Morgunblaðið - 24.09.1966, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 24.09.1966, Blaðsíða 17
Liaugardaitur 24. sept. 1966 MORGUUBi AOIÐ Vf Nokkur orð um kynningu ísl. bókmennta á Norðurlöndum Eflir Jón Björnsson, o’ithöfund LANDKYNNING er hverri þjóð xiauðsynleg, ekki sízt nú á tím- um, þegar samskipti þjóðanna eru orðin svo náin sem raun ber vitni. En til þess að landkynn- ing komi að gagni, verður hún að vera góð, og þeir menn sem fyrir henni standa, verða að vera kunnugir efninu og hafa á valdi sínu að rita þannig um það, að eftir því sé tekið. Sama er að segja um kynningu á þjóðinni, sögu hennar og bókmenntum. En þar er meiri vandi á ferðum. Auk þekkingar á efninu verður sá sem tekur slíka kynningu að sér, að vera algerlega laus við hlutdrægni og heimatrúboðsmót- að fylgi við stefnur. Útlending- ar, sem á annað borð hafa löng- un til að fylgjast með í því sem gerist í íslenzkum bókmenntum, hafa ekki hinn minnsta áhuga á að heyra um þetta eilífa karn um stefnur í bókmenntum og listum. Þeir vilja kynnast því sem er að gerast, vilja fá hlut- drægnislausar upplýsingar um bækur og höfunda og stöðu þeirra í þjóðfélaginu. Og sízt af öllu kæra þeir sig um að fá efnið matreitt samkvæmt uppskrift einhvers „isma“. Það væri eitt- hvað svipað og ef einhver tæki sér fyrir hendur að semja lýs- ingu af landinu fyrir útlendinga, en sleppti að nefna t.d. Mýr- dalsjökul af því honum fyndist hann lágkúrulegri en granni hans, Eyjafjallajökull. Já, þetta kann nú að virðast fjarstæðu- kennd fullyrðing, því að svona myndi enginn heiðarlegur höf- undur hegða sér. Það er að vísu rétt, þegar um landkynningu er að ræða, en þegar til bóæmennta kynningar kemur, verður annað uppi á teningnum. Þá hika menn ekki við að snúa við staðreynd- um í samræmi við dæmi það, sem tilfært var hér að ofan. Það er því miður algengt, að þeir, sem finna hvöt hjá sér til að kynna íslenzkar samtímabók- menntir fyrir útlendingum, hafa flestir fallið fyrir þeirri freist- ingu að hagræða staðreyndum eftir geðþótta og til framgangs þeim stefnum, sem þeir fylgja. Þeir gera lítið úr eða þegja jafn- vel yfir því sem ekki fellur í þeirra kram, en hefja til skýj- anna lítilsverða hluti og nota oá gjarna tækifærið til að veita sjálfum sér þá viðurkenningu, sem annars hefur skort nokkuð á. Og auðvitað er þetta allt gert á kostna'ð annarra. Fyrir um það bil tveim áratugum var megnið af þessari kynningu í samræmi við stefnuskrá íslenzka komm- únistaflokksins í menningarmál- um. Sannanir fyrir því er að finna í tímaritum og safnritum, sem komu út á Norðurlöndum fyrir stríð. Árbók Dansk-íslenzka félagsins var mótuð af slíkum sjónarmiðum undir ritstjórn Westergaard-Nielsens. Verður að virða útlendingum til vorkunnar, þótt þeir gætu ekki áttað sig á þeim visvitandi áróðri, sem rek- inn var héðan að heiman. En nú þykir ekki vænlegt til vinsælda að skrifa í þeim anda, eftir hina tragikómísku atburði í Rúss- landi. Tfú eru flestir þessir kynn- endur „vestrænir“, telja sig t.d. einlæga fylgjendur NATÓ, sem auðvitað er ágætt ..alíbí“. Þeir njóta þess, að hérumbil sama ein feldnin ríkir í sjónarmiðum Natósinna og andstæðinga þeirra. Menn geta framvegis gert ráð fyrir