Morgunblaðið - 30.10.1966, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 30.10.1966, Blaðsíða 3
Sunnudagur 30. olct. t066 MORGU N BLAÐIÐ 3 EFTIR EIIMAR SIGLRDSSOIM ÚR VERINII Reykjavík l>að hefur verið heldur tregt hjá dragnótabátunum, þó kom Valur með 8 lestir af kola síð- ari hluta vikunnar. Dragnótin er ekki leyfð lengur en fram að mánaðamótum, nema leyfin verði framlengd. Einn togbátur, Smári, kom inn í vikunni með 18 lestir af karfa, sem hann fékk vesiur af Jökli og er ágætur afli. Handfærabátarnir eru enn íyrir austan í ufsanum. Ásbjörn kom með 146 lestir af síld í vikunni, fór hún öll í írystingu og þótti góð. Allir togararnir veiða nú fyrir erlendan markað og koma rétt aðeins við í Reykjavík á útleið til þess að setja í land menn og stanza þá aðeins í 2 tíma og þegar þeir koma úr söluferð til þess að taka ís og Dúa sig í nýja veiðiferð. Stoppa 'peir bá í 1—2 sólarhringa. Togararnir hafa haldið sig mest út af Vestfjörð- um og Jökli. Afli hefur verið tregur, en þó hefur hann eitt- hvað glæðst síðustu daga. Hafa skipin yfirleitt verið með afla öðru hvoru megin við 150 lest- ir. Þessir togarar seldu erlendis í vikunni: Surprise 93 tonn DM. 90.120, Jupiter 114 tonn DM. 89.053 og Þormóður Goði 138 tonn DM. 108.500. Vestmannaeyjar Sjór er nú eingöngu stundað- ur á trollbátuni og nokkrum litl um trillum, sem róa með línu. Enginn af stætrri vélbátunum rær með línu. Afli er tregur og heldur lítill áhugi fyrir sjó- sókn. Þó kom Heimaskagi með 14 lestir af trollfiski á laugar- daginn, og þykir það gott eftir því sem um er að gera. Tveir bátar komu með síld að austan í vikunni, Gjafar með 1550 tunnur og Ófeigur með 300 tunnur. Var þetta ágæt síld, og fór hún öll til frystingar. Var nýting góð, um 80%. Verðið er 2 krónur kg. Fóru bátarnir strax austur aftur, er þeir höfðu los- að. Nokkrir bátar höfðu komið áður með síld til frystingar, og má búast við, að það færist held ur í aukana, einkum þegar hann er að gróa upp og séð er fyrir frátök, eða að einhver tregða er á löndun eystra. Það er mik- ill munur á verðinu í frystir.gu og bræðslu. Akranes 4 bátar eru gerðir út 4 línu og einn á troll. Afli hefur verið algengast 4—114 lest í róðri, þó komst Keilir upp í 514 lest einn daginn í vikunni. Menn eru yfir leitt upp á fast kaup, um 13 þúsund krónur fyrir róðurinn alls. Ná endarnir ekki saman með þessum aflabrögðum. Þurfa helzt að fást 6—7 lestir í róðri. Keflavík Norðanstrekkingur var íram- an af vikunni, og kippti þá úr með róðra. Afli á línuna var 414—514 lest í róðri, helming- urinn ýsa. Afli hjá troll- og dragnótabát um var tregur framan af vik- unni, en betri, er á leið, komst einn daginn upp í 8—10 lestir á bát, svo að segja eingöngu frekar smá ýsa. Sandgerði 7 bátar róa með línu frá Sand- gerði og hefur aflinn verið 5— 514 lest í róðri á 36 stampa. Þó fékk einn báturinn í einum róðr inum 814 lest, vai hann austar- lega á Selvogsbankanum, svo að styttra var til Eyja en Grinda- víkur, þar sem hann lagði upp aflann. Hraðfrystihús Gerðabátanna gerir út 4 báta á línu og vinnur fiskinn fyrir Ameríkumarkað. Eru mennirnir ráðnir upp á hlut, en beitt er í akkorði, og eru greiddar 127 krónur fyrir stamp inn. Þorskur er heldur að glæðast í aflanum. 