Morgunblaðið - 24.09.1966, Blaðsíða 3
MORCU NBLAÐIÐ
3
Laugardagur 24. sept. 1966
Komið var upp búðum inni á jöklinum, skammt frá braki flugvélarinnar og þar gistu björgunarsveitarmenn í eina nótt.
A Grænlandi
Framhald af bls. 32
í jökulinn. Hún hefur splundrazt
og kviknað í henni. Stærstu bút-
arnir úr brakinu eru upp úr
snjónum, því þegar jökullinn
bráðnar á sumrin, einangra þeir
og sólin bræðir ekki snjóinn
undir. Annars var allt á kafi í
60 sm nýföllnum snjó. Og hann
m o k u ð u björgunarsveitirnar
tvær, sú bandaríska og íslenzka
upp á öllu svæðinu. Var það
mikið og erfitt verk. Bandaríkja-
menn rannsökuðu svo hvern hlut
sem fannst, tóku myndir og
sprengdu svo allt upp áður en
þeir fóru, vafalaust svo það villti
ekki fyrir í annarri leit úr lofti.
Atka kom til Grænlands eftir
um sólarhrings ferð frá íslandi.
Nær ekkert ísrek var á leiðinni
og gott í sjóinn. í»ó sögðu pilt-
arnir úr Flugbjörgunarsveitinni
að skipið hefði oltið eins og
tunna. I>að lagðist í Ravn-víkina,
rétt við Wiedemannsfjörð, en
þaðan var stytzt fluglína að brak
inu. Strax um morguninn fann
þyrla skipsins flakið og um há-
degi var farið að selflytja björg-
unarsveitarmennina, 8 Tslendinga
undir forustu Sigurðar Waage, og
7 Bandaríkjamenn af Keflavíkur-
flugvelli undir forustu Cole kap-
teins. Hafa þessir flugbjörgunar-
flokkar áður verið saman á æf-
ingum á jökli á íslandi. Sagði
Cole kapteinn okkur, að ís-
lenzku flugbjörgunarsveitarmenn
irnir væru beztu menn, sem hann
aJ" ■/ ■+} ..
* :S!
Brakið hafði dreifzt um jökul inn. Hér sést m. a. eitt hjólið af flugvélinni.
hefði unnið með. Þeir séu vel
þjálfaðir, þeir vinni vel og þeir
séu samvinnuþýðir.
Leiðangursmenn fluttu með
sér mikinn útbúnað, og settu upp
búðir. Því þó þarna væri ein-
dæma gott veður, var aldrei að
vita nema það versnaði og þá
hefðu þeir þurft að brjótast nið-
ur með sleða. En veðrið hélzt
bjart allan tímann. Var 1—2 stiga
frost á daginn og 10—12 stiga
frost um nóttina. Kepptust allir
við að moka frá hádegi á mið-
vikudag og fram í myrkur, sem
var um kl. 8.30, og frá birtingu
daginn eftir fram til kl. 4. Á síð-
asta klukkutímanum fundust 4
lík manna, sem hafa verið fremst
í flugvélinni. Var þá búið að
moka allt svæðið, um 50 m á
annan veginn og 20 á hinn. Og
byrjuðu þyrlurnar þá að selflytja
menn og farangur um borð í
Atka. Og var síðan siglt til
Reykjavíkur.
Líkin sem fundust voru í gær-
kvöldi um borð í Atka og höfðu
ekki borizt fyrirmæli um hvert
eða hvernig þau yrðu flutt áfram.
Nokkra af mönnunum má e.t.v.
þekka, t. d. einn af málmspjaldi
er hann hefur haft um hálsinn.
Á hafnarbakkanum í Reykja-
vík var mikill mannfjöldi er
björgunarsveitarmenn komu að
landi í innrásarpramma frá skip-
inu. Voru þar komnar fjölskyldur
piltanna og félagar úr Flugbjörg
unarsveitinni.
Á alþjóðaþingi
lögreglumaima
ÞING alþjóðafélagsskapar lög
reglumanna, I.P.A. verður hald-
ið í Toronto í Kanada dagana
26. sept. til 1. okt. Þingin eru
haldin árlega í einhverju aðild-
arlandanna. Þá er þriðja hvert
ár haldið alþjóðaráðstefna lög-
reglumanna og verður sú næsta
í Hollandi 1967.
