Morgunblaðið - 19.10.1966, Blaðsíða 13
Miðvikudagur 19. olrt. 1966
MÓRGU N BLAÐIÐ
13
Margháttaðar breytingar á rekstri
ríkisfyrirtækja fyrirhugað
Lidnrshoðam tollalöggjafnr ver ður óhjákvsemileg
- frárlagaræða Magnúsar Jónssonar
ÁÐUR en ég geri grein fyrir
fjárlagafrumvarpinu fyrir árið
1967 mun ég í stórum dráttum
skýra afkomu ríkisSjóðs á árinu
1965 og horfur á yfirstandandi
ári. Að því var stefnt, að ríkis-
reikningurinn fyrir árið 1965
gæti orðið lagður fram strax í
byrjun þings, en því miður verð-
ur prentun hans ekki lokið fyrr
en í næstu viku. Ég verð að láta
nægja að gefa heildarmynd af af
komu ríkissjóðs á árinu ’65, enda
verður tækifæri til að ræða ein-
stök atriði ríkisreikningsins, er
hann verður tekinn til meðferðar
síðar á þessu þingi.
Heildartekjur á rekstrarreikn-
Ingi reyndust 3.690.2 millj. kr.,
eem er 167.1 millj. kr. hærra en
áætlað var í fjárlögum. Munar
þar mest um aðflutningsgjöld og
söluskatt. Aðflutningsgjöld fóru
117,7 millj. kr. fram úr fjárlaga-
áætlun og stafar það bæði af
meiri aukningu innflutnings-
magns og hærri raunverulegum
meðaltolli en gert hafði verið
ráð fyrir. Söluskattur fór 89.2
millj. kr. fram úr áætlun fjár-
laga vegna meiri aukningar við-
skiptaveltu en séð varð fyrir, en
söluskattsálagningin var óbreytt
á árinu. Einnig fóru tekjur af
stimpilgjöldum 5.5 millj. kr fram
úr áætlun. Flestir aðrir tekna-
liðir reyndust lægri en áætlað
var í fjárlögum og munar þar
mest um giöld af bifreiðum og
bifhjólum, sem reyndust 14,7
millj. kr. undir áætlun, þrátt fyr
ir hækkun leyfisgjalda í byrjun
ársins, en bifreiðainnflutningur-
inn minnkaði verulega frá fyrra
ári. Tekjur af tekju- og eignar-
skatti urðu 9JI millj. kr. undir
óætlUn og hluti ríkissjóðs af um-
boðsþóknun og gengismun við-
skiptabankanna 8.2 millj'. kr.
undir áætlun fjárlaga. í því
skyni að rétta nokkuð við hag
ríkissjóðs var á síðari hluta árs-
ins ákveðin allveruleg hækkun
á verði áfengis og tóbaks og fór
sá tekjuliður 24.6 millj. kr fram
úr áætlun. Heildarútgjöld á
rekstrarreikningi námu 3.413.5
millj. kr. og fór 111.5 millj. kr.
fram úr áætlun fjárlaga. Var
lögð rík áherzla á að spyrna
gegn öllum umframgreiðslum,
en þróun mála var þannig, að
hjá ýmsum nýjum útgjöldum
varð ekki komizt. Meginorsök
umframútgjaldanna má rekja til
þróunar kaupgjaldsmála á árinu.
I>annig hækkuðu grunnlaun opin
berra stafsmanpa um 4% í júlí-
mánuði og verðlagsuppbætur á
laun samkvæmt vísitölu hækk-
uðu á árinu úr 3.05% f marz-
byrjun í 7.32% frá og með 1.
desember. Koma áhrif þessara
launahækkana fram í flestum út-
gjaldaliðum. Eftir að fjárlög
voru afgneidd var í ársbyrjun,
með sérstökum lögum frá Al-
þingi, samþykkt að veita báta-
útveginum aðstoð, er hafði í för
með sér 50.4 millj. kr. ný útgjöld
fyrir ríkissjóð á árinu, og jafn-
framt voru samþykktar launa-
bætur til opinberra starfsmanna,
eem taldar voru óumflýjanlegar
vegna launahækkana annarra
stétta, og kostuðu þær launabæt-
ur ríkissjóð alls um 65 millj. kr.
