Morgunblaðið - 24.09.1966, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 24.09.1966, Blaðsíða 14
14 MORCUNBLAÐIÐ Laugardapiir 24. sept. 1966 Colin Legum, Observer: Afríkubyltingin - fleiri hættur framundan ÞJÁNINGARNAR og ólgan I Afríku stafar'að litlu eða engu leyti af hugsjónum, stéttabar- áttu eða hugmyndum þeim, sem íengu Kínverja til að tala um „ástand, sem kjörið sé til að koma af stað byltingu." Afríka í dag er byltingargjörn, en að- eins í þeim skilningi, að hún býr yfir skilyrðum til róttækra, skjótra og skammærra breyt- inga. En hvað er það þá, sem Af- ríkubyltingin snýst um? Er hún líkleg til að leiða öngþveiti yf- ir álfuna og opna erlendum að- ilum leið til íhlutunar í sama mæli og í Víetnam eða Kóreu? Auðvitað er ekki hægt að úti loka möguleikana á því að til alþjóðlegrar íhlutunar komi. Ekki er heldur unnt að útiloka möguleikann á því að átök inn- an álfunnar komi af stað keðju- verkun á líkan hátt og átti sér stað í Austur-Afríku árið 1964, þegar Zanzibar-byltingin leiddi af sér uppreisn hersins í Kenya, Uganda og Tanganyika eða eins og nýjasta dæmið sýnir, er sex herbyltingar kollvörpuðu ekki aðeins hinum ótraustu ríkis- stjórnum í Dahomey, Mið-Af- ríku lýðveldinu og Efri-Volta. heldur steyptu þrem af þekkt- ustu leiðtogum Afríku — Ben Bella í Alsír, Sir Abubakar Tafawa Balewa í Nígeríu og dr. Kwame Nkrumah í Ghana. í*ó eru þessir afdrifaríku at- burðir aðeins upphafið að sjálf stæðiserfiðleikum Afríku. — Miklu fleiri eiga eftir að fylgja í kjölfarið — og allt bendir tií að þeir verði enn verri. I>ess vegna er það nauðsyn-. legt að búa sig undir hrotta- legar og óvæntar breytingar í Afríku — sumar verða velkomn ar og vekja bjartsýni (eins og í Ghana), en flestar ógeðfelld- ar og ef til vill hættulegar. Þeir, sem ætíð hafa verið þeirrar skoðunar, að Afríka hljóti að fara í hundana, þar sem hún hafi öðlazt sjálfstæði of snemma, munu fá fjölmörg tækifæri til að réttlæta kenn- ingu sína á næstu mánuðum og árum. Og að sjálfsögðu átyllu til að verja stjórnir Ian Smitlhs f Rhodesíu, Koster í Suður- Afríku og dr. Salazars í portúgölsku nýlendunum. En grundvallarerfiðleikar Af ríku eiga ekki rætur sínar að rekja til veitingu sjálfstæðisins eða til þess, að Afríkubúar séu ekki jafn færir til að stjórna sér sjálfir og aðrir. Það skiptir ekki máli, hversu lengi hefði verið dregið að veita sjálfstæð- »ð, því höfuðvandamálin hefðu verið nákvæmlega þau sömu þegar loksins hefði komið að því. Þess vegna er það mikil-. vægt að reyna að komast að raun um, hvers vegna Afríka hefði átt að komast tiltölulega fljótt í gegn um tvö þróunar- stig á þeim 15 árum, sem liðin eru frá því ríkin fengu sjálf- sæði hvert af öðru, en á því timabili fjölgaði þeim úr þrem árið 1951 í 36 í dag. Á fyrsta sjálfstæðisstigi Af- ríku ber mest á hinni óvæntu þróun til eins flokks ríkis og þeim vaxandi vonbrigðum, sem á eftir fylgdu með leiðtogana, sem fært höfðu sjálfstæðið. Eft- ir því sem hið eðlilega áhrifa- vald þessara leiðtoga minnkaði urðu þeir að neyja sífellt vax- andi baráttu við að endur- heimta sínar fyrri vinsældir. Sumir þessara leiðtoga urðu grunsamlega varir um sig, allt of viðkvæmir fyrir gagnrýni, ó- öruggir með sjálfa sig og því síður færir um að aðlaga stjórn arstefnu sína þeim kröfum, sem .