 1920 missti faðir hans
heilsuna um stundarsakir. Fór
Jón þá £ fóstur til Sigríðar
Brynjólfsdóttur og Eiríks Pét-
urssonar í Egilssel, sem reyndust
honum sannir foreldrar. Frá því
var það hans æskuheimili, sem
hann mat mikils alla ævi.
Jón var glæsimenni í sjón
höfðingi í lund, gáfaður og hag-
mæltur vel, bar með sér áhrif
frá æskuheimilinu, skylduræk
inn og umhyggjusamur við menn
og málleysingja, góður eiginmað-
ur og heimilisfaðir.
Jón var nemandi Eiðaskóla
frá 1929 til 1931. Eftir það var
hann vetrarmaður á tíðum hjá
Páli Hermannssyni, alþingis
manni, sem þá bjó þar, en 1934
IMotaðir bílar
Höfum nokkra vel með farna bila til sýnis og sölu
já okkur.
Rambler
Vauxhall Velox
Galaxie 500
Cortina
Bronco
Commer
750-
Prinz
Falcon
aig.
Sendibíll
1000 kg.
1963
1963
1963
1966
1966
1964
1962
1965
Tækifæri til þess að gera góð bilakaup. Hagstæð
greiðslukjör. Bílaskipti koma til greina.
FORD-umboðið
Laugavegi 105, Revkjavík
Símar 22466 — 22470.
Til sölu
tveir rennibekkir, hefill, Argo suðutæki, borvélar,
rafsuðuvélar, bandsög, vals og fhiri verkfæri til-
heyrandi smiðjunni að Laugavegi 71. Uppl.- í smiðj-
unni laugardag og sunnudag milli kl. 1—5.
íbuð óskast
Ung hjón sem bæði vinna úti óska eftir
2—3 herb. íbúð sem fyrst, Fyrirfram-
greiðsla ef óskað er.
Upplýsingar í síma 18451.
kvæntist hann eftirlifandi konu
sinni Sigurlaugu Jónsdóttur frá
Marbæli í Skagafirði og dvöldu
þau ár heima í Egilsseli.
Búskap hófu þau hjón á hálfri
jörðinni Hjartarstöðum í Eiða-
hreppi vorið 1935 og voru þar
tvö ár, en fluttust þá að Fram-
nesi við Reyðarfjörð. Þaðan
stundaði Jén svo daglaunavinnu
Reyðarfirði um tveggja ára
skeið.
Vorið 1939 fá þau hjón ábúð á
innsta bæ í Eiðahreppi, Dalhús-
um, sem þá var búinn að stancia
eyði í nokkur ár. Jörð sú vur
bæði engjalítil og erfið fjár-
geymsla, mannfrek, sem kallað
var, ekki hentug einyrkja bónda,
nema þeim sem hraustir eru og
ekki telja eftir sér sporin.
Hjónin voru bæði samhent og
kjarkmikil, svo þau bjuggu þar
var blómabúi við góðan efnahag. Hjá
þeim dvaldi Sigfús, faðir Jóns,
sín síðustu ár og varð þar bráð-
kvaddur að mig minnir.
Eiðabú taka þau hjón svo vor-
ið 1945, og reka það og auka,
svo það verður stórbú miðað við
aðstæður, til vorsins 1956. Þá
urðu þau að hætta búskap. Þá
var orðið erfitt með fólkshald
og einnig þoldi Jón ekki erfiðis-
vinnu vegna meiðsla í baki. Auk
búskaparins hafði Jón þjónustu
pósts og síma frá 1946 til ævi-
loka.
Mér fannst Jón ekki njóta sín
sem bóndi á tíðum. Hann var í
eðli sínu framgjarn dugnaðar-
maður og ósérhlífinn. Einhverjar
hömlur virtust þjaka hann, sér-
staklega viðvikjandi túni og tún-
rækt. Á hann hlóðust líka svo
mörg trúnaðarstörf, sem varð að
sinna í hjáverkum. Þau leysti
hann að ég held vel af hendi, pó
ég fylgdist ekki með þeim öll-
um, en maðurinn var þannig
gerður, að hann vildi ekki vita
af hálfgerðu verki.
í stjórn Ræktunarsambands
Austur-Héraðs var hann frá
1949 til 1964 og ritari þessi árin,
eða fimmtán ár samstarfsmaður
minn þar og formaður Búnaðar-
félags Eiðahrepps lengst af þeim
tíma.
Það kom því í hans hlut að
deila við mig, því sú kvöð fylgdi
formanni búnaðarfélagsins að
sjá um greiðslur á jarðvinnslu
félagsmanna. Það var oft erfitt
á þessum árum að synda á milli
skyldunnar við bændur hrepps-
ins og trúmennsku stjórnar-
nefndármannsins við Ræktunar-
sambandið.
Hjá deilum við mig varð ekki
komist oft, en þar sem oftar
sýndi Jón málstaðnum fyllsta
skilning og góðvilja. í mínum
augum óx Jón við nánara sam-
starf, greiðviknin gat þó gengið
úr hófi fram, en það kom af
því einu að hann gat ekki neit-
að hvernig sem á stóð.
Þau hjón eignuðust þrjú börn:
Ástu, gifta Jónasi Magnússyni,
Uppsölum, Eiðahreppi. Valgerði
gifta Kristjáni Davíðssyni, verzl-
unarmanni á Akureyri og Rík-
harð, er þau misstu sex ára
gamlan með sviplegum hætti.
Varð sonarmissirinn allri fjöl-
skyldunni sár og langvarandi.
Nú þegar ég lit yfir farinn
veg, minnist ég höfðingsskapar
þíns, er þú árið 1954 bauðst að
hafa aðalfund Ræktunarsam-
bandsins á kostnað ykkar hjóna,
drengskaparins sem þú sýndir
mér í hörðum deilum, og sam-
ábyrgðina með mér á erfiðum
tímum Ræktunarsambandsins.
Um leið og ég þakka þér liðn-
ar samverustundir af heilum
huga, vona ég að þér farnist vel
á þeirri leið, sem þú ert nú ný-
lagður út á. Þú sást lengra en
fjöldinn, þess vegna ertu betur
undir breytinguna búinn. Ást-
vinum þínum votta ég samúð
mína.
Farðu vel vinur minn og sam-
starfsmaður.
Geitdal, 28 ágúst 1966.
Snæbjörn Jónsson.