Morgunblaðið - 24.09.1966, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 24.09.1966, Blaðsíða 4
4 MORGU N BLAÐIÐ L'augardagur 24 sept. 1966 BÍLALEIGAN FERÐ Daggjald kr. 400. Kr. 3,50 per km. SÍMI 34406 SENDUM BILA LEIGA IMAGIMÚSAR SKIPHOtTI 21 SÍMAR 21190 eftir loltun slmi 40381 \^>siMI 1-44-44 \emfioir Hverfisgötu 103. Sími eftir lokun 31160. LITLA bílaleigan Ingólfsstraeti 11. Volkáwagen 1200 og 1300. Bifreiðaleigan Vegferð SÍMI - 23900 BÍLALEIGAN VAKUR Sundiaugaveg 12. Sími 35135. BO SC H Háspennukefl• 6 volt. XZ voit. Brœðurnir Ormsson Lágmiiia 9. — Sinu 3B820. með þessa, Kinks hliómleika. Er það ekki uppspuni emn aS þeir séu með hálsbólgu? Mið- inn kostaði kr. 250.30. Koma þeir nokkurn tíma? Kær kveðja, P. J.“ ÍT Hver fékk raugar ljósmyndir? Velvakanda hefur borizt bréf frá lesanda, sem nefnir sig A.J. og býr utan Reykjavíkur. Segir þar frá sumarferð og mynda- tökum á Suðurlandsundirlend- inu — og loks frá því, að við- komandi hefði farið með fjórar filmur til framköllunar í Geva- foto. Myndirnar hefði átt að senda í póstkröfu um hæl. En síðan væru liðnir tveir mánuð- ir — og þrátt fyrir ítrekaðar símahringingar til Gevafoto hefðu myndirnar ekki borizt sér. Velvakandi hringdi til Gevafoto og gaf fyrirtækinu kost á að svara A.J. hér í dálk- unum — og fer svarið hér á eftir: „Velvakandi var svo vinsam- legur að gefa oss kost á að svara bréfi A.J. strax í blað- inu í dag og færum v£r hon- um okkar beztu þakkir. Viðskiptavinur vor hefir í þessu leiða máli algjörlega rétt fyrir sér og biðjum vér hann velvirðingar. Tjón það, er vér höfum valdið honum er eflaust óbætanlegt. En því miður get- ur komið fyrir að ein og ein filma eða númer af nokkrum tugum þúsunda filma er vér fáum til framköllunar árlega geti misfarizt er hún fer í gegnum framköllunina, en það kemur sem betur fer örsjald- an fyrir. Mistök koma fyrir í öllum atvinnugreinum, eins og t.d. þegar póstmaðurinn, sem ber út bréfin í götunni þinni les- andi góður setur bréfið, sem þú hefir beðið lengi eftir í húsið númer 17 í stað hússins þíns; sem er númer 19. En húsráðandinn í númer 17 er kærulaus og hirðir ekki um að koma bréfinu þínu til skila. Getum vér ekki annað -en vonað A.J., að núverandi hand- hafi myndanna þinna verði skilvísari en húsráðandinn í númer 17 og endursendi oss myndirnar þínar svo vér get- um komið þeim til skila. Gevafótó h.f.“ í umferðinni Farþegi í strætisvagni skrifar: „Kvöld eitt fyrir nokkrum dögum kl. 21:30) var ég far- þegi í Sólvalla—Gunnarsbraut“ vagninum, sem þá lagði af stað í áætlunarferð um vesturbæ- inn. Rétt um sama leyti kom lítil bifreið inn í Austurstræti á allmikilli ferð. Fór hún fram fyrir vagninn en hægði síðan ferðina mjög mikið. Strætisvagn inn gerði þá tilraun til þess að aka framhjá vagninum, en þá herti hann ferðina aftur. Hafði hann svo sama háttinn á, ók löturhægt og hélt vagn- inum fyrir aftan sig. Þessum ljóta leik hélt stjórnandi litlu bifreiðarinnar allt þar til að hann beygði inn í Kirkjustræti. Sólvallavagninn tafðist af þess- um sökum allmikið, auk þess olli þessi Ijóti leikur allmiklum umferðartruflunum . í Austur- stræti. D“. ^ Hættulegur leikur Leikurinn er ljótur, víst er það. Slíkir ökumenn eiga að fá ærlega ráðningu, því hegðun þeirra getur haft alvarlegar af- leiðingar