því, að fylgi við fyrrnefnt bandalag verði mjög haft á odd- inum hjá þeim sömu menningar postulum, sem ráunar myndu ekki harma þótt það pjóðskipu- lag. sem þeir róma svo mjög, yrði undir í baráttunni við kommúnismann. En þrátt fyrir margendurteknar yfirlýsingar sumra þessara „bókmennta- manna" um fylgi við vestræna menningu, er kjarni kynningar þeirra sá sami og áður var, á meðan postular hennar töldu sig ekki þurfa á grímubúningi að halda. En hvort sem hér er um ákveðinn listpólitískan áróður að ræ'ða eða venjulegan ein- feldningshátt og skort á sannri menntun og siðferðiskennd, oá er það staðreynd, að þeim mönn- um, sem undanfarið hafa tekið að sér að kynna nýislenzkar bók- menntir á Norðurlöndum, hefur verið alveg óvenjulega ósýnt um að segja rétt og hlutlaust frá, svo að ekki sé nú minnst á, þeg- ar þeir setjast í dómarasæti. — Hafa leikhússmenn okkar ekiti komið auga á að þar eru fyrir- taks „fígúrur“ í skopleik? Undanfarin ár hafa einkum tveir bókmenntagagnrýnendur látið að sér kveða í þessu efni á innlendum og erlendum vett- vangi. Eru það þeir Ólafur Jóns- son og Sigurður A. Magnússon. Ólafur hefur nú um nokkur ar verið ritdómari við Alþýðublað- ið. Um „gagnrýni" hans yfirleitt, væri ekki réttlátt að segja, að hún hentaði sem umræðuefni á menningarvettvangi. Nú hefur Ólafur nýlega birt ritgerð um nokkra íslenzka höf- unda í sænska tímaritinu „Ord och bild“ og er hún með sama marki brennd og flest önnur skrif hans um þau efni. Meðal annars upplýsir hann lesendur tímaritsins um. að skáldskapur í óbundnu máli (skáldsögur) sé ennþá mótaðui af hefðbundnu. epísku raunsæi, án þess að menn hafi í alvöru spurt um réttmæú þess. Spurt um réttmæti ákveðins forms! Hvern ætti kannske að spyrja? Sá skáldskapur, sem Ó J. og skoðanabræður hans virð- ast vera hrifnastir af, er áratuga- gamall tízkuskáldskapur (t.d. förtitalistarnir í Svíþjóð o. fl.V en hvort hann eigi meiri rétt á sér en það form, sem snillingar heimsbókmenntanna hafa leyft sér að nota og beztu bókmenntir okkar eigin þjóðar eru mótaðar af, læt ég aðra um að svara. Annars munu flestir líta svo á. að hverjum höfundi sé frjálst að hafa það form sem hentar hon- um bezt, og fylgi við tízkustefn- ur út af fyrir sig getur aðeins gert illt, því að efnið er að sjálí- sögðu aðalatriðið. . Fullyrðingar af þessu tagi eru algengar hjá mörgum þessum bókmenntakynnendum, og verða þess meðal annars valdandi, að hér er naumast unnt að halda uppi skynsamlegum rökræðum um bókmenntii og menningar- mál, eins og tíðkazt í öðrum löndum. Skal svo ekki fjölyrt frekar um þessa grein Ólafs Jónssonar. Sigurður A. Magnússon hefur um alllangt skeið látið talsvert að sér kveða á vettvangi bók- menntanna. Um tíma var hann aðalbókmenntagagnrýnandi Mor? unblaðsins, e'ða þar til annar maður, hinn tragikómíski bók- menntasöguhöfundur, varð sam- starfsmaður hans við blaðið. Sig- urður er ákaflega fjölhæfur bók- menntamaður. Hann hefur gefið út skáldsögu, samið leikrit, ljóða bækur og ferðabækur. Ekki verð ur annað sagt, en að hinir eldn starfsbræður hans hafi tekið hon um vel. Þeir myndu fæstir haia látið sér koma til hugar a'ð úti- loka hann eða gera honum á nokkurn hátt erfitt fyrir á lista- braut