Morgunblaðið - 05.10.1966, Blaðsíða 19
Miðvikudagui 5. október 1968
MÖRGUNBLAOIÐ
19
— Minning
Framhald af bls. 10.
Er mikill sjónarsviptir aí slík-
um stóratorkumanni, sem með
athafnasemi sinni og gjörðum á
*1. 44 árum hefir sett svip sinn
á kaupsýslumannastétt og
reyndar þjóðina alla.
Er það von mín, áð land okk-
ar og þjóð 'megi ala fleiri syni
slíka sem Eggert Kristjánsson
var, og getum við þá ókvíðin
horft fram á ókominn tíma.
Ég tel það hafa verið mikið
lán fyrir mig sem ungan mann
áð hafa átt þess kost að kynnast
Eggert Kristjánssyni og hafa
fengið tækifæri til að starfa með
honum um árabil.
Ég vil að lokum færa eftirlif-
andi konu Eggerts Kristjánsson-
ar, frú Guðrúnu Þórðardóttur,
og fjölskyldu samúðarkveðjur
mínar og þeirra samtaka, er ég
starfa fyrir, og Eggert Kristjáns-
syni vil ég þakka hans mikla
framlag til framfaramála stór-
kaupmannastéttarinnar á ís-
landi, sem unnin voru með slík-
um krafti og dugnáði, sem seint
mun fyrnast yfir.
Hafsteinn Sigurðsson.
t
Það var stór og glaður hópur
ungra æskumanna er hófu æf-
ingar hjá Glímufélaginu Ar-
manni haustið 1919. Einn þess-
ara æskumanna var Eggert
Kristjánsson, þáverandi glímu-
kappi Snæfellinga. Hann var
þá þegar í hópi mestu glímu-
manna landsins og var þar til
hann hætti ölhvn glímuiðkun-
um. Eggert var óvenju svip-
sterkur maður í glímu, kapp-
samur við jafningja sína en
ljúfur við þá sem lítið kunnu.
Hann veitti að jafnaði glímu-
naut sínum mjög hreina byltu,
en varðist sjálfur vasklega. í
upphafi glímu var handtak hars
í senn hlýtt og þétt og að iokn-
um leik var auðfundið að rnaður
hafði átt við félaga en ekki
andstæðing.
Glímufélagið Armann mun
hafa verið fyrsta féiagið sem
Eggert Kristjánsson gerðist með
limur í hér í Reykjavík. Þetta
félag var honum ávallt mjög
kært og fyrst eftir að hann
hætti glímuæfingum var hann
mikill styrktarmaður þess, en
síðustu árin hefur öriæti hans
og höfðinglund í garð félagsins
verið slík að lengi verður nun-
að af þeim sem til þekkja. Egg
ert batzt traustum vináttubönd
um við marga félaga sína í Ar-
manni og entust þau til hinztu
stundar. Hann var staddur í
hópi félaga sinna, þeirra er
lengst höfðu átt samleið með
honum og allir voru heiðurs-
félagar í Glímufélaginu Ármann
er hann svo sviplega var burtu
kvaddur. Þetta átti að verða
gléðistund hjá okkur, en varð
stund trega og saknaðar. Aliir
þessir félagar. sem áttu hann að
einlægum vini og Glímufélagið
Ármann í heild þakka góða vin-
áttu og frá bært starf hans í
þágu félagsins.
Eggert Kristjánsson bar mik-
Jð ástríki til foreldra sinna, af
móður sinni nam hann í bernsku
trú á guð og sigur hins góða
var góður og mikill fjölskyldu-
faðir, hjartahlýr félagi og trygg
ur vinur. Ég hefi fáum mönn-
um kynnst svo náið og Eggarti
Kristjánssyni, og þegar hann er
nú horfinn finnst mér það mikii
hamingja fyrir mig að geta í
hugskoti mínu geymt svo marg-
ar fagrar minningar frá kynn-
um okkar um svo góðan og
þroskaðan mann sem hann var.
Fyrir hönd konu minnar og
min færi ég eftirlifandi konu
hans og ættingjum, oklcar mni-
legustu samúðarkveðjur.
Jón Þorsteinsson.
t
Árin líða. Samferðamönnum
og »mum fækkar. Hinn samfelldi
vinahópur þynnist og altaf íylg-
ir söknuður og tregi, hverjum
sem á braut hverfur. Það er
sama þó um eðlilegan gang lífs-
ins sé að ræða. Dauðinn kemur
altaf á óvart og honum fy'gia
sömu erfiðleikarnir, hvenær sem
hann ber að dyrum.