auk þess sem hún er ökumanninum til mikillar van- sæmdar. Menn, sem hegða sér þannig, gætu tafið sjúkrabif- reiðir, eða slökkvilið auk þess sem þeir tefja auðvitað aðra vegfarendur, sem oft þurfa að hraða för sinni þótt lífið liggi ekki beinlínis við. I þessu sambandi er ennfrem- ur rétt að benda ökumönnum á það, að stórhættulegt er að stöðva bifreið fyrirvaralaust á greiðförnum götum svo sem Miklubraut og Hringbraut. Kunningi minn varð fyrir því nýlega að ekið var aftan á hann og bifreið hans stór- skemmd — einmitt vegna eins slíks, sem tók ekkert tillit til aðstæðna — heldur stanzaði skyndilega á Miklubraut til þess að hleypa út farþega. Um- ræddur kunningi ók næstur á eftir — og gat naumlega stöðv- að sína bifreið og komizt hjá að aka aftan á bifreið hins ó- gætna ökumanns. En sá, sem kom næstur á eftir, var ekki jafnviðbragðsfljótur — og því fór sem fór. Hreinasti óþarfi er fyrir öku- menn að stanza á miðri Miklu- braut til þess að taka eða skilja farþega eftir. Þeir geta ekið út cif brautinni þar sem strætisvagnarnir hafa viðkomu og hleypti farþegum sínum út þar án allrar hættu. Þegar þeir stanza hins vegar úti á miðri brautinni stofna þeir sjálfum sér og farþeganum, sem fer úr bifreiðinni, í lífsháska svo og öðrum, sem um brautina aka. Ég vil líka nota tækifærið til þess að senda strætisvagnastjór um stutta kveðju — og ég hef reyndar gert það oft áður. Hegð un þeirra í umferðinni er oft fyrir neðan allar hellur. Ekki sízt þegar þeir aka af útskot- unum (viðkomustöðunum) út í umferðina. Margir taka ekk- ert tillit til umferðarinnar, gefa aðeins stefnuljós og ana síðan áfram — að því er virðist í trausti þess, að ökumenn óttist strætisvagnana og gefi þeim frekar réttinn en að eiga á hættu að strætisvagninn mali þá undir sig. Þessir vagnar eru engin smáferlíki. Fólk þarf að varast margt í umferðinni — þar á meðal strætisvagnana. ^ Kolalaus borg Kona nokkur hringdi hingað á dögunum og kvartaði sáran yfir því, að borgin væri kola- laus. „Öll kolasala hefur lagzt niður í borginni, hvergi er hægt að fá kol — en ýmsir nota þó enn kol til uppnitunar, bæði í útjaðri borgarinnar — og svo í sumarbústöðum og öðr um húsum hér í nágrenninu. Til þess að fá kol verður foik að fara upp í Borgarnes. Hvernig stendur á þessu, Vill enginn sinna okkur kolanovend um lengur?" spurði konan. Það er af sem áður var. Ef emhver lesandi veit af kolum hér í ná- grenninu, þá væri Velvakanda kært að koma upplýsingum þar að lútandi til þeirra, sem sitja í kuldanum. Var það gabb? „Kæri velvakandi Lesandi skrifar: Er það sannleikur að það sé verið að gabba unga fólkið Velvakandi getur því miður ekki svarað þessari spurningu. En eftir að hafa he.yrt í þenn. nokkrum sinnum í útvarpinu hefur hann sannfærzt um, að eitthvað sé bogið við þá. Hvorfc það er hálsbólga eða eitthvað annað — það veit haun ekki. BridgeféKag kvenna Vetrarstarfsemin hefst með einmenningskeppni mánud. 26. sept. kl. 8 í Lindarbpe (uppi). Allar konur sem áhuga hafa fyrir bridge eru velkomnar. Innritun fyrir næstu helgi hjá Ásgerði Einarsdóttur sími 14979, Elínu Jónsdóttur sími 34356 og Rósu ívars sími 14213. ALÚMÍN PROFILAR * SLETTAR & BÁRADAR PLÖTUR SKyffiLŒl REYKJAVÍK LAUGAVEGI178 SÍMI 38000

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.