þjóðir þeirra gerðu að nýlendu- stjórn lokinni. Erfiðleikar þeirra uxu þegar klofningur og óeining kom upp í hinum ráðandi flokki og þeg- ar samblástur gegn þeim var ekki gerður af auðþekkjanleg- um andstæðingum, heldur af fé lögum þeirra á laun — eins og gerzt hefur bæði í Ghana og Uganda til dæmis. Síðara stigið — sem við fylgj umst nú með — er baráttan gegn hinum gömlu leiðtogum fyrir opnum tjöldum og að rík- isstjórnum er steypt. Nú standa menn andspænis höfuðvanda- máli eins flokks ríkisins, þ.e. að það býður ekki upp á mögu- leika til að stjórnarskipti fari friðsamlega fram. Þessi veikleiki hefur þegar verið viðurkenndur af Nyerere, forseta Tanzaníu, og Sékou Toureé, forseta Guineu, sem reynt hafa að leysa vandann. Báðir hafa snúizt við óánægju almennings á þann hátt að gera djarflegar breytingar á hinu pólitíska kerfi. í Tanzaníu að minnsta kosti hafa kosningar opnað leiðina til breytinga á stjórninni. Án slíkra umbóta er óhjákvæmilegt, að eins flokks ríkið hefti friðsamlegar og oft nauðsynlegar breytingar. Við þessar aðstæður hafa her irnir í Afríku á óvæntan hátt gegnt því hlutverki, sem kosn- ingar gera veajulega í lýðræðis- ríkjum. En til allrar óhamingju hafa herirnir haft með þessu enn víðtækari áhrif, en stærstu kosningasigrar. En séu uppreisn irnar í Austur-Afríku og Togo undanskildar (sem ekki voru af pólitískum toga spunnar) hafa herirnir aðeins gripið í taumana, þegar ríkisstjórnirnar hafa verið teknar að missa stjórn á hinum óánægðu öfl- um. í rauninni hafa herirnir komið í veg fyrir byltingar. Fram til þessa hefur það ekki komið fyrir, að nokkur her hafi reynt að verða hin ríkjandi stétt eins og gerzt hefur í Suð- ur-Ameríku og viðar. í Súdan skilaði herinn völd- unum aftur eftir fjögur ár og það af sjálfsdáðum. í Kongó (Brazzaville) braut herinn á bak aftur hina óvinsælu stjórn Ful- bert Youlou og afhenti völdin þegar pólitískum andstæðing- um hans. í Dahomey tók her- inn völdin tvívegis til að leysa stjórnarkreppu áður en hann dró sig í hlé. f dag hefur her- inn völdin í sínum höndum eftir þriðju kreppuna, en hann er ekkert ánægður með hlut- verkið. f Nígeríu, Efri-Volta og Mið-Afríku lýðveldinu er einnig líklegt að herinn afsali sér völdum af frjálsum vilja. Mobutu, hershöfðingi, ærtlar hernum fimm ár til að ijúka verki sínu í Kongó, en á með- an hefur hann komið á fót rík- isstjórn, sem skipuð er bæði liðsforingjum og stjórnmála- mönnum. Markmið Boumedi- ennes í Alsír eru óljósari. Þegar litið er á uppreisnir herjanna undanfarna mánuði í þessu ljósi eru þær skiljanleg- ar og virðast ekki eins ugg- vænlegar — að minnsta kosti sem stendur. Hættan er sú, að herirnir muni aðeins auðvelda valdaskipti stjórnmálamanna án þess að hafa veruleg áhrif á hið félagslega og pólitíska skipulag og sá þannig frækorn- um næstu kreppu. Þannig eru umbæturnar skammæar eru eng in lausn, og opna leið fyrir ný öfl, sem aðhyllast róttækar breytingar með byltingu. Vandamálin, sem stafa af eins flokks ríkj um Afríku, verða ekki skilin frá þeim þáttum, sem ollu því að þeir urðu til í fyrstu. Að vera laus við erlenda yfir- stjórn hefur aldrei verið trygg- ing fyrir því að losna við órétt- láta innlenda stjórn. Hins vegar hefur erlend yfirstjórn aldrei skapað þau skilyrði, sem nauð- synleg eru til að frjálst þjóð- félag þróist. Sjálfstæði er þess vegna nauðsynleg forsenda fyr- ir því að frelsi nái að þróast, þótt það sé ekki trygging fyrir því. Sú niðurstaða liggur í aug- um uppi, að lýðræði er ekki afleiðing þess að nýlendustjórn lýkur. Það er meira að segja reynslan um allan heim — ekki aðeins í Afríku — að tímábilið næst á eftir nýlendustjórn er ekki sérlega heppilegt til mynd unar lýðræðislegra ríkisstjórna. Hvers vegna skyldi þessu vera þannig varið? Hvað Afríku varðar þá er svarið að finna í uppbyggingu þjóðfélaganna í lok nýlendu- tímabilsins. Næstum alls staðar í Afríku varð