Morgunblaðið - 05.10.1966, Blaðsíða 4
4
MORGU N BLADID
Miðvikudagut 5. október 1966
BILALEIGAN
FERÐ
SÍMI 34406
SENDUM
MAGNÚSAR
SKIPHOLTI 21 SÍMAR 21190
eftir lokun simi 40381
H4-44
mHlF/Ð/fí
Hverfisgötn 103.
Síml eftir lokun 31100.
Daggjald 300
og 3 kr. ekinn km.
300 kr. daggjaid
Kr. 2,50 á ekinn km.
LITLA
bílaleigan
Ingólfsstræti 11.
Volkswagen 1200 og 1300.
Slmi 14970
Bifreiðaleigan Vegferð
Sími 23000.
Sólarhringsgjald kr. 300,00.
Kr. 3,00 pr. km.
BÍLALEIGAN
VAKUR
Sundlaugaveg 12. Sími 35135.
B O S C H
Hás pennukefli
Brœðurnir Ormsson
Lágmuia 9. — Sinu 3&Ö20.
ir Kartöflustríð
fjöldans
Sveinn Ásgeirsson stend
ur ekki einn í kartöflustríð-
inu þessa dagana. Þúsundir
manna hafa verið að taka upp
úr görðum sínum um allt land
að undanförnu. í>eir fyrir norð
an og vestan eru sennilega
búnir fyrir nokkru, en hér
Syðra hefur blíðan virzt setla
að verða endalaus svo að marg
ir hafa sofnað á verðinum.
Þeir áttuðu sig eftir nætur-
frostið aðfaranótt sunnudags,
enda stóðu margir í ströngu
þann daginn.
Nýjar kartöflur eru með því
bezta, sem við getum haft á
matborðmu — og þótt mörgum
finnist e.t.v. vafasamt, að það
borgi sig að hafa garðholu, sjá
fæstir eftir snúningunum við
það þegar kartöflurnar eru
komnar á borðið. Svo segja
a.m.k. þeir sem hafa þá reynzlu
En þeim fer stöðugt fækk-
andi, sem rækta sínar kart-
öflur sjálfir — aun.k. hér í
þéttbýlunum syðra. Sennilega
er það þó Grænmetisverzlun-
in, sem veldur mestu um það
að einstaklingar halda enn
áfram að rækta, jafnvel þótt
þeir verði að fara langt út
fyrir bæinn til þess að komast
í garðholuna sína. Þetta vill
fólk leggja á sig fremur en
að vera háð „gæðam.ati“ Græn
metisverzlunarinnar og þess
vegna má segja, að sú stofnun
sé ekki til einskis. 1 kartöflu-
stríðinu getur nefnilega verið
fólgin bæði andleg og líkam-
leg hressing. Ég veit þó ekki
hvort Sveinn Ásgeirsson er
sammála.
Jr Guð láti gott á vita
Sn. J. skrifar:
Ef þú skyldir farar í kirkju
(Nýja testmentið veit ég vel
að þú lest ekki, þó að þú
segist gera það), máttu allt-
eins búast við að presturinn
fari að segja þér frá því, hvílík
gleði er í himnaríki þegar einn
syndari bætir ráð sitt. Frá
þessu hefur hann sagt mér, og
þá hefi ég farið að hugleiða
hve óstjórnleg gleðin mundi
verða þar ef allir íslenzkir for
leggjarar hættu að pukra með
verð bóka sinna. Ég held bara
að hún yrði eitthvað lík reyk-
vískri þjóðhátíðargleði —
nema hvar þar mundi vanta
allt reykvíska fylliríið, allar
viðbjóðslegu pylsurnar og allt
kókakólið. En þá muntu nú
raunar segja að lítið sé eftir
af Þjóðhátíðargleðinni eins og
við þekkjum hana.
