Morgunblaðið - 19.10.1966, Blaðsíða 19
1 MiSvikudagur 19. okt. 1968
MORGUNBLAÐIÐ
19
— Ræða Magnúsar
Framhald af bls.14
gegn umframgreiðslum. í anda
þessarar meginstefnu er fjárlaga
frumvarpið nú samið og það er
skoðun okkar, sem að undirbún-
ingi þess höfurr starfað; að hægt
sé með fulúur. rökum að krefj-
ast þess af óllum fjárlagastofn-
unum, að þær haldi útgjöldum
sínum innan ramma fjárlagaáætl
unar, miðað við núverandi að-
stæður.
Tekjuáætlun miðiið við það að
engir nýir skattar komi til.
Tekjuáætlun frumvarpsins er
við það miðuð, að engir nýir
skattar verði á lagðir, heldur að
eins stuðzt við núgildandi tekju
stofna. Tekjuáætiunin hefur ver
ið gerð af Ffnahagsstofnuninni.
Þó tekjuáætlun stofnunarinnar
hafi reynzt til muna of lág fyrir
yfirstandandi ár, þá er óhugsandi
með öllu að um sambærilega
aukningu geti orðið að ræða á
næsta ári. Horfur varðandi verð
lag sjávarafurða eru ekki góðar
og um verulega framleiðsluaukn
ingu frá síðasta ári getur naum-
ast orðið að ræða, enda var síld
veiðin þá meiri en nokkru sinni
áður eru dæmi til. Það verður
því að teljast hin fyllsta bjart-
sýni að reikoa með jafnmiklum
innflutningi á árinu 1967 eins og
á árinu 1966. 6,200 millj. kr., svo
sem gert er í fjárlagaáætluninni,
því að aukning innflutningsins í
ár er óvenjulega mikil svo að
markaðurinn hlýtur á ýmsum
sviðum að mettast og frekari
aukning enda óhugsanleg af gjald
eyrisástæðum. En nettótekjur
ríkissjóðs af aðflutningsgjöldum
eru áætlaðar 1829 millj. kr. Við
ákvörðun söluskatts er reiknað
með 5% aukningu hreinnar veltu
frá árinu 1966 og er þannig reikn
að með nettósöluskattstekjum
1178 millj kr. Hafa þá í báðum
tilfellum verið dregin frá fram-
lög til Jöfnunarsjóðs sveitarfé-
laga, er myndu þá nema samtals
198 millj. kr. Þar eð gera verður
ráð fyrir, að hin mikla söluaukn-
ing Áfengis- og tóbaksverzlunar
ríkisins á þessu ári stafi að tölu
verðu leyti af strangari toll-
heimtu, þá er ekki hægt að gera
ráð fyrir hlíðstæðri aukningu á
næsta ári. Eru nettótekjur á þess
um lið áætlaðar 548 millj. kr. og
þá reiknað með óbreyttu verð-
lagi. Tekju- og eignarskatt er
mjög erfitt að áætla, bæði vegna
óvissu um tekjuaukningu og
skattvísitölu. Þessar tekjur eru
áætlaðar 596 millj. kr. auk hins
sérstaka álags vegna húsnæðis-
mála 40 millj. kr. Er því ljóst, að
þessi tekjuliður er í algeru há-
marki. Gert er ráð fyrir sama
bifreiðainnflutningi og í ár. Má
það raunar teljast óvarlegt, því
að reynslan sýnir, að sveiflur
eru miklar í þessum innflutningi.
Kann þó að vera, að fjárlagaáætl
un standist með hliðsjón af því,
að leyfisgjald af jeppabifreiðum
kemur fyrst til að nokkru marki
á næsta ári. Aðrir tekjuliðir rík
issjóðs eru áætlaðir svipað og á
yfirstandandi ári.
Samtals er gert ráð fyrir, að
tekjur ríkissjóðs á árinu 1967
nemi 4.646,105 þús kr„ og er það
851 millj. kr. hækkun frá fjár-
lögum ársins 1966, eða 22,4%.
Áætlaður rekstur ríkisstofnanna.