þjóðríkið til á undan myndun sjálfrar þjóðar- innar. Nýlendustjórninni tókst að mynda ramma einnar sam- eiginlegrar landsstjórnar og það skapaði aftur á móti þjóðernis- hreyfingu, en það tókst ekki að mynda samhenta þjóðarheild vegna mismunandi hagsmuna ættbálka, héraða og trúflokka. Fáir nýlenduþegnar voru reiðu búnir til að sverja erlendu valdi óskipta hollustu. Allar ríkisstjórnir nýfrjálsra ríkja hafa staðið andspænis tveimur verkefnum, sem þær áttu allt undir komið að leysa. í fyrsta lagi að styrkja sitt eig- ið vald og i öðru lagi að ná þeim efnahagsvexti er nægði til að uppfylla þær vonir, sem þær sjálfar hjálpuðu til að vekja. Það gerði þessi verkefni enn flóknari um það leyti sem sjálf- stæðistakan fór fram, að öflug- ir hagsmunahópar börðust fyr- ir sérréttindum til handa ætt- bálkum, héruðum og trúflokk- um. Þessir hagsmunahópar hafa verið mismunandi hersxá- ir í garð hinná nýju ríkis- stjórna. Hvergi hefur gengið auðveldlega að halda þeim niðri. Fyrsta afleiðing sjálfstæðis var þess vegna valdabarátta innan hins nýja ríkis. Þessi barátta átti sér stað á tíma, sem hinar nýju ríkisstjórnir voru o- tryggar í sessi og án þess að fyrir hendi væri nægilega öfl- ugt öryggisgæzlulið. Þróunin hefur verið komin undir styrk stjórnarandstöðunnar, eðli hinn ar ríkjandi þjóðernishreyfingar og persónuleika hins raunveru- lega leiðtoga hennar. í flestum tilfellum reyndu hinar nýju ríkisstjórnir að leita eftir sam- komulagi, en í öðrum kusu þær að beita þvingunum. En alls staðar var fyrsta verk efni ríkisstjórnanna að fengnu sjálfstæði að reyna að efla ein- ingu þjóðarinnar með öllum til- tækilegum ráðum. í flestum til- fellum (þar á meðal í löndum eins og Ghana og Nígeríu) var gerð tilraun til þess í upphafi að viðhalda lýðræðisskipulag- inu. En á hvaða grundvelli sem verið hefur hafa baráttuaðferð- ir stjórnarandstöðuhópanna undantekningarlaust grafið und an trausti hinna nýju valdhafa og haft truflandi áhrif á stjórn þeirra. Úndantekningarlaust hefur þessi valdabarátta orðið til að koma í veg fyrir stjórnmaia- frelsi eða skaða það stórlega. Þegar þeir hafa staðið andspæn is kúgun hafa leiðtogar stjórn- arandstöðunnar í mörg'um lönd um kosið þá öruggari leið að binda endi á hina opimberu and stöðu við ráðandi flokkinn með því að ganga í_ hann og hafa á- hrif á hann innan frá. Þannig varð eins flokks ríkið til í rauninni sem skjótasta leiö- in til að yfirstíga fyrstu erfið- leikana, sem fylgdu í kjölfar sjálfstæðisins. Það eru fleiri þýðingarmikil atriði sem stuðla að byltingar- hneigð Afríku. Þegar löndin fóru að fá sjálfstæði hvert af öðru skiptist álfan í 50 ríki. og er þá reiknað með þeim sem bíða sjálfstæðis. Tveir þriðiu hlutar þessara ríkja eru að íb-.a fjölda ekki stærri en iðnaðar- borgir nútímans, en flest þeirra eru að flatarmáli stærri en mörg Evrópulönd, eru hrjóair- ug og óheilnæm og hafa að lík- indum ekki meiri náttúruauð- ævi en sem rétt nægja til að kom í veg fyrir hungursneið. Þess vegna eru flest þeirra dæmd til fátæktar efnahagsle'ja séð. Þau verða þannig upp- spretta vonleysis og óánægju. I efnahagslegu tilliti eru dýr- mætustu auðlindir Afríku í höndum erlendra aðila eða þá að hagnýting þeirra er kom.n undir dýru erlendu fjármagm. Helztu útflutningsvörur hennar eru háðar mjög ótryggum heimsmörkuðum ,sem afrískar ríkisstjórnir hafa enga stjórn a. Fá lönd hafa þjálfað fólk í þeim mæli sem þarf til að hinar um- fangsmiklu áætlanir þeirra beri árangur og þær eru allar að mestu komnar undir erlendri Framhald á bls. 25

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.