Morgunblaðið - 28.10.1966, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 28.10.1966, Blaðsíða 15
Föstudagur 28. okt. 1966 MORGUNBLAÐIÐ 15 ERLENDUR JÓMSSOM SKRIFAR UlVf Bókmenntir Völundarhús hugrenninganna innar“ kynnir sig svo: „TTafn mitt er Tómas Jónsson. Ég er gamall. nei nei“ Síðan segir hann: „Ég hef kappkostað a‘ð skapa mér heim, fastmótaðan og skipu- lagðan. Ég fy'rirlít andlegt stjórn leysi og óskipulegan hugsana- gang“. En eitt er að hyggja og annað að vera: „Ævi mín er svo fábreytileg og snauð, ég er svo einangraður af fitu og kalki, að ég réttlseti sjálfan mig og lifi kvöld eftir kvöld og heila vetrardaga í Hug- arlandi". „Hver er Tómas. Er hann við öll. Er hann tákn íslenzku þjóð- arinnar eins og hún er í dag, andlega og- líkamlega karlæg". íessar spurningar eru ekki undirritaðs, heldur standa þær í sjálfri „Metsölubókinni". En spurningarnar eru ekki ómerk- ari fyrir það, nema síður sé auð- vitað. Ég leyfi mér því að endur taka þá fyrstu og prjóna við hana fáeinum öðrum frá eigin brjósti: Hver er Tómas? Venju- legur gamall máður, sem yljar sér við falskar minningar; minn- ingar um það, sem hefði getað gerzt, en gerðist aldrei? Tákn ald arinnar, sem gerði sér fáránleg- ar kenningar að „hugsjónum" og barðist þeirra vegna imyndaðri baráttu á svipaðan hátt og ridd- arar miðalda börðust út af engil- hreinum prinsípissum? Minnir ekki regluhyggja Tómasar á kenningjakergju millistríðsár- anna? Þau ár hefðu að réttu lagi verið manndómsár Tómasar Jónssonar, ef haiai hefði verið ta. Við skulum geyma okkur að svara þessum spurningum, því — eins og segir í „Metsölubókinni": „sífellt eru einhver ósköp að ger ast í heimi listanna utanvið öll pensúm gagnrýnendanna". Tómas er alla vega stokkinn alskapaður úr úr samtímanum. Hugarland hans er heimur nú- tímans: jafnringulreiðarlegur sem 'hann er fjölbreyttur, heim- ur yfirborðs og undirdjúps. Ef „Metsölubókin" hefði kom- ið út um síðustu aldamót, hefðu jafnvel róttækustu lesendur þeirra tíma fordæmt hana fyrir að fjalla um „lægstu hvatir“ mannsins. Sjónarmið predikunar innar var þá enn á baugi, enda þó menn gerðu sér það misjafn- lega ljóst. Ef „Metsölubókin" hefði á hinn bóginn komið út fyrir þrját íu árum, hefði hún á svipaðan hátt verið fordæmd sem and- félagsleg. Hvor tveggja ásökunin hefði verið í samræmi við formúlu síns tíma. Nútíminn segir rithöfundi ekki þannig fyrir, hvernig hann eigi að skrifa. Við ætlumst ekki til annars af honum en hann falsi ekki þann veruleika, sem hrærist í kringum hann. Tómas Jónsson er „glæpur hugrenninganna", spegill veru- leikans. Myndasafn það, sem svífur honum fyrir hugskotssjón um, er ótrúlega fjölbreytilegt. Ef til vill á einhver eftir að halda því fram, að það sé að sama skapi fáfengilegt. En þá leyfi ég mér að staðhæfa á móti, að það sé að minnsta kosti mjög skemmtilega fáfengilegt. Það leynir sér hvergi í þessari bók, að höfundurinn er listamað- ur. Vald hans á máli og stíl að vfðbættri skarpri hugsun og skáldlegri tilfyndni orkar svo á lesandann, að honum þykir sem hann megi af engu orði missa. ekki heldur því, sem ómerki- legt kann að virðast, fljótt á lit- ið. Það er kannski ófrumlegt að segja um svona frumlega bók, að höfundur sýni okkur hlutina í nýju ljósi. En það er þó mála sannast, engu síður. Og það er bæði dapurlegt og skemmtílegt að hugsa til þess, hversu mikið af eldri og yngri hefð verður hér með úrelt vegna útkomu þessarar bókar. Og það er Guðbergi og fleiri ungum mönnum áð þakka, að þessi áratugur, sjöundi áratugur inn, er nú þegar orðinn drjúg- um litríkari og skemmtilegri heldur en hinn hundleiðinlegi og hysteriski sjötti áratugur, þeg ar allt virtist mundu kafna i lágkúrulegri heimsendisþvælu og útþynntri endurtekning, grautn- um frá deginum þar áður. Erlendur Jónsson. Guðbergur Bergsson: TÓMAS ! JÓNSSON. Metsölubók. 