Morgunblaðið - 19.10.1966, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 19.10.1966, Blaðsíða 4
4 MORCUNBLAÐID ' Miðvikudagur 19. okt. ' BILALEICAN FERÐ SÍMI 34406 SENDUM MAGNÚSAR SKIPHOLTf 21 SÍMAR21190 eftir lokun slmi 40381 Hverfisgötu 103. Daggjald 300 o; 3 kr. ekinn km. Benzín innifalið. Sími eftir lokun 31100. LITLA bílaleigan Ingólfsstræti 11. Sólarhring-sgjald kr. 300,00 Kr. 2,50 ekinn kílómeter. Benzín innifalið í leigugjaldi Bifreiðaleigan Vegferð Sími 23900. Sólarhringsgjald kr. 300,00. Kr. 3,00 pr. km. BÍLALEIGAN VAKUR Sundlaugaveg 12. Sími 35135. BILALEIGA S/A CONSUL CORTINA Sími 10586. BÍLALEIGA H A R Ð A R Sími 1426 — Keflavík. Lækkað verð. ðfr' Kr. 2,50 á ekinn km. 300 kr. daggjald RAUDARÁRSTfG 31 SfMI 22022 ^ÞRBSTUR^ Malflutningsskrifstofa JON N. SIGURDSSON Simj 14934 — Laugavegj 10 B O S C H Háspennukefli 6 volt. 12 volt. Brœðurnir Ormsson Lágmúla 0. — Sutu 38820. • Er brennivínið tillölulega ódýrara nú en fyrir 1914? f dálkum Velvakanda sL sunnudag er vikið að þeim um- mælum Halldórs Laxness, að brennivínsflaskan, sem kosti 300 krónur nú, hafi ekki kostað nema 10 aura fyrir árið 1914, og sé þetta ápreifanlegt dæmi um verðbólguna, sem hér hafi verið að þenjast út ailar götur síðan þá. Beni var á það á sunnudag- inn, að flaskan kosti nú „ekki nema“ 2?0 kr., og að hún hafi kostað miklu meira en 10 aura fyrir 1914. Svo vildi til, að í Lesbók Morgunbiaðsins sl. sunnudag birtist skemintileg grein eftir Hannes Jónsson, sem bar nafn- ið „Þær gömiu syndir gleymast ei“. Þar er að því vikið, að flaska af brennivíni hafi árið 1907 kostað í Reykjavík frá einni krónu og 25 aurum upp í kr. 1.65. Hannes tiáði Velvakanda í fyrradag, að sama verðið hefði sennilega haldizt fram til ársins 1914, þegar allt fór að hækka vegna stríðsins, svo að allmiklu munar hjá Halldóri Laxness. Upp úr banni og stríði fór allt að hækka; til dæmis hefði „spólan“ (flaska af spóluðum lakkspíritus) kostað þrjár krón ur árið 1916. Þá sagði Hannes, að sér teldist svo til, að verkamaður hefði getað keypt 300 flöskur af brennivíni fyrir árskaupið árið 1907, en nú mundu þær nær 600. Annar maður hefur sagt Vel- vakanda, að hann hafi keypt brennivínsflösku í Thomsens- kjallara um 1910 á kr. 1,30. — Maður, sem vann við Gránufé lagsverzlunina á Akureyri 1906 •—1907, segir flöskuna hafa kost að 90 aura. Vegna samkeppni við verzlun Jcikobs Hafstein hafi Ragnar Ólafsson, verzlun- arstjóri Gránufélagsverzlunar- innar, lækkað verðið niður í 72 aura, en ekki hafi það verð stað ið nema nokkra daga. — Þá kostaði mjólkurpotturinn á Ak- ureyri 10 aura, en undanrennan 2—5 aura potturinn. • Eru hyrnuvélarnar ónýtar? „Húsfreyja" skrifar: „Margar eru þær orðnar mjólkurhyrnurnar, sem ég hef keypt handa minu mjólkur- þyrsta heimili á undanförnum árum. Kkki eru þær vinsælar af mér og mínum, fremur en öðrum, og hefði ég oft getað tekið undir gagnrýni, sem birzt hefur um þær opinberlega. Ókosti þeirra þarf ég ekki að telja upp, því að það hafa aðrir mér pennafærari gert. Eins og allir mjólkurkaup- endur vita, hættir hyrnunum ákaflega til þess að leka, ef þær rifna þá ekki eða springa hrein lega við minnsta átak. Oftast gliðna þær um „sauminn", en stundum koma á þær sprungur. Nú hef ég tekið eftir því í seinni tíð, að mjög fer í vöxt, að hyrnurnar rifni í „saumun- um“. Oft er eins og brúnleitt ryð í „saumunum“, og svo lekur mjólkin þar út. Þarf ekki að lýsa þeim vandræðum og sóðaskap, sem af því hlýzt, ef mjólkin hefur t. d. verið að seitla út um sprunguna heila nótt inni í skap hjá manni. Hvernig stendur á þessu? Slæmar hafa hyrnurnar alla tíð verið, en nú keyrir um þver bak. Eru vélarnar nú alveg ónýtar. Ef svo er, megum við þá ekki vænta þess, að nýrri og fullkomnari tækni verði tekia upp hjá Mjólkursamsölunni? — Húsfreyja". • Tilmæli til gatna- gerðarinnar: Grindverk við Bókhlöðustíg Kunningi Velvakanda hefur komió að máli við hann og bent á, að nauðsynlegt sé að setja upp grindverk meðfram gangstéttinni neðst við Bók- hlöðustíg, eins og gert var á sín um tíma neðst í Bakarabrekk- unni, þar sem Bankastrætis- stéttin sveigir niður á gang- stéttina v>ð Lækjargötu. Bók- hlöðustígurinn er mjög brattur, og þar sem gangstéttin beygir niður á Lækjargötu verður ákaflega torfær brekka í hálk- um á vetrum. Er alveg nauð- synlegt fyrir vegfarendur, að þeir hafi þar handrið til þess að styðjast við, til að verjast falli á glerhálu svellinu, enda hafa orðið þarna slys. Stéttin er svo brött og slétt í beygjunni, að 1 ísingu verður hún stórhættuleg. — Þessum tilmælum er hér með komið til gatnagerðarinn- ar til vinsamlegrar fyrir- greiðslu. DRESS-OIM vetrarfrakkar margar tegundir nýkomnar. Snyrtidama frá Dorthy Gray er í Ingólfs Apóteki frá kl. 9,30 — 12 og 2 — 6 dag- lega. GEYSIR HF. Fatadeildin. Bezt að auglýsa í Morgunblaðinu IVIs. Anna Borg Síðasta ferð frá ftalíu og Spáni fyrir jól Lestum vörur í Genova til Rvk 14. til 15 nóv. n.k. og í Almería 18. til 19. nóv. næstkomandi. Fleiri lestunarhafnir koma til greina. Uppl. veittar á skrifstofu vorri Garðastræti 3, sínú 11120.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.