Morgunblaðið - 05.10.1966, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 05.10.1966, Blaðsíða 12
12 MORCU N BLAÐIÐ Miðvikudagur 5. október 196ð Hörundslitur og hvinska SEINT er um langan veg að spyrja sönn tíðindi; Morgunblað- ið frá 24. ágúst s.l. barst mér ekki fyrr en í dag. >ví er það, að þessi orð eru svo síðbúin. Þennan dag ritaði hr. >orsteinn Jónsson greinarkorn um útvarps dagskrána og notaði tækifærið til að uppfræða landslýðinn um blökkumenn í Bandaríkjunum. Pistillinn, sem hann lagði út af, gafst honum í frásögn af útvarps- þætti einum, þar sem sagðar höfðu verið „hryllilegar sögur um meðferð hvítra manna á negrum“. „Maður hefur heyrt þetta allt áður og veit að hér er mikið vandamál á ferðum .... segir >orsteinn og lítil- lætið leynir sér ekki. Og þar með dregur þessi hógværi, en vel upplýsti maður ljós sitt und- an mælikeri og lætur dýrð þess skína ýfir fávísa landa sína. Vandamálið, „veit“ hann, stafar „einkum af því að erlend öfl nota negrana til að grafa undan þjóðskipulaginu í Bandaríkjun- - um“. Já, átti ég ekki á von? Jafn- vel flóknustu vandamál verða einföld, þegar ljósi er brugðið yfir þau. >að er ekkert annað en helvítis Rússinn, sem hér er á ferðinni einu sinni enn! Eða er það kannski Kínverjinn í þetta sinn? Skiptir ekki máli; það eru í öllu falli kommúnist- ar. Svona getur sannleikurinn verið einfaldur. >ar sem ljósið skín, er ekki lengur myrkur. Og ljós hr_ >orsteins Jónsson- ar er ekki heldur nein smáræðis- týra. >egar hann skrúfar upp í lampanum, verður allt skjanna- bjart. Og þá má líka lesa þetta í beinu framhaldi af því sem áður segir: „Góðir og gegnir menn, sem til þekkja hafa sagt mér að negrarnir séu tiltölulega mjög oft miklir gallagripir, latir, þjófóttir og illir viðureignar“. Nú verð ég að setja upp sól- gleraugu; ég fæ ofbirtu í augun af ljósinu >orsteinsnaut. Sterk birta er svo afskaplega óhlífin. Öðru máli gegnir um >orstein sjálfan; hann er engan veginn óhlífinn. Hann er mannvinur, eins og sjá má á framhaldinu: „En sjálfsagt mætti bæta þá með vinsamlegri aðbúð, menntun á jafnréttisgrundvelli o.s.frv. Allt of lítið hefur verið gert til þess að mennta og mannbæta svert- ingja ..." Ljósberinn er sem sagt einnig friðflytjandi. Hann réttir fram sína hvítu vinarhönd og vill bæta þessa veslings galla- gripi. >etta má kalla göfug- mennsku. Hann virðist jafnvel vera reiðubúinn að setja hvíta bót á svart fat. En því miður; þetta eru tímar vantrúar og efa. Margir þora ekki að treysta jafnvel hinu hvítasta ljósi. Menn hafa látið hvekkjast Skærir lampar hafa skinið fyrr. Einn slíkur ljómaði í >ýzkalandi um árabil og varp- aði geislum sínum víða um heim. Sá brann út með harmkvælum fyrir tveim áratugum. Annar varpaði birtu sinni um Banda- ríkin. >ar var ljósberinn nefnd- >jur McCarthy. Hann er nú farinn veg allrar veraldar og Ijós hans vart nema skarið eitt. Nú þykj- ast líka flestir sjá að um fals- ljós hafi verið að ræða, þótt vel hafi logað um stund. Mér er því, held ég, nokkur vorkunn, þótt ég taki mér vara við slíkum ljós- fyrirbrigðum. Ég set upp sól- gleraugu, þegar á mig bregður svo blindskærri birtu, sem frá ljóskeri hr. >orsteins Jónssonar stafar; ég kann tempraðri birtu betur. Ég skal skýra nánar hvað ég á við. Hér í Bandaríkjunum hafa á tmdanförnum mánuðum orðið kynþáttaóeirðir í nokkrum borg- nm. >egar ljósberar lýstu um valinn, sáu þeir kommúnista skríða undan hverjum steini; þeir höfðu vafalítið verið „að grafa undan þjóðskipulaginu í Bandaríkjunum“. Og það er vit- að um kommúnistískar tilhneig- ingar, að „erlend öfl“ eru þar alltaf að baki. En einhvern veg- inn var það samt