Áætlað er, að rekstrarútgjöld
ríkissjóðs á næsta ári verði 4265
millj. kr., sem er rúmum 18%
meira en á yfirstandandi ári. Til
viðbótar koma svo útgjöld vegna
afborgana af lánum og til eigna-
aukningar 236,3 millj. Til þess
að meta það, hvort hér sé um
eðlilega hækkun að ræða, er
nauðsynlegt að gera sér grein
fyrir þeim helztu hækkunum út
gjalda, er til hafa komið síðan
fjárlög yfirstandandi árs voru af-
greidd. Skiptir hækkun fastra
launa hér mestu máli, en þau
hafa hækkað um 25% frá fjár-
lagaáætlun 1966. Venjulegur
skrifstofukostnaður mun hafa
hækkað um 20 — 25%, ferða-
kostnaður um 25 — 30%, húsa-
leiga, ljós, hiti og ræsting um
16 — 20% og pappír pg prent-
kostnaður nálægt 25%. Sýna þess
ar staðreyndir, að ekki er um að
ræða neina óeðlilega útþenslu
ríkiskerfisins. Mun ég nú víkja
nokkuð að ýmsum helztu út-
gjaldaliðum fjárlaga en með hlið
sjón af því, að greinargerð er nú
ýtarlegri en áður hefur verið,
mun ég aðeins drepa á nokkur
meginatriði, en vísa að öðru
leyti til greinargerðarinnar.
Fjárlagaáætlun pósts og síma
er ekki í samræmi við rekstrar-
áætlun stofnunarinnar, en þótt
mikilvægt sé, að þessi stofnun
geti eflt starfsemi sína með eðli-
legum hætti og veitt nauðsyn-
lega þjónustu, þá verður að telja,
að útgjöld stofnunarinnar ár
hvert verði að takmarkast við
tekjur af eigin rekstri og hugs-
anlega eitthvert lánsfé, eftir at-
vikum. Tekjur stofnunarinnar
hækka mjög mikið miðað /ið
fjárlagaáætlun yfirstandandi árs
vegna gjaldskrárbreytingar um
síðustu áramót. Lögð hefur verið
áherzla á að breyta reiknings-
haldi stofnunarinnar þannig, að
hægt verði að fá gleggri sundur-
liðun rekstrarútgjalda og fjár-
festingarútgjalda. Er því nú gerð
veruleg breyting á uppsetningu
fjárlagaáætlunar stofnunarinnar.
Nú er í fyrsta sinn gerð áætl-
un um rekstur sjónvarps miðað
við heilt ár, og heildartekjur
áætlaðar samtals rúmar 56 millj.
kr. Er þó enn vafalaust margt
óljóst um raunverulegan reksturs
kostnað sjónvarpsins, en leggja
verður á það ríka áherzlu, aö út-
gjöld sjónvarpsins í framtíðinni
verði takmörkuð við tekjur þess
af afnotagjöldum og auglýsingum
svo sem verið hefur um hljóðvarp
ið. í rekstursáætlun hljóðvarps-
ins eru 5,3 millj. kr. áætlaðar
til F.M. sendistöðva, til þess að
bæta hlustunarskilyrði á ýmsum
stöðum um landið, en þeim hef-
ur sums staðar verið mjög ábóta
vant og mjög eðlileg krafa fólks
í strjálbýlinu, að það fái sæmi-
lega notið síns hljóðvarps, þegar
þéttbýlissvæðin hafa einnig feng
ið sjónvarp.
í frumvarpinu er gert ráð fyr-
ir óbreyttum rekstri Viðtækja-
verzlunar ríkisins, en ríkisstjórn-
in hefir síðar ákveðið að leggja
viðtækjaverzlunina niður. Hef-
ur rekstur viðtækjaverzlunarinn
ar síðustu árin reynzt mjög ó-
hagstæður og sannreynt að auðið
á að vera að tryggja meiri tekjur
af viðtækjasölunni með því að
láta hana vera í höndum ein-
stakra innflytjenda. Sérstakra
aðgerða er þörf í sambandi við
rekstur Landssmiðjunnar og hef-
ur nefnd, á vegum iðnaðarmála-
ráðherra, unnið að ýtarlegri at-
hugun þess máls. Mun ríkisst jórn
in á næstunni taka ákvörðun um
framtíð fyrirtækisins.
