Morgunblaðið - 19.10.1966, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 19.10.1966, Blaðsíða 23
Miðvikudac'ur 12 okt. 198® MORGUNBLAÐIÐ 23 Hvað segja þeir Framhald af bls. 10. Gunnar Guðjónsson, stjórnar form. Sölumiðstö'ðvar frað- frystihúsanna. Helztu orsakir erfiðleika hraðfrystihúsanna eru: 1. Skortur á nægilegu fisk- hráefni. 2. Stöðugt hækkandi rekst- urskostnaður. 3. Verðlækkun afurðanna á erlendum mörkuðum. Minnkandi hráefni fyrir fisk vinnslustöðvarnar hefur verið fiskverkendum mikið áhyggju efni hin siðari ár. Á fundi út- vegsmanna og fiskverkenda í apríl 1965 drap ég nokkuð á þetta vandamál og sagði m.a.: „Þorskaflinn er undirstöðu- hráefni fiskvinnslustöðvanna og hefur hinn mikli samdrátt ur í þessari hráefnisöflun haft hin alvarlegustu áhrif á rekst ur þeirra, sérstaklega á rekst ur hraðfrystihúsanna". Þessi aðvörun fyrir rúmu 1—% ári bar því miður ekki tilætlaðan árangur þannig, að þá þegar væri gripið til nauð synlegra ráðstafanna til að rétta við eða bæta samkeppn isaðstöðu þessa hluta fiskflot ans sem aflar bolfisk og hrað frystihúsanna sameiginlega til að mæta harðnandi samkeppni annarra atvinnugreina sérstak lega síldarútvegsins. Síðan hefur ástandið hvað hráefnis öflunina snertir stórversnað og horfir til stöðvunar hjá mörgum hraðfrystihúsum, ef ekki verður breyting til batn aðar. Það verður því ekki lengur umflúið, að gerðar verði nauð synlegar ráðstafanir til að styrkja sameiginlegan rekstr argrundvöll fiskiskipanna og hraðfrystihúsanna. Fiskverðið til bátanna verður að hækka og staða hraðfrystihúsanna að styrkjast. 1 lækkandi markaðs verðum og við hækkandi reksturskostnað geta hrað- frystihúsin ekki axlað þá byrði, sem því fylgir að greiða hærra verð fyrir fiskinn auk þess, sem þau munu sjálf þurfa verulegar leiðréttingar fyrir tilstuðlan hins apinbera til þess að láta enda mætast eins og nú horfir. Ég benti á það í ræðu á aðalfundi S. H. sl. vor, að verð mæti þorskafurða nam árið 1965 52% af heildarútflutn- ingsverðmæti. Slíka atvinnu- grein höfum við ekki efni á að vanrækja svo að henni liggji við hruni. Hljóta yfir- lýsingar forsætisráðherra, Bjarna Benediktssonar að styrkja trú manna á því, að vænta megi fyrr en síðar róttækra aðgerða til að rétta við hag bolfiskveiðiskipa og hraðfrystihúsanna. Sturlaugur Böðvarsson útgerðarmaður á Akranesi svaraði: — Aðalorsök vandamála frystii'ðnaða-rins er hráefnaskortur, hár rekstrar- kostnaður og lækkað afurða- verð. Orsök hráefnaskorts er að togarar eru hættir að leggja upp og smærri bátar ganga úr sér. í fyrra voru strikaðir út af lista um 60 bátar og í ár hefur þeim fækk að um 30. Allir einblína nú á síldina og veldur það miklum hrá- efnaskorti frystiiðnaðarins, sem jafnframt hækkandi kostnaði veldur samdrætti í iðnaðinum. f fyrra vorum við hér á Akranesi með þrjá línu báta og um haustið öfluðu þeir um 1000 ton-n, sem eru að vei'ðmæti um 9 milljónir króna. Þessi tími sem bátarn ir stunduðu veiðar á var ein- ungis hálfur þriðji mánuður, en í haust hefur verið mun mmni veiði sem við erum þó að vona að