Morgunblaðið - 05.10.1966, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 05.10.1966, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLADIÐ Miðvikudagur 5. október 196< Eggert Kristjánsson stúrkaupmaður - Minning í dag er Eggert Kristjánsson, stórkaupmaður, til moldar bor- inn, en hann lézt hér í bænum hinn 28. september. Banamein hans var hjartabilun. — Með Eggerti er genginn einn meðal hinna mikilhæfustu og mikils- virkustu manna í íslenzkri Kaup sýslustétt, eftirminnilegur og svipmikill persónuleiki, höfð- inglundaður drenskaparmaður. Eggert var fæddur að Mýrdal í Kolbeinsstaðarhreppi hinn 6. október 1897 og var því tæpra 69 ára að aldri er andlát tians bar að höndum. Foreldrar hans voru Kristján Eggertsson, bóndi að Mýrdal og síðar að Dals- mynni í Eyjahreppi og kona hans Guðný Guðnadóttir. — Hann ólst upp með foreldrum sínum og vann þeim fram yfir tvítugsaldur. — Hugur hans stóð þó aldrei til búskapar eða sveitastarfa, heldur stefndi á aðrar leiðir. — Hann fór til náms við gagnfræðaskólann í Flensborg og lauk þaðan prófi vorið 1918. Var hann heima á búi föður síns um eins árs skeið að loknu námi, en fluttist hmg- að til borgarinnar 1919 á 22. aldursári, og lifði hér og staríaði síðan til æviloka. Glæsilegur maður hefir Egg- ert verið í æsku. Hann var tríð- leiksmaður, sterkur vel og nvat- legur, enda ágætum íþróttum búinn. Hunn hafði stundað glímu, skíðagöngur og fleiri íþróttir frá bernsku og var um árabil einn hinna fremstu með- al margra frækinna glímumanna hér í borg. Vann hann oft til verðlauna á því sviði, þar á tneð al ósjaldan til sérstakra verð- launa fyrir fagra glímu og glæsi lega. Það kom og snemma í ljós, eftir að hann hóf störf hér á viðskiptasviðinu, að hann bjó ekki aðeins yfir líkamlegu at- gerfi, heldur einnig og ekki síð- ur yfir andlegu atgerfi og at- orku. — Þegar litið er til baka yfir allt, sem hann hefir starf- að, allt sem eftir hann liggur myndi mörgum þykja sem tveir menn eða þrír væru vel sæmdir af þeim afköstum. Fyrstu þrjú árin starfaði Eggert við verzl- unarstörf hjá öðrum, þar af lengst hjá Mjólkurfélagi Reykja víkur, en hinn 4. nóver^er 1922 stofnaði hann fyrirtækið Eggert Kristjánsson & Co. og rak það í fyrstu í félagi við Eyjólf heit- inn Jóhannsson, en síðan sem einkaeigandi, þar til fyrirtækið var gert að hlutafélagi og var síðan forstjóri þess og stjórnar- formaður til dauðadags. Er skemmst frá því að ségja, sem enda er alkunná, að fyrir- tæki Eggerts blómgaðist og dafnaði fljótt og vel, enda þótt - hann byrjaði með tvær hendur tómar og hefði ekki annað í fyrirtækið að leggja en dugnað sinn og stórhug. — Sá höfuð- stóll reyndist hins vegar farsælli og arðsamari en digrir sjóðir hefðu reynst, án þessara eigin- leika eigandans. Viðskipti fyrir- tækisins tóku brátt yfir mjög vítt svið, bæði í innflutnings- og útflutningsverzlun og ekki voru liðin full fjögur ár, er Eggert stofnaði annað stórfyr- irtæki, Kexverksmiðjuna Frón, í félagi við aðra og keypti síð- ar einnig Kexverksmiðjuna Esju, nokkru eftir að hún var stofnsett. Ýmsum fleiri fyrir- tækjum átti hann hlut að, og þá yfirleitt sem forystumaður þeirra. Hann var stjórnarfor- maður h.f. Banana, hf. Desa og niðursuðuverksmiðjunnar Mata hf. og í stjórn Innflytjendasamb andsins var hann frá stofnun þess til æviloka. — Síðustu árin var milliganga um smíði fi I iskipa fyrir íslenzka útgerðarmenn vaxandi þáttur í starfsemi að- alfyrirtækis Eggerts, og sá þátt- ur þess, sem hann persónulega lagði sig mest fram um að rækja, vandasöm viðskipti og harla mikilvæg. Hafði hann með al annars milligögu um smíði tveggja