Morgunblaðið - 19.10.1966, Blaðsíða 20
r
MORCU N BLAÐIÐ
MiðvIJuidagur 19. okt. 1968
20
— Ræða Magnúsar
Framhald af bls. 19
Nú mun um helmingi matsins
lokið í kaupstöðum og um 80%
í sveitum og kauptúnum, en mat
inu mun naumast verða lokið
íyrr en á árinu 1968.
Stóraukinn kostnaður við ríkis-
sjúkrahús.
Kostnaður við ríkissjúkrahús-
in hefur vaxið geysilega, eða sem
svarar 62% frá fjárlögum þessa
árs. Er þó gert ráð fyrir, að 100
kr. hækkun verði á daggjöldum
sjúkrahúsanna frá næstu ára-
mótum að telja. Langmest er
hspkkunin á Landsspítalanum,
sem starfar af mjög mikilli aukn
ingu starfsliðs vegna nýrra
deilda, er teknar verða í notkun
í nýbyggingu spítalans. Mjög
«rfitt er fyrir ráðuneytin að
gera sér grein fyrir nauðsyn þess
arar starfsmannafjölgunar og
hefur því orðið að byggja al-
gjörlega á áætlunum stjórnar-
nefndar ríkisspítalanna. Það er
enginn efi, að brýn þörf var
umbóta á sjúkrahúsamálum og
tiikoma nýrra sjúkradeilda nauð
tynleg, en ég efast um, að menn
geri sér til hlítar grein fyrir hin
um gífurlega reksturskostnaði
sjúkrahúsa, miðað við nútíma-
kröfur um búnað og starfslið.
Gert er ráð fyrir sérstakri 4
millj. kr. fjárveitingu til Lands-
spítalans til tækjakaupa. En
brýna nauðsyn ber til, að þetta
aðalsjúkrahús landsins sé sem
bezt búið tækjum. Hlutfallsleg
kostnaðarhækkun er mest hjá
Geðveikrahælinu að Kleppi eða
rúmlega 85%. Gert er ráð fyrir
▼erulegri starfsmannafjölgun,
sérstökum kostnaði við eftir-
meðferð sjúklinga, er útskrifast
hafa, og verulegum kostnaði við
viðhald og endurbætur á sjúkra
deildum, sem ekki má lengur
dragast. í heimildagrein fjárlaga
frumvarpsins er lagt til, að veitt
sé heimild til kaupa á starfs-
mannahúsi, ef hagkvæmt hús er
fáanlegt, en gera má að öðru
leyti ráð fyrir, að vandamál geð
ejúklinga verði það næsta, er
leysa þurfi, eftir að lokið er
þeím stórframkvæmdum Lands-
spítalans, sem nú er unnið að,
og vonandi sést fyrir endann á
að tveimur eða þremur árum liðn
um. Rétt er að skýra frá því í
þessu sambandi, að fallizt hefur
verið á ósk Geðverndarfélags ís-
lands um að félagið fái til sinna
þarfa tekjur af auglýsingum, er
■ettar verði á eldspýtnabréf, er
Afiengis- og tóbaksverzlun ríkis-
Ins mun senn hefja sölu á. Er
aetlunin að nota tekjurnar, t.f
þess að koma upp sérstöku
dvalarheimili fyrir geðveila, sem
Þ6 eiga ekki heima á geðveikra-
bselL Kostnaður við önnur ríkis
■júkrahús hækkar verulega, en
Þó mismunandi mikið. Lagt er
tfl að hækka fjárveitingu til
byggingar sjúkrahúsa og sjúkra
■kýla um 4 millj. kr. og er þá
hægt að fullnægja skyldufram-
lögum í samræmi við gildandi
16g. Byggingaframlög til ríkis-
■pítalanna hækka um 10 millj.
kr. og verður þó enn að gera ráð
fyrir lántökum.
Sjúkrahúsin eru svo dýrar
■tofnanir, að nauðsynlegt er að
leita allra úrræða til að leysa
þessar þarfir á sem hagkvæm-
astan hátt. Þarf sérstaklega að
gæta þess, að ekki séu fleiri að-
llar að leysa sömu verkefnin og
þarf af þeim sökum að vera sem
nánust samvinna milli allra
þeirra aðila, er að þessum þýð-
ingarmiklu málum starfa. Vinn-
■r dómsmálaráðuneytið og hag-
•ýslustofnun fjármálaráðuneyt-
isins nú að ýmsum athugunum á
þessu sviði.