2 bátar eru með troll, og hef- ur verið tregt hjá þeim. Línuveiðar Margur sjð- og útgerðarmaður inn lagði við hlustirnar, þegar Eggert Þorsteinsson, sjávarút- vegsmálaráðherra, skýrði frá því í vikunni á umræðufundi í útvarpinu, að ríkisstjórnin hefði ákveðið að nota þær 10 milljónir króna, sem eftir væru af þeim 20 millj. króna, sem ætlaðar eru á fjárlögum til þess að bæta upp fiskverðið, til þess að jafna þeim niður sem verðuppbót á línufisk í haust fram að ára- mótum. Þá 3 mánuði, sem upp- bótin á að gilda, veiddust í fyrir um 20.000 lestir af fiski á línu, svo að þetta gæti numið um 50 aur. á kg. í stað 25 aura, sem nú er, auk 25 aura frá fisk kaupendunum. Það er trúlegt, að þetta örvi línu útgerð, og gæti það gefið vonir um, að greidd yrði 1 króna í uppbætur á línufisk úr ríkis- sjóði á næsta ári. Væri það áreiðanlega þörf ráðstöfun, sem hleypt gæti nýju lifi í línuút gerð, og veitti ekki af. Segja má, að menn hafi verið algjör- lega hættir að gera út á línu hér á SuðvesturlandL Hamrafellið Stærsta skip íslenzka flotans. Hamrafellið, hefur verið selt úr landi. Það var stórhugur á bak við kaupin á þessu skipi fyrir 10 árum. fslendingar voru hreyknir af að eignast olíuflutn- ingaskip á alþjóðamælikvarða. Að vísu var þetta ekki skip á borð við þau, sem stærst gerð- ust þá og langt í frá og þeim mun síður eins og þau gerast nú, en þetta var engu að síður stórt á okkar vísu og hentaði þörfum okkar vel. Sæmilega gekk í upphafi og nokkur fyrstu árin með útgerð skipsins, en svo tók að síga á ógæfuhliðina, eða b-.mnig hefur þetta komið fyrir sjónir almenn ings. Einhver átök voru milli eigendanna ,og ríkisstjórnarinn- ar um sérstaka fyrirgreiðslu í Sr. Jón Aubuns, dómpróf.: Hvílck; í!agur SJOVATRYGGT ERUELIRYGGT SIMI11700 SJOVATRYGGINGARFELAGISLANDS K „Hvíldardagurinn v a r ð t i I mannsins vegna en maðurinn eigi vegna hvíldardagsins ‘. sagði Jesús, þegar hann hafði hneyksl- að Gyðingana með því að brjóta eitt allra helgasta fyrirmæli þeirra, fyrirmæli um hvíldar- dagshelgina. Naumast mun trúarleg erfða- venja hafa staðið fastari fótum í nokkru landi, en hvíldardags- haldið með Gyðingum. Fyrir- mælin um hvað mátti gera og hvað ekki gera á þeim degi, voru svo flókin og smásmuguleg, að ótrúlegt er nútímamönnum. Víða mátti sjá á þessum fyrir mælum fingraför hræsninnar, en gegn henni háði Jesús baráttu, sem entist honum ævilangt. Um- mæli hans um helgihaldið vöktu sumum furðu og hneyksluðu sambandi við flutninga á olíu frá Sovétríkjunum, sem endaði með því, að ríkisstjórnin neit- aði að styrkja þessa flutninga. Það er vonlaust fyrir hvern sem er að ætla að keppa á frjálsum markaði við ríkisrekstur, og á því á hinn vestræni heimur eftir að fá að þreifa æ betur, eftir því sem fram líða stundir. Sam keppni hinna sósíalistísku ríkja verður nú vart víða í sigling- um. Samt var ekki hægt að ætl- azt til þess, að ríkið styrkti útgerð Hamrafellsins, ríkið get- ur ekki skattlagt borgarana til þess að styrkja alla hluti. Það er engu að síður geigvænlegt að hugsa til þess, að lönd geti náð einokunaraðstöðu með því að bjóða þjónustu, vörur eða hvað sem er undir sannvirði, og þegar aðstöðunni er náð, haldið henni til frambúðar. En því gat Hamrafellið ekki haslað sér völl í hinum stóra heimi? Norðmenn hafa mestar gjaldeyristekjur af siglingum sínum, og svo er um margar aðrar siglingaþjóðir, eins og Dani og Hollendinga. Af hverju hafa Islendingar ekki getað rutt sér braut á þessu sviði eins og í loftinu og frosna fiskinum í Bandaríkjunum. Ástæðunnar er að leita í hinum gífurlega kostn- aði við útgerð skipa á íslandi. Þau eru alls ekki samkeppnis- fær við erlend skip. Við erum orðin þátttakendur að meira eða minna leyti í heimsviðskiptun- um, og stöndumst við ekki þá samkeppni, er okkur stjakað til hliðar. Það er ekki þörf fyrir okkur eins og dæmin um Hamra fellið og togarana okkar sýna. Það verða erlend olíuflutninga- skip, sem fullnægja þörfum okk Framh. á bls. 25. aðra. í öllu ætlaði þessi Nasarei að verða þjóð sinni skaðræðis- maður, — sögðu menn — vitan- lega hlyti