Morgunblaðið - 28.10.1966, Blaðsíða 1
28 síður
53. árgangur
247. tbl. — Föstudagur 2«. október 1966
Prentsmiðja Morgunblaðsins
Sýrlendingar haldi
léssamninginn
vopncl;
Öryggisráðið ræðir deilur
Israels og Sýrlands
Mynd þessi er af banda-
ríska flugmóðurskipinu „Or-
iskany" og sýnir, hvar 50«
punda sprengju er varpað út-
byrðis til þess að koma í veg
fyrir sprengingu í skipinu.
Áður hafði eldifr komið upp
í flugmóðurskipinu, þar sem
það var á siglingu á Tonkin-
flóa út af strönd Norður-
Vietnams. 1 eldinum fórust 43
sjóliðar en 16 særðust alvar-
lega.
Sameinuðu þjóðunum, 27. okt.
— AP.
BANDARÍKIN og Bretland báru
í dag fram ályktunartillögu í ör-
yggisráðinu, þar sem skorað er
á Sýrland að koma í veg fyrir
að landsvæði þess verði notað i
í því skyni að stjórna þaðan að- í
gerðum, sem fara í bága við
vopnahléssamningana á milii Sýr
lands og ísraels.
í ályktuninni er ennfremur
mælzt til, að það skilyrði vopna-
hlésskilmálanna sé stranglega
haldið, að „engum hernaðarleg-
um eða fjandsamlegum aðgerðum
sé stjórnað frá landssvæði annars
Framhald á bls. 26
■■■■■■■■■■■■
■■■■■■■■■■■(■■■■■
Kinverjar sk jóta f lugskeyti
með kjarnorkusprengju
Tilraunin sýnir að þeir hafa nað mun lengra á
_ _. _______ á bað bent. að bað eru að
þessu sviði en áður var álitið
Peking, 27. október NTB-
AP.
KlNA framkvæmdi í dag fjórðu
kjarnorkusprengingu sína í and-
rúmsloftinu og í þetta sinn var
hún framkvæmd samkv. hinni
opinberu fréttatilkynningu frétta
■tofunnar Nýja Kína með því að
ekjóta kjarnorkuhleðslu með
flugskeyti til þess staðar, þar
sem sprengingin fór fram. Hins
vegar var ekki skýrt frá því,
um hvers konar eldflaug hefði
verið að ræða, hversu löng vega-
lengdin var, sem henni var skot-
ið, né öðrum þeim atriðum, sem
nauðsynlegt er að vita til þess
að geta gert sér grein fyrir
hernaðarlegu gildi tilraunarinn-
ar. Einu tæknilegu upplýsingarn
ar, sem gefnar voru í fréttatil-
kynningunni, voru þær, að um
stýrða eldflaug hefði verið að
ræða.
Þessi tilraun Kínverja hefur
haft mikil áhrif á stjórnmála-
menn í Washington, en þar hefur
opinberlega verið skýrt frá því,
að Kínverjar hafi með þessu
framkvæmt tæknilegt afrek. Er
Friðartilboði Manila-
ráðstefnunnar hafnað
Tokyo, 27. október. — AP.
ÞVÍ var lýst yfir af hálfu Norður
Vietnam í dag, að Manila-ráð-
etefnan hefði verið ekkert ann-
*ð en styrjaldarráðstefna og nær
opinberlega hafnað friðartilboð-
um að hinda enda á styrjöldina
í Vietnam.
Hið opinbera málgagn stjórnar
innar í Hanoi sagði um að hin
„friðsamlega lausn“, sem stungið
væri upp á af hálfu Bandaríkja-
manna á Manila-ráðstefnunni,
væri enn blygðunarlausari og
meira móðgandi en þau skilyrði,
sem Bandaríkin hefðu áður sett
þjóðinni í Vietnam.
