Morgunblaðið - 28.10.1966, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 28.10.1966, Blaðsíða 2
2 NORCUNBLADIÐ Föstudagur 28. okt. 1966 Orsök: mikið magn útflutnings afurðanna óselt enn Kvennakór alþýðunnar í Helsingf ors. Finnskur kvennakór HAOSTOFA fslands hefur sent frá sér bráðabirgðayfirlit yfir ▼erðmæti út- og innflutnings fyrir septembermánuð. Segir þar að vöruskiptajöfnuðurinn í mánuðinum sé óhagstæður um 63.263.000 krónur, en var í sept- ember í fyrra óhagstæður um 25.477.000 krónur. í september s.l. nam innflutn- ingur alls kr. 531.766.000, en út- flutningur kr. 468.513.000. í sept- ember í fyrra nam innflutningur kr. 456.500.000, en útflutningur kr. 431.023.000. Til septemberloka 1966 er vöruskiptajöfnuðurinn óhagstæð ur um 937.830.000 krjnur, en var I fyrra óhagstæður um 433.037.00 krónur. í innflutningi ársins 1966 er innifalinn liðurinn skip og flugvélar, og nemur hann kr. 386.680.000, en nam á sama tíma í fyrra 467.966.000. f framhaldi af þessari frétt frá Hagstofu íslands hafði Mbl. tal af Sigurgeiri Jónssyni for- stöðumanni hagfræðideildar Seðlabankans, en sú deild sér að mestu leyti um vöruskiptajöfnuð inn, og spurði hann, hvers vegna jöfnuðurinn væri svo óhagstæður, sem tölurnar gæfu til kynna: Sigurgeir sagði, að innflutning- ur hefði vaxið mjög ört í ár, og síðan hefði orðið birgðasöfn- un hér innanlands, vegna sölu- tregðu útflutningsafurðanna er- lendis. Væru nú í landinu mjög miklar birgðir óseldar. Hins veg ar væri talan, sem Hagstofan gæfi upp að sumu leyti dá- lítið villandi, vegna þess að inn- flutningur er talinn á cif-verði, en útflutningur á fob-verði og ýkti það mismuninn töluvert . Á LAUGARDAGINN kemur hingað til lands frá Bandaríkjun um Kvennakór alþýðunnar i Helsingfors. Mun kórinn halda hljómleika í Austurbæjarhíó kl. 19 á laugardag. Kórinn kemur hingað úr söngför frá Kanada og Bandaríkjunum og hefur alls haldið þar 14 hljómleika. Kvennakórinn „Helsingin Työvaen Naiskuoro“ samanstend ur af 60—70 söngkonum en hing að til lands koma 44 konur. Tón skáldið finnska Ossi Elokas, sem stjórnað hefur kórnum undan- farin ár getur ekki komið til landsins með kórnum að þessu sinni sökum veikindaforfalla, en þess í stað kemur varastjórnand inn, söngkonan Maja-Liisa Leht inen. Hefur hún stjórnað kórn- um í söngförinni um Bandarík- in. Á hljómleikunum í Austur- bæjarbíói mun kórinn syngja gömul og ný lög eftir finnsk tónskáld, svo sem Sibelius og fleiri. Eitt laganna á söng- skránni er eftir Ossi Elokas aðal- stjórnanda Kvennakórs alþýð- unnar í Helsingfors. Kórinn hef- ur nú starfað í 46 ár og er vel þekktur í Finnlandi. Hann hefur ferðast um allt Finnland og fleiri lönd til hljómleikahalds. Hingað kemur hann á vegutu Finnlandsvinafélagsins Suomi. Miðasala á söngskemmtunina er þegar hafin hjá Lárusi Blön- dal í Vesturveri og Skólavörðu- stíg. Tekjur af Suðurnesjavegi urðu um 14 millj. fyrsta árið Vöruskiptajöfnuður sept. óhagstæður 25 óro fugit- oður Viðskipto- deildur ANNAB kvöld kl. 7 verður haldinn að Hótel Borg 25 ára afmælisfagnaður Viðskipta- deildar Háskóla Islands. Á þessu ári eru liðin 25 ár frá því kennsla hófst í viðskipta- fræðum við H.