Morgunblaðið - 28.10.1966, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 28.10.1966, Blaðsíða 21
Föstudagur 28. okt. 1968 MORGUNBLADID 21 ■ Bókaútgáfu ekki Framhald af bls. 17 hvað nær persónunni ef ís- lendingur skrifar um hana. — Nei, ég er ekki með neina æfisögu frægs erlends manns núna. En aftur á móti þrjár æfisögur þjóðkunnra ís lenzkra manna. Stefán Jóhann Stefánsson skrifar sjálfur fyrra bindi af endurminning- um sínum. Ingólfur Kristjáns son skrifar æfisögu Þórarins Guðmundssonar, fiðluleikara, og Ólafur Jónsson skrifar æfi- minningar Brynjólfs Jóhannes sonar. — Jú, þetta eru ólíkar bæk lir, enda ólíkar persónur. Tveir eru að vísu listamenn, en Stefán Jóhann er á öðrum stað í þjóðlífinu. Þeir sem þekkja Þórarin Guðmunds- son vita að hann er spaug- samur og glettinn, eins og hann á kyn til. Sr. Árni Þór- arinsson var móðurbróðir hans, og kímni þeirra er stund um ekki ósvipuð. Þórarinn segir ýmsar skrýtnar sögur i bókinni. T.d. þegar hann rarð ástfanginn af konu sinni. Þann kafla kallar hann „4ð eltast við stelpu". Eggert bróð ir hans og hann voru þá ný- komnir til landsins og ætl- uðu að fara með hópi manna ríðandi til Gullfoss og Geysis. Þórarinn hafði þá nýlega kynnzt önnu. Þegar komið var til Þingvalla, var Þórarinn orðinn æði órólegur, sá að úr því hann var ekki kominn jtengra eftir allan þennan tíma, þá yrði bið á því að hann kæmist aftur í bæinn. Samdi hann því við Eggert tim að þeir sneru við. En þeg ar í bæinn kom, var Anna þar ekki, hafði farið upp á Akra- nes. Þá sagði Þórarinn: — Eggert bróðir, við þurfum að halda konsert á AkranesL Þeir héldu svo upp á Akranes, þar sem Þórarinn fór með sína elskuðu upp í kirkjuturn og þar trúlofuðust þau. Bók Brynjólfs Jóhannes- sonar heitir „Karlar eins og ég“ og er titillinn dreginn af öilum þessum körlum, sem hann hefur skapað á sviðinu og er frægur fyrir. Brynjólf þekkja aliir á sviðinu, en ekki hans persónusögu, sem fram kemur í bókinni. Þá berst talið að barna og unglingabókum, en Setberg gefur út um 10 slíkar á ári. — Okkar reynsla er sú, að annaðhvort sé að gefa út barna- og unglingabækur í einhverju magni eða gera það ekki. Þessar bækur gefa lítið af sér, en á móti kemur að þær seljast yfir lengri tíma. Barnabók er sígild í sölu, því alltaf vaxa upp ný börn. Auk þess þarf vissa æfingu í að velja þessháttar bók og er ekki siður vandasamt en að velja fyrir fullorðna. Núna er ég með nýja fjölfræðibók, sem nefnist „Veröldin og við“, og er sama eðlis og sú sem við höfum áður gefið út þ.e. fræð andi í texta og myndum en þó öðru vísL Freysteinn Gunn arsson vinnur hana og stað- setur, eins og fjölmargar aðr- ar af bókum okkar. Hann vel ur með okkur barna og ungl- ingabækur og þýðir margar. Mér hefur þótt mjög gott að hafa slíkan mann, sem þekkir börnin vel, og hefur frábært málfar. Rétt mál og hæfileik- inn til að aðlaga sig nútíma málfari, finnst mér vera hans sterka hlið. í þessu sambandi drepum við á nýja bók, sem Setberg er með. Það er „Djákninn í Sandey“, eftir Martin A. Han- sen, sem Sveinn Víkingur hef ur þýtt. Og á aðra nýja bók eftir Svein Sæmundsson „Menn í sjávarháska", sem í eru 15 þættir um efni, sem felst í titlinum .— Bókin hans í fyrra, „í • Brimgarðinum“, kom okkur mjög á óvart með Söiu, segir Arnbjörn. Hú* er alveg uppseld. Sve nú gefum við út aðra. Út frá því minnumst við á bókaflokka og framhaldsbæk ur. Arnbjörn segir að útgef- endur á hinum Norðurlöndun tun hafi sagt sér, að þegar bókaflokkur er gefinn út, þá megi ganga út frá því sem vísu, að framhaldsbók seljist 10—13% minna. Þetta stafar af þrennu: 1) Viss hópur hef- ur orðið fyrir vonbrigðum 2) Lesendur deyja frá því síðasta bók kom út 3) Nokkur hopur hefur ekki hugmynd um að bindin séu fleiri en eitt. Kvaðst Arnbjörn hafa farið eftir þessu og minnkað upp- lög framhaldsbóka. Og þetta gtandi heima. Og íslenzk