nýjustu skipa Guðmund ar á Rafnkelsstöðum og er þess skammt að minnast, frá heim- komu hins siðara hvílíkt lof Guð mundur bar á Eggert fyrir þau viðskipti öll. Það lætur að líkum, að Egg- ert öðlaðist mikla reynslu og þekkingu á viðskiptamálum Is- lendinga, bæði inn á við og út á við. — Þetta, ásamt alviður- kenndum dugnaði hans, olli því að hann var hvað eftir annað kvaddur til að eiga þátt í við- skintasamningum við aðrar þjóð ir fyrir íslands hönd og skal það ekki nánar rakið hér. t mörgu fleiru kom það fram að Eggert naut truasts og viður- kenningar bæði innan lands og utan. í stjórn Félags ísl. stór- kaupmanna átti hann sæti í 18 ár, þar af formaður í 7 ar. Hann var heiðursfélagi þei’ra sam- taka. í stjórn Verzlunarráðs Is- lands var hann 1934-1956, þar af varaformaður í 3 ár og for- maður i 7 ár. Um skeið var hann í stjórn Félags ísl. Iðnrekenda og í stjórn Vinnuveitendasam- bands íslands frá upphafi. — Aðalræðismaður Finnlands var hann í rúman áratug Margvísleg ur sómi var honum sýndur fyr- ír störf sín, hlaut m.a. stór- riddarakross hinna íslenzku Fálkaorðu og kommandörkross finnsku Ljónsorðunna. Nokkuð gaf Eggert sig að stjórnmálum um tíma fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Ekki sóttist hann þar eftir auðunnum veg- tyllum, heldur tók að sér að fara í framboð við erfiðar að- stæður í grónu andstæðinga- kjördæmi. Vann hann þar mikið og vel, eins og við mátti bú- ast. Ekki bar hann þar sigur úr býtum, en hafði ánægju af glímunni. Það ber einatt við um harð- duglega menn, ekki sízt þá, sem hasla sér völl á viðskipta- og athafnasviðinu, að þeir verði að sæta því, að þeim ókunnugur almenningur hafi tilhneigingu til að halda þá einnig harðlynda og jafnvel að þeir sjáist lítt fyrir í viðskiptum. — Ekki hefir Eggert með öllu komist hjá þessu á fyrri árum — og er jafnvel ekki örgrannt um að ég, sem þessar línur rita, hafi, á meðan ég var honum algjör- lega ókunnur, gert mér ein- hverjar hugmyndir í þessa átt, auðvitað með öllu óhugsaðar og varla fyllilega meðvitaðar. — Um leið og þessi játning er gerð. skal líka tekið fram, að varla hefi ég nokkrum manni öðrum kynnst náið, sem svo hefir reynst ólíkur því sem ég hefði búist við. Það held ég og sannast mála, að mannkostir Eggerts hafi orðið æ fleirum ljósir eftir því sem árin liðu, og að sá misskilningur sem ég nefndi hafi fyrir löngu verið fallinn fyrir róða. — Vafalaust hefir Eggert verið kappsfullur og haldið einarðlega á sinum málum, en víst er og hitt, að .á engum hefir hinn viljað níðast og einskis manns trausti bregð- ast. Fráleitt væri að rita svo minn ingargrein um Eggert Kristjáns- son, að ekki væri stangaveiðin nefnd á nafn. — Lætur að líkum að hann gat eigi all-lítið veitt sér hinna ytri gæða lífsins, en fátt þeirra held ég hafi vi rið honum kærara en stangveiðin. Hún var honum í rauninni mejra en aðeins ytri gæði, svo m,kJa hressingu og endurnæringa, veitti hún honum og dyrmæta hvíld frá krefjandi störfum. Einmitt í sambandi við þessi mál hófust kynni okkar Egg- erts. Var ég þá meðal forsvars- manna félags, sem hafði náð undir sig miklum hluta veiði- réttinda, sem Eggert, við annan mann, hafði þá um skeið haft óskoruð umráð yfir, og átti hlut að samningum við hann um ýms atriði í sambandi við fyrir- komulag veiðanna. — Ekki fór á milli mála að honum hafði sárnað að þurfa að játa hlut sinn, en það sem vakti athygli mína og aðdáun, var, hve fram- koma hans við okkur persónu- lega, sem í þessum málum stóð- um fyrir félagið, var virðuleg, | og vingjarnleg, — jafnvel höfð- ingleg í vissum efnum. Nokkru seinna hófust svo með okkur