Vegna offramleiðslu landbúnað
arvara, telur ríkisstjórnin nauð-
synlegt að draga úr búrekstri á
vegum ríkisins. Hefur verið á-
kveðið að takmarka búrekstur á
Hvanneyri og Hólum svo sern
verða má, en leggja niður bú-
rekstur að Vífilsstöðum og stefnt
er að því að leggja niður kúahald
á tilraunastöðvum landbúnaðar-
ins. Rekstur skólabúanna hefur
undanfarin ár verið mjög óliag-
stæður og einnig rekstur Bessa-
staðabús, en önnur bú hafa verið
rekin hallalaust.
Áætlað er, að alþingiskostnað-
ur muni hækka um 9 millj. kr.
og heildarkostnaður við Stjórnar
ráðið um 12 millj. kr„ og er á
hvorugum þessum lið um neina
óeðlilega aukningu útgjalda að
ræða. Sama er að segja um fram-
lög til utanríkismála, sem hækka
um 5,5 millj. kr. Heildarfiávhæð
tillagna til alþjóðastofnana lækk
ar nokkuð, sem einkum stafar
af því, að nú fellur niður við-
bótarframíag til Sameinuðu
þjóðanna, sem veitt var á þessu
ári 3.4 millj. kr. Hins vegar hækk
ar framlag vegna þátttöku íslands
í heimssýningunni í Kanada um
svipaða upphæð. Heildarhækkun
á fjárveitingum til Alþingis,
Stjórnarráðs og utanríkismála
er rúm 20% frá núgildandi fjár-
lögum og er sú hækkun ekki
óeðlileg, þar sem meginhluti
þessara útgjalda eru laun.
Aukinn kostnaður vit dóms- og
löggæzlu fyrirsjáanlegur.
Ýmsir útgjaldaliðir vegna
dómgæzlu og lögreglustjórnar
hækka meir en nemur hinum al-
mennu hækkunum og á það allt
sínar skýringar. Kostnaður við
saksóknaraembættið hækkar
þannig um 30%, borgardómara-
embættið í Reykjavík um rúm
40% og borgarfógetaembættið
í Reykjavík um 37%. Hús-
næði borgardómaraembættisins
var orðið algjörlega ófullnægj-
andi, en hið nýja húsnæði
er mun dýrara og vegna vaxandi
starfa við öll þessi embætti hef-
ur reynzt óumflýjanlegt að bæta
við nokkru starfslíði. Hafa enda
hvað eftir annað, bæði hér á
Alþingi og annars staðar komið
fram kvartanir um óhæfilegan
seinagang í meðferð dómsmála.
Kostnaður við lögreglustjóraem-
bættið í Reykjavík hækkar einn-
ig óeðlilega mikið, en það stafar
annars vegar af vanáætlun og
hins vegar aukakóstnaði vegr.a
flutnings í nýju lögreglustöðina.
Virðist mega ganga út frá þvi
sem algildri reglu, að bætt starfs
aðstaða stofnana, leiði alltaf af
sér aukinn kostnað, þótt í fljótu
bragði kunni slíkt að virðast ein
kennilegt. Á kostnaði við em-
bætti sýslumanna, bæjarfógeta
og lögreglustjóra utan Reykja-
víkur og Keflavíkurflugvallar
verður einnig nokkur aukahækk
un, sem að nokkru stafar af van
áætlun í fjárlögum 1966 og að
nokkru af lítilsháttar fjölgun
starfsfólks. Nokkur aukahækkun
verður á kostnaði við ríkislög-
reglu og hluta ríkissjóðs í al-
mennum löggæzlukostnaði vegna
þess, að lögregluþjónar færðust
almennt upp um einn launafiokk
við síðasta kjaradóm. Ýms ann-
ar löggæzlukostnaður hækkar
mjög mikið eða um 50%. Hér er
um lögbundin útgjöld að ræða
og stafar þessi hækkun af því
að safnast hafa fyrir á síðustu
árum gjaldfallnar kröfur, sem að
sjálfsögðu þýðir ekki annað en
greiða. Kostnaður vegna vinnu-
hælisins á Litla-Hrauni hækkar
óeðlilega mikið og hefur dóms-
málaráðuneytið nú til sérstakrar
athugunar leiðir til að koma
rekstrinum i betra horf. Á fjár-
veitingu til almannavarna er
töluverð hækkun umfram eðli-
legan kostnaðarauka, og er þó
gert ráð fyrir mun minni fjár-
veitingu en stofnunin fór íram á.