svo, að þegar jafnvel þessi litlu ljós endur- skinu frá liljuhvitum höndum ljósberanna, varð glampinn svo skær, að fáir þoldu við. Meira að segja stjórnarvöldin urðu að setja upp sólgleraugu, svo að ekki sé nú minnst á mig auman. Og svo gengu aðrir menn um valinn með önnur ljós. Einn þeirra var Nicholas de B. Katz- enbach, þáverandi dómsmálaráð- herra Bandaríkjanna hann var skipaður varautanríkisráðherra sama dag og þetta er skrifað). Og sú sjón sem við honum blasti var allt önnur: engir kommúnist- ar, engin „erlend öfl“, heldur kúgaður, féflettur, örvilnaður lýður annars flokks borgara, sem í réttlátri reiði hafði risið upp og krafist fullnægingar þess rétt- ar, sem þeir að visu hafa að lögum — en aðeins að lögum — til þess að lifa eins og menn; þess réttar, sem fordómar, and- úð og beinn fjandskapur hvítra manna hafa meinað þeim að ná. Katzenbach minntist hvergi á það að óeirðirnar stöfuðu af leti; ekki heldur þjófgefni. Augsýni- lega hefur hann ekki enn komið auga á sambandið milli hörunds- litar og hvinnsku; en við vitum líka að ljós hans er engan veg- inn skærasti lampinn í ljósadýrð veraldar. I.ogi þess brennur stillt og rótt, en blossar ekki ;því fell- ur mér það vel. Ég þarf ekki að setja upp sólgleraugu. Kannski brennur hann líka seinna út fyrir bragðið. En það er fleira en ofbjartir, logaskærir lampar, sem ég hef lært að gjalda varhug við. Orða- lag eins og „góðir og gegnir menn . . . hafa sagt mér“ lætur álíka illa í eyrum mér og lamp- inn >orsteinsnautur í augum mínum. Og ég fyllist hryggð yfir því hve stílmáti íslendinga hefur sett ofan. Gróa á Leiti orðaði þetta mun betur. Vantrúin er sífellt á vappi í kringum mig. Ég vil fá naglaför að þreifa á áður en ég trúi. Hverjir eru þeir, hinir góðu og gegnu sögumenn hr. >orsteins Jónssonar? Eru þeir íslendingar eða Bandaríkjamenn? Og ef þeir eru bandarískir, eru þeir frá Suðurríkjunum eða annars staðar að? Ekki svo að skilja, að það sé einhlítur mælikvarði. Samt sem áður gætu svör við þessum spurningum skýrt að nokkru um mæli sögumanna. >að skiptir tals verðu máli, þegar dæma skal trú- verðugheit ummæla um blökku- menn, hvort mælandinn er fædd- ur og uppalinn í Mississippi eða New York. Ég þekki persónulega ýmislegt fólk frá Suðurríkjunum. >eir sem ég man eftir í svipinn eru allir „góðir og gegnir menn“. Með því á ég við, að ég hef umgengist þetta fólk, fellur vel við það, þekki það að engu nema góðu. Samt sem áður mundi ég illa trúa því til að sýna blökkumönn um sanngirni í ummælum, ekki sízt ef það færi að fræða útlend- inga um kynþáttavandamálið. Hvers vegna? Vegna þess að ég veit af reynslu — ekki af sögu- sögn — að það er ótrúlega grunnt á fordómum þess. Og þótt vera megi að undantekningar finnist meðal Suðurríkjamanna, þekki ég enga. >að er að vísu munur á menntuðu og ómennt- uðu Suðurríkjafólki. Menntað fólk sýnir blökkumönnum ekki opinskáa andúð. >að segir ekki heldur að negrar yfirleitt séu „gallagripír". >að er ísmeygilegra Sjötug í dag: Frú Ásta Jónsdóttir Laugabóli PRÚ Ásta Jónsdóttir, kona Sig- urðar >órðarsonar bónda á Laugabóli við ísafjarðardjúp, ’á í dag sjötugsafmæli. >essi merka kona er fædd á Borðeyri í Hrútafirði 5. október árið 1896, dóttir Jóns Jasonarsonur veitingamanns og konu hans frú >óru Guðjónsdóttur. Ólst Ásta þar upp í foreldrahúsum en missti föður sinn kornung. Byrjaði hún að vinna á ritsím- anum á Borðeyri innan við ferm- ingaraldur. En Borðeyri var þá aðalskiptistöðin milli Suður- lands annars vegar og Vestfjarða og Norðurlands hins vegar. Árið 1916 fluttist hún til Reykjavíkur með móður sinni og gerðist þá starfsmaður á ritsímanum hér í