Morgunblaðið - 05.10.1966, Blaðsíða 1
o
28 sföur
Myndin svnir Subandríó, fyrrverandi utanríkisráðlierra Indónesíu fyrir herrétti, en hann er
sakaður um að hafa veitt kommúnistum stuðning í byltingartilra uninni á dögunum. Hefur hann
nú viðurkeunt að hafa vitað um undirbúning tilraunarinnar, en iátið undir höfuð leggjast að
láta Súkarnó forseta vita af henni.
ísrael óskar auka-
aðildar að EBE
IJmsóknin var lögð fram
í Brússel í gær
Brussel, 4. október — NTB
ÍSRAEL sótti í dag um auka-
aðild að Efnahagsbandalagi
Evrópu, og er umsókninni
fylgt úr hlaði með þeim orð-
um, að stjórn landsins telji
brýna nauðsyn hera til þess
að rétta við þann þátt verzl-
unarjafnaðarins, sem snýr að
bandalagslöndunum.
Það var fulltrúi ísraels hjá
bandalaginu, Amiel Najar,
sem fékk í dag aðalritara ráð
herranefndar bandalagsins,
Christian Calmes, umsókn-
ina. Lét Najar í ljós þó ósk,
að þegar yrðu hafnar við-
ræður um aðild lands síns.
ísrael óskar nú eftir aukaa'ð-
ild í stað þess samnings, sem
verið hefur í gildi milli lands-
ins og bandalagsríkjanna sex,
en fellur úr gildi 1. júlí nk.
Talsmenn ísraelsstjórnar 1
Brússel benda á, að landið
kaupi nú svo mikið af vörum
frá löndunum sex, að verzlunar
jöfnuðurinn við þau sé óhag-
stæður um 5 milljarða ísl. króna
árlega. Þá benda þeir jafnframt
á, að ytri tollur bandalagsríkj-
anna komi til fullrar framkvæmd
ar í júlí 1968. Þá hækkar m. a.
innflutningstollur í Þýzkalandi
og Beneluxlöndunum á appel-
sínum, sem eru ein helzta út-
flutningsvara ísraels.
Framhald á bls. 21.
Véfengjn
Worren-
skýrsiunn
Washington, 4. október. NTB.
SKOÐANAKÖNNTJN hefur ný-
lega leitt í ljós, að mikill hluti
Bandaríkjamanna álítur að heim
urinn hafi ekki fengið að vita
öll atriðin í samabandi við morð-
ið á Kennedy Bandaríkjaforseta.
Þeir trúa heldur ekki að Lee
Harvey Osvald hafi verið einn
um morðið.
Könnunin, sem birt var i
„Washington Post“, sýnir að þrír
af hverjum fimm Bandaríkja-
mönnum vísi Warrenskýrslunni
á bug, en þar segir að sannað
þyki að Osvald hafi verið einn
að verki.
Flestir álita að um samsæri
margra aðila hafi verið að
ræða, en geta þó ekki nefnt
neina sérstaka aðila í því sam-
bandi. 11% segjast álíta að það
hafi verið kommúnistar, sem
stóðu að baki morðinu.
„- Enginn mun hlýða á Breta,
þegar þeir eru í nauðum staddir -“
Skorinorð ræða Wilson á þingi í Brighton í gær
Brighton, 4. október - AP - NTB
HAROLD Wilson, forsætis-
ráðherra Breta, lýsti því yfir
í þingi Verkamannaflokksins
í Brighton í dag, að flokkur-
inn væri staðráðinn í því að
vinna að því að auka álit
það, sem erlendir aðilar hefðu
á Bretlandi, og bæta efna-
hagsástand landsmanna.
Til þess að svo mætti verða,
yrðu verkamenn að vera við
því búnir að skifta um starfa,
og tileinka sér nýjar hug-
myndir.
Sagði Wilson að efnahags-
erfiðleikar Breta myndu
standa, þar til Bretar hefðu
greitt skuldir sínar.
Wilson fullyrti, að rá'ðstafan-
ir þær, sem stjórn hans beitir
sér nú fyrir í efnahagsmálum,
muni ekki leiða til almenns at-
vinnuleysis. Hins vegar væri
launabinding frumskilyrði fyrir
þvi, að efnahagur kæmist aftur
á réttan kjöl. Væri hér um að
ræða síðasta úrræði stjórnarinn-
ar til að tryggja réttan fram-
gang efnahagsmála. „Þegar allt
kemur til alls, þá mun enginn
hlýða á Breta, þegar þeir eru
Óheillavænleg þróun
tlansks efnahagslífs
Rýrnandi gildi krónunnar, og erfiðleikar iðnaðar
Kaupmannahöfn, 4. október
NTB.