335 bis. Helgafell. Keykjavík 1966. ÞAÐ HEFUR verið tízka hin síð- ari ár, þegar út hefur komið ný- stárlegt og læsilegt skáldverk, að líkja því við Vefarann mikla og Bréf til Láru og spyrja: Er ekki komið hér fram á sjónarsviðið íiýtt tímamótaverk eins og Vef- •rinn og Bréfið voru á sinni tíð? Samlíkingin kann að vera mein laus, en haldlítil er hún alla jafna, því miður. Enginn veit, nær tímamót gerast. Það kem- ur ekki í ljós fyrr en síðar. Skáldverk getur orðið tíma- mótaverk, þó því sé í mörgu á- bótavant samkvæmt formúlu hefðbundins bókmenntamats. Og aldrei veldur mikfð listaverk neinni byltingu vegna þess eins, •ð það sé mikið listaverk. Tíma- mótaverk verður tímamótaverk •f þeirri ástæðu einni, að það kemur fram á tímamótum. Ef • vo virðist sem það sjálft úr- skurði tímamótin, þá er það að- eins vegna þess, að sjálf tíma- mótin endurspeglast í verkinu. Nú hefur Guðbergur Bergsson sent frá sér nýja skáldsögu, Tóm as Jónsson Metsölubók. Mér kem ur til hugar, að hún geti orðið eins konar tímamótaverk. En að •jálfsögðu get ég ekki fylgt þeirri hugdettu eftir með við- hlítandi rökum, en skírskota að- •ins til fyrrgreindra orða minna. Valt væri að staðhæfa, að þessi skáldsaga Guðbergs bæri af öllum íslenzkum skáldsögum, •em út hafa komið á seinni ár- um. Svo hygg ég heldur ekki vera. Orðfimur kunnáttumaður um bókmenntir gæti eflaust sýnt fram á með einhverjum rökum, ®ð út hefðu komið á þessum ára- tug jafngóðar sögur eða betri. Ef vanabundið bókmenntamat er haft að leiðarstjörnu, má áreíðan lega benda á ýmsa „galla“ í Tómasi Jónssyni. Það mætti meira að segja leiða að því gild rök, að sagan sé alls ekki skáld- saga, heldur eitthvað annað. Einnig mætti þræta fyrir frum- leika hennar, því svipaðar til- raunir á sviði skáldsagnaritunar hafa verið gerðar síðustu ára- tugina, einkum erlendis, en einn ig lítils háttar hérlendis. Ef við látum okkur detta í hug, •ð „Metsölubók“ Guðbergs Bergs sonar geti orðið tímamótaverk, •prettur sá grunur — auk ver’ð- leika sögunnar — af þeirri von, •ð tímarnir séu að breytast, að höfundar hætti að jaska út marg jöskuðu formi, að þeir hætti að rífast um einhverjar afgamlar „hugsjónir“, sem enginn kann í raun og veru skil á nú orðið nema gamlir og kalkaðir póli- tíkusar (sem halda að kreppan •é enn í algleymingi). Ennfrem- ur að höfundur taki að skrifa um sinn eigin tíma, en ekki ein- hvern óskilgreinanlegan tíma. Tímamótaverk stendur venju- lega rótum í tvennum tíma: liðn um og ókomnum. Því höfundur, sem skrifar tímamótaverk, verð- ur fyrst að skrifa sig frá hinum dauða og liðna tíma, á’ður en hann byrjar á ' hinum komandi. Cervantes skopstældi riddarasög urnar og gekk þannig af því formi dauðu. „Metsölubók“ Guðbergs er ekki skopstæling á tilteknu formi eða tegund. Hins vegar má þar, ef grannt er leitað, finna skopstælingar á mörgum list- brögðum, sem til skamms tíma þóttu bæði frumleg og róttæk. Ég nefni aðeins eitt dæmi: bragð ótalmargra höfunda — að skxifa Guðbergur Bergsson