Hefur verið safnað allmiklum
birgðum ýmiss konar nauðsynja
og er nú unnið að öyggingu
birgðageymslu og skipulagningu
á starfsemi stofnunarinnar á
þann hátt, að hún geti veitt að-
stoð á sem breiðustum grund-
velli. Er hér tvímælalaust um
mikilvæga starfsemi að ræða, ef
rétt er á haldið.
Á kostnaði við landhelgisgæzlu
verður engin óeðlileg hæklrun.
Samningur hefur nú verið gerð-
ur um smíði nýs varðskips, sem
mun kosta um 83 millj. kr„ en
vegna sjóðseignar Landhelgis-
sjóðs verður ekki þörf sérstakrar
fjárveitingar til skipasmíði þess-
arar á næsta ári. Síðar á ekki
heldur að koma til nein teljandi
hækkun á framlögum til Land-
helgisgæzlunnar vegna smíði
þessa skips, því að afborgun af
láni vegna Óðins er nú að ljúka.
Hitt er ljóst, að nauðsynlegt er
að stefna að því að losa Landhelg
isgæzluna við hin minni skip,
sem koma að sáralitlum notum,
én eru mjög dýr í rekstri. Hefur
dómsmálaráðuneytið það mál nú
til sérstakrar athugunar.
Framlög til bindindisstarfsemi
eru hækkuð nokkuð með hlið-
sjón af tillögum milliþinganefnd
ar í áfengismálum. Hér er þó
ekki um verulegar hækkanir að
ræða, enda liggja ekki fyrir nauð
synlegar áætlanir um auknar
áfengisvarnir í samræmi við til-
lögur milliþinganefndarinnar. —
Mun Alþingi fá tillögur nefnd-
arinnar til athugunar.
Ný lög um tollheimtu og tolla-
eftirlit væntanleg.
Vegna hins stóraukna innflutn
ings hafa störf tollstjóraembætt-
isins í Reykjavík aukizt gífur-
lega. Hefur þannig afgreiðslu-
fjöldi tollskjala aukizt um rösk
11% á einu ári. Er mjög mikil-
vægt, að ekki sé óeðlilegur drátt
ur á afgreiðslu tollskjala og hef-
ur því reynzt óumflýjanlegt að
fjölga starfsliði stofnunarinnar
allverulega. Leiðir þetta af sér
36% hækkun útgjalda við toll-
stjóraembættið. Kostnaður við
tollgæzlu vex einnig verulega
umfram almennar hækkanir og
stafar það af beinni aukningu
tollgæzlunnar. Er nú sérstaklega
að því stefnt að auka tollgæzlu
utan Reykjavíkur og Keflavíkur-
flugvallar. Er það hin brýnasta
nauðsyn, því að eftir að hert
hefur verið tollgæzla í Reykjavík
og nágrenni, vex hættan á smygli
annars staðar á landinu. Hefur að
undanförnu verið unnið að ým-
is konar endurskipulagningu toll
gæzlunnar og á það lögð hin
ríkasta áherzla að koma með
öllum ráðum í veg fyrir smygl.
Er ekki sjáandi í aukinn kostn-
að til þess að uppræta þessa
meinsemd, enda enginn vafi, að
slíkur kostnaðarauki skilar sér
margfaldlega aftur. Á þessu ári
var sett reglugerð um tollfrjáls-
an innflutning ferðamanna og
farmanna á sjó og í lofti. Sé ég
ástæðu til að þakka farmönnum
og flugmönnum skilning þeirra
á nauðsyn þessarar reglugerðar.