Norður-Vietnam og hin tvö
kommúnisku bandalagsríki þess
í Asíu, Kína og Norður-Kórea
gáfu út ýmsar tilkynningar, á
meðan á Manila-ráðstefnunni
stóð, þar sem hún var fordæmd,
en framangreind grein í blaðinu
Nhan Dan. gefur skýrasta vís-
bendingu til þessa í þá átt, að
Norður-Vietnam muni hafna frið
artilboði Johnsons Bandaríkjafor
Framhald á bls. 27
á það bent, að það eru aðeins
tvö ár liðin frá því, að Kína
sprengdi sína fyrstu kjarnorku-
sprengju og tilraunin með
flugskeytið nú bendi til þess, að
verulegar framfarir hafi átt sér
stað, bæði að því er varðar
kjarnorkuvopn og flugskeyta-
tækni.
Hve mikilvæg tilraunin var,
er hins vegar hernaðarlega mjög
erfitt að gera sér grein fyrir.
Áróðurslega séð hefur Kína valið
heppilegan tíma til tilraunarinn-
ar, er Johnson forseti Bandaríkj
anna er á ferðalagi um Suðaust-
ur-Asíu.
Svo virðist sem tilraunin hafi
komið bandarískum stjórnmála
mönnum mjög á óvart. Banda-
Framhald á bls. 27
Ludwig Erhard kanzlari, for- Erich Mende varakanzlari,
ingi kristilegra demokrata foringi frjálsra demokrata.
Samstarfinu er slitið.
; Tage Erlander.
j Erlander
boðið
i til Islands
: BJARNI Benediktsson, for
: sætisráðherra, skýrði frá
: því á fundi með blaða-
■
; mönnum í Svíþjóð í gær,
; að hann hefði boðið Tage
; Erlander, forsætisráðherra,
; og konu hans að heim-
■ sækja ísland við heppilegt
■ tækifæri.
; Annars staðar í bláðinu í
I dag er greint frá fyrirlestri
; sem forsætisráðherra hélt í
: Stokkhólmsháskóla í gær og
• fundi hans með blaðamönnum.
; í gærkvöldi hafði Bjarni
1 Benediktsson boð inni í spegla
■ salnum í Grand Hotel, en í
1 dag mun hann fara með flug-
; vél til háskólabæjarins Lund-
; ar, þar sem hann mun halda
; fyrirlestur. Hann mun halda
; heimleiðis um Kaupmanna-
I höfn á laugardaginn.
; í gær heimsótti Bjarni
; Benediktsson hinar miklu
; Ericssons símaverksmiðjur,
; sem komu upp símaneti með
j meira en 10.000 símum í
; Reykjavík.
Stjórnarkreppa í V-Þýzkalandi
Fjórir ráðherrar sögðu af sér i gær
Bonn, 27. október NTB—AP.
STJÓRNARKREPPA skall á
í Vestur-Þýzkalandi í gær.
Fjórir ráðherrar Frjálsa demo
krataflokksins lögðu þá fram
lausnarbeiðnir sinar og hefur
Erhard kanzlari samþykkt
þær. Þetta hefur í för með
sér, að vestur-þýzka stjórnin
undir forsæti Erhards nýtur
ekki lengur stuðnings meiri-
hluta sambandsþingsins, þar
eð stjórnin var samsteypu-
stjórn frjálsra demokrata og
kristilegra demókrata, flokks
Erhards, og hinir fyrrnefndu
munu nú láta af stuðningi við
hana. Það sem varð til þess
að ráðhcrrarnir fjórir sögðu
af sér, var fyrst og fremst
ósamkomulag um, hvernig
mæta skyldi miklum halla á
fjárhagsáætlun ríkisins.
Ráðherrarnir, sem lögðu
fram lausnarbeiðnir sínar,
vorn Erich Mende, varakanzl-
ari og sá ráðherra í stjórninni,
sem fór með alþýzk málefni.
Hann er formaður Frjálsa
demókrataflokksins. Hinir eru
Rolf Dahlgrún, fjármálaráð-
herra, Ewald Bucher húsnæð-
ismálaráðherra og Walter
Scheel efnahagssamvinnuráð-
herra.
Eins og að framan greinir
voru það fyrst og fremst deil
ur um fjármál ríkisins, sem
urðu til þess að stjórnarsam-
starfið rofnaði, en stjórnin var
m.a. bundin af loforðum um
að kaupa mikið af vopnum
í Bandaríkjunum í því skyni
að bæta þeim þann gjaldeyris-
missi, sem þau hlytu af því,
að hafa fjölmennan her stað-
Framhald á bls. 27.