miklu nánari kynni , fyrir samstarf í félagsmálum, | kynni sem kennt hafa mér að meta hann þeim mun meira, sem þau hafa legur varað. Eitt hið fyrsta sem ég varð áskynja um Eggert, eftir að nánari kynni tókust. Var það, hve afburða vinsæll hann var af sínu fjöl- menna starfsliði. -— Þessi mikli starfsmaður, sem svo ríkar kröf I meiri hvíldar. — Líklega hefir I j þó öllum verið ljóst að pað , myndi varla verða á meðan j ; hann stæði upp. — Nokkru j ! mun hann þó hafa verið farinn að taka meira tillit til heilsu sinnar síðasta árið, en eitt var það þó, sem hann aldrei dró af sér við, — starfið — já og stangaveiðin ekki fyrr en allra síðustu mánuðina. Honum auðn | aðist líka að lifa til hinstu stundar eins og hann áre;ðan- lega helzt hefur kosið sér, — í j fullu starfi, við fulla starís- ; gleði. Eins ljúfur húsbóndi og Egg- ert var starfsfólki sínu, má þess ; nærri geta, hvílíkur heimilisrað- | ir hann hefur verið, enda er það 1 mjög rómað af öllum sem til j þekkja og mest af ástvinum j hans, sem þess nutu. — Eggert I kvæntist hinn 8. apríl 1922 eftir- 1 ur gerði til sjálfs sín, átti það . umburðarlyndi til að bera, að hann var mildur og skilnings- góður er hann <iat störf ann- arra og lét þá þó njóta sinna, . sem vel gerðu. — Hygg ég að flestir þeir, sem hjá honum hai'a unnið, muni bera honum það, að I ágætara húsbónda myndu þeir ekki geta kosið sér, enda gerði hann sér far um að vera starfs- fólki sínu vinsamlegur vinnufé- lagi, ekki síður en yfirmaður. j Eins og Ijóst má vera af því, I sem hér hefir verið rætt, er ; ákaflega fjarri því að Eggert væri maður harðlyndur eða kaldur. Þeir, sem vel þekktu hann, vissu, að hann átti þvert á móti til að bera hjartahlýju og samúð og svo viðkvæma lund, að sjaldgæft mátti telj- ast. — Því var hann einnig j mjög hjálpsamur, en flíkaði því ! ekki, heldur var honum óljúft að láta sín við slíkt getið. | Alla tíð lagði Eggert mikið á sig við störf sín. Vinnan var honum þó ekki byrði heldur ávallt gleðigjafi, eins og að lík- j um lætur um slíkan atorku- j mann. Svo fór þó að lokum, að hans mikla þrek og hreysti fór að láta á sjá, og fyrir 10 árum varð hann fyrst alvarlega veik- ur af þeim sjúkdómi, sem nú hefir orðið honum að aldur- tila. — Þrjár miklar legur lá hann á þessum árum, vegna þessa sjúkdóms og hina fjórðu, sem ekki reyndi hvað rninnst á hann, vegna mikilla skurðað- gerða á báðum hnjám. Lítið vildi ! hann þó sjálfur gera úr þess- um veikindum sínum, enda var honum ekki við annað verr en að vinir hans — að ekki sé minnst á hans nánustu — hefðu áhyggjur út af heilsu hans. — Af sömu ástæðu tók hann því jafnan líklega þegar rætt var við hann um að hann fæn að fara sér hægar og unna sér lifandi konu sinni, Guðrúnu Þórðardóttur bónda að Vogs- ósum í Selvogi Eyjólfssonar, ágætri konu, sem hefir verið manni sínum ómetanleg stoð og stytta. Voru alla tíð slíkir kær- leikar með þeim hjónum, að öllum, sem til þekktu var ljost hversu farsæl þeirra sambúð hafði verið. Mestan hluta bú- skapar síns áttu þau fagurt rausnarheimili að Túngötu 30, hér í bænum og var þar gott að koma, vit \ti þeirra. Börn þeirra Eggerts eru fjög- ur, Gunnar, viðskiptafréeðingur, sem kvæntur er Báru Jóhanns- dóttur, verkstjóra Benediktsson- ar, Kristjana, gift Magnúsi Ingi- mundarsyni, söngstjóra á Akur- Jónssonar og Edda, gift Gísla ur Jóninu Snorradóttur bókara Jónssonar og Edda gift Gísla V. Einarssyni viðskiptafræðing. — Barnabörnin eru orðin 16 og eitt þeirra, sonardóttirin Guðrún Edda er að mestu — og í mikl- um kærleikum — alin upp hjá afa sínum og ömmu. Barna-barna-börnin eru tvö. Eggert hefur