glæðist, þar eð allur sjór er fuliur af æti. Okkur finnst allt mega hætta nú og fólkið fari í bygginga- vinnu, en ég held að það taki tíma að breyta íslendingum úr fiskiðnaðarþjóð í i’ðnaðar- þjóð. Til úrbóta tel ég að þurfi að auka línuveiðar og tog- veiðar. Gallinn er að síldar- bátarnir koma með tiltölulega Jítil verðmæti fyrir frystiiðn- aðinn og bátum á bolfiskveið um fækkar stöðugt. Við höfum dregizt aftur úr. Fyrir um 15-20 árum vorum við á undan, en síðan höfum við stáðnað, ef til vill vegna fjárskorts. Okkur hefur ekki tekizt að fylgjast með tíman- um og það vantar ýmis tæki vegna breyttra viðhorfa. TRYGGVI Ófeigsson, útgerð- armaður svaraði: — Þegar Mbl. leggur fyrir mig spurningu um vandamál frystiiðnaðarins, vil ég endur- taka spurningu, sem ég lagði fyrir Elías heitinn Þorsteins- son, forstjóra Sölumiðstöðvar hraðfrystihúsanna: „Heldur þú áð það fari eins fyrir frysti húsunum eins og togurunum?" Elías svaraði því til, að frysti- húsamenn yrðu að vera vel á verði, ef slíkt ætti ekki að koma fyrir. Ég endurtók þessi sömu orð á fundi, sem hald- inn var sl. haust meðal frysti- húsamanna. Togararnir em undirstaða frystihúsanna, þar sem þeir eru. Þeir eru nauðsynleg tæki til þess að hreinsa miðin. Fyrir nokkrum árum sendi Félag ísl. botnvörpuskipaeig- enda nefnd útgerðarmanna til Alþingis, þar sem ásamt mér voru einhverjir hæfustu menn á þessu sviði, þeir Vilhjálmur Ámason, skipstjóri og útgerð- armaður, og Sæmundur Auð- unsson, skipstjóri og útgerð- armaður. Við ræddum við alþingismenn og okkur varð brátt ljóst, að þeir voru alls ekki svo kunnugir málum, sem þeir skýldu vera. Mis- skiliningur alþingismannanna var aðallega í sambandi við mannfjöldann á skipunum og hin fákænskulegu lög, sem Alþingi hefur sett um eitt og annað viðkomandi togurun- um. Þessar umræður báru engan árangur. Álit mitt er að togaramir eigi að fiska fyrir frystiiðn- aðinn, eins og þeir gera raun- ar enn í dag, en með öðrum hætti. Það á t.d. ekki að hafa allt upp í 34ra manna áhöfn á þeim. Þá er þeim nauðsyn- legt að fá að vei'ða innan við fiskveiðatakmörkin al’lt upp að þremur mílum á vissum stöðum og koma þaðan með fiskinn ísaðan og óslægðam. Þetta er sá háttur, sem bát- arnir hafa, en þeir eiga einnig að fá hærra verð fyrir fisk- inn, heldur en fæst fyrir neta- fiskinn, sem er miklu verri vara. Úr því sem komið er verð- ur að taka upp togaragjald- eyri í líkingu við bátagjald- eyrinin, sem var á sínum tíma. Að mínum dómi er það áróð- ur og ósannindi að nýsköpun- artogararnir séu orðnir úrelt- ir, en það er þægilegt fyrir þá sem rekið hafa togara hins opinbera á sinn hátt að heimta ný skip. Komið hefur á dag- inn að skuttogarar hafa sett niður verðið á frostnum fiski stórkostlega. Um það nefni ég engar tölur, en auðvelt er að finna þær. Sannast að segja er ekki góðra kosta völ. Illa hefur verið til stofnað í þessum mál- um og málin hafa verið dreg- in um of á langithn. Hráefni til frystihúsanna hefur verið stopult, því er ekki að neita. En þetta er ekkert einsdæmi. Þannig er þetta meðal erlendra