Morgunblaðið - 28.10.1966, Blaðsíða 27
Föstudagur 28. okt. 196C
MORCU NBLAÐIÐ
27
Flytur fyrirlestra um Vietnam
Sara Lidman, sænsk skáldkona,
stödd hér á landi
SARA I.idman, sænskur rit-
höfundur, kom til landsins í
fyrrakvöld á vegum Menningar-
og friðarsamtaka ísl. kvenna, og
flytur hér fyrirlestra. Sara Lid-
man dvelst hér í vikutíma, og
í dag fer hún norður til Akur-
eyrar, þar sem hún mun flytja
fyrirlestur i kvöld. Á sunnudag
flytur hún fyrirlestur og sýnir
kvikmynd frá S-Vietnam á fundi
í Austurbæjarbíói og þann sama
dag verður henni haldið matar-
samsæti af Rithöfundasambandi
tslands. Daginn eftir flytur hún
svo fyririestur á vegum Sænsk-
islenzka félagsins.
Sara Lidman er ættuð frá
Vestbotten í Svíþjóð, og er hún
af smábændaættum. Hún lauk
— Stjórnarkreppa
Framh. af bls. 1
settan í Vestur-Þýzkalandi. Þá
hafa tekjur ríkisins ekki orðið
jafnmiklar á . þessu ári og
búizt hafði verið við og enn
fremur er nú áætlað að tekjur
ríkisins verði lægri á næsta
ári en áður hafði verið gert
ráð fyrir.
Kristilegir demókratar sáu
engin úrræði önnur en að
hækka skatta til móts við
hækkuð útgjöld, en frjálsir
demókratar vilja hins vegár
að dregið verði úr opinber-
um framkvæmdum og útgjöld
um til almenningsþarfa. Fyrr
í þessari viku virtist. sem
samkomulag myndi nást varð
andi þessi málefni, þannig að
frjálsir demókratar kæmu til
móts við kristilega demó-
krata. Að lokum ákváðu hin-
ir fyrrnefndu að taka
ákveðna afstöðu gegn skatta-
hækkunum, þannig að útséð
varð um samkomulag.
Erhard kanzlari hefur skip
að ráðherra í þau embætti,
sem ráðherrar Frjálsa demó-
krataflokksins gegndu. Eru
það aðrir ráðherrar, s.;m fyr-
ir voru í ríkisstjórninni og
eru í hans eigin flokki. Ljóst
er hins vegar, að sú skipan
getur einungis haldizt til
bráðabirgða, þar eða meiri
hluti er ekki að baki henni
á sambandsþinginu.
Enda þótt ráðherrar Frjálsa
demókrataflokksins hafi sagt
sig úr stjórninni vegna fjár-
málastefnu hennar, þá munu
ýms önnur atriði hafa haft
áhrif á þessa ákvörðun þeirra,
svo sem fylkiskosningar þær
sem fram undan eru í Hess-
en og Bajern.
Herbert Wehner, varafor-
maður sósíaldemókrata sem
er helzti stjórnarandstöðu-
flokkur landsins, gaf út þá
yfirlýsingu í gær, að fyrir
löngu væri kominn tími til
að annar kanzlari tæki við.
Hann bætti því við, að flokk-
ur sinn væri ekki til í því
skyni að fylla upp í eyður
ög gaf með því 1 skyn, að
flokkurinn myndi leitast við
að fá sem mest fyrir sinn
snúð, ef hann væri beðinn
um að taka þátt í samsteypu
stjórn. Ef það gerðist, yrði
það í fyrsta sinn frá því á
fyrstu árunum eftir 1930, að
jafnaðarmenn kæmust í
stjórn í Þýzkalandi.
