Morgunblaðið - 18.11.1966, Blaðsíða 12
12
MORGU N BLAÐIÐ
Föstudagur 18. nóv. 1966
Viðbrögð fólks um allt land við dómi hæstaréttar dana
Klöknaöi, kvað vísur, drö fána að hún
S V O sem skýrt er frá á
öðrum stað í blaðinu bár-
ust fregnirnar um dóms-
niðurstöðuna í handrita-
málinu á ritstjórn Mbl. kl.
10.10 í gærmorgun. Tveim-
ur mínútum síðar voru fán
ar dregnir að hún við Há-
skóla íslands og síðar á
Alþingi.
Um miðjan dag mátti
sjá fána blakta í fulla
stöng í stinningskaldanum
víða um borgina og í höfn-
inni létu íslenzku kaup-
skipin ekki sitt eftir liggja
og fögnuðu dómnum með
því að draga fána að hún.
Menntaskólanemar og
fleiri hrópuðu húrra fyrir
Dönum fyrir utan danska
sendiráðið og borgarbúar
og reyndar öll íslenzka
þjóðin var með hýrri há
og gladdist innilega ýfir
unnum sigri og hylltu
Dani fyrir bróðurþel þeirra
og vinarhug.
Mbl. hafði símasamband
við fjölda fólks um land
allt og leitaði álits þess og
ummæla um endurheimt
handritanna. Var ekki
laust við, að sumir aldnir
þulir, sem fylgzt hafa með
þessu máli í f jöldamörg ár,
klökknuðu. Aðrir höfðu á
þjóðlegan sið og köstuðu
fram vísu í þessu tilefni.
Hér fara á eftir umsagn-
ir fræðimanna, stúdenta og
alþýðufólks um þennan
stórmerka atburð í sögu Is-
lendinga:
Ólafur E. Einarsson, fram-
kvæmdastjóri, Frakkastíg 13,
sagði eftirfarandi.v -
— Ég er ákaflega ánægður
með úrslitin í handritamál-
inu. Þegar ég var unglingur og
las sögu þjóðarinnar fylltist
ég oft mikilli gremju út í
frændþjóð okkar, Dani, vegna
meðferðar þeirra á forfeðrum
okkar.
Við stjórnarskiptin 1944
rifjaðist það upp og magnað-
ist. Held ég að þá hafi oft
hrokkið ljótt orð af vörum
mínum í þeirra garð. Siðan
hefi ég kynnzt dönsku þjóð-
'''inni talsvert bæði vegna ferða
laga til annarra landa og við
skipta. Verður ekki annað
sagt en að mér líki betur við
þessa frændur okkar því oft
ar sem ég sæki þá heim. Sú
afstaða, sem þeir hafa nú tek-
ið handritamálinu og sá skiln
ingur, sem þeir hafa sýnt, get
ur ekki orðið til annars en að
bæta enn sambúð íslendinga
og Dana.
— Jón Pétursson, dýra-
læknir á Egilsstöðum:
— Ég varð- klökkur. Þó
kom mér þetta ekkert á óvart,
því Danir eru sómafólk. Ég
var við nám í Noregi í sex
ár, og sennilega eru Norð-
menn okkur skyldari en
Danir, en að þeim ólöstuðum
held ég að við séum miklu
likari Dönum, sökum danskra
áhrifa öldum saman, og ekki
var allt vont, sem við feng-
um frá Dönum. Þetta sá ég
bezt, er ég í fyrsta sinn kom
til Danmerkur og fékk að
borða nautasteik og rababara-
graut. Þá fannst mér ég vera
kominn heim.
— Heldurðu að þetta muni
auka samhug milli Dana og
okkar?
— Tvímælalaust. Þar á
meðal geri ég ráð fyrir því,
að orðið „bauni“ hverfi úr
íslenzkunni. Að vísu hefur
þetta „baunakjaftæði" aðeins
verið í nösunum á okkur.
— Jóhann S. Hannesson,
skólameistari Menntaskólans
á Laugarvatni:
Mér er þetta sérstakt
ánægjuefni, vegna úrslitanna
sjálfra, og vegna þess, að það
hefur alltaf verið nauðsynlegt
fyrir okkur að fá handritin
heim. Mér sjálfum finnst það
alveg sérstakt gleðiefni, að
ekki skuli hafa verið á iaga-
grundvelli komið í veg fyrir
þetta örlæti í milliríkjasam-
skiptum að hálfu Dana, ór-
læti, sem er eiginlega for-
dæmi fyrir allan heiminn, og
sem á vafalaust, álít ég, eítir
að hafa veruleg heimsáhrif.
— Séra Einar Guðnason.
Reykholti:
Ég gat ekki annað séð en
þetta færi svona. Þetta er
sögulegur atburður. Ég var
að hugsa áðan, að 17. nóvem-
ber á eftir að verða að sögu-
degi hér á íslandi, á borð við
1. desember og aðra hátíða-
daga í sögu landsins. Einnig
er ég dönsku þjóðinni ákaf-
lega þakklátur fyrir þessa
rausn; þetta hefðu ekki allar
þjóðir gert. Á morgun (í dag)
ætlum við að minnast þessa
atburðar í skólanum.