Var með reglugerðinni lögð á-
herzla á að koma þessum málum
í viðunandi horf, án þess að sýna
nokkra óbilgirni. Auðvitað varð
ekki hjá því komizt að skerða
nokkuð þann innflutning, sem
tíðkast hafði með ólöglegum
hætti, en engu að síður er þó
réttur, bæði flugmanna og far-
manna, samkvæmt reglugerðinni
meiri en í nálægum löndum og
réttur ferðamanna svipaður því
og annars staðar tíðkast. Hin
mikla aukning ferðalaga til út-
landa eykur að sjálfsögðu mjög
tollfrjálsan innflutning ýmissa
vara, einkum fatnaðar. Við því
verður ekki gert, en lögð verð-
ur áherzla á að framkvæma
reglugerðina af lipurð, en þó
með fullkominni festu og viður-
lögum, ef viðleitni verður sýnd
til brota. Unnið hefur verið að
heildarendurskoðun laganna um
tollheimtu og tolleftirlit og er
frv. að vænta á þessu þingi.
Störf skattarannsóknarnefndar
hefur veitt aukið aðhald við
framtöl.
Á þessu ári var hæltkuð veru-
lega fjárveiting til greiðslu kostn
aðar við ríkisskattanefnd og
skattstofur, þar eð ljóst var, að
þau útgjöld höfðu áður verið á-
ætluð allt of lág. Rækileg athug-
un hefur leitt í ljós, að nauðsyn
legt er að hækka enn þennan út
gjaldalið nokkru meira en svar-
ar almennum hækkunum, enda
námu umframgreiðslur á þess-
um lið 11 millj. kr. á árinu 1965.
Má nú vænta þess, að áætlunin
sé raunhæf.
Þegar dómar eru felldir um
kostnað við skattheimtuna verða
menn að hafa í huga, að í upp-
hafi var erfitt að gera sér til
hlítar grein fyrir því, hversu víð
tæk starfsemi yrði í sambandi
við hið nýja embætti ríkisskatt-
stjóra, einkum með hliðsjón af
starfi skattrannsóknadeildarinn-
ar, sem var nýr þáttur í skatt-
kerfinu. Reynslan hefur sýnt,
að þessi nýskipan skattamála
hefur mjög stuðlað í senn að
samræmingu skattálagningar og
betri skattheimtu, og hafa ríkis-
skattstjóra og skattrannsókna-
stjóra verið tryggðir þeir starfs
kraftar, sem um hefur verið beð
ið, hvað fjárveitingar snertir, en
erfiðlega hefur reynzt að fá nægi
lega þjálfað starfslið. Mér þykir
rétt að gefa hér nokkurt yfirlit
um starfsemi skattrannsókna-
deildarinnar til þessa, þar eð
eðlilegt er, að menn hafi áhuga
á að fylgjast með starfi hennar,
sem er nýmæli í skattkerfinu,
enda þótt heimildir þær til rann-
sókna, sem hún byggist á, hafi
flestar verið í gildi um áratugi,
en því miður hefur skatteftirlit-
ið jafnan verið alltof mikið í
molum. Frá því að rannsókna-
deildin hóf starfsemi sína heiur
hún skilað til meðferðar hjá rík-
isskattanefnd alls 142 málum.
Af þessum málum hafa 84 verið
rannsóknarmál, en 58 hafa verið
svokölluð hliðarmál þeirra,
þ.e.a.s. hafa leitt til skattbreyt-
inga hjá 58 aðilum, vegna upplýs
inga, sem fram komu við rann-
sókn hjá öðrum, og er hér þá
yfirleitt um launþega að ræða.
Auk þess hefur deildin haft til
rannsóknar 31 mál, þar sem ekki
þótti ástæða til skattbreytinga.
Einu máli hefur verið vísað til
sakadómara og 2 málum til um-
sagnar saksóknara ríkisins. í
gangi eru nú til viðbótar 20 —
30 rannsóknamál, sem send
verða ríkisskattanefnd til af-
greiðslu á næstunni, auk fjölda
hliðarmála, sem annað hvort
verða falin skattstjórum eða rík-
isskattanefnd til afgreiðslu.
