Morgunblaðið - 19.10.1966, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 19.10.1966, Blaðsíða 5
Miðvikudagur 19. oM. 1966 MORCUNBLAÐIÐ 5 ÚR ÖLLUM ÁTTUM Nú er unnið að fullum krafti að geið Sundahafnar og er gert ráð fyrir, að fyrsta áfanga þessara miklu fram- kvæmda Ijúki 28. júlí 1968, eftir tæp tvö ár. Svo sem kunnugt er af blaðafregnum Stdrframkvæmdir hafnar við gerð Sundahafnar var tilboði Skaanska Cements gjuteriet í gerð Sundahafnar tekið og starfa með þessum fyrirtækjum tvö íslenzk að fyrsta áfanganum, Loftorka hf. og Malbikun hf. Tilboð í gerð Sundahafnar voru opnuð 19. maí sl. og bárust 6 tilboð, hið sjöunda var dregið til baka, áður en tilboðin voru opnuð. Tilboði Skaanska Cementsgjuteriet og Malbikun hf. nam miðað við útboðsskilmála 102.250.000 kr. Þessi fyrirtæki sendu einnig frávikstilboð að upphæð 81. 700.000. Forstjóri Innkaupastofnun ar Reykjavíkurborgar Valgarð Briem skýrði frá því við opn un tilboðanna að samkvæmt kostnaðaráætlun hafnarstjórn ar myndi bygging fyrsta á- fanga Sundahafnar kosta 98 millj. króna. Samkvæmt útboðsskilmál- um á að byggja 379 metra langan hafnarbakka með tveimur álmum í Vatnagörð- um, vinna að dýpkun þar og sprengja djúpsker út af Páls- flaki. Mun hafnarbakkinn verða gerður úr steyptum kerum. Við vesturhöfnina vinna tæknifróðir menn nú að því myrkranna á milli, að setja saman vélarnar, sem nota á við gerð Sundahafnarinnar. Er fréttamenn blaðsins bar þar að í gærdag var unnið að logsuðu á feiknarmiklum vélarhluta sem vélamennirnir kölluðu ,,kött“ en það er arm ur sem bera mun uppi dælu- munnstykkið, þegar farið verður að dýpka Sundahöfn. Vfirlitsmynd yfir Vesturhöfnina og tæki þau og vélar, sem nota á við gerð Sundaliafnar. Gamla grafvélin i Vesturhöfninni. Við hittum þarna einn „maskínistann“ sænskan mann að nafni Nyholm og kallaði sig verkmeistara. Hann tjáði tíð- indarmanni blaðsins að 10 sér fróðir Svíar hefðu komið til landsins um sl. mánaðarmót frá Skaanska Cementsgjuter- Við dýpkun verður notað dýpkunar- og sanddæluskipið Grettir og gömul grafvél í eigu hafnarinnar. Gengur hún fyrir gufuvél, sem að sögn fróðra manna er enn þann dag í dag hrein og spegil- fögur eftir fjölda ára notkun. Nyholm verkstjóri. iet, í þeim erindargerðum, að setja saman hinar ýmsu vélar og vélahluti, sem þarf við hafnargerðina. Nú hafa Sví- arnir unnið að þessum starfa í u.þ.b. tvær vikur og hafa brátt lokið verki sínu. Sagði Nyholm, að hinn sænski hóp ur héldi að öllum likindum utan í næstu viku, ef verk- áætlun'stenzt. Auk Svíanna vinna 10 ís- lendingar við hafnargerðina. Stórvirkjum vinnutækjum hefur verið komið upp í Vatn agörðum og skýli reist fyrir verkamennina. Yfirumsjón verksins í Vatnagörðum hefur Svíinn Fossberg frá Skaanska Cementsg j uteriet. Frá Vatnagörðum þar sem byrjunarframkvæmdir 1. áfanga eru nú hafnar. Færeyskur Castro Einkaskeyti til Mbl. Kaupmannahöfn 15. október. FÆREYSKI jafnaðarmaðurinn séra Johan Nielsen, sem nú sit- ur í danska þinginu sem stað- gengill Peter Mohr Dam flutti í dag ræðu við fyrstu umræðu lagafrumvarps, sem mun veita Færeyingum sömu félagsmála- réttindi og Dönum. Mexico City, 11. október. NTB. Hvirfilvindurinn „Inez“ gekk 1 nótt yfir hafnarborgina Tam- pico í Mexico, og sex þorp þar í nágrenninu. í morgun hafði of- veðrið valdið slíkum skaða, að algerlega var sambandslaust við hafnarborgiria og þorpin sex. Tugir þúsunda flýðu heimili sín á þessu svæði, er kunnugt varð um, að „Inez“ væri á leiðinni. Nielsen sagði m.a. í ræðu sinni. „Ég flyt þakkir frá Fær- eyjum, en stend ekki með hatt- inn í höndunum. Það er rétt að Færeyingar greiða ekki ríkis- skatt, en nær allur okkar inn- flutningur kemur frá Danmörku og fjórði hluti allra yfirmanna í danska kaupskipaflotanum er frá Færeyum, þrátt fyrir að það sé engum erfiðleikum bundið með að fá atvinnu í Færeyjum. Færeyjar urðu á sínum tíma ATHUGIÐ! Þegar miðað er við útbreiðslu er langtum ódýrara að auglýsa í Morgunblaðinu en öðrum blöðum. Séra Johan Nielsen sambandsríki af efnahagsástæð- um, en nú horfir .öðruvísi við, því að við erum ekki lengur háð ir Dönum efnahagslega. Fyrir 30 árum vildi enginn kaupa hinar gullnu klettaeyjar, en i’ dag er það víst, að mörg stórveldi myndu fúslega greiða I Færeyinga vildi slita samband- þjóðfélagsútgjöld Færeyja gegn því að fá þar flotahöfn. Væri ég haldinn metnaðargirni gæti ég auðveldlega gerzt nýr Fidel Castro. Ég hef skeggið, en ekki metnaðargirnina. Böndin sem binda okkur Dön- um eru sterk, en ef meirihluti inu, væri það hægt. En hjartað hefur sínar ástæður, sem skyn- semin ekki skilur. Johan Nielsen var prestur í Klakksvík fram til ársins 1964, en nú er hann þjónandi prestur í Kaupmannahöfn. — Rytgaard. Ijinheimía — Sendiferðir Piltur eða stúlka óskast nú þegar haifan eða allan daginn. r 1 r... ludvig STORR i L Á Laugavegi 15.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.