Svo var einnig nú, þegar minn
ágæti vinur, Eggert Krist.iansson
stórkaupmaður, var skyndilega á
burtu kvaddur.
Það eru yfir 30 ár síðan v'n-
átta tókst með heimilum okkar
Eggerts. Hefir hún haldist a’la
tíð síðan, þó ýmsar breytitigar
hafi orðið, sem tíminn og breytt-
ar aðstæður leiða yfir mann. Vin
áttan hefur haldist óbreytt og án
allra snurða.
í þessum fáú kveðiuorð tm.
ætla ég ekki að rekja ætt eða
sögu Eggerts. Hann var kominn
af traustum bændaættum. Atti
hann sérlega blíða og goða móð-
ur og faðir hans var mikill £t-
hafnamaður og höfðingi í sinni
sveit. Bar hann höfðingjasviptnn
alla tíð, hvar sem hann fór.
Eggert ólst upp hjá forelörum
sínum, í fögru umhverfi og faii-
legri sveit og þegar hann yfirgaf
föðurhúsin, var hann vel buinn
að öllu atgjörfi, andlega og lík-
amlega. Hann var líka óveniu-
farsæll í störfum, enda naut |
hann mikils álits og trausts hjá
samtíðarmönnum sínum, stm
fólu honum mörg og vandasötn
störf að leysa. Hefi ég aldrei
heyrt annað en Eggert hafi orðið
við trausti þeirra. Þegar ég hugs?
um hina miklu og goðu hæfileika
Eggerts, finnst mér, eins og í
honum hafi verið sameinaðir
hinir góðu kostir foreldra hans,
blíða móðurinnar og karlmenska
og kjarkur föðurins, en nöfðings
skapinn mun hann hafa sótt til
þeirra beggja.
Hann unni líka foreldrurn sín-
um og var þeim hinn bezti son-
ur. Gaman var að sjá hve heil-
steypt var sambandið milli sonar
og foreldra. Var greinilegt hVe
mjög þau unnu þessum ágæta
syni sínum.
Þessar línur eru aðeins kveðja
frá mér og fjölskyldu minni, fyrir
vináttu og samfylgd á þremur
áratugum og vel það. Ég hefi
ætíð notið þess að vera í návist
Eggerts og Guðrúnar, hans ágætu
konu, og aldrei efast um tryggð
þeirra og vináttu. Á heimili
þeirra er eins og vera heima
hjá sér. Alt heimilisfólkið leggur
sig fram til að geðjast gestum
húsbændanna. Allir drógu dám
af húsbændunum, sem voru
mjög samhent. Börnin og fóstur-
börnin voru sama sinnis og for-
eldrarnir. Þar rann allt í sama
farvegi, gestrisni. höfðingsskapur
og hjartahlýja. Ég tel að Eggert
hafi verið framúrskarandi heim-
ilisfaðir. Hans fallega viðmót og
töfrandi framkoma hlaut að
hafa góð áhrif á alla.
Ég get ekki kvatt Eggert svo,
að minnast ekki nánar hans á-
gætu konu, Guðrúnar Þórðar-
dóttur. Hún stóð við hlið manns
síns alla tíð með, mikilli prýði.
Mest reyndi þó á styrk hennar,
eftir að Eggert misti heilsuna og
þá barðist hún eins og hetja,
hvað sem á gekk. Þá var Guðrún
sterk, enda er ábyggilegt að
Eggert mat hana mikils og vildi
helzt ekki af henni sjá. Hún var
hans góði förunautur og félagi.
Minningar mínar um Eggert eru
mér allar sérstaklega ánægju-
legar. Sem maður er Eggert mér
mjög kær og ég dái hann sem
mikilhæfan og góðan dreng.
Hin starfsama æfi Eggerts mun
koma víða við á spjöldum sögunn
ar, þegar hún verður skráð, og
nafn hans þannig lifa um ókomin
ár. Ég veit að Eggerts er mikið
saknað, „en þeir deyja ungir sem
Guðirnir elska“ og ég trúi bví,
að Eggert sé kallaður „til meiri
stafa Guðs um geirn".
Fyrir mína hönd, konu minnar
og barna okkar, kveð eg Eggert,
með innilegu þakklæti fyrir
langa og trausta vináttu og agxta
kynningu. Lifðu í Guðs friði.
Guðrúnu og fjölskyldu hennar,
flyt ég samúðar kveðju og bless-
unaróskir, frá okkur öllum.
5. 10. 1966.
Kristján Karlsson frá Ak.