sinni. Gagnrýni hans var að vísu nokkuð unggæðisleg og hann átti til að rita langt mál um bækur, er fjölluðu um mal- efni, sem hann hafði ekki snefil af þekkingu á, að því er hann sjálfur gaf í skyn. Nokkuð hefur S. A. M. veitzt erfitt að hljóta viðurkenningu sem skáld, einK- um var áberandi tregða Þjóð- viljans í því efni, og er það þó einna sárast, því að leggja mun hann talsvert upp úr skoðun þess ágæta blaðs, sem og er rökrétt. En blaði'ð var svo hlálegt að láta fá tækifæri ónotuð til að hefja hann til skýjanna sem gagnrýn- anda, um leið og það hafði sýni- lega ánægju af að gera lítið úr Jón Björnsson. 'honum sem skáldi. Ekki er laust við að ýmsum hafi fundizt kenna skapleysis hjá Sigurði, er ha m þoldi þetta athugasemdalausi; það hefur oft þurft minna, til þess að Morgunblaðið yrði að eyða sínum dýra pappír undir greinar um margt það, sem minna virði er, ef þessum gagn- rýnanda hefur fundizt gengið á sinn hlut. Nú. en segja má að slíkt skipti ekki almenning máli, þó að það sé að vísu táknrænt. Sigurði A. Magnússyni hefur jafnan verið fremur ósýnt um að skrifa sanngjarnlega um aðra höfunda en þá. sem aðhyllast eut hvað, sem hann nefnir ný form i skáldskap, sem þegar var búið að hefja til skýjanna af þeim bÓK menntapólitísku öflum. sem réðu hér miklu um skeið. Að vísu eru sum þessara „skáldskaparforma ‘ S. A. M. og annarra ævagömui, en það skiptir ekki máli, þegar búið er að samþykkja að hér skuli vera um eitthvað „nýtt" að ræða. Kemur þetta mjög skýrt fram í yfirlitsgrein hans í Fé- lagsbréfi Almenna bókafélagsins í des. sl. Þar hefur hann þann hátt á að skipta höfundunum í tvo meginflokka (sennilega auk „kerlinganna"). þá, sem hafa skrifað „bitastæð" verk og telur hann þá upp með nöfnum og bætir síðan við „svo nokkrir séu nefndir", sennilega til að sýnast óhlutdrægur (en því miður er ekki rúm til að nefna fleiri!), o. s. frv. Nú vill einmitt svo hla- lega til, að flestir þeir yngri meðal þessara „bitastæðu" höf- unda hafa áðui hlotið náð hja fyrrnefndri bókmenntapólitísku kliku, svo greinarhof. hefði ekki þurft að kynna sér verk þeirra áður en hann kvað upp dóminn, þó að hann hafi auðvitað eins og sannur vísindamaður farið yfir þau, áður en hann reit hina merku grein. Aðeins verður að telja það galla að greinarhöfundi 'hefur láðst að taka Sigurð A. Magnússon með í tölu hinna „bitastæðu". Auðvitað má virða það til skiljanlegrar hlédrægni hér heima fyrir, þar sem allir þekkja alla, en er eigi að síður aðfinnsluverð ónákvæmni og rýr ir hið mikla fræðslugildi grein- arinnar. Að vísu bætti hann ræki lega úr þessari vöntun á öðrum stað, eins og síðar mun að vikið. en það var í grein ritaðri fyrir erlenda lesendur, „þar sem eng- inn þekkir mann“ — því miðux. Sú grein þyrfti að koma út á ís lenzku, því að við þurfum á góðri fræðslu að halda, ekki síður en þeir í útlandinu. I upphafi greinarkorns þessa var farið nokkrum orðuin um nauðsyn landkynningar og bent á að hún þurfi að vera vönduð, ef koma eigi að nokkru gagni. Nú eru sem betur fer til félog, sem hafa það að markmiði, og er Norræna félagið án efa stærst og merkast þeirra, sem leggja áherzlu á andleg tengsl og auk- inn skilning milli frændþjóð- anna. Oft hefui