Morgunblaðið - 28.10.1966, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 28.10.1966, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ Föstudagur 28. okt. 1966 Útgefandi: Hf. Árvakur, Reykjavik. FraTnkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson. Ritstjórar: Sigurður Sjarnason frá Vigur. Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Ritstjórnarfulltrúi: Þorbjörn Guðmundsson. Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson. Ritstjórn: Aðalstræti 6 Auglysingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480. Askriftargjald kr. 105.00 á mánuði innanlands. í lausasölu kr. 7.00 eihtakið. LIFSKJARAB YLTING að er óumdeilanleg stað- reynd, að kaupmáttur tímakaups lægstlaunuðu Dags brúnarverkamanna hefur auk izt um 15—20% á sl. 2 árum. Á þetta hafa verið færðar skýrar sönnur með útreikn- ingum, sem ekki verða ve- fengdir. Fullyrðingar stjórn- arandstæðinga um hið gagn- stæða eru því þegar af þeirri ástæðu fáránlegar. v Því er haldið fram í komm- únistablaðinu í gær, að ekki eigi að reikna með í slíkum utreikningum auknu orlofsfé, aldurshækkunum, tilfærslu milli flokka, styttingu dag- vinnutíma o. s. frv. Þetta er auðvitað fáránleg fullyrðing, sem engan veginn fæst stað- ist. Öll þessi atriði þýða í raun kjarabót fyrir launþega ýmist í formi útgreiddra launa, eða á annan hátt. En jafnvel þótt öllum tölum um þetta atriði sé sleppt, er það augljóst hverjum heil- skyggnum manni, að á undan förnum árum hefur orðið lífs- kjarabylting á íslandi. Allur almenningur 1 landinu hefur nú efni á meiri munaði en nokkrn sinni fyrr. Um það ~ bera vitni glæsileg og velbúin híbýli manna, mjög ört vax- andi bílaeign og utanferðir íslendinga allan ársins hring, sem vaxið hafa mjög á síð- ustu árum. Þetta er skýr vitnisburður um þá velmeg- un, sem ríkir í landinu og fólkið sjálft veit, að það hefur það svo miklu betra en nokkru sinni áður. Það á jafnt við um hina lægstlaunuðu í þjóðfélaginu sem aðra. Þess vegna eru fullyrðingar stjórn arandstæðinga um hið gagn- stæða gjörsamlega út í hött, og undirstrika aðeins ábyrgða .. leysi þeirra og virðingaleysi fyrir staðreyndum. ERLENDIR MENN- INGARSTRAUMAR í nægjulegt er að sjá að Há- r*' skóli íslands dafnar og vex með hverju árinu sem líður og greinilegt er, að mikl ir uppgangstímar eru fram- undan hjá honum. í ræðu háskólarektors, Ár- manns Snævarrs, á Háskólahá - tíðinni fyrir nokkru vakti at- hygíi, að alls hafa 15 fyrir- lesarar frá 9 þjóðlöndum hald ið fyrirlestra á vegum Háskól ans á sl. starfsári. Slíkt er starfsemi Háskóla íslands mjög mikilvægt. Þótt fjar- lægðir milli landa hafa stytzt til muna vegna framþróunar á sviði samgangna, erum við íslendingar þó að mörgu leyti einangraðir og þess vegna er ekki sízt mikilvægt fyrir stofn un sem Háskólann, að veita inn í skólann sjálfan erlend- um menningarstraumum. Það hefur verið gert á myndar- legan hátt við Háskóla íslands með þeim fjölda erlendra fyr- irlesara, sem þangað hafa komið. Háskólinn á vissulega að halda áfram á þessari braut, og að því ber að stuðla að hann eigi kost sem flestra hæfra fyrirlesara frá öðrum löndum. EINFALDAR STAÐREYNDIR lohnson, Bandaríkjaforseti, " hefur verið á miklu ferða- lagi um Suðaustur-Asíu að undanförnu og sl. miðvikudag heimsótti hann öllum að óvör um bandaríska herstöð í Víet- nam. Með þessari heimsókn hefur Bandaríkjaforseti vilj- að leggja áherzlu á þá skuld- bindingu Bandaríkjanna að verja Suður-Víetnam fyrir árásarstefnu kommúnista í norðri. Styrjöldin í Suður-Víetnam er nú mjög rædd um heim allan og um hana eru skiptar skoðanir. Staðreyndirnar eru þó í sjálfu sér ákaflega ein- faldar. Nú er það sama að gerast í Asíu, og gerðist í Evr- ópu á