Til þess að mæta þessum nýju
útgjöldum, ákvað ríkisstjórnin
fyrri hluta árs að nota heimild
fjárlaga til þess að lækka fram-
lög til opinberra framkvæmda
um 20% á árinu. Var áætlað. að
með þessari ráðstöfun myndi
aparast nægilegt fé, til þess að
mæta þessum tveimur nýju út-
gjaldaliðum. Reyndin varð hins
vegar sú, að hér hallaðist á um
rúmar 30 millj. kr. Við bættist
svo það áfall, að í samræmi við
samkomulag við verkalýðsfélög-
in var veitt sérstakt framlag úr
ríkisstjóði til Byggingarsjóðs
ríkisins 40 millj. kr. Þessi út-
gjaldaliður var einnig utan
ramma fjárlaga, en áætlað að
mæta honum með sérstakri laga-
heimild um þreföldun fasteigna-
mats við álagningu eignarskatts.
Áætlaður tekjuauki af þessari
ráðstþfun reyndist algerlega
óraunhæfur, þannig að ekki
fékkst nema um helmingur þess
er þurfti.
Einstakir útgjaldaliðir 1966.
Um einstaka útgjaldaliði skal
þetta tekið fram:
Alþingiskostnaður fór fram úr
áætlun um 12.9 millj. kr. Er or-
sökin fyrst og fremst óraunhæf
áætlun, sem ljósast sést af pví,
að útgjöld á þessum lið urðu
8,3 millj. kr. umfram áætlun á
árinu 1964, en hækkun í fjárlaga
áætlun 1965 nam þó að eins 1.6
millj. kr. Kostnaður við Stjórnar
ráðið fór 9.4 millj. kr fram úr
áætlun. Munar þar mest um ann
an kostnað ráðuneytanna 4.6
millj. kr., en tilhneiging hefur
jafnan verið til að vanáætla þann
lið. Kostnaður við kjarasamn-
inga, 1 millj. kr., var færður á
Stjórnarráðskostnað, en að öðru
leyti er hér um eðlilegar hækk-
anir að ræða vegna launabreyt-
inga. Kostnaður við utanríkis-
þjónustuna fór 4.1 millj. kr. fram
úr áætlun og kostnaður við dóm-
gæzlu og lögreglustjórn 8.5 millj.
kr fram úr áætlun. Er hér fyrst
og fremst um launabreytingar
að ræða. Kostnaður við inn-
heimtu tolla og skatta fór mjög
mikið fram úr áætlun eða um 17
millj. kr. Eru um 11 millj. kr.
af þessari fjárhæð vanáætlaður
kostnaður við ríkisskattanefnd
og skattstofur. Vék ég að því í
fjárlagaræðu minni í fyrra, að
enda þótt hið nýja skattakerfi
væri tvímælalaust til miklla
bóta og aukinnar samræmingar
og aðhalds 1 skattálagningu og
skattheimtu, þá hefðu hugmynd-
ir manna um beinan fjárhags-
sparnað af hinu nýja kerfi ekki
reynzt raunhæfar. Að auki hafa
að sjálfsögðu einnig komið til
aukin og ný verkefni á þessu
sviði m.a. tilkoma skattrann-
sóknadeildarinnar. Að sjálfsögðu
þýddi ekki annað en koma þess-
um málum í viðhlítandi horf,
enda víða á landinu miklar kvart
anir vegn seinagangs skattstof-
anna á álaghingu skatta og lét ég
því um mitt ár 1965 framkvæma
á því rækilega athugun, hverjar
væru lágmarksþarfir skattstof-
anna á starfsliði, svo að þær
gætu með sómasamlegum hætti
innt straf sitt af hendi. Verður að
telja, að aðstaða skattstofanna
°g ríkisskattstjóra sé orðin sóma-
samleg að þessu leyti, en afleið-
ingarnar hafa orðið allverulegur
kostnaðarauki. Sjást þó stund-
um ásakanir um það, að skatt-
kerfinu sé ekki enn séð fyrir
nægilegum starfskröftum.
Útgjöld til heilbrigðismála
urðu 8.4 millj. kr undir áætlun
fjárlaga. Er ástæðan fyrst og
fremst sú, að viðbygging Lands-
spítlans var ekki tekin í notkun,
á árinu svo sem ráð hafði verið
fyrir gert. Ennfremur, að fjárfest
ingarliðir á þessari grein voru
fjármálaráðherra
lækkaðir í samræmi við almenna
lækkun slíkra útgjalda. Af sömu
ástæðu urðu framlög til vega-
mála 9.2 millj. kr. undir áætlun.
