Morgunblaðið - 01.11.1966, Blaðsíða 31
Þriðjudagúr 1. nóv. 1958
MORGU NBLADIÐ
31
Tvö barnaslys í gær
Liítill drengur varð fyrir bif-
reið á Laugarnesvegi laust fyrir
hádegi í gær á móts við hús nr.
92. Drengurinn var á Ieið yfir
bifreiðastæði, sem er þar við
húsið, og í sömu svifum ók vöru
bifreið suður bifreiðastæðið.
Lenti drengurinn fyrir hægra
frambretti bifreiðarinnar, en
meiðsli hans voru ekki alvarleg
og var hann fluttur heim að
lokinni aðgerð í Slysavarðstofu.
Litlu síðar var 6 ára drengur
Júlíus Þórðarson til heimilis að
Sigtúni 35, fyrir Landroverbif-
reið á Sundlaugavegi rétt innan
við Laugarnesveg. Hann lær-
brotnaði og var fluttur úr Slysa
i varðstofunni í Landakotsspítala.
Umferðin á Suður-
landsvegi tepptist
vörubifreið keyrbi á brú yfir Strandasiki
TJMFEBÐIN um Suðurlandsveg
við brúnna yfir Strandasíki
stöðvaðist í nær þrjár klukku-
stundir sl. laugardagskvöld, en
þar hafði stór vörubifreið úr
Beykjavík lent á brúarstólpa
með þeim afleiðingum að hún
lá þversum á brúnni. Mynduðust
bílaraðir beggja vegna brúarinn
ar, og flestir sneru aftur frá þeg
ar sýnt var að ekki yrði kostur
að ná bifreiðinni af brúnni fyrr
en eftir talsverðan tíma.
Tveir menn voru í vörubifreið-
inni, en hún var á leið austur í
Rangárvallasýslu með tvö folöld
ó pallinum. Komu þeir að brúnni
um kl. 9,30. Brúin var fremur
erfið yfirferðar fyrir svo stór-
ar bifreiðar, vegna þess hve
þröng hún er, og fór svo, að
bifreiðin skall utan í annan brú-
arstólpann.
Ökumaður hennar missti við
það stjórn á henni, og snerist
hún við á brúnni me'ð þeim af-
leiðingum að bæði stálgrindverk
in á brúnni brotnuðu. Ekki slös-
uðust mennirnir tveir við árekst
urinn og folöldin tvö sakaði
Dr. Otto Habsburg, sem einnig
er þekktur undir nafninu
Otto erkihertogi af Austur-
ríki, kom í dag í stutta heim
sókn til Austurríkis eftir 48
ára útlegð. Hefur hertoginn
afsalað sér öllum kröfum til
austurrísku krúnunnar og
hlotið borgararétt í landinu.
Hann er sonur síðasta keisara
Austurríkis, Karls sem sagði
af sér í lok fyrri heimsstyrjald
arinnar.
heldur ekki, en þeim var þó ekki
hægt að koma af vörupallinum
fyrr en eftir að tekizt hafði að
ná bifreiðinni af brúnni.
Eins og áður segir lokaðist
vegurinn þarna gjörsamlega og
var ekki nokkrum manni fært
að komast yfir brúna. Lögreglan
úr Reykjavík kom á staðinn litlu
eftir áð áreksturinn varð, en
einnig kom lögreglan frá Hvols-
velli á staðinn. Var kranabif-
reið fengin frá Selfossi til að-
stoðar og ennfremur tvær drátt-
arbifreiðir frá Hvolsvelli, og
tókst með aðstoð þeirra að ná
bifreiðinni um síðir af brúnni.
Bifreiðin er mikið skemmd eftir
áreksturinn.
- HGH
Framhald af bls. 32
Madagazkar þá um leið til þess
að fylgjast með undirbúningin-
um. Hafði hann þar samband við
þá aðila, sem hafa með ráðstöf-
un peningana að gera af hálfu
landsmanna þar, og kom þá í ljós
að þar hefur verið ráðinn sér-
stakur sérfræðingur, sem kemur
til með að sjá um framkvæmd
verkefnisins.