VIÐ andlát Eggerts Kristjánsson-
ar, stórkaupmanns, á islenzk
verzlunarstétt á bak að sjá ein-
um af sínum umsvifamestu og
duglegustu framkvæmdamönn-
um.
Aðeins 25 ára gamall, eftir að
hafa unnið að verzlunarstörfum
í þrjú ár, stofnsetur hann sitt
eigið fyrirtæki, Eggert Kristjáns-
son & Co., 4. nóvember 1922.
Fyrri eftirstríðsárin mótuðust
af gengisfellingu, atvinnuleysi og
kreppu á athafnasviðinu. Það
þurfti því bjartsýni, sjálfstraust
og atorku til að fyrirtækið heppn
aðist. En þá strax sýndi Eggert
heitinn að hann var vandanum
vaxinn, sem dugmikill og hag-
sýnn kaupsýsluma'ður. Með vilja-
festu, dugnaði og forsjálni tókst
honum að byggja svo upp fyrir-
tæki sitt, að það er í dag eitt af
stærstu og þekktustu verzlunar-
fyrirtækjum hér á landi.
Það er eitt af einkennum harð-
duglegra framkvæmdamanna, að
þeir geta gefið sér tíma til, þrátt
fyrir mikið annríki í eigin starfi,
að takast á hendur ýmisleg fé-
lagsstörf sem þeir sökum mann-
kosta og forystuhæfileika eru
kjörnir til af samfélagsmönnum
sínum. Eggert fyllti flokk þess-
ara dugnaðarmanna. Hann var í
stjórn fjölda fyrirtækja auk
sinna eigin.
í stjórn Félags ísl. stórkaup-
manna frá 1931—1949, þar af for-
maður félagsins í 17 ár. Hann var
kjörinn heiðursfélagi er hann lét
af- formannsstörfum. Einn af
stofnendum Félags ísl. iðnrek-
enda og í stjórn þess félags fyrstil
árin. í stjórn Vinnuveitendafé-
lags íslands frá stofnun þess til
dauðadags. Stjórnarformaður og
forstjóri kexverksmiðjanna Esju
og Fróns hf., sem hann stofnsett^
asamt öðrum, árið 1926.
Árið 1934 er hann kosinn í
stjórn Verzlunarráðs íslands og
endurkjörinn samtals í 22 ár, þar
af gegndi hann störfum varafor-
manns í 3 ár og formannsstörf-
um í 7 ár. Auk þess leysti hann
af hendi fjölda trúnaðarstarfa
fyrir Ríkisstjórn íslands á ýms-
um timabilum.
Eggert heitinn vann umfangs-
mikið og gott starf í þágu ís-
lenzkrar verzlunarstéttar af ósér
hlifni og dugnaði. Hann var kapp
samur málafylgjumaður, þegar
því var að skipta, og kom mörg-
um þeim málum, er hann beitti
sér fyrir verzlunarstéttina, heil-
um í höfn, þrátt fyrir þá and-
stöðu er ríkti í garð verzlunar-
stéttarinnar, innflutnings- og
gjaldeyrishöft og allskonar ó-
áran.
fslenzk verzlunarstétt, í heild.
stendur í þakkarskuld við hann
fyrir vel og dyggilega unnin störf
í hennar þágu.
Sá, er þetta ritar, var sam-
starfsmaður Eggerts heitins í
stjórn Verzlunarráðs fslands um
nokkurra ára bil. Verður hann
mér minnisstæður sem stórbrot-
inn persónuleiki, dugmikill og
atorkusamur, samúðarfullur og
hjálpsamur þeim, sem minni-
máttar eru í þjóðfélaginu og
skjótur til aðstoðar og fram-
kvæmda við fjársafnanir vegna
dauðaslysa er svipti fjölda ekkna
og munaðarleysingja, fyrirvinnu
og ástvini.
Minningarnar um heilsteyptan
og dugmikinn athafna- og fram-
kvæmdamann, er sá óbrotgjarni
minnisvarði er hann lætur eftir
sig í hugum samfélagsmanna
sinna og samborgara. Blessuð sé
minning hans.
Við stjórnarmenn Verzlunar-
ráðs íslands sendum aðstandend-
um Eggerts heitins innilegar sam
úðarkveðjur.
Magnús J. Brynjólfsson.
sviðinu, eins og hann hefði óskaS
sér. Einn af máttarstólpum oc
útvörðum hins mannúðlega, há-
þróaða einstaklingsframtaks,
fjóra áratugi, stundum harðir | maður hvarf skyndilega af sjónar
keppinautar en alltaf samherj-
ar, og vináttan eldtraust í blíðu
og stríðu í næstum hálfa öld.