saman hástemmdar ástarfarslýs- ingar, þar sem allt er nákvæm- lega til tínt, allt að hinum krít- íska hápúnti. Þá sveifla þeir sér yfir í alls óskylda náttúru- lýsingu og taka að lýsa vatni, sem er á hreyfingu, eða trjágrein, sem bærist fyrir vindi. Og enda svo kaflann. í „Metsölubókinni“ er að minnsta kosti eina slíka lýsingu að finna. Hún endar á þessari lausn: „Kartöflugrasið féll um nóttina". Og verður að segjast eins og er, að með þeirri lausn hefur höfundur „Metsölu- Tónabió. Tálbeitan. Ensk mynd gerð eftir sögu eftir Catharine Arly. Framleiðandi: Michael Relph Leikstjóri: Basil Dearden Aðalleikendur: Gina Lollobrigida Sean Connery Ralph Richardson. Leikendurnir Gína Xxillabirg- ida og Sean Connery gefa einni kvikmynd talsvert aðdráttarafl, þótt ekki komi annað til en hin mikla leikfrægð þeirra. Ég hefi að vísu aldrei verið sérstaklega hrifinn af Sean Connery, sízt í hlutverki James Bond. En hann á svo stóran aðdáendahóp, að það er freistandi að berast með fjöldanum og tjá honum aðdá- un sína. Vafalaust eiga vinsæld- ir hans enn eftir að aukast og hann að vaxa sem leikari, því að hin skjóta viðurkenning hans sem leikara sýnist ekki hafa stig ið honum til höfuðs og gert hann minni listamann en efni stóðu til, eins og oft ber þó við. Ginu Lollobrigidu man ég fyrst eftir í „Hringjarinn frá Notre Dame“, sem sýnd var í Austurbæjarbíói fyrir um það bil tíu árum. Hún er leikkona af Guðs náð, fatast varla í hlut- verki, auk þess sem hún hefur svo fagra ásjónu og vöxt, að þar fer engin leikkona fram úr henni svo að spurzt hafi. Ofannefnd mynd hefur því verið mikið sótt undanfarið, þar sem þessir frægu leikarar fara með aðalhlutverk, auk Ralphs Richardssonar sem leikur af snilli, aldraðan, fatlaðan, en forríkan ekkjumann. Þótt auð- bókarinnar“ komið i veg fyrir, að alvarlegum hofundum sé fram ar fært að notast við þá mjög svo tiltækilegu aðferð til ástar- farslýsinga: Þeir verða nauðúg- ir viljugir, að brjóta upp á ein- hverju nýju í þeim efnum. Höfundur „Metsölubókarinn- ax“ skoðar líf og tilveru frá nýju sjónarhorni, tekur mannlíf og list til endurmats, apar og af- skræmir „gamlar og góðar“ að- ferðir, ryður upp úr sér ógrynn- um lífssanninda. _ sem hafa hing- að til talizt anna'ð hvort óprent- hæf eða of ómerkileg til að minnast á þau á prenti; timbrar saman firnamiklu og að sama skapi flóknu sögusviði, þar sem fyrirfinnast flest smáþing nútím ans, allt frá marsípan til doktor- Scholltappa, sem fólk stingur á milli tánna til að rétta þær af og veita þeim tilhlýðilega loft- ræsting. Löngum voru persónur í skáld sögum settar saman eftir félags- legum formúlum. Nú stendur hin dæmigerða skáldsögupersóna á flæðarskeri einmanaleikans, umleikin því úthafi sem aðskil- ur alla menn á öllum tímum: maðurinn er alltaf einn. Þegar mestur hluti lífsins er úr greip- um runninn, reynir söguhetjan að safna saman því, sem eftir er, og binda það í kerfi, ekki til að bjarga neinu, því ekkert bjargast, heldur til að samlagast tómleikanum, komast aftan að einmanakenndinni, umkringja hana, en týna ekki sjálfri sér. Aðalsöguhetja „Metsölubókar- kýfingur þessi verði að láta aka sér um í hjólastól, er hann síður en svo nokkurt lamb að leika sér við. Hann er ofsamaður í skapi, ráðríkur og drottnunargjarn, en um óhreinskilni verður hann naumast sakaður. Gína leikur hjúkrunarkonu hans og Sean Connery bróðurson hans. Milljónarinn og bróðursonur- inn