Aftur á móti urðu að venju mikl.
ar umframgreiðslur á útgjöld-
um vegna samgangna á sjó, og
fór sú grein 17 millj. kr. fram úr
áætlun. Er þar um að ræða
reksturhalla Skipaútgerðar ríkis
ins, sem varð á árinu 1965 sam-
tals um 43 millj. kr. Mun ég
víkja síðar nánar að því fyrir-
tæki. Vegna skerðingar fram-
kvæmdafjár urðu framlög til
vitamála 7.5 millj. kr. undir
áætlun. En aftur á móti urðu
rekstrarútgjöld flugmálastjórnar
2 millj. kr. umfram áætlun. Staf
ar það af launahækkunum. Af
sömu ástæðu fór veðurþjónustan
1.9 millj. kr. fram úr áætlun.
Útgjöld vegna kennslumála urðu
14.6 millj. kr. umfram áætlun
fjárlaga og þó raunar mun meiri,
því að skólabyggingafé var lækk
að um 8.8 millj. kr. Er hér um
lögbundin útgjöld að ræða, sem
ekki verður við ráðið, og orsök
umframgreiðslnanna fyrst og
fremst launahækkanir. Framlög
til opinberra safna, bókaútgáfu
og fleira urðu 1.7 millj. kr. um-
fram áætlun og er það kostnaðar
auki safnanna. Framlög til
kirkjumála urðu 1.2 millj. kr.
umfram áætlun vegna launahækk
ana.
Framlög til landbúnaðarmála
fóru mjög mikið fram úr óætlun
eða samtals um 29.6 millj. kr.
Stáfar það fyrst og fremst af
miklum mun meiri jarðræktar-
framkvæmdum en gert hafði ver
ið ráð fyrir við afgreiðslu fjár-
laga. Fóru jarðræktarstyrkir
þannig 19.8 millj. kr. fram úr
fjárlögum og framlög samkvæmt
lögum og stofnlánadeild land-
búnaðarins o.fl. 7.5 millj. kr.
fram úr fjárlögum. Framlög til
sjávarútvegsins urðu 11.3 millj.
kr. umfram áætlun. Er þar aðal-
lega um að ræða annars vegar
framlag til Aflatryggingasjóðs
4.3 millj. og til Fiskveiðisjóðs
5.3 millj. umfram áætlun, Hyoru
tveggja þessi framlög eru lög-
bundin og því ekki um annað að
ræða en inna þau af hendi, Út-
gjöld vegna raforkumála urðu
12.9 millj. kr. undir áætlun
vegna skerðingar framkvæmda-
fjár, en kostnaður vegna rann-
sókna i þágu atvinnuveganna fór
3.1 millj. kr fram úr áætlun
vegna launahækkana.
Framlög til félagsmála urðu
18.2 millj. kr. umfram áætlun.
Framlög til almannatrygginga
og atvinnuleysistrygginga taka
breytingum í samræmi við launa
hækkanir og ennfremur hafði
skyni. Enda þótt enn verði ekki
fallið niður að vangá að taka í
fjárlög greiðslu vegna afborg-
unar af láni í Seðlabankanum
vegna Atvinnuleysistrygginga-
sjóðs, er tekið var vegna þess á
sínum tíma, að fellt var niður
eitt ár framlag ríkisins til sjóðs-
ins. Eftirlaun og tillag til lífeyris
sjóða fór 7.9 millj. kr. fram úr
áætlun.
Framlög til niðurgreiðslna á
vöruverði urðu 31.5 millj. kr. und
ir áætlun og framlög til uppbóta
á útfluttar landbúnaðarafurðir
15.2 millj. kr. undir áætlun.
Þessar greiðslur hvoru tveggja
færast jafnan nokkuð á milli ára
og því erfitt um nákvæma fjár-
iagáætlun. Flestir útgjaldaliðir
á 20. gr. fjárlaga lækkuðu um
20% í samræmi við niðurskurð
til verklegra framkvæmda. Út-
gjöld í eignahreyfingareikningi
reyndust alls 193.4 millj. kr. eða
16.9 millj. kr. undir áætlun fjár-
laga.