Margir úr hópi kristilegra
demókrata eru fylgjandi þess
konar „stórri“ samsteypu-
stjórn, sem í tækju þátt þess
ir tveir langstærstu flokkar
landsins, kristilegir demókrat
ar og sósíaldemókratar í stað
hinnar „litlu“ samsteypu-
stjórnar, eins og verið hefur
undanfarin ár, þ.e. samsteypu
stjórn kristilegra deraókrata
og frjálsra demókrata, sem
er miklu minni en hvor hinna
stóru flokkanna.
fil. kand. prófi frá háskólanum
í Stokkhólmi. Hún hefur gefið
út sjö bækur, og fjalla þrjár
fyrstu bækur hennar um æsku-
stöðvar hennar. Hinar síðari
fjalla um kynni hennar af hin-
um lituðu þjóðum, og hefur ein
þeirra komið út í ísl. þýðingu,
„Sonur minn og ég“. Síðasta (
bókin er „Samtöl í Hanoi“, en
þar segir hún frá dvöl sinni
í N-Vietnam, sem hún kveðst
hafa orðið mjög snortin af.
Fyrirlestrar hennar hér á
Sara Lidman
landi munu lika flestir fjalla
um Vietnam, og stríðið, sem
þar geisar. Sagði hún á fundi
með fréttamönnum í gær, að þar
myndi hún draga fram í dags-
ljósið ýmis atriði, sem ekki
hefðu komið svo ýkjamikið fram
í umræðum um þetta strið, og
eins forsögu þess. Óskaði hún
sérstaklega eftir að svara fyrir-
— Kina
Framhald af bls. 1
rískir vísindamenn hafa lengi
haldið því fram, að Kina stæði
langt að baki vesturveldunum
að því er varðaði framleiðslu á
nothæfri langdrægri eldflaug
sem gæti flutt kjarnorkuhleðslu
að skotmarkinu.
Samtímis hafa vísindamenn-
irnir spáð því, að Kína myndi
í fyrsta lagi árið 1957 hafa yfir
að ráða yfir flugskeytum af
þeirri háþróuðu gerð, sem vest-
urveldin hafa í kjarnorkuvopna
búrum sínum. í marzmánuði
þessa árs sagði McNamara varn-
armálaráðherra, að Kína myndi
ráða yfir kjarnorkuher eftir tvö
til þrjú ár, sem byggðist á flug-
skeytum ,sera myndu geta hitt
skotmark í 1100 km. fjarlægð.
Hvort það hefur verið flug-
skeyti af þessu tagi, sem Kín-
verjar hafa gert tilraun með nú,
er ekkert vitað um að sinni.
Talsmaður brezka utanríkis-
ráðuneytisins fordæmdi tilraun
Kinverja í dag og sagði að and-
rúmsloftið myndi spillast vegna
geislavirkni af völdum spreng-
ingarinnar og sagði, að það ylli
miklum vonbrigðum, að Kín-
verjar hefðu nú ákveðið að fara
að andstætt almenningsálitinu í
heiminum. Bretland, Bandaríkin
og Sovétríkin hefðu árið 1963
undirritað samning um bann við
kjarnorkusprengjutilraunum í
andrúmsloftinu, himingeimnum
og í sjónum vegna eitrunarhætt-
unnar, en Frakkland og Kina
hefðu ekki vilja undirrita samn-
inginn.
í hinni opinberru tilkynningu
Nýja Kina segir, að flugskeytið
hafi hegðað sér eðlilega og að
kjarnorkuhleðslan hafi hitt skot-
markið, eftir að það hafi farið
hina ákveðnu vegalengd og að
hleðslan hefði sprungið.
spurnum.
