Morgunblaðið - 24.09.1966, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 24.09.1966, Blaðsíða 15
fcaugardagur 24. sept. 1989 MORGU N BLAÐIÐ 15 Stórkostleg skemmti- gjafa- og kynningarsýning verður að Hótel Sögu sunnudaginn 25. sept. kl. 8V2. Kynnt verður nýjasta nýtt í snyrtivöru og alls konar gjafavöru. Margar og fjölbreyttar gjafir fyrir gestina, bæði í snyrtivörunni FLOR-I-IVIAR og gjafavöru. GÓÐ SKEMMTIATRIÐI: NÝR ÓVENJU EFNILEGUR SÖNGVARI OG JO SÖNGFÉLAGAR SKEMMTA. UNDIRLEIK ANNAST SIG- URÐUR ÍSÓLFSSON OG CARL BILLICH. —AÐGÖNGUMIÐASALA AÐ IIÓTEL SÖGU LAUGARDAG OG SUNNUDAG KL. 4—7. DANSAÐ TIL KL. 1. — GÓÐA SKEMMTUN. — Nokkur orb Framhald af bls. 17. J>ær. Nú eru tízkustefnur ekkert nýtt fyrirbrigði. Þær fara yfir löndin eins og logi yfir akur, og þótt ekkert mætti annað um þær segja gott, þá verður því þó ekKi aieitað, að þær eiu stundum skemmtileg tilbreyting í andlega daufu þjóðfélagi, auk þess sem þær verða til þess að afhjúna ýmsa kynlega kvisti, svo sem sái- könnunin hér fyrrum. Mest áber- andi tízkustefna auk bítlatízk- unnar, eru hinir svonefndu „reiðu ungu menn“ bókmenntanna, sem getið hefur verið um í blöðum og tímaritum. Flest eru þetta rit- höfundar. Þeir ná ekki upp í nef ið á sér fyrir ofsareiði. Og reiði þeirra er þeirrar undarlegu nátt- úru, að hún beinist einna heizt að þeim aðilum, sem þeir eiga mest gott upp að unna. En samt skyldi enginn kippa sér upp við slíkt, eða vera með smáborgara- lega vandlætingu yfir skorti á goðu uppeldi, og vanþakklæti. Sahnleikurinn er nefnilega sá, að þessi ofsareiði er ekkert ann- að en gervivonzka, uppgerð. Væri hér um að ræða þjóðfélags- legan umbótaáhuga, myndi ádeil an í verkum þeirra vera allt ann ars eðlis. Eftir skáldskap margra þeirra að dæma, vi'ðurkenna þeir trauðlega þjóðfélagið umhveríis sig. Það, sem þeir túlka oftasc. er mjög persónulegt og kemur eiginlega ekki öðrum við. Það er orsök þess, að flest hin stórkost- lega auglýstu „ádeiluverk", sem íslenzkum lesendum hafa verið boðin undanfarin ár, hafa orðið gersamlega áhrifalaus. Hin þrönga eigingirni og hemjula'jst sjálfsálit hentar aldrei í góðum skáldverkum. Og það, sem fyrst og fremst skortir í verkum þess- ara skálda, ei kímnin. En að sjálfsögðu á ofsareiður maður aetíð erfitt með að skynja svo mannlegt viðhorf! Hér hefur nú verið fjallað um þá tvo gagnrýnendur, sem mest hafa látið að sér kveða í blöðun um. Vera má að mönnum finnist full hart tekið á ávirðingum þeirra og kostirnir fremur látnir liggja í láginni. Ég myndi held- ur ekki hafa setzt niður við að pára þessar línur, ef spámenn hins nýja tíma hefðu ekki fundið upp á því að álpast út fyrir land- steina með hið alkunna mat sitt á íslenzkum rithöfundum. Hér heima er hamagangur þeirra að- eins broslegur og enginn firttst við barnalegar fullyrðingar þeirra, en útlendinga, sem ekkert þekkja til, er hægara að blekkja enda leikurinn til þess gerður íslenzkir lesendur hafa víst ekKi ennþá öðlazt þann þroska að skynja, að þeir Ó. J. og S. A. M. væru þeim nauðsynlegir leið- beinendur og forsjón í bók- menntaefnum. En svo kemur annað til. Allur þorri íslendinga er nefnilega þrjóskulega frjáls- lyndur og er fremur tregur t.i! fylgis við afturhald, hverju nafni sem það nefnist, en stefnur þær, sem nefndir gagnrýnendur a'ðhyllast aðallega, eru i rauninni eitthvert