Ný Iög nm gerð ríkisreiknings.
Á síðasta Alþingi voru sam-
þykkt ný lög um gerð ríkisreikn
ings og fjárlaga. Gera lög þessi
róð fyrir mjög víðtækum breyt-
ingum á uppsetningu fjárlaga og
gerð rikisreiknings. Jafnvíðtæk
breyting á öllu reikningshaldi rík
isins krefst mikils undirbúnings,
en gert var ráð fyrir sem nauð-
synlegri byrjunaraðgerð í þessu
sambandi, að reikningum ríkis-
sjóðs fyrir árið 1965 yrði lokað í
árslok. Áður hefur það verið
venja um langt árabil að halda
reikningum opnum fram á næsta
ár. Var tilgangurinn þá sá, að
færa öll viðskipti, er tilheyrðu
hverju ári, á reikninga viðkom-
andi árs, enda þótt raunveruleg-
ar greiðslur færu fram eftir ára-
mótin. Voru slíkar færslur síðan
látnar hafa áhrif á sjóðsinnistæð
ur hjá ríkisféhirði, sem þannig
varð einungis bókhaldslegur sjóð
ur, er sýndi mun hærri innstæð-
ur en raunverulegur sjóður
vegna þess, að þær inngreiðslur,
sem fóru fram eftir áramótin,
voru jafnan mun hærri en út-
greiðslur, sem inntar voru af
hendi á sama tíma. Að þessu
sinni er greiðsluafkoman hins
vegar miðuð við raunverulega
sjóðshreyfingu og verður sá hátt
ur á hafður framvegis. Þetta
veldur nokkru ósamræmi í sam
anburði við fyrri ár, en misræm-
ið er einkum fólgið í þvi, að í
stað áðurnefndra sjóðfærslna
eftir áramót eru færðir leiðrétt-
ingarliðir á eignahreyfingareikn-
ingi vegna oftaldra tekna og
gjalda, sem þegar hafa verið
færð á rekstrarreikning og í
sumum tilvikum á fjárlagaliði
eignahreyfingareiknings. Nettó-
upphæð þessara leiðréttingaliða
árið 1965 var samtals rúmar 209
millj. kr., og er fyrst og fremst
fólgin í liðunum „vangreiddar
tekjur Áfengis- og tóbaksverzl-
unar ríkisins", „vangreiddar tekj
ur irá innheimtumönnum“ og
„geymslufé“. Þetta veldur að
sjálfsögðu því, að borið saman
við fyrri ár, eykst halli á eigna-
hreyfingareikningi sem þessari
upphæð nemur. Vegna þessara
víðtæku breytinga, yrði greiðslu
jafnaðaryfirlit mjög villandi
borið saman við fyrri ár og var
þvi sá kostur valinn að birta
ekkert greiðslujafnaðaryfirlit
með ríkisreikningi í þétta sinn.
Það mun hins vegar verða gert
í sambandi við ríkisreikninginn
fyrir árið 1966. Að sjálfsögðu
verður þó, þrátt fyrir þessar
bókhaldsbreytingar, að gera sér
grein fyrir raunverulegum
greiðsluhalla ríkissjóðs á árinu
1905 og með því að skoða breyt-
ingar á viðskiptareikningum og
raunverulegum sjóði hjá ríkis-
féhirði um áramót, kemur í ljós,
að greiðsluhalli á árinu 1965 hef
ur verið 90.7 millj. kr. Á árinu
1964 varð greiðsluhalli 263.2
millj. kr. og hefur greiðsluhalla
þessara tveggja ára verið mætt
með yfirdráttarskuld á aðalvið-
skiptareikningi ríkissjóðs í
Seðlabankanum. Koma þar á
móti þær 100 millj. kr., sem lagð
ar voru til hliðar af greiðsluhagn
aði ársins 1963.
Takmarkiö — greiðsluhallalaus
f járlög náist.
