Morgunblaðið - 19.10.1966, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 19.10.1966, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLADIÐ Miðvikudasfiir 19. okt. 1966 Eric Ambler: Kvíðvænlegt ferðalag — 9mm. sjálvirk skammbyssa, sagði hann. — Heldur óhugnan leg verkfæri. Hann lét hylkið detta aftur á gólfið, en leit svo út um gluggann. Graham andvarpaði. — Ég held ekki, að það sé til neins að vera að leika lögregluspæjara, Kopeikin. — Maðurinn var hér inni í herberginu hann skaut á mig, þegar ég kom honum að óvörum. Komdu nú og lokaðu glugganum og fáðu þér viskí. — Með ánægju, góðurinn minn. >ú verður að fyrirgefa for vitnina í mér. Graham var það ljóst, að hann var eitthvað önugur. — >að er afskaplega fallegt af þér, Kopeikin, að gera þér allt þetta ómak. Ég er hræddur um, að ég hafi verið að gera ofmikið úr þessu lítilræði. — Það var nú samt gott, að þú gerðir það. Ég er hræddur um, að það þurfi bara að gera miklu meira uppistand út af þessu. — Þú heldur þá, að við ætt- um að kaila á lögregluna? Ég sé ekki, að það geti verið neitt gagn í því. Auk þess fer Jestin mín kiukkan ellefu og ég vil ekki missa af henni . Kopeikin drakk viskíið og skellti svo niður glasinu. — Ég er hræddur um, góðurinn, að þú getir bara alls ekki komizt með lestinni klukkan eliefu. — Hvað áttu við? Vitanlega get ég það. Það er ekkert að mér. Kopeikin leit á hann með for- vitni. — Sem betur fer, er ekk- ert að þér. En það breytir eng- um staðreyndum. — Staðreyndum? — Tókstu eftir því, að bæði gluggahlerarnir og gluggarnir sjálfir^ hafa verið brotnir upp? — Ég gáði ekki neitt að því. En hvaða þýðingu hefur það? — Ef þú vilt líta út um glugg- ann, geturðu séð, að þarna er pallur fyrir neðan og liggur út að garðinum. Uppi yfir pallin- um er járngrind, sem nær næs'- um upp á svalirnar á annarri hæð. Á sumrin er hún þakin mottum, til þess að fólk geti set- ið úti í vari fyrir sólinni. Mað- urinn hefur sýnilega klifrað upp grindina. Það er auðvelt. Ég treysti mér næstum til að gera það sjálfur. Þannig getur hann náð upp á allar svalirnar í hótel- inu. En geturðu sagt mér, hvers- vegna hann kýs að brjótast inn i eitt þeirra örfáu herbergja, sem eru með glugga og hlera lokaða? — Það get ég ekki sagt þér. En hinsvegar hef ég oft heyrt, að glæpamenn væru bjánar. — Þú segir, að engu haf^i ver- ið stolið og að taskan þín hafi ekki einusinni verið opnuð. Það var heppileg tilviljun, að þú skyldir koma mátulega til að hindra það. — Það var eins óg hver önnur heppileg tilviljun. En í guðs bænum Kopeikin, við skulum tala um eitthvað annað. Maður- inn er sloppinn, og þarmeð lýk- ur sögunni. Kopeikin hristi höfuðið. — Það er ég hræddur um, að ekki verði, góðurinn minn. Finnst þér ekki sjálfum þetta vera skrítinn þjófur. Hann hagar sér ólíkt öllum öðrum þjófum. Hann brýzt inn og það gegn um lokaðan glugga. Ef þú hefðir verið heima, hefði hann áreið- anlega vakið þig. Þessvegna hlýtur hann að hafa vitað fyrir- fram, að þú varst ekki heima. Hann hlýtur líka að hafa komizt að herbergisnúmerinu þínu. Hef urðu nokkuð með þér svo greini lega verðmætt, að þjófi finnist svona mikill undirbúningur ómaksins verður? Nei. Þetta er einkennilegur