Morgunblaðið - 19.10.1966, Blaðsíða 12
12
MORGUNBLAÐIÐ
Miðvikudasciir 19 okt. 1966
Bifreiðainnflutningur lands-
manna á yfirstandandi ári
num að líkindum slá öll met.
Bifreiðaumboðum ber al-
mennt saman um að aldrei
! hafi salan verið jafn lífleg.
i Fyrstu bifreiðarnar af árgerð
inni 1967 komu til landsins
fyrir skömmu og á næstu vik
um má búast við að straum-
urinn aukist.
Saab 1967. Nú einnig fáanlegur með 4 gengisvéi.
Simca 1501 GSI. Vélin er 4 cyl. 69 eða 81 hö.
Dodge Dart. Hægt er að velja um 6 og 8 cylindra véL
Margar gerðir hafa tekið
gerbreytingum og boðið er
upp á ýmsar nýjungar. Banda
rískir bifreiðaframleiðendur
leggja nú í æ ríkara mæli á-
herzlu á fullkomnari öryggis
útbúnað enda voru nýlega
samþykkt í öldungardeild
Bandaríkjaþings lög, sem
kveða á um ákveðin skyldu-
öryggisútbúnað í bifreiðum
framleiddum þarlendis. Ein-
hver hækkun verður á verði
bandarískra bifreiða, sú
fyrsta í 8 ár. Er áætlað að
hækkunin nemi um 50-100$.
Mbl. mun á næstunni birta
myndir af árgerðinni 1967 eft
ir því sem þær berast til lands
iins. Myndirnar, sem við birt!
um í dag eru af bandarísk-
um, evrópskum og japörsk-
um bifreiðum.
Moskvich. Vélin er 4 cyl. 60 hö. Hámarkshraði 120 km/klst.
Bandormar koma
nú v/ð sögu
- í réttarhöldum vegna morðs
Toyata Crown de luxe 200 0. Smávægilegar útlitsbreytingar. Vélin: 6 cyl. 110 hö.
Verwoerds
Ford Taunus 12 m. Hér hafa orðið miklar útlistbreytingar. Vélin 4 eyl. 63 hö.
Volvo 144. Vélin er 4. cyl. 85—100 »g 105 hö.
Höfðaborg 17. okt. - NTB.
SÁLFBÆÐINGUB einn lýsti því
yfir í réttinum í Höfðaborg í dag,
að Demetrio Tsafendas, hinn 48
ára gamli Grikki sem myrti
Verwoerd, forsætisráðherra S-
Afríku, vissi naumast hvers
vegna hann hefði gert það. Tsaf-
endas stakk Verwoerd mörgum
hnífsstungum skömmu áður en
fundur skyldi hefjast í þingi S-
Afriku 6. september sl.
Verjandi Tsafendas heldur því
fram, að hann hafi ekki verið
með sjálfum sér er hann framdi
morðið, og var það í sambandi
við þetta, sem sálfræðingurinn,
Harold Cooper, lét áðurgreind
ummæli frá sér fara.
Verjandinn hefur tekið skýrt
fram, að ekki sé ætlun sín að
véfengja þá fullyrðingu sækjand-
ans, að Tsafendas hafi valdið
dauða Verwoerds með aðgerðum
sínum. „Ákærði hefur aldrei
neitað þessu“, sagði verjandinn.
Rétturinn féllst hinsvegar á, að
andlegt ástand Tsafendas yrði
rannsakað áður en úrskurður
yrði felldur um hvort hann hafi
verið með sjálfum sér, er hann
framdi morðið.
Tíma réttarins í dag var að
mestu varið til þess að hlýða á
framburð Coopers. „Tsafendas
hefur sagt mér, að hann hefði
ekki myrt Verwoerd ef ekki
hefði verið vegna bandorms, sem
hann sjálfur væri með og væri
eins og illur í sér“, sagði Cooper.
Sálfræðingurinn sagði, að Tsaf-
endas hefði leitað til margra
lækna vegna ormsins. „Hann var
margsinnis lagður inn á sjúkra-
hús til rannsóknar, og I sérbvert
sinn var honum sagt, að enginn
bandormur væri i honum en
hann virðist hafa haft þá bjarg-
föstu trú, að svo væri“, sagði
Cooper.
Cooper er einn 30 sérfræðinga,
sem rétturinn hefur óskað að
yfirheyra í sambandi við málið
Fjölsött mynd-
listasýning í
Vestmanna-
eyjum
Vestmannaeyjum, 18. okt.: —
ÞANN 14. október sl. opnuðu
Iistamennirnir, Guðni Hermansen
og Páll Steingrímsson sýningu á
verkum sín.jm í húsi KFUM 1
Vestmannae/jum. Á sýningunni
eru 30 verk. sýnir Guðni þar 15
málverk, en Pall er með 15 mynd
ir gerðar úr mulcium bergtegund
um. Sýningin vakti mikla at-
hygli, og var fjölsótt. Seldi Páll
allar myndirnar er á sýningunni
voru, en myndir Guðna voru ekki
til sölu, par sem hann ætlar að
sýna í Reykjavík innan skamms
og er að safna í þá sýningu, ef
svo má að orði komast. Sýning-
unni lauk sl. sunnudagskvöld.
— B. Guðm.