Morgunblaðið - 28.10.1966, Blaðsíða 28
Helmingi útbreiddara
en nokkurt annað
íslenzkt blað
Langstærsta og
íjölbreyttasta
blað landsins
247. tbl. — Föstudagur 28. október 1966
Alvarlegt umferðar-
slys í gærkvöldi
IVCaður fyrir bifreið
ALVARLEGT umferðarslys varð
um kl. 20.10 í gærkvöldi í Skip-
holti á móts við húsið nr. 70. Þar
varð gangandi maður á 50. ald-
ursári fyrir Volkswagen-bifreið
og mun hafa slasazt mikið.
Slysið varð með þeim hætti að
Volkswagen-bifreiðin var á Ieið
súður götuna, en maðurinn var
að fara austur yfir hana. Við
áreksturinn varð maðurinn fyrir
vinstra framhorni bifreiðarinnar.
Kastaðist hann upp á farangurs-
geymslu bifreiðarinnar og á
henni sáust merki þess, að hann
hafði einnig lent á þaki hennar
fyrir ofan framrúðuna og á topp-
grind á þaki.
Ökumaðurinn hemlaði sam-
stundis og í því er bifreiðin
stöðvaðist kastaðist maðurinn á
götuna. Hann var meðvitundar-
laus, er komið var að honum, var
í fyrstu fluttur á Slysavarðstof-
una og síðan samstundis í Landa-
kotsspítala. Mun hann vera mik-
ið slasaður.
Lögreglan biður alla þá er
kynnu að hafa séð aðdraganda
slyssins að hafa samband við sig
hið allra fyrsta í síma 21108.
Umferð um Stráka-
göng hafin?
FRÉTTARITARI Mbl. á Siglu-
firði, Steingrímur Kristinsson
Telpa fyrir bíl
LITLU munaði að alvarlegt um-
ferðarslys yrði í gær. Var það
með þeim hætti að fimm ára
telpa, Helga Björg Stefánsdóttir,
var að leik á þríhjóli á gangstétt-
inni við Lönguhlíð, sunnan við
Flókagötu. Hjólaði hún þá skyndi
lega suðvestur yfir götuna, og
lenti þá fyrir bifreið, sem kom
suður eftir götunni. Kastaðist
stúlkan þrjá metra fram fyrir
bifreiðina, en slapp hins vegar
með kúlu á höfðinu og lítillegar
skrámur á fæti. Hún var
í Slysavarðstofuna.
flutt
Ryskingar við
höfnina
í fyrrinótt
í FYRRINÓTT um kl. 1 réðist
ölvaður maður að vaktmanni
um borð í Reykjafossi, þar sem
skipið lá í Reykjavikurhöfn. Kom
lögreglan brátt á vettvang og
handtók manninn.
Er lögreglan var að handtaka
hinn ölóða, kom aðvífandi mað-
ur, sem lítt vín sást á og ætlaði
hann að hindra handtöku hins
ölóða. Voru báðir mennirnir
handteknir, hinn ölóði settur í
geymslu, en hinum var sleppt,
eftir að hann hafði viðurkennt
brot sitt, og mun hann síðar lát-
inn svara til saka.
tjáði blaðinu í gær, að þá hafi
verið unnið að því að ryðja Siglu
fjarðarskarð, en það tepptist í
síðastliðinni viku. í gær unnu
tvær ýtur við að ryðja skarðið,
þar eð góðviðri hefur verið und-
anfarna daga.
Steingrímur tjáði Mbl. enn-
fremur að heyrzt hefði, að fólk
hefði stolizt til að fara um Stráka
göngin, bæði gangandi og í bif-
reiðum. Vegagerðin lokar göng-
unum með vinnutækjum, þannig
að ekki er unnt að aka í gegn,
en tækin hafa verið færð til, að
því er Steingrímur kvað almanna
róm segja.
Frá fiskiræktarstöðinni á Laxalóni. — Gengið frá sendingu á laxi uppöldum innanlands.
Merk tilrcun gerð með
útflutning á lifandi silungi
MBL. hefur fregnað, að fyr
ir nokkru hafi lifandi silung-
ur verið fluttur út til Banda-
ríkjanna frá fiskiræktunar-
stöðinni að Laxalón. Útflytj-
andinn var Skúli Pálsson eig
andi stöðvarinnar. 1 tilefni af
þessu sneri blaðið sér til
Skúla og veitti hann frekari
upplýsingar um málið og
skýrði frá aðdraganda þess-
arar tilraunar:
— Opinbert fyrirtæki í
Bandaríkjunum hafði sam-
band við mig og óskaði eftir
því, að ég sendi lifandi fisk
með flugvél til New York.
Þetta var gert fyrir Ueimur
vikum og var fiskurinn send-
ur með flugvél Loftleiða.
Hann var fluttur í plastum-
búðum og vatni, sem inni-
hélt mikið súrefnismagn. Sil-
ungnum var þannig staflað
Ibúðarhúsið á Syðra-
Vallholti brann til grunna
SL. miðvikudag brann íbúðar-
húsið að Syðra-Vallholti í Seylu-
hreppi til grunna. Eldsins varð
vart klukkan að ganga 17 og
hálfri annarri klukkustund síðar
var húsið orðið alelda og féll
skömmu síðar.