í. Fagnaðurinn hefst með borðhaldi, en á eftir verða ýmis skemmtiatriði og dans. í FYRRADAG, eða hinn 26. október, var ár liðið frá því farið var að taka vegatollinn á Suðurnesjavegi. Blaðið afl- aði sér upplýsinga um tekjur af veginum og umferð um hann þetta fyrsta heila starfs- ár, sem tollurinn hefir verið í gildi. Heildarumferð um veginn var 251 þúsund bilar. Tekjur um síð ustu mánaðamót námu þrettán milljónum fjögur hundruð og áttatíu þúsundum og sjö hundr- uð krónum (13.480.700.00 kr.) en nákvæmlega hefir ekki verið reiknað út, hve miklar þær voru hinn 26. okt., en gera má ráð fyrir að þær verði 14,2 milljónir. Reksturskostnaður vegna inn- heimtu tollsins er 1,4 milljónir. Umferðin skiptist eftir bíl- Island aðili að tillögu um bann við dreifingu kjarnorkuvopna ÍSLAND hefur ákveðið að gerast meðflutningsaðili að tillögu, sem Sovétríkin hafa lagt fyrir allsherjarþing Sam- einuðu þjóðanna um samn- inga gegn útbreiðslu kjarn- orkuvopna. Mbl. hafði í gær tal af ut- anríkisráðherra Emil Jónssyni og spurðist fyrir um málið. Emil sagði, að Rússar hefðu fyrstir borið fram tillögu um bann við útbreiðslu kjarn- orkuvopna, og hafi önnur Iönd síðan smátt og smátt, stutt málstað þeirra í málinu, m.a. Danmök, Noregur, Banda ríkin, frland og fleiri lönd. Eðli tillögunnar væri í raun inni, sagði Emil, að kjarnorku vopnura yrði ekki dreift fyrst um sinn meðan samningar um bann við dreifingunni hefðu ekki náðst. flokkum sem hér segir: 1. fl. Fólksbílar allt að 1100 kg. eru samtals 130 þúsund. 2. fl. Stærri fólksbílar eru 85 þús. 3. fl. Vöru- bílar 1%—5 tonna og fólksbílar 8—20 farþega er 10 þúsund. 4. fl. Vörubílar yfir 5 tonn og fólks bílar með fleiri en 20 farþegar voru alls 25 þúsund og 5. fl. Bifreiðar með tengivagna og dráttarbifreiðir með festivagna eru 1 þúsund. Mestu umferðadagarnir voru þann 10. apríl, eða á páskadag sl. en þá fóru 1079 bílar um veg inn frá hádegi til kl. 19 að kvöldi. Hinn 18. sept. sl. náðist þó hámarkið á árinu, en þá fóru um veginn 1110 bílar á sömu vakt. Þann dag var knattspyrnu leikur í Njarðvíkum. Á páskadag kom hin mikla umferð á ovart og ollí það töfum við gjaldskýl- ið. í>á var enginn leikur, eða annar atburður, er sérstaklega var talið að myndi örva umferð ina. Hinsvegar var veður þá gott, en malarvegir slæmir í ná- grenni borgarinnar og mun fólk af þeim sökum hafa valið Suð- urnesjaveg til skemmtiaksturs. Hins vegar hefir Vegagerðin ávallt viðbúnað ef hún býst við sérlega mikilli umferð til þess að auðvelda gjaldheimtuna. Þá er þess að geta að gjald- skrá efstu gjaldflokkánna var breytt á árinu. Hinn 1. apríl lækkaði 5. flokkur úr 300 k>-. í 200 kr. og 4. flokkur úr 200 kr. í 135 kr. Við gjaldheimtuna eru 5 fast- ráðnir menn á 4 vöktum á sólar hring. Framkvæmdir þær, sem fyrir- hugað er að hefjist innan skamms í Straumsvík munu ekki hafa teljandi áhrif á tekjur vega Hafnargerð í Straums- vík