Morgunblaðið - 01.11.1966, Side 5

Morgunblaðið - 01.11.1966, Side 5
Þriðjudagur 1. nóv. 1958 MORCUNBLADID 5 inu Grund fyrir gamla fólkið. Ég söng þá ítalskt þjóðlag, sem heitir „Mamma“ og innlif un sumra kvennanna var svo mikil, að þær tárfelldu af hrifningu. Þetta var afskap- lega ánægjuleg stund og há- tíðleg, því að flestar þeirra voru á íslenzkum búningi. Á eftir stillti fólk sér upp í röð til þess að þakka mér söng- inn með handabandi, og þá tók ég eftir því, að einn gömlu mannanna fór aftur í röðina til þess að geta þakkað mér tvisvar. Þetta atvik svo og barnaboðið um jólaleytið, eru mér hvað minnistæðust úr dvöl minni hér. — Þú hefur sungið fyrir margt frægt fólk? — Já, og ég hef þann sið að ég læt það skrifa eiginhanda- áritun sína á gítarinn minn. Nú á ég um það bil eitthundr- að áritanir þ.á.m. Chaplin, Clark Gable, Edward Kenne- dy o.m. fl. Þessar áskrifanir hef ég fengið á ferðum mín- um um heiminn, en ég hef sungið í flestum löndum Vestur-Evrópu, Mexico og Bandaríkjunum. — Hvaða lög þykir þér skemmtilegast að syngja? — Þjóðlögin frá Napolí. — Þjóðlögin frá Napolí, seg ir nú frú Gagliardi, syngur enginn eins og Napolíbúi. í fyrstu fann ég engan mun á því hvort söngvarinn var frá Napólí, en nú heyri ég strax hvort svo sé. Carusó var t.d. Napólíbúi, svo að einhver sé nefndur. — Er nokkuð, sem þið vilduð taka fram að lokum? — Já, segir Enzo Gagliardi, ég verð að segja það, að mér finnst íslendingar ákaflega mússíkölsk þjóð. Hér er ekki eins mikið af tónlist sem unnt er að meðhöndla sem verzl- unarvöru eins og nú er svo mikið um erlendis, og ég hef ákaflega gaman af því að syngja fyrir íslendinga. ÚR ÖLLUM ÁTTUM Nýlega hóf að syngja í veit- ingahúsinu Nausti ítalskur skemmtikraftur tenórsöngvar- inn Enzo Gagliardi, en hann er gestum Nausts að góðu kunnur, því að fyrir tveimur árum söng hann þar áheyr- endum til skemmtunar. Við náðum tali af Gagliardi og konu hans, sem er dönsk að ætt, og ræddum um stund við þau nú á dögunum. Gagliardi hóf söngferil sinn í fæðingar- borg sinni Napolí árið 1952, eftir að hafa stundað nám hjá söngkennaranum Enzo Aita í mörg ár. Við spyrjum hann í fyrstu, hve lengi hann hafi í hyggju að dveljast á íslandi að þessu sinni og hann svarar: — Ég hef nú verið hér í rúma viku, og býst við að verða allan næsta mánuð. Fyr ir tveimur árum dvaldist ég hér og söng í Nausti. Ég á margar og góðar minningar frá þeirri heimsókn, og sérstak lega er mér minnisstætt jóla- boð, þar sem var mikið af börnum, og þegar ég hafði lok ið söngnum komu þau með epli, sem þau höfðu fengið að gjöf og gáfu mér að laun- um fyrir sönginn. Einnig báðu þau um eiginhandaáritun. Það er alltaf örvandi fyrir lista- menn að fá slíkar undirtektir. — Hversu gamall varstu, þegar þú byrjaðir að syngja? — Ja, samkvæmt því, sem móðir mín hefur sagt mér, þá Enzo Gagliardi syngur í Nau.li. Lætur frægt fólk skrifa nöfn sín á gítarinn Sfutt rabb við 'italska tenórinn Enzo Gagliardi, sem syngur i Naustinu hef ég gert það frá fyrstu tíð — og Gagliardi brosir. Þótt ég syngi þjóðlög og ýmsa létta tónlist, syng ég einnig alvarlega tónlist, og Gagliardi sýnir okkur söngskrá sína og þar er að finna meistara eins og t.d. Donizetti, Verdi, Pucc- ini og Bizet. Það verður því ekki annað sagt en söngskráin sé fjölbreytt. — Hefur þú hug á að koma fram annars staðar en hér í Nausti meðan á dvöl þinni hér stendur? — Á fimmtudag var ég við upptöku á sjónvarpsþætti, sem Tage Ammendrup stjórn ar. Þar syng ég nokkur lög og ennfremur kemur þar fram Sigríður Geirsdóttir. Ætlunin er, að þátturinn