Samkvæmt upplýsingum Guð-
jóns Sigurðssonar, fréttaritara
Mbl. á Sauðárkróki, var bóndinn
í Syðra-Vallholti, Gunnar Gunn-
arsson, ásamt konu sinni, stadd-
ur á Sauðárkróki, er hann fékk
tilkynningu um brunann, og var
Ekki ástæða að svo stöddu
tíl að banna umferð
MBL. hafði í gær samband við
Einar Oddsson, sýslumann í Vík
í Mýrdal, og spurðist fyrir um,
hvort Katla hefði nokkuð látið
Vatnslaust vegna
rafmagnsbil unar
VATNSLAUST var í ýmsum
borgarhverfum Reykjavíkur í
gær. Mbl. sneri sér því til vatns
sveitustjóra, Þórodds Sigurðs-
sonar og spurðist fyrir um orsak
ir þessa.
Þóroddur sagði, að kl. 6,10 í
gærmorgun hafi orðið rafmagns
bilun á Lögbergslínu og hafi þá
dæla við Gvendarbrunna stöðv-
ast. Rafmagnsbilun þessi upp-
götvaðist ekki strax, þar eð vakt
manni í Elliðaárstöðinni láðist að
tilkynna bilunina til Vatnsveit-
unnar með þeim afleiðingum að
taka varð upp dæluna í gærdag,
og tók það verk um 3 klukku-
stundir .
Að sögn Þórodds er fremur
lítið vatn í Gvendarbrunnum nú.
á sér kræla síðan kippurinn
fannst í fyrradag.
Einar kvað allt hafa verið ró-
legt á Kötlusvæðinu. Aðspurður
kva'ðst hann ekki myndu að ó-
breyttu banna umferð um sand-
ana, vegna flóðahættu. Hins veg-
ar, ef miklu mun snarpari kipp-
ur yrði, kvaðst hann búast við
að banna þyrfti alla umferð í bili.
Teknir að meint-
um ólöglegum
veiðum
í GÆR tók varðskipið Ægir tvo
báta, Rán SV og Ólaf Magnússon
KE, að meintum ólöglegum veið-
um i Garðssjó.
húsið orðið alelda, er hann kom
heim, en um 25 km vegalengd er
frá Sauðárkróki að Syðra-Vall-
holti.
Mönnum á næstu bæjum, sem
urðu eldsins varir, tókst að
bjarga nokkru af húsmunum, en
mestur hluti þeirra eyðilagðist,
m. a. nýjar mjaltavélar, fatnað-
ur fjölskyldunnar, húsgögn, bæk-
ur og matur.
Húsið á Sýðra-Vallholti var úr
torfi og timbri og byggt skömmu
eftir síðustu aldamót. Innbú var
tryggt og eru eldsupptök ókunn.
£ vörurými vélarinnar eins
og hverri annarri vöru. í
þessum plastumbúðum var
fiskurinn í 14 klukkustundir.
Niðurstöður þessarar til-
raunar liggja nú fyrir hendi
og hefur hún tekizt með ágæt
um. Móttakandinn upplýsir í
bréfi til mín, að fiskurinn
hafi allur verið lifandi, í mjög
góðu ástandi og heilbrigður.
Framhald á bls. 27
Ekkerf sam-
komulag í Búr-
iellsdeilunni
f GÆR var haldinn samninga-
fundur í Búrfellsdeilunni. Hófst
fundurinn kl. 14 og stóð fram
eftir degi, en samkomulag varð
ekki. Annar fundur hefur verið
boðaður hjá sáttasemjara í dag
kl. 14, samkvæmt upplýsingum
Björgvins Sigurðssonar fram-
kvæmdastjóra Vinnuveitenda-
sambands íslands, en sambandið
er samningsaðili fyrir Fosskraft.
Náist ekki samkomulag fyrir
helgi munu verkamenn við Búr-
fellsvirkjun gera skyndiverkfall
á mánudag og þriðjudag.
Tapaði nótinni
en hún var tryggð
SÍLDVEIÐISKIPIÐ Ólafur Frið-
bertsson tapaði nótinni, er það
var á síldarmiðunum fyrir Aust-
urlandi aðfaranótt miðvikudags
sl. Síldarnótin var tryggð hjá
fyrirtækinu Vörður—Tryggingar
hf. fyrir kr. 900.000.00, en síldar-
nætur eru yfirleitt tryggðar fyr-
ir um eina milljón króna.
Blaðið átti tal við Helga Odds-
son, forstjóra tryggingarfélagsins,
og sagði hann að frétt um tjónið
væri enn ekki nákvæm, en sjó-
próf myndu fara fram út af þessu
á Seyðisfirði í dag. ,
Að undanförnu hafa trygging-
ar á veiðarfærum, og þá einkum
á síldarnótum, aukizt mjög mik-
ið. Hinsvegar er þetta fyrsta nót-
in, sem tapast trygg'ð á þessu
hausti. Vörður—Tryggingar hf.
mun enn sem komið er eina fyrir
tækið, sem annast tryggingu á
veiðarfærum í sjó.