Ragnar sagði að lokum, að hér
væru enn geymdar í bönkum um
7 milljónir króna, sem safnazt
hefðu. Væri nú unnið að vali
verkefna, sem þessum peningum
verður ráðstafað til. Sér Mat-
væla- og landbúnaðarstofnun SÞ
(FAO) um undirbúning þess, og
mun þegar þar að kemur tryggja
rétta ráðstöfun fjárins.
— Þungar
Framhald af bls. 1
atriðum, enda starfi þar helzt
menn, sem hagi sér eins og
býflugur, séu þeir gagnrýndir.
Van Horn segir, að ein-
stakir starfsmenn S. þ. „hafi
tekið við stöðum sínum fyrst
og fremst vegna þess, að þeir
ætli sér að hagnast fjárhags-
lega af smygli, svartamarkaðs
braski, njósnastarfsemi og
spillingu".
Um ástandið í ísrael segir
Van Horn, að laglegar stúlkur
hafi verið leystar þar undan
herskyldu, svo að þeim gæfist
tóm til að sinna sérstökum
verkefnum, þ. e. að skemmta
gestum samtakanna.
Samkvæmt fréttum TT-
fréttastofunnar segir Van
Horn, að Palestína hafi verið
martröð friðarsinna, og lýsir
hann undrun sinni yfir leyni-
þjónustu landsins. Heldur
hann því m. a. fram, að einn
af fulltrúum ísraels á þingi
S. þ. hafi þröngvað skýrslu
á vara-framkvæmdastjórann,
Ralph Bunche, en þar var því
haldið fram, að Van Horn
gæfi Aröbum upplýsingar,
hverju sinni, sem hann kæmi
til Gaza eða Kairó. Bunche
vísaði hins vegar þessum á-
kærum á bug.
Hins vegar kom til harðra
átaka milli Van Horni og
Bunche, vegna Kongómálsins.
Lýsir Van Horn sök á hendur
Bunche fyrir að hafa tekið á-
kvörðunina um að endurvopna
Kongóher. Van Horn neitaði
að hlýða skipuninni, en það
stoðaði ekki. Síðan kom til
blóðbaðs, en þá segir Van
Horn, að þá fyrst hafi mælir-
inn verið fullur, er hann
komst að því, að Bunche hafði
ritskoðað skeyti sitt um á-
standið til aðalstöðva sam-
takanna.
Van Horn segir ennfremur
að Kongómálið hafi frá upp-
hafi einkennzt af fákunnáttu.
Síðasta verkefni Van Horns
í þágu samtakanna var stjórn
friðarsveita þeirra í Jemen.
Þar dvaldist hann aðeins í 2
mánuði, því þá baðst hann
lausnar. Taldi hann allt á-
standið þar „skrípaleik".
Er hann hafði beðið um auk
inn liðstyrk, sagði Van Horn
hefði honum verið sagt að
„hætta að kvarta og hefjast
handa“. Er U Thant hefði síð
an lýst því yfir, að skoðanir
Van Horns um mál þetta
hefðu ekki við rök að styðj-
ast, hefði hann ákveðið að
biðjast lausnar. Hefði þess þá
verið farið á leit, að hann
orðaði lausnarbeiðni sína
þannig, að ekki kæmi til of
mikils umtals.
í bók Van Horns virðist
aðeins vera vel talað um Dag
Hammarskjöld, af þeim mönn
um, sem höfundur átti sam-
starf við.
— Rak
Framhald af bls. 32
um inn ísafjarðardjúp, og komst
hann upp að brimbrjótnum hér í
höfninni, en þá var hér blíðskap
arveður. Þá vildi svo óheppilega
til að hann lenti í straum, sem
til að hann lenti í straumi, sem
í f jöru. Þar er stórgrýti, sem mun
hafa skemmt bátinn lítillega, og
kom smávegis leki að honum. Vél
bátur héðan kom þá á vettvang
og tókst að ná bátnum út mjög
fljótlega.
Ekki virðist Alberti hafa orðið
meint af þessum hrakningum, og
er hann hinn hressasti. Hefur
hann í huga að reyna að sigla
bátnum til ísafjarðar til viðgerð-
ar. — Hallur.