frjálslyndi hans að fæða af sér virðingarleysi fyrir , gömlum og góðum siðum og steypa þeim í glötun, sem honum fylgdu! Þessi þáttur baráttusögu Jesú er einn kapítulinn í hinni miklu bók um baráttu andans gegn bókstafnum, baráttu frjálsra anda gegn ofríki gamalla hleypi- dóma. Þeirri baráttu mun seint verða lokið. En hvað kemur hún mér við og þér þessi gamla saga um átök austur í löndum. Hver blaðsíða í baráttusögu frjálsrar hugsunar á jörðu varðar mig og þig. Ofar öðrum, sem þeirri baráttu börS- ust, gnæfir myndin hans, sem reis gegn hvíldardagshræsninni á Gyðingalandi fyrir 19 öldum. , En hversvegna var hann að berjast? Hversvegna er honum svo annt um hvíldardaginn, að hann leggur til þessarar baráttu? Er ekki hugsanlegt, að að heim an, frá Nasaret, hafi hann átt úr foreldrahúsunum hvíldardags- minningar, sem honum voru svo hugstæðar, svo heilagar, að hon- um vaknar í huga heilög reiði, þegar hann kynnist hjá þeim, sem átt að vera leiðtogar, herfi- legri misnotkun hvíldardagshelg- arinnar? Jesús átti vafalaust mikilhæfa móður, miklu dásamlegri í sínum háleita einfaldleika en himna- drottningin er, sem rómverskir menn tigna og klæða skrúð- klæðum fáránlegra helgisagna,- Og í foreldrahúsunum hefir hann vafalaust orðið fyrir sterkum trúaráhrifum. Frá hinni einlægu, hræsnislausu guðrækni í æsku- heimilinu hefi£ hann átt minn- ingar um hvíldardaginn, sem voru honum svo heilagar, að honum svall móður, þegar hann sá meðferð Gyðingakirkjunnar á þessum dýrðlega degi, „degi Drottins“. Helga Weisshappel sýndi í Helsingfors LISTAKONAN Helga Weiss- happel, opnaði sýningu á 35 myndum í „Gallery Pinx“ í Hel- sinki, þann 17. sept. 1966. Sýningunni var mjög vel tek- ið. Meðal gesta var forsetafrú Finnlands, frú Kekkonen. Sýningin stóð í 12 daga og sáu hana 5000 manns. Fjórar myndir seldust. Sýningin fór áfram til Kaup- mannahafnar, þar sem opnun var þann 8. okt. Meðal gesta þar voru íslenzku Ambassadorhjónin frú Vala og Gunnar Thoroddsen. Sýn ingin er í det „Blá Atelier“ og verður í 12 daga. Sýningunni var vel tekið og vinaleg blaðaum- mæli. Listakonan tekur þessar mund 'ir þátt í mjög stórri samsýningu í Empir* State Building, sem heitir National Art Show og stendur yfir í 3 mánuðL Hvernig er komið hvíldardags- helginni hjá okkur? Hér þarf ekki að kalla á spá- mann með logandi guðmóði til að berjast gegn hræsni eða fjötrum, sem helgihaldið fellir á menn. Við þurfum ekki að stynja undan oki óttans við að brjóta helgidagalöggjöfina. Það er ekki svo mikið eftir af henni hér og ekki gengið svo hart eftir því, að þeim slitrum hennar, sem eftir eru, sé hlýtt. Og samt þarf hér spámann. ? Við þurfum mann, gæddan logandi guðmóði, hræsnislausri og hleypidómalausri trúaralvöru, til að minna okkur á, hvernig við förum með hvíldardaginn, til að minna okkur á, hvernig mjög hnígur til þeirrar áttar, að svipta hann öllu trúarinnihaldi, gera hann að hvíldardegi frá vinnu aðeins, án þess ein helgi- stund setji á hann nokkurn svip. Er líf þitt svo auðugt, að þú megir við því að svipta sunnu- daginn helgiklæðunum og gera hann að sviplausum degi, sem í engu ber af öðrum dögum, nema hvað þú lætur eftir þér að hvíl- ast frá störfum, njóta einhverra dægrastyttinga og borða betri * mat en á virkum dögum? Vantar þig ekki lífsfögnuð, einhverja upphafningu hjarta þíns, einhverja gleði, sem virku dagarnir veita þér ekki? Hvernig ver þú sunnudeginum þínum? hvers missir þú í, ef hið heilaga færist þér fjær, unz það hverfur? í þessu máli er margt, sem mig langar enn að fá að spjalla við þig um. Ég vona að fá tæki- * færi til þess síðar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.