þjó'ða. Verksmiðjurnar þar ganga ekki af fullum krafti, nema nokkra mánuði ár hvert og því er aðeins eitt ráð við þessu: Að greiða hærra verð fyrir fiskinn. Það er enginn vafi á því, að verðið til báta, svo og til togara, heldur sjó- sókninni niðri. Það nær engri átt að byggingariðnaður og fleira þess háttar geti dregið ta sín mannafla og gert sjó- sóknarfleytur lítt starfhæfar. Virmuaflsskortur háir mjög frystihúsum. Oft og tfðum er ekki unnt að starfrækja húsin nema með helmingi mann- skaps fyrir hádegi, og eftir hádegi er það einungis hús- mæðrunum að þakka, að fis'k- urinin skemmist ekki meira en þó er. Þá verður síðan að vinna fram á nótt og sér hver maður að slíkt ástand er allt of kostn'aðarsamt, þegar greiða þarf tvöfalt kaup og tvöfaldan matartíma. Hvort sem mönnum likar það betur eða ver er nauðsyn- legt að leita til skóla um að þeir leggi til vinnuafl til frysti húsanna. Það er blátt áfram skortur á þegnskap, verði það ekki gert. Það er öllum fyrir beztu og þessi mál verður að endurskoða. Það verður að fella-niður af borganir lána og útflutnings- gjöld í bili. Aðstöðugjald hef- ur verið fráleitt frá upphafi. Rafmagnsverð tii frystiiðnað- arins er á góðum vegi með að stöðva frystiiðnaðinn og tog- ararnir eiga ekki að greiða hafnargjöld. Ég legg á það mikla áherzlu og vil að það komi skýrt fram að þeir nýsköpunartogarar, sem vel hefur verið við haldið eru úrvals fleytur enn í dag, og það hefur komið fram í skýrslum, þótt þagað hafi ver- ið yfir því, að á nýjustu tog- ununum er stórkostlegast tap. Það stafar af því að 40—50 milljón króna skuldabaggi er þeim ofvaxinn. Gengið, sem sett var í ágúst 1961 er löngu gjörsamlega orðið úrelt. Sú staðreynd að láta það haldast óbreytt allan þennan tíma finnst mér hafa verið rækileg tilraun til að eýðileggja togaraútgerðina. Síðain gengið var sett hefur öll þjónusta til báta og togara hækkað frá 11% til 178%, og þrátt fyrir að verð á sjávarafurð- um hefur hækkað og að tog- ararnir hafi verið styrktir, hafa þeir tveir liðir ekki náð að þekja hækkunina, sem orð- ið hefur á þessari þjónustu, þegar kostnaður vi'ð mann- fjölda á skipunum er tekinn til greina. Þegar tekið er tillit til þess: að stórfrystihús, sem hafa rek ið bátaútgerð í áratugi og gera enn eru í greiðslu- þrotum, að 25 togarar hafa helzt úr lestinni, að togararnir, sem eftir eru eru í greiðsluþrotum, svo að liggur við stöðvun, að fjöldi báta er í greiðslu- vandræðum, þá verður að spyrja: Af hverju verður króna, sem lögð er í fram- antalin skip áð tíeyringi, en tíeyringur, sem lagður er í byggingar að krónu? .Skaðabætur til togaranna, vegna þess að fiskimiðin voru tekin af þeim hafa þeir aldrei fengið. Ég vil benda á hve löggjaf- inn er djúpt sokkinn, þegar hann lætur það viðgangast að togararnir styrki síldarbræðsl urnar, sem græða milljónir á ári. Togararnir greiða til síld- erverksmiðjanna um 140 krón ur á hvert tonn af svartoliu og enn meira á díselolíu, sem allir togarar nota nokkuð og sumir eingöngu. Brennsluolía kostar í Reykjavík 1150 krón- nr á sama tíma og hún kostar í Bremerhaven aðeins 662 krónur og svipaða upphæð í Bretlandi. Tímakaup kvenna í frysti- húsum hefur frá því á árinu 1961, er núverandi gengi var sett, hækkað um allt að 157%. Miki’ð liggur við þegar ann- ar aðalatvinnuvegur þjóðar- innar er á heljarþröm, að síld- veiðum stærstu bátanna und- anskildum.