Ekki verður hjá því komizt að
nefna hér samninga þá við lækna
á rikisspítölunum, sem gerðir
voru á þessu ári og talið er að
muni valda ríkisspítölunum út-
gjaldaaukningu á næsta ári, sem
nemi um 14,5 millj. kr. Því mið-
wr verður að segja þá sögu, eins
og hún er, að læknar neyttu hér
þeirrar aðstöðu sinnar að hafa í
bókstaflegri merkingu líf fjölda
fóiks í sinni hendi og brutust
ilTTkm’l
Seoul
31 OCT-2
NOV j
Banakok
fSUMMIT
f Honolulu
17-18 OCT
WiH* / C0NFERENCE
Manua
Vy \23-27 OCl
Kuala ð A
mmpur V Wm
30-31 0CIm^.
► Pago Pago {Samoai
18 OCT
^ —^.Srweiimgion
✓ 19-20 OCT
Myndin sýnir leið Johnsons forseta um Asíu, viðkomustaði og dvalartíma.
Hiö nýja Asíufyrir-
komulag Johnsons
Verður SEATO vikið, en tvíhliða bandalög efld?
JOHNSON Bandaríkjaforseti
er nú lagður upp í hinu miklu
Asíuför sína. Áður en forset-
inn lagði af stað, hafði hann
rætt um þörf á bættri sambúð
austurs og vesturs í Evrópu,
en þessari fyrstu umfangs-
miklu utanlandsför í forseta-
embætti ver Johnson hins-
vegar til þess að ræða við
vini og bandamenn i Asíu.
Ljóst er, að val hans hefur
markast af þeirri staðreynd,
að í þingkosningunum í
Bandaríkjunum, sem fyrir
dyrum standa, verður Viet-
nam eitt helzta umræðuefnið,
en þetta gefur einnig til
kynna hvar sé að leita þunga-
miðju bandarískra utanríkis-
mála eins og nú er komið.
Evrópa er vissulega enn-
þá mikilvæg, en Asía er hins-
vegar í sviðsljósinu.
í Washington gætir nú auk
innar bjartsýni í þeim efn-
um, að straumar stjórnmál-
anna í Asíu séu að breytast
Bandaríkjunum í viL Vera
má, að bjartsýni þessi eigi sér
ekki stoð í raunveruleikanum,
en hún er hinsvegar ekki
grundvölluð á horfum á skjót
um friði í Vietnam, heldur
fremur ákveðinna breytinga
á stjórnmálastrat»mum á
breiðum grundvelli. í því
sambandi má nefna breytt
viðhorf I Indónesíu, ákvörðun
Sovétríkjanna um að hefja
aftur afskipti af málefnum
Asíu, hið stóraukna traust,
sem vera fjölmenns banda-
ríks herliðs í Vietnam hefur
vakið þar í landi og úrslit
nýafstaðinna kosninga þar.
Síðast en ekki sízt er talið, að
atburðir síðustu mánaða I
Kína hafi orðið til þess að
stjórnir margra Asíulanda
telji sér stoð í nærveru Banda
ríkjanna.
Margt bendir til þess, að
Johnson forseti og ráðgjafar
hans virðist nú leita að eins-
konar „heildarskipulagi" um
málefni Asíu og Kyrrahafs.
Þetta felst einkum í fjórum
atriðum:
1. Endurskipulagningu og
eflingu bandalaga Bandaríkj-
anna við Kyrrahaf.
2. Tilkomu beltis hlutlausra
ríkja, „hlutlausra en ekki af-
skiptalausra" í SA-Asiu.
Meðal þessara ríkja yrði e.t.v.
S-Vietnam og jafnvel Thai-
land.
3. Samkomulag við Sovét-
stjórnina um framtíðarskipu-
lag Asíu og áhrifasvæði stór-
veldanna þar.
4. Sveigjanlegri afstaða
gagnvart Kina.
Eins og nú háttar málum
eru allir varnarsamningar
Bandaríkjanna við Kyrrahafs
ríkin tvíhliða (bilateral), og
má þar nefna samninga við
Japan, Formósu og S-Kóreu.
Einnig hafa Bandaríkjamenn
takmarkaða svæðissamninga
við Ástralíu og Nýja-Sjáland.
Þá ber að nefna SA-Asíu-
bandalagið (SEATO), sem
stofnað var með Manilasamn-
ingnum 1954.