rammasta afturhaid, sem fram hefur komið hér á landi um langt skeið. Óhófleg dýrkun forms eða formleysis á kostnað efnis. hvort heldur er í skáldritun eða öðrum listgrem- um, hlýtur ævinlega að enda í dogmatík og óhjákvæmilegri fastheldni við klíkubundnar kennisetningar. Eins og lesendur greinarkorns þessa munu hafa séð, þá hefur aðeins verið fjallað um bók- menntaskrtf og gagnrýni þeirra Ó. J. og S. A. M., enda ekki ann- að til umræðu á þessum vett- vangi. En þess skal að lokum getið, að þeir hafa báðir fengizt vi'ð skáldskap — einnig Ólafur Jónsson, þótt það sé ef til vúl ekki mjög kunnugt almenningi. Ég hika ekki við að staðhæfa, að þeir hefðu skilað „bitastæðum“ skáldritum ,ef þeir hefðu lagt áherzlu á að skapa sjálfir, í stað þess að elta uppi ritverk ann- arra. Þeir hafa báðir sýnt hæfi- leika, og er leiðinlegt að þeir hafa látið undir höfuð leggjas* að leggja eitthvað af mörkum á því sviði. En kannske á það eftir að koma í IjóS, þegar þeim er runnin „reiðin“. Að endingu þetta: Mér finnst engan veginn órétt- látt að ætlast til þess af hinum afkastamiklu bókmenntafræðing um, að þeir geti skilið svo ein- faldan hlut sem þann, að rithoí- undakynslóðin á undan þeim — þótt seinþreytt sé til vandræði — láti ekki leiða sig mótmæla- laust sem lamb til slátrunar á er lendum vettvangi eða vera sviv- irt í riti, sem áreiðanlega er æd- að áð flytja óhlutdræga fræðsiu um þá hluti, sem hér hafa gerzt Til þess að vekja athygli á pví eru þessar línur ritaðar. Vonar 'höf. að aðstandendur Nordisft Tidsskrift fylgist betur með því sem ritið flytur aLþessu tagi i framtíðinni. En hvað snertir bók menntafræðingana tvo, hefur ekkert verið sagt annað en það sem allir vita, að dómaraskikk)- an fer þeim illa, og það er eng- inn löstur á manni, þótt hæím til svo virðulegs embættis sé ekki fyrir hendi í fari hans. Á pað hefur áðeins verið bent hér vegna illrar nauðsynjar og að gefnu tilefni. Jón Björnsson. ATHUGIB Þegar miðað er við útbreiðslu. er langtum ódýrara að auglysa í Morgunblaðinu en öðrum blöðum. Hús í Hveragerði Til sölu er einbýlishús í Hveragerði. Uppl. í síma 122 Hveragerði eftir kl. 8,30 á kvöldin. Photokina — Köln íslendingum sem staddir eru á Photokinu í Köln dagana 1.—9. okt. næstk. er boðið að skoða Agfa- Gevaert verksmiðjurnar mánudaginn 3. okt. Til verksmiðjann er aðeins 20 mín. keyrsla frá sýn- ingarsvæðinu. Mætt verður á Agfa-sýningarsvæð- inu kl. 11.45 f.h. Sameiginlegur hádegisverður á Reihn-Terrassen i boði Agfa-Ge vaert. Nánari upplýsingar. Lönd & Leiðir Aðalstræti 8 — Símar 20800 og 24313. A PRODUCT OF^THE parker PEN COMPANY-MAKERS of the world s most wanted pens PARKER „45“ skólapenninn er sterkur penni, sem þolir álag ungra eigenda. PARKER er ávallt fremstur, gerir skrift yðar hreinlegri og áferðar- fallegri. PARKER „45“ skólapenmnn er traustur fylginautur í skólanum. PARKER „45“ skólapenninn er sérstaklega smðmn fyrir skólafólkið. Hann er mjög hreinlegur í notkun — Þér skiptið aðeins um blekhylki og hann er reiöu- búinn til að skrifa næstu 10000 orðin. Blekhylkin fást í uppáhalds bleklit yðar. PARKER „45“ gerir skriftina ánægjulega fyrir skólafólk á öllum aiari. PARKER „45“ Student kr. 160.00 PARKER „45“ Junior kr. 218.00 PARKER „45“ Standard kr. 331.00 I SKOLANN MEÐ Parker 45

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.