Reykjavík. Gengdj hún þar ýms- um trúnaðarstörfum, var ' til dæmis um skeið settur stöðvar- stjóri í Vestmannaeyjum. >egar hún kom aftur til Reykjavíkur starfaði hún áfram hjá ritsím- anum og var þá um skeið skrif stofustjóri hjá ritsímastjóra, sem þá var Gísli Ólafsson. Naut hún mikilla vinsælda hjá sam- starfsfólki sínu, enda frábær starfsmaður, dugmikil og reglu- söm. Ásta Jónsdóttir giftist árið 1929 Sigurði >órðarsyni, þáver- andi kaupfélagsstjóra á Arn- gerðareyri við ísafjarðardjúp. Fluttust þau skömmu síðar að Laugabóli í ísafirði, þar sem þau hjón bjuggu um áratuga- skeið stórbúi við rausn og myndarskap. Heimili þeirra frú Ástu og Sigurðar á Laugabóli ber glæsi- legan vott smekkvísi, dugnaðar og snyrtimennsku húsfreyjunn- ar. Einstök er ræktarsemi frú Ástu við gamla og merkilega muni, er hún safnar og geymir sem sjáaldur auga síns. Blóma- og trjágarður hennar við hið reisulega íbúðarhús á Laugabóli, ber einnig fagran vott um ræktunaráhuga hennar og feg- urðarþrá. Allir þeir mörgu, sem hafa heimsótt þetta merka menn- ingarheimili og notið gistivin- áttu og tryggðar þeirra frú Ástu og Sigurðar á Laugabóli minnast þeirra með þakklæti og hlýju. Frú Ásta hefur yndi af músik, er sjálf músikölsk og glaðlynd. Setja þessir eiginleikar hennar ógleymanlegan svip á heimili hennar og manns hennar. Marg- ar glaðar og góðar minningar koma upp í hugann þegar rifjuð eru upp kynnin við þessi merku hjón á tímamótum í lífi þeirra. Um leið og við Ólöf árnum frú Ástu allrar blessunar sjötugri, þökkum við henni, manni henn- ar og skylduliði drengskap og vináttu á liðnum tíma. S. Bj. en svo. >að segir, að þeir séu „tiltölulega mjög oft . . . latir, þjófóttir og illir viðureignar" — rétt eins og hr. >orsteinn Jóns- son orðar það. Mér er sem ég heyri sögu- menn hefja mál sitt (eða enda það), hógværa, grandvara menn með góðlegan svip, gegna og trausta borgara: „Mind you, I’ve got nothing against them. Some of my best friends are Negroes!" („Ekki svo að ég hafi neitt á móti þeim. Sumir beztu vina minna eru blökkumenn!“). >að bregzt ekki, að þeir sem svo mæla eru negrahatarar, hversu „góðir og gegnir menn“ sem þeir eru að öðru leyti og hversu vel sem þeir reyna að dylja það fyrir sjálfum sér og öðrum. >eir eru andlegir lagsbræður þeirra negramorðingja, sem vaða uppi, einkanlega í Suðurríkjunum, og brenna kirkjur svertingja, sprengja heimili þeirra í loft upp á næturþeli ,og misþyrma börn- um þeirra á leið í skóla. >að vantar ekki heldur að þetta fólk vilji „mannbæta“ blökkumenn. >að er engu síður göfugt en hr. >orsteinn Jóns- son. >að setur sig á háan hest og lítur góðlegum föðuraugum niður á hina svörtu „gallagripi“, sem svo eru „illir viðureignar“. >að annaðhvort skilur ekki eða vill ekki skilja að það er sjálft orsök hins illa, sem það þykist vilja bæta; skilur ekki eða vill ekki skilja, að það þarf fyrst og fremst að „mannbæta“ sjálft sig. >á mun flest annað eftir fylgia jafneðlilega og dagur fylgir nótt. >að er satt, sem hr. >orsteinn Jónsson segir um blökkumenn i grein sinni: „Margir líta ennþá á þá sem hálfgerðar skepnur". >vl miður verður ekki annað ráðið af orðum hans en hann sé sjálf- ur einn þeirra mörgu. >að er líka rétt, að „þetta er vissulega svartur blettur á hinni miklu amerísku þjóð“. >að sem höfund ur virðist ekki skilja er það, að sá svarti blettur er samansettur úr milljónum óverulegra punkta — ógrynni örsmárra svartra agna, sem allir líta út eins og hr. >orsteinn Jónsson. New York 21. sept. 1966. Hallberg Hallmundsson. Lútin íslondsvinur NÝLEGA er látinn í Dan- mörku, í hárri elli, maður sem oss íslendingum er skylt og ljúft að