bókagerð? Hér, sem á svo mörgum svið um þjóðlífsins, háir fámenn- ið okkur. Það leiðir eðlilega af sér takmarkaðan bókamark að, takmarkaða möguieika. Með þjóðum eins og þjóðverj um, Svisslendingum, Englend ingum og Frökkum eru sölu- möguleikar bókar ekki bundn ir við 2000 eintök, heldur frem ur 20 þúsund eða 200 þúsund eintök. Enda standa þsssar þjóðir í fremstu röð um bóka gerð, og að mínu áliti í þeirri röð, sem ég taldi þær upp. Okkar eigin bókagerð hefur farið stórlega fram á síðustu árum. Þar kemur einkum til heilbrigð samkeppni bókaút gefanda, stórbættur vélakost ur bókaiðnaðarins og aukin kunnátta íslenzkra teiknara, prentara og annarra bókagorð armanna. — Fólk vill lesa Framhald af bls. 17 ur líka gerð skil á hverju ári a.m.k. einhverjum, ungum eða gömlum, sem eru að byrja. Annars er óhjákvæmi- lega talsverð fjölbreytni í efni svo margra bóka. T.d. gefum við út núna bók um 15 íslenzkar íþróttastjörnur, sem voru á toppinum fyrir nokkr um árum með myndum og æfiágripum. Og við erum með ferðasögu. Danski mannfræð ingurinn og ferðamaðurinn Jens Bjærre segir frá ann- arri ferð sinni til Nýja Gu- ineu, þar sem hann hitti marga ættflokka, sem hvítur maður hefur ekki komið til fyrr, að því er hann telur. Ég tek þátt í útgáfu þessarar bók ar með útgáfum á Norður- löndum, en texti er prentað- ur hér. Þá má nefna safn af spakmælum og vísdomskor.n- um eftir Yogananda, sem Ingibjörg Thorarensen þýddi, en eftir hana hefur áður kom ið út bókin „Hvað er bak við myrkur lokaðra auga“. Og ég er ekki aðeins með bækur eít ir íslenzkar konur. Guðmund- ur Jónsson hefur skrifað skáldsöguna „Prestskonan“. Guðmundur fór ungur frá ís landi, gerðist garðyrkj umað- ur. Hann kom svo fullorðinn heim og fór að vinna á Sauð- árkróki. Hann tók sér íyrir hendur að ýmsum merkum mönnum væru reistir bauta- steinar, svo sem Bólu Hjálm- arL Guðmundi Hannessyni o.fl. Hann hefur líka skrifað og þetta er þriðja bókin hans — Þetta er nú að verða nokkuð mikið upptalning. Segðu mér að lokum, hvers konar bækur kaupir tólk mest? — Það er sama tilhneiging hjá fólki sem les og þegar maður sér. í leikhúsum og kvikmyndahúsum er mest sótt það sem skemmtir. Það þarf að toga fólkið til að sjá eða lesa það sem þarf að brjóta til mergjar. Þó get ég sagt íslenzkum lesendum bað til hróss, að góð bók selzt, þó það taki mörg ár. Léttmetið selzt kannski vel fyrst, en svo dettur sala niður. Svo mikið berst á markaðinn af því á hverju ári, að það fullnægir þeim sem vilja. En alltaf er til smekkfólk, sem velur góða bók, hvort sem hún hefur komið út í ár eða fyrr. — Minning Framhald af bls. 12 Ég man eftir Erlingi Pálssyni frá því ég var unglingur hér í bæ, og kom hann mér þá fyrir sjónir, sem sannur víkingur, svo djarfur og frjáls í framkomu, eins og hann átti eftir að sýna með þátttöku sinni í Nýárs- sundinu og fannst mér hann vekja þar mesta athygli, þó allir hafi verið þar hinir mestu kappar, og svo síðar þegar hann vakti á sér athygli í Drangeyjar- sundinu fræga. Eftir að ég átti því láni að fagna að starfa með Erlingi og undir hans stjórn, þá kom það fram, að þar var drengur góður og með honum var gott að starfa. Á ég í mikilli þakkarskuld við hann, því ég tel að ég eigi svo mikið honum að þakka alla vel- gengni mína í starfinu. En það eru fleiri en ég, því eins og kunn ugt er, hefir hann verið forustu- maður félagsmála, innan lög- reglunnar og' var formaður lög- reglufélagsins um 25 ára skeið. Hann var þar, eins og hvar sem hann kom fram, djarfur og ákveðinn í sínum málflutningi, og svo fundvís á það sem gat komið andstæðingum úr jafn- vægi, en þó aldrei grófur. Hann var ætíð hvetjandi í öllum góð- um málum, og ég tel það hafa verið fyrir mjög ákveðna hvatn- ingu frá honum, þegar svo var komið, að honum fannst menn í lögreglukórnum orðnir hug- deigir með að taka þátt í söng- móti í Svíþjóð, sem