ÞRiR aðilar i Danmörku hafa
lýst áhyggjum sínum yfir þró-
un efnahagsmála þar í landi.
Þjóðbankinn, Efnahagsráðið,
sem er engum stjórnmálaflokki
háð, og sérstök deild Efnahags-
málaráðsins lýstu skoðunum sín-
um á þróun þessari, er þing kom
saman í dag.
Á fyrsta fundi þingsins lýsti
Jens Otto Krag, forsætisráðherra
yfir því, að hann hefði ákveðið
að senda athugasemdir þessara
aðila til þeirra stofnana og aðila,
sem mestu réðu á vinnumarkaðin |
um. Vildi hann með því kanna ,
nánar hver orðið gætu frekari
áhrif þeirrar stefnu, sem rekin
hefði verið til að draga úr óeðli-
legri þenslu á peningamarkaðn-
um. Þær ráðstafanir voru gerð-
ar á sínum tíma, eftir að ríkis-
stjórnin hafði ráðgazt við þjóð-
bankann.
Fyrir um ári var ákveðið að
takmarka útgáfu skuldabréfa, en
sú ákvörðun virðist hafa valdið
talsverðum samdrætti í dönsku
efnahagslífi .Krag, forsætisráð-
herra ,hefur hins vegar lagt I
mikla áherzlu á, að varast verði
að gera nokkrar þær breytingar
á þessu sviði eða öðrum, sem
valdið geti skyndilegri og mikilli
aukningu á launatekjum. Hefur
hann því sent sérstaka grein^r-
gerð með athugasemdum þeim,
sem að ofan getur.
Þjóðbankinn hefur bent á, að
raungildi dönsku krónunnar falli
nú hraðar en gengi flests annars
gjaldmiðils í V-Evrópu. Þá hafa
verzlunarjöfnuður Dana verið ó-
hagstæður að staðaldri undan-
farin fimm ár, og nemi hallinn
Framhald á bls. 21.
í nauðum staddir", sagði for-
sætisráðherrann.
Hann hélt því fram, að Verka-
mannaflokkurinn væri flokkur
breytinga, ekki stöðnunar, og
stefna sú, sem hann fylgdi,
myndi hafa í för með sér, að
þúsundir verkamanna yrðu að
skifta um atvinnu, og læra áð
sinna nýjum verkum.
Forsætisráðherrann sagði, að
afstöðunni, sem ríkt hefði innan
verkalýðsfélaga til ýmissa að-
kallandi vandamála, yrði að
breyta. Það væri ekki til neins
að halda sér við gamla túlkun
hugtaka, sem orðið hefðu til í
iðnbyltingunni á 19. öld. Sagði
forsætisráðherrann, að leiðtogar
verkalýðsfélaganna mættu ekki
Framhald á bls. 21
Stór
hvítvoðungur
Stokkhólmi, 4. október NTB.
BR ljósmæðurnar á Sabbats-
bergssjúkrahúsinu í Stokkhólmi
komu á næturvakt sl. mánudag
brá þeim heldur í brún. Inni á
einni stofu fæðingardeildarinnar
lá hvítvoðungur og svaf vær-
um svefni. Þetta þætti ekki í
frásögur færandi, ef strákur
hefði ekki vegið rúmlega 320
merkur (80 kíló), og var auk
þess hvergi á skrá á fæðingar-
deildinni.
Lögreglunni var gert viðvart
og kom hún von gráðar og flutti
metbarnið á brott. Við nánari
eftirgrennslan kom í ljós, áð
pilturinn hafði verið á kendiríi
og hélt að hann væri kominn
heim til sín. Hafði hann snör
handtök við að hátta sig og
tagðist til svefns.
Súkarnó, meðan allt lék
í lyndi.
Súkarnó
til Vínar
í BANDARÍSKA tímaritinu
Newsweek, dags. 3. október,
segir að ef Súkarnó Indónesiu
forseti verði sendur í útlegð,
muni hann fara til Vínarborg
ar. Ástæðan fyrir þessu er sú,
að Vinai borg nýtur niikils á-
lits, sem lækningamiðstöð. —
Gekk Súkarnó þar undir
nýrnauppskurð árið 1964, og
heppnaðist aðgerðin mjög vei.
Blaðið segir að núverandi
utanrikisráðherra Indónesiu,
Adam Malik, hafi rætt málið
við austurnsku stjórnina, og
hefur hún lyst því yfir að
hún muni veita Súkarnó land
vistarleyfi.
»