þjófur. Og svo ber hann auk þess á sér byssu, sem vegur minnst eitt kíló, og hleypir úr henni þremur skotum á þig. • — Já, hvað um það? Kopeikin þaut upp úr stóln- um sínum, bálvondur. — Góði maður, geturðu ekki skilið, að þessi maður kom hingað beinlín- is til þess að skjóta þig og í engum öðrum tilgangi? Graham hló. — Þá get ég ekki annað sagt en það, að hann er heldur léieg skytta. Hlustaðu nú vel á mig, Kopeikin. Hefurðu nokkurntíma heyrt þjóðsöguna um Kana og Englendinga? Hún gengur í öllum löndum þar sem enska er ekki töluð, og er á þá leið, að allir Englendingar og Kanar sér milljónerar, og hafi alltaf miklar fjárupphæðir liggj- andi á glámbekk. Og nú ætla ég með þínu góða leyfi, að sofa dálítið. Það var mjög fallega gert af þér að koma, Kopeikin, en nú ....... — Hefurðu nokkurntíma, spurði Kopeikin, — reynt að skjóta úr byssu í dimmu her- bergi, á mann, sem er nýkom- inn inn um dýrnar. Þarna er ekkert beint Ijós úr ganginum fyrir utan, aðeins ofurlítill bjarmi. Hefurðu nokkurntíma reynt það? Nei. Þú kynnir að geta séð manninn, en það er bara allt annað að hitta hann. Undir þessum kringumstæðum gæti jafnvel góð skytta, skotið framhjá, eins og þessi maður gerði í fyrsta skiptið. Og þetta framhjáskot getur gert hann óvissari. Kannski veit hann ekki, að Englendingar bera ekki á sér skotvopn að jafnaði. Þú kynnir að skjóta á móti. Hann skýtur aftur og snertir höndina á þér. Þú æpir ef til vill upp af sárs- auka. Hann heldur kannski, að hann hafi sært þig alvarlega. Hann hleypir af enn einu sinni upp á von og óvon og hypjar sig þvinæst burt. — Bull, Kopeikin! Þú hlýtur að vera viti þínu fjær. Hvaða hugsanlega ástæðu gæti nokkur maður haft til að drepa mig? Ég er meinlausasti maður, sem til er. Kopeikin leit fast á hann. — Ertu nú það? — Hvað áttu við? En Kopeikin lét sem hann heyrði ekki spurninguna. Hann lauk úr viskíglasinu. — Ég sagði þér, að ég ætlaði að hringja til kunningja míns. Það gerði ég. Hann hneppti að sér frakkan- um, einbeittur á svip. — Mér þykir leitt að þurfa að segja þér það, vinur, að þú þarft að koma með mér til hans, núna á stund- inni. Ég hef verið að reyna að segja þér varlega frá þessu, en nú verð ég að vera hreinskilinn. Það var reynt að myrða þig í nótt, og það verður að hafast eitt hvað að í málinu, tafarlaust. Graham spratt á fætur. — Ertu orðinn brjálaður? — Nei, kæri vinur, það er ég ekki. Þú munt spyrja, hvers- vegna nokkur maður vilji myrða þig. Til þess er góð og gíld ástæða, þó að ég geti ekki farið frekar út í þá sálma strax. Ég hef mínar skipanir ofan frá. — Graham settist niður. — Nú ætla ég að verða brjálaður, Kop- eikin. Viltu ekki vera svo vænn að segja mér, hvað það er, sem þú ert að slefa? Vinur? Morð? Opinberar fyrirskipanit ? Kopeikin var eins og í vand- ræðum með sjálfan sig. — Mér þykir þetta leitt, góðurinn minn. Ég skil vel, hvernig þér er inn- anbrjósts. En lofaðu mér þó að segja þér undan og ofan af þessu. Þessi vinur minn er raun- ar, strangt tekið, alls ekki neinn vinur minn. Sannast að segja er mér lítið um hann. En hann heit ir Haki ofursti og er yfirmaður allrar leynilögreglu Tyrklands. Skrifstofarn hans er í Galata, cg hann bíður nú