fyrsta áratugnum eftir heimsstyrjöldina síðari, vel skipulögð tilraun kommún- ista til þess að leggja undir sig önnur lönd með ofbeldi. í Asíu eru aðstæðurnar aðrar og aðferðirnar aðrar á yfir- borðinu, en kjarni málsins er sá sami. Það er einnig einföld stað- reynd sem þó virðist þvælast fyrir mönnum, að árásaraðil- inn í þessari styrjöld eru kommúnistar í Norður-Víet- nam, sem höfðu undirbúið hana árum saman, með því að senda skæruliða inn í Suður- Víetnam, þrátt fyrir það sam- komulag, sem gert var í Genf 1954 um skiptingu landsins. ítrekaðar tilraunir Banda- ríkjamanna til þess að koma á samningaviðræðum um Víetnam hafa allar strandað á algjörri neitun kommúnista að taka þátt í slíkum samn- ingaviðræðum. Þegar sú stað- reynd liggur fyrir eiga Banda ríkin og Suður-Víetnambúar ekki annars úrkostar en að efla hernaðarstöðu sína í Suð- ur-Víetnam, í þeirri von og trú, að kommúnistar muni að lokum láta sér skiljast, að þeir sjálfir eiga ekki annan kost en þann, að ganga til samninga. W4- ■ v.V UTAN ÚR HEIMI Milliríkjaráðstefnu Kyrra- hafslandanna í Manila ex ný- lokið. Meginverkefni ráðstefn unnar var að sjálfsögðu styrj öldin í Vietnam, hvernig unnt megi verða að binda enda á hana sem og að samræma sjón armið aðildarrikja ráðstefn- unnar varðandi þetta mark- mið. Ráðstefnan hefur að von um verið efst á baugi af al- þjóðaviðburðum undanfarna daga. í grein þeirri, sem hér fer á eftir, gerir William L. Ryan starfsmaður fréttastof- unnar Associated Press grein fyrir því, hvaða áhrif hún kann að hafa í framtíðinni. Manilaráðstefnan hefur fært öllum eitthvað en senni- lega gert engan fullkomlega á nægðan. Eitt af því, sem hún hafði í för með sér, mun að líkindum hafa mikil og var- Leiðtogamir á Manilaráðstefnunni auk ohnson: Thanom, Thailandi; Park, Suður-Kóreu; Ky, Suður Vietnam; Holy- oake, Nýja-Sjálandi, Marcos,Filipseyjum og Holt, Ástralíu. Að lokinni Manilaráðstefnunni anleg áhrif á þessu svæði heims. Bandaríkin hafa tekið að sér miklar skyldur sem Kyrrahafsveldi gagnvart fram tíð Asíu með öllum hinum hræðilegu vandamálum henn ar þar sem eru fátækt, sjúk- dómar, fáfræði og hungur. Þetta virtist vera eitt þeirra atriða, sem bandalagsríki Bandaríkjanna vildu ekki að eins fá að heyra, heldur fá það staðfest skjallega og óafturkallanlega. Vera kann, að tilraunirnar til þess að koma á friði í Viet nam hafi fengið einhverju á- orkað í þá átt og koma á tengslum við kommúnista- stjórnina í Hanoi. Ráðstefnu- ríkin komu fram með það tjl boð, að allur erlendur her skyldi verða fluttur frá Suð- ur-Vietnam innan sex mánaða frá þeim tíma, sem Norður- Vietnam kæmi til móts við skilyrði þeirra. f þessu er fólg in viss vefenging, þar sem þar er lögð áherzla á það, að Bandaríkin vísa fullkomlega á bug þeirri staðhæfingu, að þau muni aldrei fara burt með her sinn frá Suður- Vietnam. Þessi tillaga náði samt sem áður alltof skammt til þess að geta skoðast sem tilboð um lausn deilunnar, að því er varðar viðhorf kommúnista til hennar. Tillagan er óljós með tilliti til Viet Cong og hverjir eiga að hörfa til N- Vietnam af þeim, sem að upp reisninni standa. Hvergi var minnzt á hlutverk Viet Cong ef samningaviðræður um frið kæmu til. í raun og veru eru Bandaríkin látin hafa óbundn ar hendur í þessu tilliti og allt látið óákveðið varðandi aðdraganda að samningum. Sennilega var verulegur á- greiningur til staðar varð- andi skoðunina á því, hvort viðurkenna ætti Viet Cong sem pólitískan aðila. Það sem fram kom af ráð- stefnunni sem og lokayfirlys- ing hennar munu víða kalla fram efasemdir. Mai-gir — ekki aðeins í Asíu — ala þann grun í brjósti, að það sé meira en tilviljun, að í fjórum banda lagsríkjanna á ráðstefnunni eru