SEATO hefuT raunar verið
fátt annað en ákveðin vernd
Bandaríkjanna. Augljóst virð
ist nú, að Waghington mun
hafa í hyggju að láta SEATO
víkja fyrir hinum bandalög-
unum sem yrðu hernaðar-
kjarni hins nýja Asíuskipu-
lags. Ekki er líklegt að reynt
verði að stofna umfangsmikið,
formlegt bandalag á borð við
NATO, heldur yrði aðal-
áherzlan lögð á „Asíu fyrir
Asíumenn“. Bandamenn
Bandaríkjanna við Kyrrahaf
yrðu hvattir til að hafa frum-
kvæðið í málefnum Asíu, en
herveldi Bandaríkjanna
myndu þeir hafa að bakhjarli.
Rússar hafa nú snúið við
blaðinu frá því á dögum
Krúsjeffs, sem lagði áherzlu
á minnkuð afskipti af Asíu.
>etta hefur nú orðið til þess
að áhrif Rússa hafa aukizt aft
ur verulega í N-Vietnam og
N-Kóreu. í Washington er
svo litið á, að hér sé ekki
aðeins um að ræða lið í bar-
áttu Moskvu fyrir hásætinu f
heimi kommúnismans, heldur
sé hér einnig um að ræða
„svæðisbundið raunsæi" af
þeirra hálfu. Sovétríkin reyna
nú að treysta böndin við öll
þau ríki á landamærum Kína,
sem þau geta. A.m.k. virðast
þau vilja forðast eins og heit-
an eldinn, að Kína dragi þau
inn í styrjöld eða deilu, sem
Sovétríkin gætu ekki haft
tögl og hagldir L
En enda þótt Sovétríkin
eigi sameiginlegra hagsmuna
að gæta við Bandaríkin varð-
andi að draga úr deilum og
vopnaviðskiptum á hinum
óstöðugu svæðum SA-Asíu, er
ekki þar með sagt að þau
muni ganga svo langt að
tryggja formlega hlutlaust
belti með Bandaríkjunum. í
Washington er talið, að niður
staða Vietnam-styrjaldarinn-
ar verði skipting landsins á
svipaðan hátt og Þýzkalands,
þar sem friður ríkir, en hins-
vegar pólitískt ósamkomulag.
Það er m.a. með þessi mál i
huga að Johnson forseti held-
ur til Manila á Filippseyjum
til þess að ræða við leiðtoga
bandalagsþjóða Bandaríkj
anna, þá Kittikachorn, for'
sætisráðherra Thailands, Ky,
forsætisráðherra S-Vietnam,
Holt, forsætisráðherra Ástra-
líu, Marcos, forseta Filipps-
eyja, Park, forseta S-Kóreu,
Holyoake, forsætisráð'herra
Nýja-Sjálands og Abdul
Rahman, forsætisráðherra
Malasíu. Ráðstefnan í Man-
ila mun standa dagana 23. til
27. október.
i
undan launakerfi ríkisins. Lækn-
ar eiga vissulega allt gott skilið
fyrir sín mikilvægu og erfiðu
störf, en þeir gengu hér
mun lengra en sæmilegt má
teljast og er hér um al-
gera nauðungarsamninga að
ræða. Vafalaust munu ýmsir
liggja ríkisstjórninni á hálsi fyrir
það, að hafa ekki tekið á þessu
máli með hörku, en ég hygg, að
flestir muni þó við nánari athug-
un sannfærast um það, að hér
var ekki með góðu móti auðið að
koma við þvingunaraðgerðum,
enda eru kjarakröfur lækna að
verða stórt vandamál í mörgum
löndum og vaíasamt, að læknar
hér hafi sýnt meiri óbilgirni en
starfsbræður þeirra í ýmsum
öðrum löndum. En þótt rétt sé
að launa þessa mikilvægu stétt
svo vel sem verða má, þá verður
hún að eiga þá þegnhollustu við
sitt litla þjóðfélag að beita það
ekki fantatökum í skjóli aðstöðu
sinnar. Eg skal ekki rekja þessa
raunasögu nánar, en niðurstaðan
varð sú, að gerður var sérstakur
verksamningur við þorra lækna
ríkisspítalanna, þannig að þeir;
eru ekki lengur fastir ríkisstarfs-
menn, heldur er vinna þeirra
greidd eftir ákveðnum töxtum,
sem samið var um, og er um
mjög skamman uppsagnarfrest að
ræða. Læknar þessir njóta ekki
lengur réttinda sem opinberir
starfsmenn og allar umræddar
læknastöður eru raunverulega
lausar, en tilgangslaust hefur þótt
að auglýsa þær að sinni. Þessi
stórbýlting á kjörum lækna hér
í þéttbýlinu, eykur að sjálfsögðu
enn á vanda strjálbýlisins að fá
viðhlítandi læknisþjónustu og
gerir að litlu þær mikilvægu úr-
bætur, sem Alþingi hefur áður
gert, til þess að bæta úr lækna-
skorti í strjálbýlinu. Þrátt fyrir
það, sem nú hefur gerzt, verður
að vænta þess af hinum ágætu
mönnum, sem skipa íslenzka
læknastétt, að þeir leggi sig fram
um í samráði við heilbrigðis-
stjórnina að finna viðhlítandi úr-
lausn á læknaskipunarmálum
þjóðarinnar í heild.