Einn fulltrúi frá íslandi verð-
ur á þingi þessu, Sigurður Þor-
steinsson, formaður íslandsdeild-
ar I.P.A.
Lögreglumenn þeir frá hinum
Norðurlöndunum, sem þátt taka
í þinginu, koma við á Keflavík-
urflugvelli á sunnudagskvöldið
með leiguflugvél frá Loftleiðum.
Þeir hafa þar um klukkutíma
viðdvöl, og munu þá íslenzkir
Innrásarprammi frá ísbrjótnum Atka flutti piltana úr íslenzku FlugbjörgunarsveiUnni ©g starfsbræður þeirra fjölmenna
hjörgunarsveitinni á Keflavíkurflugvelli í land í Reykjavík. þar. x
ST AKSTEIMAR
Framsókn og hags-
munir bænda
Framsóknarmenn hafa lengi
litið á sjálfa sig sem réttkjörna
málsvara bænda og talið sig hafa
meira vit á landbúnaðarmálum
en aðrir, og um áatuga skeið
höfðu þeir allt að því einkarétt
á stjórn landbúnaðarmála. En
þegar atliuguð eru verk og við-
skilnaður Framsóknarmanna í
landbúnaðarmálum kemur ann-
að í ljós en að þeir hafi haft hags
muni bænda sérstaklega fyrir
augum. Frægt dæmi um það er,
þegar fultrúar bænda gengu á
fund fjármálaráðherra, Eysteins
Jónssonar, og fóru fram á út-
flutningsuppbætur vegna land-
búnaðarvara. Þeir fengu það
svar, að engir peningar væru tíl
í ríkissjóði til þess að greiða út-
flutningsuppbætur á Iandbúnað-
arvörur og urðu sjálfir að ber»
hallann af útflutningi framleiðsl
uvara sinna.
ToUamál og
búnaðarsjóðir
Þegar Framsóknarmenn voru
við völd urðu bændur að greiða
35% toll af landbúnaðarvélum,
en ríkisstjórnin undir forustu
núverandi landbúnaðarráðherra
hefur lækkað þann toll í 10%.
Þegar Framsóknarmenn létu af
stjórn landbúnaðarmála höfðu
þeir gengið þannig frá lánasjóð-
um landbúnaðarins, að þeir voru
algerlega gjaldþrota og siðara
ár vinstri stjórnarinnarinnar gat
veðdeild Búnaðarbankans aðeins
lánað 600 þúsund krónur. Öllum
er kunnugt að núverandi ríkis-
stjórn hefur beitt sér fyrir mynd
arlegri uppbyggingu lánasjóða
landbúnaðarins, sem þegar hef-
ur orðið bændum til mikilla haga
bóta. Þegar Framsóknarmen*
voru við stjórn landbúnaðar-
mála voru engin lán veitt ttí
vinnslustöðva og sláturhúsa.
Þess vegna er meira en helming-
ur sláturhúsa í því ástandi að
þau verður að endurbyggja, og
sama máli gegnir um mjólkur-
og kjötvinnslustöðvar, að upp-
bygging þeirra hefur dregizt of
lengi eftir áratugastjórn Fram-
sóknarmanna á landbúnaðarmál-
um.
F ramsóknarflokkui-
inn gegm hags-
munum bænda
Af þessari upptalningu verð-
ur ljóst, að þvi fer fjarri að
Framsóknárflokkurinn hafi með
áratuga stjórn á málefnum land-
búnaðarins tryggt hagsmuni
bænda, heldur var viðskilnaður
þeirra slíkur að núverandi rikis-
stjórn þurfti að gera alveg sér-
stakar ráðstafanir til þess að
endurreisa lánasjóði landbúnaðar
ins, og jafnframt þurfti að gera
sérstakar ráðstafanir til þess að
bændur gætu í almennum lifskjör
um unnið upp það forskot, sem
aðrar stéttir höfðu náð fram yf-
ir þá í stjórnartið Framsóknar-
manna. Framsóknarflokkurinu
hefur því vissulega ekki barizt
af neinni einurð fyrir hagsmun-
um bænda, þvert á móti, hanu
hefur í stjórnartið sinni setið sva
á hag bænda, að núverandi rikis
stjórn undir forustu landbúnaðar
ráðherra hefur þurft að gera
stórt átak á öllum sviðum land-
búnaðarmála tíl þess að rétta
landbúnaðinn við eftir meðferð
Framsóknarmanna á honum.