Morgunblaðið - 19.10.1966, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 19.10.1966, Blaðsíða 17
Miðvikudafiftir 19 okt. 19M MORCUN BLAÐIÐ 17 UM BÆKUR Skugginn af skáldinu Davíð Stefánsson Davíð Stefánsson frá Fagra- skógi: SÍÐUSTU LJÓÐ. 308 bls. Helgafell Reykja- vík 1966. SÚ var tíðin, að litið var á Davíð Stefánsson sem persónugerving ungrar, óþreyjufullrar, ástríðu- heitrar og að sumu leyti óráð- pæginnar skáldakynslóðar. Fram- andi ljómi lék um nafn hans. Ljóð hans báru með sér ilmhöfg- an vorblæ frá sólheitum strönd- um: Stormurinn liggur frá landi. Brimið brotnar við naust. Ég kom að sunnan í sumar og sigli í haust. Bænir aftra mér ekki. Ég hegg á helgustu bönd, — yfirgef ástvini mína og æskunnar heimalönd. Af skipinu horfi ég heim . . . Faðir, fyrirgef mér. Kvæði mín eru kveðjur. Ég kem, og ég fer. Svona orti Davi'ð á yngri árum. Er ljóðið ekki nógu magnað? Er það ekki eins og andstæða alls þess, sem er gamalt, staðnað, feyskið í mannlífi og þjóðlífi? Getur nokkur ort svona nema ungur, tilfinninganæmur, skap- heitur og — frjáls förusveinn. Spurningum þessum þarf ekki að svara. Það nægir að minna á, að Davíð kvað sig beint inn í hjörtu þjóðarinnar. Jafnaldrar hans skildu hann líklega bezt, því þeir mátu hann mest. En öll þjóðin las Ijóð hans og endurgalt honum með þeim bragarlaunum, sem hún átti veglegust: þjóð- skáldsheiti. En tímarnir breytast. Föru- sveinninn Davíð Stefánsson gerð- ist þreyttur á ævintýri hins frjálsa lífs, dró skip sitt í naust og varð upp frá því heimakært skáld. Ástríðan, sem ólgaði í fyrri Ijóðum hans, varð að kaldri og þungri undiröldu. f stað jákvæðs skaphita tók nú að gæta nei- kvæðrar beizkju, óánægju og tortryggni gagnvart nýrri sam- tíð, sem skáldið virtist ekki eiga neina samleið með. Tími skálds- ins var liðinn hjá, temps perdu. Skáldið gerðist íhaldssamt, ugg- andi um samtfð og framtíð, virð- nndi lifnaðarhætti horfinnar tíð- ar sem hina einu sönnu. Bryddir viða á þeim viðhorfum í síðari Ijóðabókum skáldsins. Ljósari urðu þau í ritgerðasafn- inu Mælt mál, einkum í Bréfi til tippskafnings, og ekki fara þau á milli mála í Síðustu ljóðum skáldsins, þeim sem sér um ræðir. í fyrsta kvæði bókarinnar, Blóm- inu eina, sem ort er í minningu Hallgríms Péturssonar, getur ekáldið t. d. ekki við bundizt að spyrja: Á fólkið að sækja fræðslu til þeirra manna, gem fremja hin andlegu morð? Hverjir fremja hin andlegu mor’ð? Sérhver almennur lesandi, sem lítur á þetta kvæði, hlýtur að velta þeirri spurningu fyrir sér. En skáldið leysir ekki úr gát- unni, því miður. Ég segi því miður, af því sá er einmitt ljóðurinn á ádeilu skálds- ins, að henni er óvíða stefnt að augljósu marki. Fyrir bragðið verður ádeilan dauf, ómarkviss, leiðinleg, og minnir um of á nöld ur óánægðs borgara. Skáldið er óánægt með samtíð sína og send- ir henni tóninn, hleður skeyti sín sterkum orðum, en hagar máli sínu svo almennt, a’ð óþarft ger- ist að standa við stóru orðin. Því skáldið er, þegar öllu er á botn- inn hvolft, orðið þreytt: „Ég eld- ist, drottinn, orð mín gerast þung.