Eggert Kristjánsson var harð-
greindur maður og vel menntað mikill og sterkbyggður karaktér,
ur, viljasterkur, ósérhlífinn og kappsamur en sanngjarn verald
áræðinn. Han* skoðaði hvern armaður, góður og traustur dreng
hlut ofaní kjölinn. Ekki bara ur, er nú fallinn um aldur fram
bátana, sem hann útvegaði ís- j Athafnalöngunin var hans mikl*
lenzkum fiskimönnum, heldur ástríða, sem enginn mannlegur
smátt sem stórt. Eljusemi hans máttur gat hamið. Hann féll á
og samvizkusemi var undraverð hörðum sóknarspretti í samræmi
í öllum hans miklu önnum og
umsvifum.
við líf sitt.
J Mér varð í morgun litið ofait
Vatnsstíginn, frá þeim stað sem
við Eggert stóðum svo oft 1
Forustuhæfileikum Eggerts og
dynamiskum krafti kynntist ég dáðum hið tignar
fyrst fyrir alvoru um þær mundir , tt,;___
lega útsýni til flóans og Esjunnar.
Og mér fannst að úr fjallinu
hefði . hrunið mikið bjarg og
Esjan ekki lengur hafa sama
svipinn og áður.
K. J.
sem við unnum báðir í sam-
tökum iðnrekenda. Það er tals-
vert átak að koma upp myndar-
legum iðnaði í Reykjavík á fyrra
helmingi þessarar aldar. Eggert
átti í ríkum mæli þann hæfi-
leika að fá safnað öllu afli huga
og tauga í einn þéttan atóm-
kjarna. Og hann hafði méð-
fædda tilfinningu fyrir því
hvenær rétta augnablikið var
runnið upp að leggja eld að
kveikjuþræðinum. Hann vissi
námkvæmlegá hvenær hentaði
að bíða, hvenær að kasta ten-
ingnum. Hann var hinn lagni
laxveiðimaður þrátt fyrir nokk
uð ofsafengna skapgerð.
Fyrstu árin, Eggert meðan þú
varst ennþá eldri en ég, og reynd
ari, fór ég oft í smiðju til þín
Það var ekki langt að hlaupa KYNNI okkar Eggerts heitins
í þá daga, þó vegirnir væru j urðu náin síðasta áratuginn, þótt
F. 6. okt. 1897. D. 28. sept. 196«.
Svo verður einn
Eftir annan hverfa
Hollra vina
Á helveg kaldan;
Fjölga lífsárin,
Fækka vinir,
Sem vfðir hrynji,
En veður þústnar.
(Steingr. Thorst.)
þungfærir í Skuggahverfinu. Það
voru mér drjúgar veiðiferðir,
því þú hafðir ekki aðeins harða
vel þekkti ég til hans frá æsku
minni gegnum vináttu og verzl-
unarviðskipti föður míns og
og þjálfaðaa vöðva, eins og ég á hans. Leiðir okkar lágu ekki
þeim árum, og svimandi mælsku saman vegna langdvalar minnar
en fyrirætlanirnar voru himin-
háar. Ég hreifst af mælsku þinni
bjartsýni og háum plönum
manns sem ekki kunni að hika
eða hræðast. Mér fanst stundum
er ég kom frá þér að þú gætir
allt, og kannski hefði ég snúið í
erlendis, og þótt um nokkurn
aldursmun væri að ræða, breytti
það engu um að kynni okkar
yrðu mér til mikils gildis og
ábata, enda var ég þar þiggjand-
inn.
Víst er um það, að læknisstörf
Árið 1922 var talsvert meiri
aftur heim að reita söl og arfa veita vissa sérstöðu hvað við-
hefði ég ekki hitt þig og smitast kemur persónulegum kynnum,
af lífsólgu þinni. j en Þó mundi ég segja, þegar ég
Auðvitað vorum við dálítið
eigigjarnir i ákafanum að ná fót
festu á jörðinni, sem var miklu
lít yfir farinn veg, að forsjónin
hafi verið mér hliðholl í viðkynn
um mínum utan starfs míns vi'ð
erfiðara þá en á tunglinu núna | marga mæta skapgerðar- og
En það var líka undir niðri
alltaf eitthvað í þágu lífsins, sem
við leituðum að eitthvað nýtt og
drengskaparmenn, sem markað
hafa djúp spor í þjóðfélag okkar
hver á sínu sviði. Hika ég ekki
erfitt, helst óþekkt. Þú ætlaðir ; við að telja vin minn Eggert þar
ekki að lötra gömlu troðnu kinda fremstan í flokki.
göturnar. Gömlu mennirnir t ætla mér ekki að rita um
heima höfðu tæmt alla mögu-
leika sinnar kynslóðar, kunnu
til hlítar sín verk og þeirra
framleiðsla var fullkomin.