verið gagnrýnt að mest af starfi þessa’ félags- skapar sé fólgið í skálaræðum og skemmtunum, en mér er spurn: Er víst, nema það sé heppileg asta form kynningar þjóða á milli, að hittast á glaðri stund? En að sjálfsögðu er starf félags- ins fólgið í fleiru en skemmti- samkomum. Það stendur að stóru tímariti, Nordisk tidskrift sem gefið er út í Stokkhólmi og er skrifað á öllum norðurlanda- málum, nema finnsku og ís- lenzku. Tímaritið birtir öðru hvérju yfirlitsgreinar um sam- tímabókmenntir hvers lands. Nokkrar greinar hafa komið þar um íslenzkar bókmenntir. Hafa verið valdir kunnir bókmennta- menn til að skrifa þar, eins og gefur að skilja. Nú síðast skrifar Sigurður A. Magnússon um bæK- ur og höfunda árin 1962—64. Kom grein hans í 4. hefti 196S. Sá er þetta ritai hafði ekki fram- tak í sér til að kynna sér grein- ina fyrr en hann hafði lesið grein í Mbl. 2. júlí sl. um bók- menntakynningu Ólafs Jónsson- ar og Sigurðar A. Magnússonar á Norðurlöndum. . Þótti honum fiegn þessi forvitnileg, enda fréttin þannig samin, að hún hlaut að vekja athygli á þessu mikla og fórnfúsa starfi bók- menntafræðinganna. Náði hann í heftið og naut þar góðvilja eins af stjórnarmeðlimum Norræna félagsins, því að ekki er tíma- ritið á boðstólum í bókabúðum hér. Ég las greinina af miklum áhuga, ekki sízt þar sem mín var „stuttlega" getið, vegna sögu korns, sem kom út eftir mig i þessum árum. í takmörkuðu rúmi tímaritsins er að sjálfsögðu frágangssök að fjalla að nokkru ráði um blekiðnað gamalla fauska, þar sem svo óendanlega brýnni þörf var á að gera skáld- verkasköpun spámanna hins nýja tíma rækileg skil, svo að er- lendir lesendur færu ekki á mis við þá háfleygu snilld, sem þar er að finna. Samt sem áður ber mér persónulega að vera þakk- andi fyrir ummæli S. A. M. um kverkorn mitt. en um það lætur hann þess getið að það muni verða mikið lesið og skýrir það með því að „hans fremgangs- máde til syvende og sidst er populariserende, skönt han har storre færdighed og pyskologisk indsigt end de sædvanlige popu- lære forfattere". — Dér ligger hunden begravet, hr. S. A. M. Ekki veit ég hvort þetta ber að skilja sem einskonar viðurken.i- ingu, þó naumast, því að stefna sú er bókmenntafræðingurinn hallazt að, leggur mikla áherziu á óljósa framsetningu, enda er það oftast nauðsynlegt vegna innihaldsins — eða hvað? Nú, ég minnist aðeins á þetta rétt til gamans, en ekki af því að ég leggi hið allra minnsta upp úr slíkri „bókmenntagagnrýni". Hitt er svo annað og alvarlegra mál, spurningin um hvort það sé hlutverk Norræna félagsins að túlka kredduskoðanir í listum og bókmenntum í tímariti sínu. Eins og getið er hér að ofan, þa er það alveg víst að erlendir áhugamenn á íslenzkum bók- menntum kæra sig ekki um ann- að en staðreyndir, enda grcd móðgun að velja og matreiða fyrir þá með því að steinþegja um suma höfur.da og geta ann- arra aðeins til málamynda. Minnir slíkt atferli óþægilega á ástandið í föðurlandi Valery Tarsis, eins og því hefur verið lýst, nema hér hafa „einkunna- gjafarnir" sem betur fer ekki lögreglu til að framfylgja skoð- unum sínum. Ekki er hér ástæða að telja upp þá höfunda sem ranglega er þagað yfir í grein S. A. M. en mönnum ráðlagt