“ Og formið, sem var í upphafi svo snilldarlega lagað fyrir tján- ing ungs farandskálds, kiknar undir alvörunni. Skáldið, sem áður lét lífsorkuna ólga í ljóði sínu, horfir nú inn í skuggann: Er nokkrum sú leikni lagin að læðast út fyrir bæinn og flýja sjálfan sig? Skuggi þinn dökknar á daginn og dauðinn eltir þig. Þú flýrð hvorki vetrarvindinn, sem vælir og framhjá þýtur, né myrkrið, sem hug þinn hylur, né hundinn, sem urrar og bítur. Þó finnir þú spor í fyrstu, þá fylla þau mjöll og skari. Villtur spyrð þú til vegar í von um, að enginn svari. Svo opnast þér auðnin mikla, þinn einasti griðastaður. Þar lætur þú nótt, sem nemur, nafnlaus og hrjáður maður. Hár þitt mun gisna og grána, ganga þín breytist í flótta. Þú sérð stjörnur á stangli og storkandi gulan mána, sem vekur þér ugg og ótta. Þetta er fyrsti hluti kvæðis, sem heitir Skugginn. Nafnið kann að gefa nokkuð til kynna: er þetta kvæði ekki eins og skuggi í samanburði við mörg þau kvæði, sem Davíð orti á fyrri árum, þegar honum tókst bezt upp? Þó er þetta kvæði í tölu þeirra Síðustu ljóða, sem liprast eru ort. Ráða má, af sumum kvæðum bókarinnar, áð skáldið telur sig vera misskilið af samtíð sinni. Ég tilfæri hér sem dæmi kvæði, sem Skapadómur kallast: Þó vindur slíti blað af bjarkar- grein, þá blómgast stofninn, hár og morgunglaður. Það gerir engu gömlu skáldi mein, þó gangi fram hjá þóttafullur maður. Við breytum hvorki um stefnu, 1 stíl né róm, er stormur blæs, og hús vor regnið lemur. En stundum hljóta skáld þann skapadóm að skrifa fyrir öldina — sem kemur. Þeim lærist fljótt að látast ekki sjá, að letrin hæða nokkrir angur- gapar. Við gefum orðum líf, sem lifa þá, og lútum þeim, sem heiminn endurskapar. Freistandi er að bera þessi Síð- ustu Ijóð Davíðs saman við kvæði hans frá fyrri árum, því saman- burðurinn er þó alltaf leyfilegur. Hins ber auðvitað um ieið að minnast, að enginn saman- burður Xeiðir til sjálfkrafa niður- stöðu. Og enn viðsjárverðara er að gefa sér niðurstöðu, áður en borið er sa-man, því aldrei er að vita, hvað sambærilegt reynist. Setjum tvo t. d., að við göng- um -út frá því sem gefnu, að lífs- nautnakveðskapur sé betri en kveðskapur um dauðann — þá erum við þar með horfin út fyrir svið sjálfs skáldskaparins; niður- staðan, ef einhver verður, lýtur þá að allt öðru sviði. Byrji skáld að lofsyngja lífsgléðina og takist vel, snúi svo við blaðinu og yrki síðan um daprari hliðar lífsins, kunnum við að lofa hinn fyrr- nefnda kveðskap, af því hann fjallar um lífsgleði, en lasta hinn síðarnefnda, af því hann fjallar um dapurlega hluti. En þar væð- um við í svipaðri villu og leik- dómari sá, sem hældi þeim leik- endum einum, sem léku gott fólk, og hallmælti að sama skapi hinum, sem gengust inn í gagn- stæð hlutverk. Davíð Stefánsson skoðar lífið og tilveruna frá allt öðru sjónar- horni í síðari kvæðum sínum heldur en í hinum, sem ort voru fyrr á árum. Og lái honum eng- inn. Fjarri fer því, að hin síðari lífsskoðun hans sé óskáldlegri hinni fyrri. Staðreyndin er nú samt sú, engu sfður, að skáldið hefur ekki megnað að blása lífi í síðari yrkisefni sín líkt því sem í yrkisefni sinna fyrri ára. Andinn hef- ur brugðizt skáldinu. Það