Lidman tjáði fréttamönnum,
að hún hefði dvalizt í Hanoi
í N-Vietnara mánaðartíma fyrir
réttu ári. Hún var hrifin af
landi og þjóð, kvaðst hafa bú-
izt við því er hún kom til lands-
ins, að þar ríkti sundrung og
fátækt, og því hefði það komið
sér á óvart, hve lífskjör fólks-
ins væru í rauninni góð, og
landið vel búið menntastofnun-
um, sjúkrahúsum o.fl. „En á
hinn bóginn", sagði Sara, „geta
þau aldrei orðið mjög góð, þar
sem Bandaríkjamenn dreifa
sprengjum yfir borgina nær dag
lega, og eyðileggja alls kyns
mannvirki og valda miklu eigna
tjóni.“
Hún bætti því við, að það
væri ekki að sjá sem þessar
sprengjuárásir hefði á neinn
hátt veikt mótstöðukraft fólks-
ins, en á hinn bóginn gæti svo
farið, ef þær héldu áfram í 5
eða 10 ár. Hún var að því spurð,
hvort hún hefði komið til S-Vi-
etnam, og svaraði hún því neit-
andi. Varðandi hvort hún teldi
það rétt, að herflokkar frá N-
Vietnam berðust með Viet Cong,
kvaðst hún ekki vita það. Hún
taldi það harla ósennilegt að
bandariskii flugmenn, sem tekn
ir væru í N-Vietnam, væru bein
línis heilaþvegnir, en á hinn bóg
inn skiptu þeir um skoðun, er
þeir fengju sannar upplýsingar
um land og þjóð, sem þeir hefðu
ekki átt kost á handan landa-
mæranna. Hún kvaðst hafa hitt
Ho Chi Minh forseta. Væri hann
mjög dáður þar í landi og venju
lega kallaður Ho frændi og litið
á hann sem eins konar föður-
bróður þjóðarinnar, en laðdáun-
in jaðraði þó hvergi við per-
sónudýrkun.
Þær María Þorsteinsdóttir og
Margrét Sigurðardóttir úr
stjórn samtakanna skýrðu frá því
að vegna fjárskorts hefðu sam-
tökin leitað til 24 verkalýðsfé-
laga um fjárstyrk til þess að
standa straum af kostnaði við
komu Söru Lidman. Var því vel
tekið, og þegar hefðu 18 félög
heitið þeim stuðningi, og önnur
myndu fylgja á eftir.
Tollar af sjónvörpum
áætlaðir 17,5 millj.
MORGtTNBLAÐIÐ hafði í gær i lýsingakvikmyndir og kyrrmynd
samband við Vilhjálm Þ .Gísla-
son útvarpsstjóra og spurðist
frétta um tekjur sjónvarpsins af
sölu sjónvarpstækja. Sagði út-
varpsstjóri að innflutningstollar
af sjónvörpum væru áætlaðar
17,5 miilj. króna á næsta ári og
mundu sennilega verða um 20
millj. króna á þessu ári.
Útvarpsstjóri sagði, að ekki
lægi alveg Ijóst fyrir hversu
mikill kostnaður væri orðinn við
sjónvarpstöðina, en verið væri
að kanna það núna. Ljóst væri
þó, að kostnaðurinn hefði ekki
farið fram úr áætlun, nema við
húsið, þar hefði hann farið nokk
uð fram úr áætlun. Um tekjur
sjónvarpsins af auglýsingum,
sagði útvarpsstjóri þhð, að þær
væru fremur litlar enn sem
komið væri, en eftirspurn færi
vaxandi bæði hvað varðaði aug-
Aðspurður sagði útvarpsstjóri
að ekki væri búið að ákveða enn
þá hvert yrði afnotagjald af sjón
vörpum. Málið væri nú hjá stjórn
arvöldunum og væri úrskurð-
ar að vænta innan skamms. Þá
sagði útvarpsstjóri að ekki væri
ákveðið hvenær full útsending
hæfist. Tilraunasjónvarpinu yrði
haldið áfram enn um hríð og séð
hvaða reynslu það gæfi.
Sjóprói vegno
bifreiða-
skemmda
EINS og getið var í blaðinu í
gær,- fékk finnska flutningaskip-
ið Keppo, sem Eimskipafélag ís-
lands hefur á leigu, á sig sjó
á leiðinni frá Gautaborg, en það
flutti allmikið af Saab-bifreið-
um, sem skemmdust í ofviðrinu.
Sjópróf fóru fram í gær.
Samkvæmt upplýsingum Guð
mundar Péturssonar hrl. voru
skemmdirnar rannsakaðar í gær
og athugað hvernig gengið hefði
verið frá bifreiðunum í Gauta-
borg og Kaupmannahöfn. Kom
í ljós að þær höfðu verið bundn-
ar út í skipshliðarnar, en þær
sem voru í miðri lest voru bundn
ar saman á hjólum og höggdeyf-
um. Ekki hafði tjón verið metið
í gær.