kosningar í vændum á næstunni, í Bandaríkjunum, Ástralíu og Nýja Sjálandi i nóvember og í Suður-Kóreu í apríl næstkomandi. Skoðun manna í Manila er samt sem áður sú, að Johnson forseti sé sæmilega ánægður með þann árangur, sem náð- ist á ráðstefnunni, og vera kann, að forsætisráðherra Suð ur-Vietnam, Nguyen Cao Ky og forseti Suður-Koreu, Ci»- ung Hee Park séu jafn ánægð ir með hana. Ferdinand E. Marcos, forseti Filippseyja virtist ánægður með hlutverk sitt sem gestgjafi milliríkja- ráðstefnu, sem vakið hefur mikla athygli. Forsætisráðherra Ástralíu, Harold Holt og forsætisráð- herra Nýja-Sjálands, Keith Holyoake munu hafa alið ein hverjar efasemdir varðandi ráðstefnuna. Þessi tvö ríki eru aðilar að styrjöldinni í Vietnam, sem er í þeirri hættu að breiðast út og verða að öðru meira og ráðstefnan hef ur haft lítið fram að færa fyrir forsætisráðherra þeirra, sem þeir geta státað af gagn- vart kjósendum sínum, að draga kunni úr hættunni í fyrirsjáanlegri framtíð. Leiðtogar Thailands virt- ust bíða átekta og fylgjast með því, sem fram fór á ráð- stefnunni. Rík áherzla var lögð á eindrægni Kyrrahafsríkjanna en bak við hinar luktu dyr ráðstefnunnar, kunna viðræð urnar að hafa verið ekki jafn samstilltar og sú eindrægni sem sýnd var opinberlega, gaf til kynna. Ky forsætisráðherra hafði gefið það mjög í skyn, að stjórn hans myndi ekki vilja gangast undir neitt tilboð þar sem hún yrði að hætta aðgerðum sínum til þess að uppræta viet Cong sem stjórn málaafl í Suður-Vietnam. Honum virtist einnig umhug- að um, að fá tryggingu Banda ríkjastjórnar fyrir því, að vernd Bandaríkjanna yrði ekki hætt, fyrr en fullkom- lega hefði tekizt að ráða við þá hættu, sem stafar af komm únistum. Hafi umræður farið fram um þetta atriði, er líklegt að Ky hafi verið ánægður með þær. Yfirlýsing ráðstefnunnar leggur honum á herðar að fara þess á leit, að erlendar hersveitir bandalagsríkjanna verði kallaðar burt, einungis ef óljósum skilyrðum er full- nægt. I henni er einnig sú krafa stjórnar Suður-Viet- nams, að veitt verði alþjóða- trygging með hvaða hætti sem er, fyrir því, að voona- viðskiptum verði hætt. "N n- tímis segir í yfirlýsingunni að hernaðar- og annars konar aðgerðum verði haldið áfram, svo lengi sem nauðsynlegt verður talið til þess að tryggja það, að árás ekki takist. Thailand á hér hagsmuna að gæta. Árásarhættan frá Kína blasir við því. Ef svo liti út, sem samningar varð- andi Vietnam, kynnu að hafa stríðið, var ekki tekin ákvörð ista, þá myndi rikisstjórn Thalilands telja að sér væri ógnað. Varðandi það að færa út í för með sér sigur kommún- un. Hvað gerist, er — eins og lífclegt er — kommúnistar hafna tillögum ráðstefnunnar með fyrirlitningu? Engin hót- un felst í yfirlýsingunni, en gatan er greið fyrir útfærslu styrjaldarinnar, ef kommún- istar halda áfram að vera ó- hagganlegir. Af hálfu bandarískra aðila mun ekki verða viðurkennt, að árangur ráðstefnunnar hafi á neinn hátt verið neikvæður. Því er m.a. haldið fram, að tillagan um að kalla burt herinn, eftir að Norður-Viet- nam hefur dregið sinn her til baka og laumuhermenn og hætt stuðningi við Viet Cong, gangi feti lengra, en tilboð Bandaríkjanna hjá Samein- uðu þjóðunum í september um að hefja viðræður um brottflutning herja aðila í á- föngum. Nú er tilboðið á þann veg, að allut her banda lagsríkjanna verði fluttur brott innan ákveðinna tíma- takmarka — sex mánaða — ef Norður-Vietnam samþykk ir tillöguna. Sumir munu vera þeirrar skoðunar, að þegar til lengd- ar lætur, þá muni þetta opna Norður-Vietnam leið út úr styrjöldinni, ef stjórnin þar hefur áhuga á því. Eins og er virðist áhugi ekki vera mik- iIL

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.