ávallt viljað starfa með skylduliði sínu. — Faðir hans vann við fyrirtæki hans frá 1924, að hann brá búi, og fram undir 1950 og nú vinna synir hans og tengdasynir þar allir og veita því forstöðu. Egg- ert sagði oftar en einu sinni við mig, að fyrirtækið yrði i goð um höndum þó að hann félli frá. Ég votta frú Guðrúnu, börn- um hennar og öðrum ástvinum dýpstu samúð vegna missis beirra. en samgleðst þeim vegna þeirra minninga sem þau eiga um góðan eiginmann, föður, tengdaföður og afa. Eins má að lokum ekki ógetið vera, þegar Eggerts er minust en það eru störf hans í Frí- múrarareglunni á íslandi. Þann félagsskap mat Eggert flestu meir og þar var honum truað fyrir miklum störfum. Verður hans þar lengi saknað, enda vandfyllt það skarð, sem hann lætur eftir sig. Gunnar J. Möller. í dag verðúr til moldar bor- inn Eggert Kristjánsson stór- kaupmaður. Hann andaðist mið vikudaginn 28. f.m., í miðri önn dagsins. Okkur starfsfólki hans hefur lengi verið ljóst, að Eggert gekk ekki heill til skógar. Við áttum alltaf von á, að hann yrði að draga sig í hlé frá störfum. en hann kunni ekki að hlífa sér og þess vegna féll hann, vo að segja mitt á meðal okkar Eggert var mikill athafna- og mannkostamaður, og við dáð- umst að orku hans og þeitkingu á ýmsum sviðum mannlífsms, svo og á hinni fáguðu fram- komu hans á hverju sem gekk. Þrátt fyrir mik'ar annir og uu- svif og oft langan vinnudag, var svo sem hann hefði nægan tíma til hinna óskyldustu hluta. Ljóðmæli og goðar bæku- ias hann mikið og gaf se- alltaf tíma til að jófa fagur-a lista, enda ber bæði vmnustofa hans og heimili honum þar fagurt vitni. Engum gat heldur dulizt, hversu frábær heimilis faðir hann var. Við starfsfólk hans teljum það lán í lífi okkar að hafa veiið honum samferða, unnið undir hans stjórn, notið handleðslu hans og umhyggju, sem oft náði langt út fyrir það svið sem starfi okkar tilheyrði. Nú, þegar við kveðjum herm í hinzta sinn, viljum við íáia í ljós hryggð okkar og söknuð vegna fráfalls hans, og við þökk um honum samferðina. Konu hans, uörnum, tengda- börnum og öðrum vanda’n i,m. um sendum við okkar inniíeg- ustu samúðarkveðjur. Minningin um mikilhæfan og góðan dreng mun lifa. I DAG kveðjum við einn af máttarstólpum stórkaupmanr.a- stéttarinnar á fslandi, sem á fimmta áratug stóð í fararbroddi stéttar sinnar til eflingar frjálsri verzlun og haftalausri starfsemi heildverzlunar á fslandi. Ég tel, að ekki sé á neinn hall- að, þótt Eggert Kristjánssyni sé eignað og þakkað að mjög veru- legu leyti það frelsi, sem í dag ríkir í innflutningsmálum þjóðar innar, þótt honum auðnaðist því miður ekki að lifa þann dag, er síðustu leifum hamla og hafta yrði á brott kastað. Eggert Kristjánsson hóf ungur umsvifamikla verzlunarstarfsemi og stofnáði árið 1922 umboðs- og heildsölufyrirtækið Eggert Krist jánsson & Co., sem hann rak af stórhug til dauðadags. Hann lét sér málefni stórkaupmanna miklu skipta og var einn af stofn endum Félags íslenzkra stór- kaupmanna þ. 21. maí 1928. f stjórn félagsins átti hann sæti frá 1931 til 1949, samfleytt í 18 ár, eða lengur en nokkur annar fram til þessa. Hann var formaður félagsins frá 1934 til 1949 eða í 15 ár. Eggert gegndi og fjöldamörg- um öðrum trúnaðarstörfum fyrir stórkaupmannastéttina, sem hann vann að af fórnfýsi og geysi- miklum dugnaði. Félag íslenzkra stórkauo- manna gerði Eggert að heiðu’s- félaga sínum 1957 til að s.i na honum nokkurt þakklæti 'fyrir þann mikla skerf, sem hann hafði lagt til eflingar stórkaupmanna- stéttarinnar og baráttumála hennar. Framh á bls. 19.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.