Það eru ekki nema fáir dag-
ar síðan Velvakandi leyfði
mér enn einu sinni (líklega
í 100. skiptið) að átelja það
pukur. Eðlilega kemur það
sjaldan fyrir að mér sé nokkuð
þakkað, því lítið mim vera
að þakka. En fyrir þessar
„skammir“ (eins og það er
kallað) hefir margur þakkað
mér. En hvað gerist nú? Þeg-
ar ég fletti Morgunblaðinu í
gær, (30. sept.) rakst ég þar á
stóra auglýsingu um „Nýjar
Leiftursbækur“. Þær voru tíu
eða ellefu, og verð nverrar
einustu bókar tilgreint. Vona
ég (og svo munu fleiri gera)
að þetta sé tákn þess, að nú
ætli forleggjarar okkai allir
sem einn að fara að leggja af
þá ókurteisi gagnvart almenn-
ingi, sem margir þeirra nafa
nú um áratuga skeið tíðkað
með verðpukri sínu. Og þarna
getur nú hver maður séð það
svart á hvítu að ég fór með
rétt mál er ég sagði eitthvað
í þá átt, að þvert á móti því,
sem almennt er talið, af hreinni
vanþekkingu á málinu, er verð
islenzkra bóka ennþá tiltölu-
lega lágt, þegar borið er saman
við margt annað.
Þessi endurheimta kurteisi
gladdi mig, en það var annað
til, sem gladdi mig er ég las
auglýsinguna. Ég sá að þarna
var loks komin í nýrri útgáfu
(sem ekki kostar nema 180 kr.,
og svo vitanlega söluskattinn,
sem greiða verður af öllum
bókum á almennum markaði)
merk saga, sem fyrst kom út
fyrir réttum sextíu árum, en
hefði á þeim tima átt að endur
prentast að minnsta kosti
þrisvar. Þetta er Fátækt, eftir
ameríska konu. Mary Wilkins,
en þýðingin eftir Ara Arnalds,
er var sá snillingur í með-
ferð íslenzkunnar að vel má
segja að hann yæri einn af
stórmeisturum tungunnar. Mér
er í rauninni skylt að vekja
athygli á bók þessari, því það
er fyrir atbeina konu minnar
að hún hefir loks verið endur-
prentuð. En svo á bókin mikið
og gott erindi til þjóðarinnar
að ég vona að þeir foreldrar
skifti hundruðum, sem nú fá
hana börnum sínum í hendur,
þó að hún sé ekki fremur bók
barna en fullorðinna, enda tal-
in ein af kennileitunum í ame-
rískum bókmenntum á síðasta
áratugi nítjándu aldar; en hún
kom fyrst út rétt fyrir alda-
mótin. Sn. J.
'k Verkstjórn
Bílstjóri hjá steypustöð
einni hér í borg skrifar og
spyr, hvort fýrirtæki geti lát-
ið kunnáttulausa menn og
skapstygga annast verkstjórn,
hvort slíkir þurfi ekki að fara
á námskeið eða gangast undir
einhver próf.
Velvakandi veit ekki til þess
að neinn geti bannað fyrir-
tæki að velja sína verkstjóra
sjálft, enda kemur það fyrst
og fremst niður á fyrirtækinu
sjálfu ef óhæfir menn eru vald
ir í slíkar stöður.
Ég minnist þess að hafa séð
í fréttum, að verkstjórnarnám
skeið hafi verið haldin fyrir
verkstjóra, eða verðandi verk-
stjóra, í ýmsum starfsgreinum.
Væntanlega hafa steypustöðv-
arnar svipaða aðstöðu og aðrir
til þess að efna til námskeiða
fyrir sína starfsmenn, ef þeir
telja hæfni þeirra ábótavant
í einhverju.
■ýr Smirill — eða
smyrill
Lesandi sendir eftirfar-
andi ásamt meðfylgjandi
mynd:
„Þar sem mér finnst það
einum of langt gengið, að geta
ekki haft götuskilti ritvillulaus
og ég vona að þér séuð mér
sammála í því, þá sendni ég
yður hjálagt mynd af götusylti,
sem ég tók eftir á gönguferð
um bæinn fyrir nokkru,
og vonast til þess að þér sjá-
ið yður fært að birta hana
ásamt beiðni til viðkomandi
aðila um að lagfæra þetta.“
Sæmundur Bjamason.
/Í\
/TN\ Sísalpappi
Alumin-pappi
Þakpappi
J. Þorláksson & Norðmann
Bankastræti 11 — Skulaeoiu 30.
Sendlar óskast
Bæði hálfan og allan daginn. Þurfa að
hafa reiðhjól eða skellinöðru.
Upplýsingar á skrifstofunni, sími 17100.
SJÁLFSTÆÐISFLOKKURINN.
Unglingsstúlka
óskast til stuttra sendiferða og annarra
aðstoðarstarfa.
FÖNIX, Suðurgötu 10.
IViiðstöðvarofnar
úr steypujárn og stáli
Pípur og fittings.
J. Þorláksson & Norðmann
Skúlagötu 30.