— xxx —
Hér er um að ræða sama mann
og sama bát, sem Slysavarnarfé-
lagið auglýsti eftir í byrjun októ
ber, en þá hafði ekkert spurzt tU
hans frá því 7.—9. september, og
var farið að óttast um hann. Við
athugun fannst heimilisfang Al-
berts ekki og hann reyndist ekki
vera á þjóðskrá. Á hinn bóginn
kom í ijós við eftirgrennslan eftir
bátnum að hann var á sjó þá
stundina, við veiðar.
— Flugvél
Framhald af bls. 32.
ir innan hann, skammt frá
fjósinu á Vífilsstöðum.
Flugmennirnir voru báðir
við beztu heilsu og með öllu
ómeiddir er þeir stigu út úr
vélinni. Starfsmenn Loft-
ferðaeftirlitsins komu þegar
á vettvang og rannsökuðu
skemmdir vélarinnar. Var
spaði hennar brotinn og búk-
urinn hafði skemmzt lítilshátt
ar, en ekki var kleift að segja
um frekari skemmdir á vél-
inni í gær. Þá var ekki upp-
lýst hvað valdið hefði vélar-
stöðvuninni. Flugvélin var
flutt á Reykjavíkurflugvöll í
gærkvöldi og verður væntan-
lega úr því skorið í dag hvað
óhappinu olli.
— Kyrrsettir
Framh. af bls. I
í Accra á sunnudag. Segir í til-
kynningu yfirvaldanna í Ghana
að gripið hafi verið til kyrrsetn-
ingarinnar í þeim tilgangi að
knýja stjórnina í Guineu til að
bæta ráð sitt. Segja yfirvöldin
að allt frá því Nkrumah var
steypt af stóli hinn 24. febrúar
s.l., hafi Guinea haft í hótunum
við Ghana, og jafnvel hótað inn-
rás í landið til að koma Nkrumah
að völdum á ný. Einnig hefur
Guineustjórn haft um 100 Ghana
búa í haldi allan þennan tíma,
en meðal þeirra eru lífverðir
þeir, sem sendir voru með
Nkrumah í för hans til Hanoi,
höfuðborgar Norður Vietnam, i
febrúar, og einnig nokkrir stú-
dentar.
Skömmu eftir að kunnugt varð
um kyrrsetninguna, ákva'ð Haile
Selassie, keisari Eþíópíu, að
senda sérstakan fulltrúa sinn til
Accra og reyna að miðla mál-
um. Fyrir valinu varð Mama
Tadesse, dómsmálaráðherra, og
kom hann til Accra í gærkvöldi.
Voru fulltrúar utanríkisráðuneyt
is Ghana mættir á flugvellinum
til að taka á móti sendiboðanum,
og fór hann síðan á fund Jos-
ephs Ankrahs hershöfðingja,
sem tók við völdum í landinu
eftir að Nkrumah var steypt af
stóli. Ekki voru taldar miklar
horfur á þvi að Tadesse tækist
að fá Guineu-fulltrúana leysta
úr haldi án þess að Ghanabú-
arnir 100 verði sendir heim frá
Conakry.
í Addis Abeba komu fulltrúar
Afríkuríkjanna saman til fund-
ar í dag. Var fundurinn haldinn
fyrir luktum dyrum, og stóð
hann í þrjár kulkkustundir. Var
þar samþykkt að senda þriggja
manna nefnd til Conakry og
Accra til að reyna að miðla mál-
um, og voru til þess kjörnir full
trúar frá Líberíu, Sierra Leone
og Tanzanxu.
—Alþingi
Framhald af bls. 12
og oft hefur verið haldið fram,
það er einungis hin harða sam-
keppni, sem þessu Veldur.
Ég leggst ekki gegn því að
styðja veiðarfæraiðnað í landinu,
en ég tel að eigi að gerast með
öðrum hætti. Það er staðreynd,
að viss hluti útvegsins á í mikl-
um erfiðleikum, þ. e. þeir bátar,
sem ekki geta stundað síldveið-
ar, sem gefið hefur mikið af
sér undanfarin ár. Þessir bátar
hafa orðið að stunda þorskveið-
ar, sem gefa miklu minna af sér.
Vegna þessa, get ég ekki fellt
mig við, að leggja nýja skatta á
útgerðina.