Bæta þarf skipulag á rekstri
Skipaútgerðar ríkisins
Lagt er til að verja á næsta ári
29 millj. kr. til Skipaútgerðar
ríkisins. Er jafnframt í heimilda-
grein lagt til að heimila að verja
andvirði seldra skipa útgerðar-
innar til kaupa á nýjum skipum
og jafnframt að verja úr ríkis-
sjóði eða taka að láni allt að 19
millj. kr., til þess að endur-
nýja skipakostinn og bæta
vörugeymsluaðstöðu útgerðarinn
ar hér í Reykjavík. í síðustu fjár-
lagaræðu lagði ég áherzlu á óhjá-
kvæmilega nauðsyn þess að taka
allan rekstur Skipaútgerðar rík-
isins til gaumgæfilegrar endur-
skoðunar með það í huga að
draga úr hinum gífurlega rekstr-
arhalla, sem hefur tvö síðustu
árin verið yfir 40 millj. kr. á ári,
Á liðnum árum hefur margoft
verið gerð víðtæk athugun á
rekstri skipaútgerðarinnar, en
ekki hefur tekizt að fá fram-
kvæmdar þær endurskipulagn-
ingar, sem lagt hefur verið til að
gera og hefur í þess stað hallinn
vaxið ár frá ári. Nefnd var skip-
uð á sl. ári til að gera tillögur
um framtíð skipaútgerðarinnar.
Sýnt var að gera yrði þegar
bráðabirgðaráðstafanir, ef hinn
mikli rekstrarhalli ætti ekki að
halda áfram. Voru því snemma
á þessu ári tilnefndir tveir menn,
annar frá fjármálaráðuneytinu
og hinn frá samgöngumálaráðu-
neytinu til þess að annast yfir-
stjórn útgerðarinnar, ásamt for-
stjóranum, og var svo fyrir mælt,
að þegar skyldu undirbúa ráð-
stafanir til þess að draga veru-
lega úr greiðsluhallanum, án þess
þó að skera að nokkru ráði þjón-
ustu Skipaútgerðarinnar. Var
stjórnarnefndinni heimilað að
selja tvö skipanna, Esju og
Skjaldbreið, og í haust var síðan
tekið á leigu færeyskt skip, Blik-
ur, sem er nýtt og hentar mjög
vel til þessara siglinga. Hvort úr
ráði verður að kaupa þetta skip
verður ekki sagt á þessari
stundu, en vel getur það komið
til álita, því að það er miklu
ódýrara í rekstri en Esja, en
bæði Esja og Hekla eru óheyri-
lega dýr í rekstri og fráleit til
strandsiglinga við núverandi að-
stæður, enda þörfin ekki meiri'
en svo, að Hekla hefur verið
undanfarin sumur höfð í skemmti
siglingum. Kann énda svo að fará
af ýmsum ástæðum að hentara
þyki að selja Heklu en Esju.
Aðstaða Skipaútgerðarinnar við
Reykjavíkurhöfn er hih bágborn-
asta, sem Ijóst verður af því, að
um 7 millj. kr. halli er á vöru-
afgreiðslu hennar. Verður að
gera á þessu nauðsynlega lag-
færingu og jafnhliða að taka
allt mánnahald fyrirtækisins og
vinnubrögð til heildarendurskoð-
unar. Reynt hefur verið að gera
?að tortryggilegt, að þessi end-
urskipulagning á starfsemi Skipa
útgerðarinnar þýddi óeðlilega
skerðingu á strandsiglingum, en
hér er ekki um það að ræða. Ein-
hverjar breytingar strandsiglinga
kunna að vera nauðsynlegar en
að því er stefnt að tryggja nauð-