eftir okkur til að ræða þetta mál. Ég get líka sagt þér, að ég vissi að þú mundir taka þessu illa, og það sagði ég honum. Hann sagði — afsakaðu — að ef þú kæmir ekki sjálfur. yrðirðu bara sóttur. Nei, þér þýðir ekkert að fara að verða vondur. Kringumstæðurnar eru alveg sérstakar. Hefði ég ekki vitað, að það væri nauðsynlegt bæði mín og þín vegna, að hringja til hans, hefði ég aldrei farið til þess. Jæja, vinur, ég hef bíl hérna fyrir utan og við skulum fara að koma okkur af stað. Graham stóð aftur á fætur, seinlega. — Gott og vel, en ég verð að segja, Kopeikin, að þú hefur gengið fram af mér. Ég gæti skilið og metið vinsamlega umhyggju. En þetta .... móður- sýki er það síðasta, sem ég hefði búizt við að verða var hjá þér. Mér finnst það furðulegt að fara að ræsa yfirmann allrar leynilögreglunnar úr rúminu um hánótt. Ég vona bara að hann verði ekki vondur þó að verið sé að gabba hann. 6 Kopeikin roðnaði. — Ég er nú hvorki móðursiúkur né ofsa- fenginn, vinur. Ég hef bara hvim leitt verk með höndum, og ætla að framkvæma það. Ef þú vilt fyrirgefa mér þó ég segi það, þá .... — Ég get fyrirgefið næstum allt nema heimsku, hvæsti Graham. — En þetta er á þinni ábyrgð. Viltu hjálpa mér í frakk ann? Þeir óku til Galata, þöglir og reiðir. Kopeikin var í fýlu. Graham sat í hnipri úti í horni og horfði daufur á kaldar, dimm ar göturnar, og óskaði þess heit- ast, að hann hefði aldrei farið að hringja til Kopeikins. Hann sagði við sjálfan sig, að það væri fullslæmt að láta innbrots- þjóf skjóta á sig, en að láta fara svona með sig, undir morgun til þess að segja foringja leynilög- reglunnar frá því, var verra en vitleysa, — það var beinlínis hlægilegt. Hann hafði líka áhyggjur vegna Kopeikins. Það kynni að vera, að maðurinn væri að haga sér eins og asni, en það var verra að fara að gera sig að fífli framan í manni sem gæti vel gert honum ýmsa bölvun í atvinnurekstri hans. Og svo hafði hann — Graham — verið ókurteis. Hann leit við. — Hvernig lítur hann út, þessi Haki ofursti? Kopeikin svaraði ólundarlega. — Hann er afskaplega fínn og strokinn — og kvensamur. Það gengur líka sú saga, að hann geti innbyrt tvaar flöskur af viskíi, án þess að verða fullur. Það kynni að vera satt. Hann var einn af mönnum Atatúrks, og ráðherra í bráðabirgðastjórn- inni 1919. Það gengur einnig sú saga, að hann hafi drepið fanga með því að binda þá saman, tvo og tvo og fleygja þeim í ána, til þess að spara bæði mat og skotfæri. Ég trúi nú ekki öllu sem ég heyri og er heldur ekk- ert sérlega kveistinn, en eins og ég sagði þér, þá er ég ekkert hrif- af honum. En þetta er sniðugur náungi, engu að síður. En það færðu bezt að dæma um sjálfur, þegar þar að kemur. Þú getur talað frönsku við hann. — Ég skil nú samt ekki .... — Þú skilur það seinna. Þeir stönzuðu brátt aftan við stóran, amerískan bíl, sem tók næstum alla götusmuguna, sem þeir höfðu ekið inn í. Þeir stigu út. Graham varð þess var, að hann stóð fyrir framan tvöfaldar dyr, sem hefðu getað verið inn- gangur að einhverju ódýru gisti- húsi. Kopeikin studdi á bjöllu- hnapp. Aðrar dyrnar opnuðust brátt og fram kom syfjaður húsvörð- ur, sem hafði sýnilega verið rif- inn upp úr rúminu. — Haki