Ríkisskattanefnd hefur lokið
skattákvörðunum í þeim 152 mál
um, sem til hennar hefur verið
vísað. Hafa þær ákvarðanir leitt
til hækkunar tekjuskatts hjá
136 gjaldendum, samtals um
9.6 millj. kr„ eignarskatts hjá
43 gjaldendum, samtals rúmar
700 þús. kr„ söluskatts hjá 74
gjaldendum, samtals 4,3 millj.,
dráttarvaxta af söluskatti hjá
sömu gjaldendum, samtals 1,6
millj. kr„ aðstöðugjaldi hjá 75
gjaldendum, samtals rúm 1 mill-
jón. Hefir heildarhækkun gjalda
hjá þessum 142 gjaldendum num
ið rúmum 17,3 millj. kr. Ákvörð-
ur útsvara hjá þessum gjaldend-
um er enn ekki lokið nema að
litlu leyti, en hækkun útsvara,
sem þegar er vitað um, nemur
rúmum 3,7 millj. kr. Skattsekta-
nefnd hefur kveðið upp úrskurð
í 80 málum og leiddu úrskurðir
hennar til sekt.aákvörðunar hjá
56 gjaldendum, að heildarupp-
hæð rúmar 5,3 millj. kr. 10 mál
voru afgreidd án sekta, en 14
mál eru enn í afgreiðslu og at-
hugun. Um það verður ekkert
fullyrt, hvaða áhrif skattrann-
sóknirnar hafa haft á framtöl
manna, en það var að sjálfsögðu
megintilgangurinn að koma fram
tölum almennt í lag, því að refs-
ingar eru aðeins nauðsynlegt
neyðarúrræði til aðvörunar. Ým-
islegt bendir þó til þess, að
skattframtöl hafi batnað, þó tölu
sé ekki hægt að nefna í því sam
bandi, og það er engum efa bund
ið, að starfsemi skattrannsóknar
deildarinnar hefur veitt aukið að
hald. Nauðsynlegt hefur verið að
framkvæma í vissum tilfellum
hópathuganir, en annars mun
deildin hafa lagt sig fram um að
framkvæma rannsóknir hjá sem
flestum starfstéttum. Þeir skatt-
greiðendur, sem orðið hafa fyrir
barðinu á rannsóknardeildinni,
bera sig að vonum illa og telja
sig ekki óheiðarlegri en marga
aðra. Vissulega er þetta rétt, en
það hlýtur öllum að vera Ijóst,
að bæði á þessu og mörgum öðr-
um löggæzlusviðum hitta aðgerð
ir löggæzlunnar menn mjög mia
jafnlega, ekki sízt, þegar um
víðtæka meinsend er að ræða
eins og skattsvikin. En það sjón
armið getur þó aldrei orðið við-
urkennt, að einum eigi að hlífa,
af því að ekki sé hægt að tryggja
það örugglega ,að annar sekur
náist, og linkind í þeim málum,
sem upp komast hlyti að gera
að litlu þann árangur af eftir-
litsstarfinu sem að er stefnt, en
það er einmitt að fæla aðra frá
að brjóta lögin af ótta við þung
viðurlög, ef siðgæðistilfinningin
ein er ekki nægilega sterk til
þess að forða mönnum frá hin-
um ólögmæta verknaði. Það verð
ur því ekki hjá því komizt að
halda skattrannsóknunum áfram
af fullum krafti, en hins vegar
er þess mjög að vænta, að sá
tími sé skammt undan, að menn
þurfi ekki að kvarta yfir þung-
um viðurlögum, einmitt vegna
þess, að skattsvikin hverfi.
Enn er kostnaður við fasteigna
mat áætlaður 10 millj. kr. á
næsta ári. Hefur verið lögð á-
herzla á það við yfirfasteigna-
matsnefnd að hraða matinu sem
mest, en hér er' um mjög víðtækt
og kostnaðarsamt mál að ræða.
Framhald á bls. 20