gerir ekki heldur til sjálfs sín sömu kröfur og áður. Ef til vill var or- sökin sú, að yrkisefnin væru því ekki nógu hugleikin. Ef til vill var því öfugt farið — ef til vill var vanmátturinn gagnvart form- inu orsök, en dapurleg viðhorf afleiðing. Er ekki þeim mun for- vitnilegra að velta þeim spurn- ingum fyrir sér, að viðhlítandi svara er ólíklega að vænta. Nú er Davíð Stefánsson allur. Næst skal TILRAUNASVIÐ Þjóðleikhúss- ins í Lindarbæ hefur nú verið starfrækt hátt á annað ár, síðan í janúar 1965, og gegnt þörfu hlutverki í leiklist höfuðstaðar- ins, þó ekki hafi allar tilraunir þar orðið til fjár. Á sunnudags- -kvöldið var frumsýndur í Lind- arbæ sjónleikurinn „Næst skal ég syngja fyrir þig“ eftir enska höfundinn James Saunders, og má segja að með þeirri sýningu Hann skilaði miklu og góðu dags- verki. Hann var einn þeirra manna, sem auðguðu líf samtím- ans, gerðu það innihaldsríkara, skemmtilegra. Með beztu ljóðum sínum varpaði hann töfrabirtu yfir svið mannlífs og skálpskap- ar. Verk hans munu standa. Og að sjálfsögðu stöndum við í jafnmikilli þakkarskuld við þjóð skáldið og virðum minning þess jafnmikils, þó það gerðist að lok- um þreytt á göngunni og tækist sé með vissum hætti brotið blað í sögu Lindarbæjar. Sýningin va.r ekki að stilla strengi sína eins vel og því tókst bezt, meðan það var í blóma lífsins. Síðustu ljóð Davíðs fegra ekki myndina af skáldinu. En þau stækka hana eilítið, gera hana fjölbreyttari. Vera má, að þau komi að einhverju gagni bók- menntafræ'ðingum framtíðarinn- ar, þegar verk skáldsins verða sem heild brotin til mergjar, og var þá til nokkurs unnið. í flestu tilliti ákaflega fróðleg og leiddi meðal annars í ljós, hvað gera má úr erfiðum viðfangsefn- um með einbeittri og hugkvæmri leikstjórn. Kevin Palmer vann hér annan eftirminnilegan sigur (hann sviðsetti „Ó, þetta er indælt stríð“ á liðnu vori), og ber að fagna því, að þessi djarfi og fjölhæfi leikstjóri hefur verið ráðinn að Þjóðleikhúsinu vetur- langt. Er sérstök ástæða til að brýna þá, sem bera góða leiklist fyrir brjósti, til að sjá þetta sér- stæða leikhúsverk. „Næst skal ég syngja fyrir þig“ er við fyrsta tillit nokkuð sunduríaust verk, fullt af djörf- um leikbrellum, gneistandi kímni og flóknum vangaveltum. Kjarni þess er samt harla einfaldur. Hópur leikara kemur saman til að setja á svið andlát einstæð- ings, sem kveður heiminn 84 ára gamall, eftir að hann hefur lifað hálfa ævina í fullkominni ein- angrun. Saga þessa manns, svo einhæf sem hún er, er tekin beint úr veruleikanum, en hún verður höfundi og persónum hans til- efni áleitinna spurninga: Hver var þessi maður? Hvert var inn- takið í lífi hans og tilgangurinn með því? Skipta örlög hans aðra menn máli? í sjálfu sér er þetta efni hvorki sérlega frumlegt né fallið til leik- rænna átaka. En aðferð höfund- Framhald á bls. 11 Sverrir Guðmundsson (Maff) og Ævar Kvaran (einbuinn) í fyrra þætti. Erlendur Jónsson. Þjóðleikhúsið — Lindarbœr ég syngja fyrir þig Hofundur: James Saunders Leikstjóri: Kevin Palmer Leikmynd: Llna Collins Þýðandi: Oddur Björnsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.