minnast, yfirskógar- vörður C. E. Flensborg. Flens- borg var 93 ára er hann and- aðist. C. E. Flensborg var skóg- fræðingur að menntun, útskrif- aður sem slíkur 1898. Um hálfr- ar aldar skeið vann hann við Heiðafélagið danska að ýmsum störfum, sem aðstoðarmaður, fulltrúi, yfirskógarvörður, skrif- stofustjóri og loks sem aðal forstjóir í tiu ár, 1933 - 43 er hann lét af því starfi fyrir aldurssakir >annig var Flensborg einn af hinum stóru mönnum Heiða- félagsins, kunnur og virtur um alla Danmörku og þó víðar. En Flensborg starfaði einnig hér á landi svo að oss má minni til reka, þótt margt sé fljótt að gleymast. Flensborg kom hingað sumar hvert 1900 - 1906, ferðaðist hér um og vann að skógræktar- málum. >að var hann sem fyrst lét girða Hallormsstaðaskóg, og hann kom á fót plöntuuppeldi á fleiri stöðum, þótt í smáum stíl væri. Flensborg hafði einn- ið samið um kaup á Vaglaskógi áður en hann lét af storfum hér á landi, og gert ráð fyrir friðun skógarins. Flensborg skrifaði greinagóð- ar sjíýrslur um störf sín iiér, raunar meira en skýrslur, því sumt af því er hann reit um skógrækt hér á landi er með því allra merkasta sem um þau mál hefir verið skráð. Má þar nefna Skovrester og Nyanlæg af Skov paa Island, sem birtist í Tidskrift for Skovvæsen 1901. aðrar ritgerðir hans og skýrslur um skógræktartilraunir á ís- landi birtust í sama tímariti á árunum 1902-1906. Er þar að finna margan mætan fróðleik, sem nú er orðinn sögulegur. Sagt hefir verið að hugur Flensborgs hafi staðið að setjast að hér á landi og gera skóg- ræktina hér að ævistarfi sínu, en að fyrir misskilinn sparnað hérlendra valdamanna gat ekki af því orðið. Memleg örlög voru það oss íslendingum og skóg- ræktarmálinu, ef satt er hermt. Má það glöggt sjá af því hver starfsframi og afrek biðu þessa manns í Danmörku. C. E. Flensborg forstjóri kom hingað í heimsókn sumarið 1906. Hélt hér fyrirlestra og ferðað- ist töluvert um til að líta á æskuverk sín hér á landi og framfarir þær sem orðnar voru 1 skógræktinni, og gladdist inni- lega við allt sem hann sá vel gert. Hann lét ekki heldur und- ir höfuð leggjast að benda á það sem miður fór að hans áliti og reynslu. Sagði Flensborg oss þá ýms sannindi sem þarft er að minnast.' Nú er hann horfinn af svið- inu. íslenzka þjóðin á einum fornvini færra í Danmörku. Vér minnumst hans með virðingu óg þakklæti, skógarmannsins mikla sem vildi íslandi svo vel. Árni G. Eylands. limsóknir um æskulýðs- og barnaverndar- námskeið í IJ8A SÍÐASTLIÐIN fjögur ár hafa 12 íslendingar tekið þátt í Cleve- land-áætluninni fyrir starfs- menn á sviði æskulýðs- og barna verndarmála (The Council of International Programs For Youth Leaders and Social Work- ers, Inc), en þátttakendum frá ýmsum þjóðum er árlega gef- inn kostur á að kynna sér slíka starfsemi vestan hafs. Var kynningarstarf þetta í upphafi einungis bundið við borgina Cleveland í Ohio, en síðan hafa fleiri stórborgir gerzt aðilar að þessu merka starfi, svo sem Chicago, Philadelphia, San Francisco, Minneapolis, St. Paul. Nú er hafinn undirbúningur að námsdvöl útlendinga á vegum ClP-áætlunarinnar á næsta ári, og gefst íslendingum kostur á að taka þátt í námskeiðinu, sem stendur í fjóra mánuði (frá 23. apríl til 24. ágúst). Koma þeir einir til greina, sem eru á aldr- inum 23—40 ára. >á er það skil- yrði að umsækjendur hafi gott vald á enskri tungu, og einmg verða þeir, sem eru í beinni snert ingu við börn og unglinga í dag- legum störfum sínum, og notið hafa sérmenntunar í þeim efn- um, látnir ganga fyrir um styrk- veitingu. Framhald á bls. 21. t

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.