Oft kom ég til þín, Eggert að
sníkja af þér peninga til stuðn-
ings sameiginlegum áhugamálum
æviferil eða aðalstarf Eggerts
heitins Kristjánssonar, enda murt
það gjört af þeim, sem þar bera
betra skyn á. Allir þeir, sem
kynntust honum, hlutu að hríf-
at af dugnaði hans og eldmóði
að hverju sem hann gekk. Skap-
okkar, og alltaf varstu jafn hress , Þans og viljaþrek samfara
ilegur uppörvandi og gott að rnikilli vinnuskipulagningu og
leita 'J1 þín, og ykkar gömlu vinnuþoli hlutu að hafa óvenju
mannlegu kapítalistanna, sem mikil afköst í för með sér, eins
hófust af sjálfum ykkur, og tíð °S lífsstarf hans ber ljósastan
og sár reynsla og vonbrigði hafði
gert svo sterka og hlýja. Og þá
vott um.
Eðlilega ber hæst störf hans
var nú ekki verið að biðja um i ‘ Þágu verzlunar og iðnaðar í
að fá nafnið sitt inní blöðin, eða landinu, en vfð, sem áttum því
mynd af tékknum. Nei, það var
nú eitthvað annað. Gaman þætti
mér vinur að fá að kíkja í reikn
inginn þinn hinumegin hjá Lykla
Pétri, yfir allar summurnar sem
þú réttir mönnum, maklegum
jafnt og ókmaklegum, og aldrei
mátti minnast á. Þegar þú varst
láni að fagna að kynnast honum
vel persónulega, nutum góðs af
víðfemum áhugamálum hans á
mörgum sviðum. Hann var mjög
félagslyndur maður, tók virkan
þátt í íþróttamálum frá unglings
árum sínum, var meðal annars
þekktur glímukappi og einn af
tækur og afskaplega tókstu oft
mildum höndum á yfirsjónum og
misgerðum skjólstæðinga þinna.
Fyrir það þykir mér líklega
vænst um þig. Veglyndi »'nu
munu ekki aðrir hafa kynnst
betur né oftar en ég.
Ekki er enn fullreynt, og mún
heldur ekki verða í minni tíð,
hvort önnur leið muni reynast
farsælli að því marki að skapa
okkur mannskepnunum svokall-
að frelsi og velmegun, en sú sem
við reyndum að boða í ræðu og
starfi, og fólgin var í því að
varðveita í lengstu lög veldi
margra sterkra einstaklinga og
heilda, athafnamanna, bænda og
útgerðarmanna, ekki síður en
aldursmunur á okkur Eggert i ofurmenna á hinum ýmsum svið-
Kristjánssyni en síðar. Hann var
þá 25 ára en ég 18. Það er hins
vegar ekki teljandi aldursmun-
ur á sextugum manni og sjöt-
ugum. Mér finnst eiginlega að
við höfum verið jafnaldrar í
í essinu þínu varstu stór og stór ' sl°lnendum glímufélagsins „Ár
mann“. Hann var og fyrirsvars-
maður stéttar sinnaf um áratuga
skeið á mörgum sviðum, og heið-
ursfélagi Félags íslenzkra stór-
kaupmanna.
Þau heilladrjúgu störf hans,
sem lítið er uppskátt um, mótuð-
ust af þeim þáttum skaphafnar
hans, sem vofu hjálpsemi og löng
un til aðstoðar í erfiðleikum. f
þessum efnum þykist ég vita að
margir hafi hlotið mikinn og góð
an stuðning hans í stéttarfélög-
um han- svo og í Frímúrararegl-
unni. en bar hafði hann unnið
um áratugaskeið.
Sá þáttur mála, sem við unn-
um mest saman að á síðustu ár-
unum, var skipulagning og
stofnun Hjarta- og æðaverndar-
félags Reykjavíkur og Hjarta-
verndar, samtaka hjarta- oð æða-
um andans. Æ, Guð forði okkur,
sem enn skrimtum, frá réttlæt-
mu i öllum sínum dauflegu ■ verndarfélaga á íslandi. Fyrst
endurtekningum og vélrænu var leitað til hans um öll ráð,
grimmd. 1 þar eð mér var vel kunn hin
Eggert Kristjánsson stórkaup- | Framhald á bls. 21