Morgunblaðið - 18.11.1966, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 18.11.1966, Qupperneq 1
32 síður 53. árgangur 265. tbl. — Föstudagur 18. nóvember 1966 Prentsmiðja Morgunblaðsins Einrúma álit Hœstaréttar Panmerkur: Afhendingarlögin í fullu gíldí Frá blaðamanni Mbl. Birni1 J óhannssyni, Kaupmannahöfn 17. nóv. Hæstiréttur Danmerkur kvað upp þann dóm á hádegi í dag, (kl. 10 árdegis að ísl. tíma), að lögin um afhend- ingu handritana séu ekki. brot á stjórnarskránni og því í fullu gildi. AUir dómararn- ir, þrettán talsins, komust ein roma að þessari niðurstöðu. Meirihluti dómaranna, eða alls átta, segja að um sé að ræða lögþvingað eignarnám en ekki sé grundvöllur fyrir þeirri skoðun, að almanna- heill krefji ekki laganna. Staðreyndin að lögin feli ekki Fögnuöur um allt í sér ákvæði um bætur, leiði ekki til þess að lögin séu ó- gild. Minnihlutinn, eða fimm dómarar, komust að þeirri niðurstöðu, að handritalögin brjóti ekki í bága við eignar réttarákvæði stjórnarskrár- lagaboði að skipta Árnasafni án samþykkis stjórnar þess. Meirihluti réttarins kvað á um, að ekki sé unnt að dæma um hugsanlega skaðabóta- kröfu Árnasafns í þessu máli „en ástæða er þó til að benda í sambandi við flutning | málsins, að ekkert hefur komið fram til að byggja á þá skoðun, að stofnunin verði fyrir tjóni þess eðlis, sem hafi bótaskyldu í för með Salarkynni Hæstaréttar Dan- merkur eru í Kristjánsborgar- Island - segir Ásgeir Ásgeirsson forseti MorgunblaÖið sneri sér f gær til forseta íslands, herra Ásgeirs Ásgeirsson- ar, og bað hann segja nokkur orð í tilefni af dómi Hæstaréttar Dan- merkur. Forsetinn sagði: „Ég hefi verið sann- færður um það í mörg ár að Danir rnundu sýna ís- lendingum það dreng- skaparbragð að endur- senda handritin hingað. En sannfæringin ræður ekki alltaf við tilfinning- arnar. Ég liefi beðið í eft- irvæntingu og nú er úr- slitastundin upp runnin. Innilegur fögnuður gríp ur um sig um allt ísland. — hetta er líkast því ef Danir gætu endurheimt Gullhornin. - Heiður og þökk sé okk- ar gömlu sambandsþjóð. 17. nóvember verður minn isstæður dagur í sögu ís- lands“ höll. Þegar kl. 11,30 árdegis var þar mikill mannfjöldi saman- kominn, þar á meðal margir ís- lendingar. Nokkru fyrir kl. 12 var mönnum leyft að fara inn í réttarsalinn. Þar voru fyrir myndatökumenn frá danska sjón varpinu, en sjónvarpið hal'ði nú í fyrsta sinn fengið leyfi til að Framhald á bls. 14 Kaupmannahöfn, 17. nóvember — Aage Lorenzen, forseti Hæstaréttar Danmerkur, les upp dóminn i handritamálinu. Fremst á myndinni eru Gunnar L. Christrup, lögmaður Árnasafnsnefndar, og Poul Schmith, lögmaður menntamálaráðuneytisins. Sir- stök undanþága var veitt til að taka myndirnar í réttarsainum v»* þetta tækifærL (Nordfoto).

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.