Það getur vel verið, að togara-
útgerðin geti greitt þetta gjald en
L.I.tT. er mótfallið þessu gjaldi,
og hér segir svo hugur um, að
flestir útvegsmenn séu því sam-
mála.
Lúðvík Jósepsson (K): Með
þessu frv. er tekin upp ný stefna
til að hjálpa þeim, sem eiga í
vanda. Það er vissulega mikil
nauðsyn að hafa veiðarfæragerð
í landinu, en það er óheillavæn-
legt að láta útgerðina greiða úr
vandanum með fjárframlögum.
Næsta skrefið verður svo að
styðja hinn ýmsa iðnvarning og
stofna verðjöfnunarsjóð í því
augnamiði.
Aðstoðina mætti veita með
ýmsum hætti öðrum en þessum,
t. d. með niðurfellingu vaxta og
eins lagfæra hið óheyrilega raf-
magnsverð til iðnaðarins.
Björn Pálsson (F): Ég er á
móti stefnunni, sem felst í þessu
frv., því með svona meðferð er
hægt að leggja gjald á allan iðn-
varning.
Við eigum að styðja Hamp-
iðjuna, en hins vegar eigum við
ekki að stuðla að stofnun margra
slíkra fyrirtækja í landinu, enda
er miklu heppilegra að láta eitt
— Erhard
Framhald af bls. 1'
mannafundinum á miðvikudag.
Vitnar blaðið í ónafngreindan
leiðtoga kristilegra demókrata,
sem segir: „Kanzlarinn gerir sér
alls ekki grein fyrir því hve á-
standið er alvarlegt. Hann vir"ð-
ist síðastur okkar ætla að láta
sér skiljast að tíminn er runn-
inn út“.
f öðrum heimildum er minna
gert úr þýðingu þingmannafund-
arins á miðvikudag. Er þar sagt
að næstu daga hafi Erhard í
hyggju að ræða við fulltrúa jafn
aðarmannaflokks Willy Brandts,
borgarstjóra Berlínar, og við
fyrri bandamenn sína í flokki
frjálsra demókrata um það hvort
nokkrar horfur eru á samstarfi
undir forsæti hans.
Óstaðfestar fregnir herma að
Erhard sé að kanna hvort flokks
bræður hans séu því hlynntir áð
hann fari fram á traustsyfirlýs-
ingu á þingi. Ekki er líklegt að
flokkurinn fallist á það, því vit-
að er að Erhard hlýtur ekki
stuðnings meirihluta á þingi, og
yrði hann þá að efna til nýrra
þingkosninga. En flokkur hans
óttast niðurstöður nýrra kosn-
inga á þessu stigi.
í kvöld birti sjónvarpið í Suð-
vestur Þýzkalandi niðurstöður úr
skoðanakönnun, sem fram fór
áður en frjálsir demókratar slitu
stjórnarsamstarfi í síðustu viku.
Spurt var áð því hvern væntan-
legir kjósendur vildu sem eftir-
mann Erhards, ef kanzlarinn
segði af sér. í ljós kom að 34%
kjósenda vildu Eugan Gersten-
meier, farseta sambandsþingsins;
en næstur varð Rainer Barzel,
formaður þingflokks kristilegra
demókrata, með 14% atkvæða.
— Eisenhower
Framhaid af bls. 1
stöðuna í Vestur Evrópu, þar sem
Evrópubúar virtust vera hættir
að bera kvíðboga fyrir innrás
kommúnista. Varðandi brottköll-
un franskra hersveita úr her
Atlantshafsbandalagsins sagði Ei
senhower að engin ástæða væri
fyrir Bandaríkjamenn að gera
slíkt hið sama. Hinsvegar taldi
hann unnt að fækka bandarísk-
um hermönnum í Evrópu.
ðflugt fyrirtæki sjá um þessi mál
en dreifa því milli margra aðila.
Það hefði það eitt í för með sér,
að kostnaður ykist og verð hækk
aði.
Ég er á móti nýjum álögum
á útveginn, enda á hann í mikl-
um erfiðleikum. Miklu nær væri
að leggja niður ýmis gjöld, sem
hrjá hann, og t. d. það, að borga
verði yfirmönnum þriggja mán-
aða hlut, ef þeir veikjast, en ekki
tryggingu. Allir sjá, hvað þetta
getur kostað útgerðina, ekki sízt,
ef veiði er mikil, og það væri
miklu nær að leggja niður svona
gjöld, heldur en fara að bæta
nýjum á.