Við undirbúning fjárlaga árs-
ins 1966' var mönnum Ijóst, að
greiðsluhalli rikissjóðs á árinu
1965 myndi verða nálægt því er
raun ber vitni. Hallarekstur rík
issjóðs á þenslutímum hefur að
sjálfsögðu alvarleg áhrif á efna
hagskerfið, enda má segja, að
um það hafi ekki verið ágreining
ur á síðasta Alþingi. að tryggja
yrði greiðsluhallalausan ríkisbú-
skap á þessu ári, enda þótt menn
væru ekki á einu máli um þær
ráðstafanir, sem þá voru gerðar
af hálfu ríkisstjornarinnar í þessu
skyni. Enda þótt enn verði ekki
sagt með vissu um afkomu ríkis-
sjóðs á yfirstandandi ári, er þó
ljóst, að þessu nauðsynlega tak-
marki verður náð og jafnvel lík-
legt að um töluverðan greiðslu-
afgang geli orðið að ræða. Staf-
ar það fyrst og fremst af þróun
mála, sern enginn gat séð fyrir,
er fjárlög á’-sins voru afgreidd,
enda komu þá ekki fram neinar
raddir um það, að auðið væri að
áætla tekjv.r ríkissjóðs á árinu
1966 hærri en gert var í þeirri.
tekjuáætlun Efnahagsstofnunar-
innar, sem lögð var til grundvall
ar við ákvörðun tekjuáætlunar
fjárlaga. Hin geysimikla síld-
veiði allt fram til áramóta á sL
ári og stóraukin peningavelta og
kaupgeta hafa leitt til miklu
meiri innflutnings og þar af leið
andi veltuaukningar á þessu ári
en gert hafði verið ráð fyrir.
Samkvæmt áætlun Seðlabankans
á miðju þessu ári er gert ráð fyr
ir, að innflutningur verði 16—
17% meiri i ár en á árinu 1965;
var aukningin raunar mun meiri
fimm fyrstu mánuði ársins, en
minni nú s'ðustu mánuðina. Gæti
því svo farið, að tekjur ríkissjóðs
af aðflutningsgjöldum yrðu 250
—300 millj kr. hærri en fjárlög
gera ráð fyrir. Söluskattur hlýtur
þá jafnfrar.it að fara fram úr
áætlun, er gæti numið 100—150
millj. kr. Þá hefur orðið mikil
aukning á sölumagni áfengis og
tóbaks á þessu ári, Er sú aukning
svo mikil, að hún verður ekki
skýrð með aukinni neyzlu, held-
ur hljóta hér einnig að koma til
hagstæð áhrif af hinum nýju
reglum um tollfrjálsan innflutn-
ing. Ef þessi aukning helzt út ár
ið, má gera ráð fyrir 50—75 millj.
kr. umframtekjum á þessum lið.
Þá er ljóst, að tekju- og eignar-
skattur mun fara töluvert fram
úr fjárlagaaætlun, enda þótt frá
dráttarliðir hafi verið hækkaðir
um 12,5% samkvæmt skattvísi-
tölu, sem ákveðin var með hlið-
sjón af meðallaunabreytingum á
árinu og þó nokkru hærri, og
talsvert hærri en hækkun fram
færsluvísitölu. Má gera ráð fyrir,
að innheimtur tekju- og eignar-
skattur á árinu fari a.m.k. 50
millj. kr. fram úr áætlun. Loks
er einn tekjuliður ríkissjóðs, sem
mun verulega fara fram úr áætl
un, en það er leyfisgjald af bif-
reiðum. Á sl. ári varð mikill sam
dráttur í bifreiðainnflutningi, en
hann hefnr aftur vaxið stórlega
á þessu ári. Snemma á árinu Var
tekið upp 30% leyfisgjald af inn-
fluttum jeppum, þar eð jeppar
eru nú ekki síður fluttir inn til
kaupstaða oe kauptúna en til
notkunar í sveitum. Tekjur af
því gjaldi verða ekki miklar á
þessu ári, þótt innflutningur
jeppa hafi verið mjög mikiil, þar
eð þeir höfðu flestir verið pant-
aðir í ársbyrjun og leyfisgjald
var ekki innheimt af þeim jepp-
um. Má gera ráð fyrir, að leyfis-
gjöld af bifreiðum geti farið um
30 millj. kr. fram úr áætlun fjár-
laga. Líklpgt er að aðrir tekju-
liðir ríkissjóðs verði nálægt áætl
un fjárlaga
Lögð hefur verið mikil áherzla
á að forðast allar greiðslur um-
fram heimiídii fjárlaga og öllum
kostnaðarliðum haldið svo í skefj
um sem fre.kast hefur verið unnt.
Er þó auðvitað aldrei hægt al-
Framhald á bls. 14