boðin út VITA- og hafnarmálastjórnin hefur auglýst eftir tilboðum í hafnargerð í Straumsvík. Verður bygging hafnargarðs með bryggju í Straumsvík boðin út í dag, og verður útboðstimi til 7. janúar 1967. Hafnargarðurinn, sem ætlunin er að gera, er 220 m og er hann ætlaður til losunar á áli, byggð- ur úr hringlaga steinkerjum með grjótgarði öðru megin. í verkinu felst 30.000 rúmmetra dýpkun, 40.000 rúmmetra brimvarnargrjót og 11.000 rúmmetra steinsteypa og annað það, sem verkinu við- víkur. Aðalsteinn Júlíusson, vitamála stjóri, tjáði blaðinu í gær, að verkið myndi hefjast áð aflokn- um samningum að vori og ætti því að vera lokið í maí 1969. Gögn varðandi mannvirkið hafa legið frammi í um mánaðartíma og auglýst hafði verið áður, að útboðs væri að vænta í þessum mánuði. Aðalsteinn kvað nokkur fyrir- tæki hafa sótt gögnin, en að sjálf- sögðu væri ekki unnt að segja hver myndu sækja. Kvað hann mjög fljótlega eftir hinn 7. janú- ar verða ljóst hver hreppa myndi verkið. Hér væri um miklar framkvæmdir á íslenzka vísu að ræða og tiltölulega skammur tími til stefnu, þar eð ljúka þyrfti verkinu í maí 1969. tollsins, þar sem Straumsvíkur- vegur er nokkru innan við toll- skýlið, nema kvað verða kann ef efni til hafnargerðarinnar verður sótt út á Reykjanes. Heita má að tekjur af umferð inni hafi staðizt áætlun Grindavík SJÁLFSTÆÐISFÉLAG Grinda- víkur heldur aðalfund í húsi Kvenfélagsins nk. sunnudag kL 2 síðdegis. Ólalur B. Thors for- maðnr Heiandallar Á AÐALFUNDI Heimdallar FUS, sem haldinn var í Sjálf- stæðishúsinu sl. miðvikudag var Ólafur B. Thors, deildarstj. kjör- inn formaður félagsins fyrir næsta starfsár og tekur hann við því starfi af Styrmi Gunn- arssyni lögfr., sem gengt hefur því sL 3 ár. Ólafur B. Thors. Fundarstjóri á fundinum var Ragnar Kjartansson en fundar- ritari Jón Stefán Rafnsson. Á fundinum flutti fráfarandi formaður skýrslu um starf félags ins sl. starfsár og verður þess nánar getið í blaðinu síðar. Tals verðar umræður urðu á fundin- um að lokinni skýrslu stjórnar og tóku til máls: Ármann Sveins son, Eggert Hauksson, Ellert B. Schram og Hörður Einarsson. Á fundinum var kjörin stjórn fyrir næsta starfsár, fulltrúaráð, stjórnmálanefnd og skipulags- nefnd. Stjórn Heimdallar FUS næsta starfsár skipa: ólafur B. Thors, formaður, Ármann Sveinsson, stud. jur., Árni Lárusson, menntaskólanemi. Björgúlfur Guðmundsson, verzlunarmaður, Gunnar Gunnarsson, stud oceon, Hörður Einarsson, hdl., Gunn- laugur Claessen, stud. jur., Jón Magnússon, menntaskólanemi, Magnús Gunnarsson, verzlunar- skólanemi, Niels Chr. Nielsen, verzlunarskólanemi, Páll Bragi Kristjónsson, stud. jur. og Stein- þór J úlíusson, verzlunarmaður. Mikil hæð fyrir S- land vera á hægri hreyfingu. Hit- stjórnaði veðri á íslandi í inn var víða um 7° síðdegis, gær, beindi hingað suðlægum, en vindur var hægur, ekki rökum og hlýjum vindum. sízt á sildarmiðum í Reyðar- Aðal-regnsvæðið var þá við fjarðardýpi. S-Grænland, og sýndist það

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.