lögreglu- kórnum hafði verið boðið að taka þátt í að við fórum á mótið og svo síðar í Noregi 1961. f framhaldi af því héldum við svo okkar söngmót á sl. sumri, sem tókst í alla staði vel, og var að mínu áliti, okkur til sóma. Það var gaman að vera með Erlingi í samkvæmum, eða í af- mælisfagnaði félaganna, því hann var fróður og hafði þá frá mörgu að segja, og var þá óspar á ræðuhöld. því hann var mikill ræðumaður, og gat hvar sem var, staðið upp og talað, undir- búningslaust. Ég læt aðra um það að rekja ættir Erlings Pálssonar, en ég vil um leið og ég þakka honum allt, sem hann hefir fyrir mig gert, og um leið mjög ánægjulegt samstarf í meir en 35 ár, óska honum góðrar ferðar inn á hið nýja tilverusvið, þar sem tekur við framhald þessa lífs. Hafðu þökk fyrir allt og allt. Konu hans, Sigríði Sigurðar- dóttur, dætrum, barnabörnum, bræðrum og öllum í hans fjöl- skyldu votta ég innilega hlut- tekningu mína. —Alþingi Framhald af bls. 8 ir á sektum. Þær eiga að vera það miklar, að menn leggi ekki í að veiða í landhelgi, en nú er um óheyrilega ágengni að ræða í landhelgina, og veiði- þjófnaður bæði hjá erl. og innL aðilum. Þá þykir mér einnig ábóta- vant, að mönnum er fært að fá veiðarfærin strax gegn trygg- ingu. Það verður til þess, að margir geta fiskað upp í kostn- að, strax og út er komið, og því ekki svo hættulegt að verða tekinn. Að mínu áliti á að vera óheimilt, að afhenda veiðarfær- og alls ekki á að gefa kost á því að kaupa þau fyrr en eftir mánuð. Hliðstæð ákvæði gilda hjá öðrum þjóðum, og fyrir skemmstu las ég það, að norsk- ir bátar voru teknir í brezkri landhelgi. Voru þeir sektaðir nokkuð, en veiðarfæri gerð upp tæk, og enginn kostur var að fá þau aftur. Breytingarnar eiga að verða til þess, að það fæli menn frá því að stela fiski íslendinga. Jóhann Hafstein (S): Það er auðvitað margt álitamál í þess- um efnum, og sjálfsagt er að athuga tillögur hv. þingm. Ég vil benda honum á, að nú er upptekið, að samhliða sekt megi einnig beita upptöku í skipi eða hluta þess, þannig, að í raun og veru er um að ræða meiri hækkun á sektum, en þær gefa til kynna. Dómstólar munu nota upptökuheimild, t.d. ef ástæða Þá er það einnig nokkurt vanda þykir til að refsa meir en sekt leyfir. Það kom til álita að taka upp tillögu hv. þingm. varðandi hald á veiðarfærum. En horfið var frá því ráði, aðallega vegna þeirrar umsagnar Saksóknara, að vafasamt væri að hafa þann hátt á, t.d. ef sakfelling yrði í héraði en sýknað í Hæsta- rétti. Vel má þó kanna betur ákvæði laga annarra landa i þessu sambandi. Að lokinni umr. var málinu vísað til annarrar umr. og liefnd ar. Þá var einnig atkvæðagreiðsla um lögin um lausn þjónadeil- unnar. Var samþykkt með 2« atkv. gegn 3 að vísa málinu til annarar umræðu, og samþykkt einnig að vísa málinu til Alls- herjarnefndar með 20 atkv. gegn Matthías Sveinbjörnsson varðstjórL JAMES BOND James Bond IY IAN FLEMIN6 ORAWINS BY JOHN McLUSKY Eftii IAN FLEMING — Heyrðu, Bond, við erum eltir — og meira en það, það er annar fyrir framan okkur. Við erum á milli tveggja elda. — Ef þú borgar fyrir tjón á bílnum, ef eitthvað verður að, á ég þá að hrista þá af mér? Skyndilega steig Ernie Cureo i hemt- ana og Jagúarinn á eftir okkur ók á annaV brettið á bílnum okkar. Teiknari- M O R A Hásetinn slær frá sér af krafti . . . en ekki í höfuð skipstjórans. Hann gefur bófaforingjanum Álfi þvilikt högg, að hann dettur um meðvitundarlaus. — Þetta hef ég iengi þráð! hrópar hásetinn. Þriðji bófinn ræðst þá á hásetann. — Ertu genginn af göflunum, maður! Að slá foringjann! En hásetinn ógnar eldsnöggt bófanum með gömlum framhlaðning. — Hættu! Við vorum einu sinni góðir félagar . . . ég gef þér 10 sekúndur til a• snáfa í burt! Ég hef fengið nóg af þessaii skitnu vinnu og ekki fengið önnur laua M spörk og dónaskap.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.