- Lengur dugar ekki að skjóta þeim málum á frest. Hækkað fiskverð er nauðsyn- legt og eðlilegt. Endurgreiðsla á rangskráðu gengi er sann- girniskrafa. Það mun kosta ríkissjóð nokkuð stórar fjár- hæðir. Hvað togarana snertir verður þá að hafa í huga og taka tillit til þess, að me'ð krafti bæjarútgerða og ríkis- valdsins hafa togaraeigendur í áratugi verið neyddir til samninga, sem þeir sjálfir vissu og bentu á að yrðu þeirra banabiti. v Vilhelm Þorsteinsson, for- stjóri Útgerðarfélags Akur- eyrar sagði: — Ástæðan fyrir erfiðleik- um frystiiðnaðarins er minnkandi hráefni. Aflinn er of árstíðabundinn, betra væri að hafa hann minni, en jafn- ari yfir árið. Töluvert magn, sem berst yfir vertíðina gefst ekki tóm til að vinna. Við hér á Akureyri höfum þó ekki svo mikið af þessu að segja, því að nær allt hráeíni, sem til okkar berst er togarafisk- ur. Miklum erfiðleikum veldur verðbólguþróunin innanlands, og stöðugt hækkandi kaup- gjald eða aukinn vinnukostn- aður. Þá hefur verðið á mark aðinum lækkað. Hvað úrbætur snertir, þá haldið í öMum guðanna bæn- um áfram togaraútgerð. Frystiiðnaðurinn hefur feng- íð háan hundraðshluta togára fisks, en togurum hefur fækk að. Frystihúsin virðast fá minna og minna hráefni og er það þá ekki afleiðing þess að togurunum fækkar. Að undanförnu hefur það orðið frystiiðnaðinum til bjargar að markaðsverð hefur verið hækkandi, en nú hefur þetta breyzt og verðið fer lækkandi. Hér á Akureyri er nær eingöngu togarafiskur, sem berst til okkar. Drengirnir geta gengið í Svan HINN 9. október 1966 , var hald- inn aðalíundur Iúðrasveitarinn •r „SVANTjR“ í Reykjavík. í skýrslu fráfarandi stjórnar kom m.a. fram, að á árinu var haldið upp á 35 ára afmæli Lúðra sveitarinnar „SVANUR“, með hljómleikum 1 Austurbæjarbíói. Auk þess, sem Lúðrasveitin kom fram við ymis opinber tæki færi, var og leikið nokkrum sinn um í útvarp og á sjálfstæðum úti- hljómleikum. Ennfremur kom Lúðrasveitin „SVANUR” fram á hinu fjölmenna lúðrasveitamóti á Selfossi. Ákveðið var, að gefa piltum þeim, er verið hafa í Lúðrasveit drengja, undir stjórn Karls Ó. Runólfssonar, kost á að halda á- fram námi og æfingum á hljóð- færi sín, með það fyrir augum, að þeir gangi siðan inn í Lúðrasveit ina „SVANUR" sem fullgildir fé lagar. Fundurinn þakkaði stjórn- anda Lúðrasveitarinnar, Jóni Sig urðssyni, trompetleikara, vel unnin störf og tagnaði því að mega njóta starfskrafta hans í náinni framtíð. Á fundinum var kosin ný stjórn, og skipa hana eftirtaldir menn: Formaður: Snæbjörn Jónsson. Varafarom.: Guðjón Einarsson. Ritari: Biarni Gunnarsson. Gjaldk.: Bragi Kr. Guðmundss. Meðstj : Sigmar H. Sigurðsson. GLERAUGNAHtfSID TEMPLARASUNDI 3 (homið)

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.