verða, að því er virðist, báð- ihr hrifnir af hinni glæsilegu hjúkrunarkonu, en þótt kynlegt megi telja, þá verður það bróð- ursonurinn, sem vinnur manna ötullegast að því, að sá eldri hreppi hana fyrir eiginkonu og heppnast honum eftir nokkra erfiðismuni að koma því i kring. Sjálfur þarf hann ekki að bera kvíðboga fyrir fjárhagslegri af- komu sinni, því að hann á að fá í sinn hlut tvær milljónir sterl- ingspunda eftir frænda sinn. Sá gamli hafði ekki verið sér staklega áfjáður í að giftast hjúkrunarkonunni, þótt hann væri hrifinn af henni. Hefur lík lega ekki talið sig nógu færan um að veita henni það „sem all- ar konur hugsa mest um“ eins og hann kemst einhverntíma að orði. Hann vill þó vinna að því, að hún öðlist alla þá hamingju, sem auðæfi geta veitt konu, og hann hefur mildazt nokkuð í skapi við giftinguna. Hann gerir sérstaka erfðaskrá, þa sem hann ánafnar hinni ungu konu sinni allar eigur sínar eftir sinn dag, að frátöldu því smotteríi, sem bróðursonur hans átti að hreppa. Stuttu síðar deyr hann, og lögreglan uppgötvar, að of stór svefnskammtur hafi orðið hon- um að bana. En þeirri spurn- ingu reynist erfiðara að svara, hver setti dauðaskammtinn í glas hans, og hvar lézt hann. Við Við skulum lofá Scotland Yard að glíma í næði við þær spurn- ingar. Framan af er mynd þessi frem ur langdregin, en heldur manni þó stöðugt við efnið. Ekki er þó óliklegt, að þar hefði mátt stytta hana nokkuð að skaðlausu og jafnvel nokkuð til bóta frá list- byggingarsjónarmiði. Er á líður myndina eykst spennan hennar hins vegar svo, að áhorfendur gleyma stund og stað í þögulli leiðslu. Það er þegar spurningin rís um það, hver hafi myrt auð- kýfinginn og af hvaða hvötum. í heild má segja, að mynd þessi sé hin skemmtilegasta og ágaétlega vel leikin. Frumleg verður hún að vísu ekki talin, Föstudagur 28. október 20.00 Blaðamannafundur. Eysteinn Jónsson, formað- ur Framsókn'arflokksins svarar spurningum blaða- manna. Fundarstjóri er Eiður Guðnason. 20.30 Þöglu myndirnar. Kappsiglingin mikla. Þessa kvikmynd gerði Cecil B. de Mille, en aðalhlutverk- ið leikur William B jyd. Þýðinguna gerði Óskar Ingimarsson. Þulur er Andrés Indriðason. 20.55 Sólkonungurinn. Kvikmynd er fjallar iim Loðvík XIV Frakkakon- ung. Þýðinguna gerði Guð býr að því er mér sýndist ekki yfir neinum torræðum táknum. Ég les í blöðunum, að þeir hafi verið að sviðsetja á vegum Þjóðleikhússins um daginn leik- rit, sem allir gagnrýnendur virt ust ekki botna of mikið í. Mun það þó talið listaverk. Slík a.b- straktverk eða atomverk, eða hvað maður á nú að kalla þau, hafa lítt sézt í kvikmyndahúsum hér enn. Ef til vill verður þess þó ekki langt að bíða, að þau taki að nema land í heimi kvik- myndanna einnig, og mun raunar þegar sprottinn nokkur vísir tii þess. En meðan kvikmyndalistin er enn mestan part „fígúratív“ list, þá má telja vel boðið, er að- alfígúrurnar koma fram í ekki lakari gervum en Gina hinnar fögru Lollobigidu og James hiiu sterka Bonds. bjartur Gunnarsson, en þulur er Hersteinn Páls- son. 21.25 Mahalia Jackson syngur. 21.35 Dýrlingurinn. Þessi þáttur nefnist „Leit að perlum'*. Aðalhlutverk- ið, Simon Templar, leikur Roger Moore. íslenzkan texta gerði Steinunn S. Briem. 22.25 Jazz. Art Farmer og hljómsveit háns leika. 2:2.50 Dagskrárlok. Þulur í kvöld er Ása Finns dóttir. SVEINN KRISTINSSON SKRIFAR UM SJÓNVARPID

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.