að lesa greinina sjálfa. Hún er að ýmsu leyti skemmtileg og í henni gætir talsverðrar kímm, sem að vísu er höf. ósjálfráð, en er sízt lakari fyrir það. Annars finnst mér höf. fara heldur illa að ætla sér að gerast einskonar forsjón með því að taka á sig gervi dómarans. Það er vanda- samt hlutverk og dómari getur enginn orðið, nema hann losi sig við hleypidóma og hlutdrægni. Einhver skemmtilegasti kafli greinarinnar fjallar um hin nýju leikrit frá árunum 1962— 64. Þegar ég las fyrrnefnda frétta grein í Mbl., lá við að mér rynoi í skap, því að þar eru talin upp aðeins níu íslenzk leikrit fra þessu tímabili. Mig minnti nefm- lega að leikrit S. A. M. sjálfs, „Gestagangur“. hefði verið sýnt í Þjóðleikhúsinu á þessum árum, og er ég las greinina sjálfa, sá ég að mig hafði ekki misminnt. Her er því um ónákvæmni að ræða hjá blaðamanni þeim sem reit fréttina, og er í raun og veru vítavert og sennilega brot á siða- reglum blaðamanna að fella nið- ur svo þýðinagrmikla bókmennta frétt, því að naumast getur fréttaritaranum gengið hlé- drægni til vegna S. A. M. ? Það kemur skýrt fram í greininni i Nordisk Tidsskrift að sýning þessi sé einn merkasti leiklistar- viðbur'ður síðari ára „Den nye bölge“ í íslenzka leiklistarheim- inum hafi hafizt í marz 1962, er nefnt leikrit opinberaðist frum- sýningargestum. Samkvæmt því er hvorki meira né minna en um tímamótaverk að ræða. Vel má skilja að það hafi verið erfitt fyrir höfund greinarinnar að fjalla þannig um eigið verk, en bæði er það, að slíkt tímamótaverk mátti engan veginn vanta í bókmenntalegt yfirlit, og í öðru lagi hefur höf. talið sig geta treyst óhlutdrægni sinni, og er það rétt, því að ekki verður vart ósamræmis í rit- gerðinni. Nú, í þriðja lagi hefur hann kannske verið minnugur gamla orðtaksins „sjálfs er hönd- in hollust“ og réttilega séð nauð- synina á að koma í veg fyrir, að aðrir og skilningssljórri bók- menntafræðingar, færu að rang- túlka leikritið, eða jafnvel fylgja fordæmi S. A. M. gagn- vart ýmsum öðrum höfundum og nefna það alls ekki á nafn. Skal þessu skotið til bókmenntasögu- höfunda til athugunar við næstu útgáfur bókmenntasagna til upp- fræðslu handa almúganum. Þar sem ritgerð S. A. M. 1 Nordisk Tidsskrift er nærri 20 sfður í stóru broti, eru auðvitað engin tök á að kynna lesendum blaðsins efni hennar í stuttu greinarkorni. Geta má þó þess. að í upphafi greinarinnar minn- ist höf. á hina bráðsnjöllu upp- götvun sína á þeirri tegund bóka, er hann nefnir „kerlingabækur" og myndi vel geta sómt sér i bókmenntasögu sem húmoristisk og fræðileg skilgreining í senn. Nefnist fyrirbæri þetta „kæli- ingefabler" á dönskunni, þótt það sé nú raunar ekki allskostar heppileg þýðing. Ekki væri samt fráleitt að gera sér vomr um að það festist í bókmennta- máli frændþjóðanna, enda þótt ég sé raunar ekki mjög bjart- sýnn á, að S. A. M. takizt að fleyta sér „p& kællingerne" inn í almenna og óhlutdræga bók- menntasögu, þó að allir góðvilj- aðir menn óski honum að sjálf- sögðu góðrar ferðar. Hér að framan hefur stöku sinnum verið minnzt á tízku- stefnur í listum og bókmenntum og fylgi bókmenntafræðinga við Framhald á bls. 15.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.