38 skip með
4,205 lestir
Bnðu Johnson
nfsökunai
Melbourne, 27. október — AP —
TVEIR bræður, sem köstuðu
rauðri og grænni málningu —
litum Viet Cong — á bifreið,
sem Johnson Bandaríkjaforseti
ók í inn í Melbourne sl. föstu-
dag, á möðan að heimsókn hans
til Ástralíu stóð, hafa skrifað
forsetanum bréf, þar sem þeir
biðja forsetann afsökunar á fram
ferði sínu.
Lögfræðingur bræðranna, en
þeir eru Davis Ellis Langley, 18
ára gamall skólapiltur og John
North Langley, 21 árs gamall
sölumaður, skýrði frá þessu fyr-
ir rétti í Melbourne í dag, er
mál bræðranna var þar tekið
fyrir. Sagði hann, að bræðurnir
hefðu sent forsetanum bréf sitt
sl. mánudag.
í GÆRKVÖLDI, er Mbl, hafði
samband við síldarleitina á Dala
tanga, höfðu engar fréttir bor-
izt af síld. Blíðskaparveður var
á miðunum og voru bátarnir
að byrja að kasta um kl. 21
Eftirfarandi síldarfréttir eru
frá LÍÚ og gilda fyrir fimmtu-
daginn 27. október.
Veður var gott á síldarmið-
unum sl. sólarhring. Veiðisvæð-
ið var i Reyðarfjarðardýpi. Síld
in stóð djúpt og reyndist erfitt
að ná til hennar.
Samtals tilkynntu 28 skip um
afla, alls 4.205 lestir.
Dalatangi lestir
Barði NK 200
Sig. Jónsson SU 110
Gullberg NS 100
Gísli Árni RE 240
— Friðartilboð
Framh. af bls. 1
seta og leiðtoga hinna ríkjanna,
sem þátt tóku í Manilaráðstefn-
unni.
í friðartilboði þeirra er boðizt
til þess að kalla burt herlið rikja
þeirra frá Suður-Vietnam innan
sex mánaða, eftir að skilyrðum
þeirra til þess að koma á friði
í Vietnam hefur verið fullnægt
af kommúnistum
Arnar RE
Arni Magnússon GK
Skarðsvík SH
Búðarklettur GK
Jón Finnsson GK
Þorsteinn RE
Grótta RE
Heimir SU
Bergur VE
Jörundur III RE
yigri GK
Ól. Sigurðsson AK
Akurey RE
Viðey RE
Bjarmi II EA
Sigurbjörg SI
Lómur
110
180
135
130
110
130
100
100
100
210
100
160
110
100
110
150
160
— Silungur
Framhald af bls. 28
Rómaði hann gæði fisksins
og auk þess mátti skilja i
bréfi hans að slikar sending-
ar á fiski í þessum útbúnaði
væru óþekktar með öllu.
— Hver er tilgangurinn
með tilraun þessari?
— Ég hef í fjölda mörg ár
haft sérstakan áhuga á fiski-
rækt og atvinnumöguleikar i
þeirri grein eru stórkostlegir.
Þeir hafa einungis ekki ver-
ið notaðir, af ástæðum, sem
ég vil ekki skýra frá í þessu
samtali.
Eru ekki möguleikar á að
flytja út lifandi smáfisk til
sölu á erlendum markaði t.d.
regnbogasilung?
— Jú, ég er þess fullviss,
ef við gætum staðizt verð-
samkeppni, en vitað er að 1
Bandaríkjunum er uppöld-
um fiski sleppt í vötn svo
skiptir hundruðum milljóna
á hverju ári.
Skúli sagði að lokum, að
fiskræktarstöðin að Laxalóni
hefði flutt lifandi fisk í plast
umbúðum um land allt með
ágætum árangri. Tilraunirnar
að Laxalóni hefur Skúli gert
eingöngu á eigin kostnað.
BlaðburÖarfólk
vantar í eftirtalin hverfi:
Faxaskjól
Grenimelur
Lynghafi
Meðalholt
Skerjafjörður sunnan
flugvallar
Sörlaskjól
Þingholtsstræti
Talið við afgreiðsluna sirni 22480.