Guðlaugur Gíslason (S): Ég er
samþykkur því, að ísl. veiðar-
færagerð er mjög æskileg. Það
sýndi sig á stríðsárunum, hve
mikið happ það er að hafa slíkan
iðnað í landinu. En ef veiðar-
færaiðnaðurinn þarf aðstoðar við
á að gera það með öðrum hætti
en þessum.
Skúli Guðmundsson (F): Ég
tel rétt að leita annarra ráða til
úrbóta en þessara. Athuga ætti
möguleikana á því, að létta ein-
hverju af gjöldunum, sem veið-
arfæragerðin þarf að borga, og
ef það nægir ekki, þá á ríkið að
koma til hjálpar, svo að veiðar-
færaiðnaðurinn leggist ekki nið-
ur.
Þórarinn Þórarinsson (F): Ég
lýsti fylgi mínu við stuðning við
veiðarfæragerð, en það á ekki
að fara þessa leið í þeim málum
heldur hina leiðina.
Þá vil ég einnig bera fram
fyrirspurn til ráðherra, hvort
ríkisstjórnin hafi hait bréf
Kassagerðarinnar til meðferðar,
en þar er bent á, að verið sé að
stofna nýja öskjugerð í landinu,
og einungis yrði til óþurftar.
Halldór E. Sigurðsson (F): Ég
vil vekja athygli á samþykkt,
sem félag útvegsmanna á Akra-
nesi hefur gert. Þar segir, að út-
vegurinn sé svo hlaðinn tollum
og sköttum, að honum sé ókleift
að taka á sig nýjar álögur i því
sambandi, allra sízt gjöld eins og
þessi, sem myndu kosta tugþús-
unda gjald á meðalbát.
Annars er þetta frv. enn eitt
dæmið um stefnuleysi ríkisstjórn
arinnar, og helzt ætti að ramma
þetta frv. inn til minningar um
þessa ríkisstjórn og stefnu henn-
ar.
Jóhaan Hafstein (S): Ég vil
lýsa ánægju minni yfir þeim á-
huga, sem þingmenn hafa á við-
gangi veiðarfæraiðnaðarins 1
landinu. Ég vil í upphafi svara
fyrirspurn hv. 5. þingm. Rvk, og
segja honum það, að bréf Kassa-
gerðarinnar hefur ekki verið tek-
ið fyrir hiá ríkisstjórninni.
Þá vil ég benda á, að það er
ekki rétt, að verðjöfnunargjaldið
auki kostnað við meðalbát um
tugþúsundir. Mér hafa tjáð fróð-
ir menn, að síldarnót kosti um
1,2 milljónir, og á hún að geta
enzt í þrjú ár, ef vel fer. Gjaldið
yrði þarna 24 þúsund. Ég get
ekki séð, að þarna sé um neitt
tugþúsund kr. álag á ári, eins
og 1. þingm. Vesturlands vildi
halda fram.
Minni bátar munu mest gagn
af þessu gjaldi, og síldarbátarnir
munu koma til með að greiða
mest, enda eru þeir flestir það
aflamiklir, að útgerð þeirra
stendur undir því. Auk þess er
gjaldið ekki tekið úr útgerðinni,
heldur er hér um tilfærslu að
ræða.
Að lokum tóku til máls Þórar-
inn Þórarinsson (F), Jóhann
Hafstein (S), Birgir Finnsson
(A) og Skúli Guðmundsson (F).
Atkvæðagreiðslu var frestað.
— ítalskur
Framhald af bls. 1
kunnugt er, kommúnistar, sem
urðu orsök klofnings ítalskra
sósíalista á árunum eftir stríð,
er Nenni vildi samstarf við
kommúnista en Saragat var því
andvígur. Síðar sneri Nenni svo
baki við kommúnistum og flokk-
ur hans átti fulltrúa í ríkisstjórn
Aldo Moros nú eins og flokkur
Saragats, þannig að ekki hafa
orðið nein snögg umskipti í it-
ölskum stjórnmálum með þessari
sameiningu flokkanna þótt hún
sé talin boða þau nokkur.