verði sýndur að nokkrum vikum liðnum. Mig langar til þess að lýsa undrun minni á öllum þeim miklu breytingum, sem orðið hafa síðan ég var hér fyrir tveimur árum. slíkar ger- breytingar sér maður t.d. ekki á meginlandi Evrópu. — Þú syngur mikið af þjóðsöngvum frá Napólí? — Já, ég geri það. Meðan á fyrri dvöl minn stóð söng ég nokkur lög að elliheimil- Fjölfræðispilið — til fróðleiks og skemmtunar NÝLEGA er komið á markaðinn spurningar eru lagðar fyrir leik- hér á landi svokallað fjölfræði- . endur um ýmis efni, svo og spil, ætlað tii fróðleiks og myndir af þekktum mönnum og skemmtunar. Söluumboð hefur fyrirbrigðum. Raimagnsþræðir Búkin hf„ Skólavörðustíg 6, en ! fy!gja spilinu og kviknar ljós ef I spilið er fáanlegt í öllum bóka- búðum og leikfangaverzlunum. Hér er um að ræða leikspil, sem er þannig úr garði gert, að Braubstofan Simi 16012 Vesturgötu 25 Smurt brauð, smttur. öl, gos og sælgæti. — Opið fra Kx. 9—23.30. leikandi hittir á rétt svar, en annars ekki. Nú eru þegar til- búnir eða í undirbúningi eftir- taldir flokkar: Bókmenntir, ís- landssaga, Ferðamál, Stærðfræði, Mannkynssaga, Trúmál, Dýra- fræði Grasafræði, Leiklist og Landafrséði. Er spil þetta tilvalið fyrir ungl inga sem eru við nám, svo og fyrir þá, sem vilja skemmta sér og fræðast um leið. Slldin skapaði mikla atvinnu á Skagaströnd SÍLDARFARMURINN sem kom til Skagastrandar fyrir nokkrum dögum, hefur skapað þar mikla atvinnu, enda kom hann á heppi legum tíma, að því er fréttarit- ari Mbl. þar á staðnum, Þórður Leiguhúsnæði 150 — 250 fermetrar óskast, til geymslu á bif- reiðum. Tilboð, merkt: „Jarðhæð — 8018“ sendist afgr. Mbl. fyrir 10. hóv. nk. Til sölu 4ra herb. íbúð við Bergstaðastræti. Nánari upplýsingar gefur: Málflutningsskrifstofa Einars B. Guðmundssonar, Guðlaugs Guðmundar Péturssonar, Aðalstræti 6 ,sími 1-2002, 1-3202 Þorlákssonar, og 1-3602. Jónsson, skýrði frá. Vinnu við höfnina þá lokið og eins slátur- tíðinni, og því lítil atvinna á staðnum. er sildin barst. Farmurinn var samanlagt um 10 þús. tonn, og hráefnið gott. Fengust úr síldinni 3492 pokar af mjöli, en ennþá liggur ekki fyrir hve mikið fékkst af lýsi. Þetta er í fyrsta mjölið sem unnið hefur verið á Skagaströnd frá því 1962. ÓVíst ér hvort áframhaldand verður á sildar- flutningum til Skagastrandar. ATHUGIÐ! Þegar miðað er við útbreiðslu er langtum ódýrara að auglýsa í Morgunblaðinu en öðrum blöðum. VILHJÁLMUR ÁRNASON hrt TÓMAS ÁRNASON hdL LÖCFRÆDISKRIFSTOFA Oiukibanlakusiiiu. Síinar 2403S g IC3fl/ Nauðungaruppboð annað og síðasta, á hluta í Grensásvegi 22, hér í borg, þingl. eign Rafgeislahitunar s.f., fer fram á eigninni sjálfri, fimmtudaginn 3. nóvember 1966, kl. 2'<, síðdegis. Borgarfógetaembættið í Reykjavík. Nauðungaruppboð Eftir kröfu Gjaldheimtunnar í Reykjavík fer fram nauð- ungaruppboð að Hraunteigi 24, hér í borg, fimmtudag- inn 10. nóvember 1966, kl. 4 síðdegis. Seld verður prentvél, talin eign Þorláks Guðmunds- sonar. — Greiðsla fari fram við hamarshögg. ____ \ Borgarfógetaembættið í Reykjavík. Skrilstolustúlka óskast Nokkur reynsla í bókhaldsstörfum nauðsynleg. Góð kjör. — Umsóknir sendist afgreiðslu Morgun- blaðsins fyrir 7. þ.m. merktar: „Bókhaldsstörf — 8021“. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 41., 42. og 43. tbl. Lögbirtingarblaðsins 1966, á hluta í Grettisgötu 71, þingl. eign Péturs Bernd- sen, fer fram eftir kröfu Gjaldreimtunnar i Reykjavík á eigninni sjálfri föstudaginn 4. nóvember 1966, kl. 2^ síðdegis. Borgarfógetaemhættið í Reykjavík.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.