efendi evde midir. sagði Kopeikin. — Efendi var-dir. Yokari. Maðurinn benti á stigann og þeir gengu upp. Skrifstofa Haki ofursta var stór salur, við endann á gangin- um á efstu hæðinni. Ofurstinn kom sjálfur á móti þeim eftir ganginum. Þetta var stór maður með magrar kinnar, þar sem mikið bar á vöðvum, munnurinn lítill og grátt hár, sem var klippt upp á prússneskul Ennið var mjótt, nefið eins og stór goggur og þar eð hann gekk álútur, minnti hann dálítið á gamm. Hann var í Velsniðnum einkennisfrakka, reiðbuxum og þröngum riddara- liðsstígvélum, og gekk ofurlítið vaggandi eins og maður, sem er mikið á hestbaki. En að frá- töldum fölva á andlitinu og því, að hann var órakaður, var ekk- ert, sem benti til þess, að hann hefði fyrir skömmu verið sof- andi. Augun voru grá og vel vakandi. Hann leit á Graham með athygli. — Ah! Gleður mig að sjá yður hr. Graham. Nei, afsakið þér, þetta er auðvitað særða höndin. Graham fann, að hin ósærða var gripin af miklu afli og fingurn- ir, sem gripu, voru eins' og úr togleðri. — Ég vona, að þetta sé ekki of sárt. Við verðum eitt- hvað að gera við þennan fant, sem var að sýna yður tilræði. — Ég er hræddur um, sagði Graham, — að við séum að ónáða yður af litlu tilefni. Mað- urinn stal engu frá mér. Haki ofursti leit snöggt á Kopeikin. — Ég hef ekkert sagt honum, sagði Kopeikin, rólega. Eins og þér bentuð mér á, ofursti, eins og þér munið sjálfsagt. En þvi mið- ur heldur hann víst, að ég sé annaðhvort móðursjúkur eða geðveikur. Haki ofursti skríkti. — Það er ykkar hlutskipti, Rússanna, að láta misskilja ykkur. Við skulum fara inn í skrifstofuna mína, þar sem við getum talað saman. Þeir gengu á eftir honum, og Graham sannfærðist æ betur um, að þetta væri allt ein martröð, og að hann mundi bráðlega vakna upp í stólnum hjá tann- lækninum sínum. Og gangur- inn þarna var líka auður og sviplaus eins og gangar eru van- ir að vera í draumum. En samt var þarna mikill þefur af göml- um vindlingareyk. Skrifstofa ofurstans var stór og kuldaleg. Þeir settust við skrifborð, andspænis honum. Hann ýtti vindlingaöskju til þeirra, hallaði sér svo aftur i stólnum og krosslagði fæturna. — Þér verðið að gera yður það ljóst, hr. Graham, sagði hann allt i einu, — að yður hefur verið sýnt bandatilræði í nótt. — Hvernig getur það verið? sagði Graham önugur. Þér verð- ið að afsaka, en það get ég ekki skilið. Ég kom í herbergið mitt og varð þess var, að maður hafði komið inn um gluggann. Sýni- lega var þetta einhverskonar þjófur. Ég kom honum á óvart og hann skaut á mig. Það er allt og sumt. Atvinna óskast Maður sem hefur meirapróf og er vanur akstri stórra vörubifreiða einnig vélstjóraréttindi fyrir 50 ha. óskast eftir starfi sem fyrst. Tilboð sendist Mbl. fyrir 25/10 merkt: „Meiíapróf — 4760“. Atvinna óskast UNG KONA óskar eftir vinnu frá kl. 9 til 13 við almenn skrifstofustörf Tilboð óskast sent á afgr. blaðsins merkt: „Fyrir hádegi — 4447“. N O K K R A R stúlkur og karlmenn vantar til starfa í frystihúsi úti á landi. FRÍAR FERÐIR — FRÍTT HÚSNÆÐI — KAUPTRYGGING. Upplýsingar gefur Jón Sigurðsson í síma 13845 og Birgir Erlendsson í síma 22280.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.