— Steinþór Eiríksson, frétta
ritari Mbl. á Egilsstöðum:
Fyrst hitti ég að máli Svein
Guðbrandsson, birgðavöið
hjá Rafveitu ríkisins. Ég
spurði hver viðbrögð hans
hefðu orðið, er hann frétti
um dómsuppkvaðningur.a,
Hann sagði:
— Ég beið spenntur eftir
úrslitum málsins, og þegar
ég heyrði þau í dag, fannst
mér, að allir íslendingar
ættu að draga fána að hún til
að gleðjast yfir endurheimt
handritanna, og ég tel það
sérstaklega ánægjulegt fyrir
okkur að verða þeirrar gæfu
aðnjótandi að ná þessu sam-
komulagi.
— Steingrímur Blöndal, In-
spector Scholae, Menntaskól-
anum, Akureyri:
— Náttúrlega voru allir
mjög ánægðir með þessa út-
komu. Að vísu höfðu menn
almennt búizt við, að dómur
félli á þennan veg, og var því
engin sérstök eftirvænting
ríkjandi í skólanum í þessu
sambandi. Þetta mun treysta
norræna samvinnu og sam-
starf okkar við Dani. Hér við
skólann var fáni dreginn að
hún um leið og fréttis' um
dómsuppkvaðninguna (Mbl.
frétti seinna í gærkvöldi, að
skólameistari Menntaskóians
á Akureyri kal)aði nemendur
á sal í dag í tilefni atburðar-
ins)
Á Patreksfirði ræddi blað-
ið við þá Friðþjóf Ó. Jóhann-
esson framkvæmdastjóra og
Ágúst Pétursson skrifstofu-
mann, sem báðir lýstu yfir
gleði sinni vegna dómsniður-
stöðunnar í Kaupmannahöfn
í gærmorgun.
Sagði Ágúst, að vart væri
nú um annað rætt manna á
meðal á Patreksfirði og mik-
ill hlýhugur ríkti í garð Dana
þar, sem sýnt hefðu bróður-
hug sinn í verki.
Friðþjófur var mjög hress
í bragði að vanda og sagði:
— En gaman!. Það voru
nefnilega einu sinni tvær is-
lenzkar frúr, eða frýr í fleir-
tölu, að skoða Árnasafn, en
Jóni Helgasyni, mun, eins og
mörgum er kunnugt, ekki
allt of hrifinn af gestkomum
þangað. Frúrnar litu á hand-
ritin og létu í ljós hrifningu
sína með tíðum upphrópun-
um. Þá benti Jón á ritvéla-
ræfil úti í horni og sagði:
„Þetta átti nú gamli maður-
inn (þ.e. Árni Magnússon)“.
Þá hrópuðu frúrnar: „Nei, en
gaman!“
Nú, ég er viss um, að eng-
in þjóð í veröldinni hefði
leyft sér þessa frekju við
Dani nema íslendingar, enda
frægir fyrir hana. Hvað ætii
verði af British Museum, ef
nýlenduþjóðir Breta færu að
okkar dæmi? Ég er anzi
hræddur um, að þetta fræga
safn yrði heldur lágkúrulegt
á eftir. Og vafalaust munu
mörg söfn í heiminum tæm-
ast, ef upphaflegir eigendur
safngripanna færu allt í einu
að gera kröfur til þeirra.
Ég verð að ségja eins og er,
að mér var ekki mjög hlýtt
til Dana, fremur en mörgum
öðrum af eldri kynslóðinni,
en þeir hafa ævinlega sýnt
okkar vinarhug þrátt fyrir
hálfkuldalegt viðmót okkar
í þeirra garð. Nú er ég allt í
einu orðinn Danavinur. Ég
legg til að orðið Bauni verði
bannað í íslenzkri tungu .
Það er litlum vafa undir-
orpið, að megnið af þessum
dýrgripum hefði glatast, ef
þeim hefði ekki verið komið
úr landi á sínuin tíma. Nú orð
ið er ekki einu sinni hægt að
ná í gamlan ask, sem var á
hverju heimili hér fyrrum.
Askarnir eru orðnir safngrip
ir. Þetta er stór dagur fyrir
íslendinga, sagði Friðþjófur
að lokum.
AKUREYRI:
— Guðmundur Frímann,
skáld:
•— Ég tel þetta mikið fagnað
arefni, og ég sagði við piltana
mína, sem voru í bókbands-
tíma hjá mér eftir hádegið,
að unga fólkið og mennta-
menn framtíðarinnar mundu
njóta góðs af þessari niður-
stöðu, þótt ég lifði ef til vill
ekki að sjá öll handritin
koma heim.
— Kristján Einarsson frá
Djúpalæk, skáld:
— Persónulega tel ég það
mikla hamingju, að fá aftur
þessa dýrgripi, en þó finnst
mér ekki nógu mikill ljómi
yfir framkomu þeirra, sem
afhenda þá, samanber það, að
orðið nauðungarafhending,
sem sumir dómaranna nóta,
hlýtur að særa.
— Gísli Jónsson, mennta-
skólakennari:
— Ég er mjög glaður yfir
þessum úrslitum, og treysti
því, að heimflutningur hand-
ritanna stuðli að því, að í
Reykjavík og við Háskóla ís-
lands verði miðstöð íslenzkra
fræða í framtíðinni. Ég vildi
og láta í ljós þakklæti og á-
nægju yfir afstöðu Dana í
máli þessu, og tel þetta merki
þess, að norræn samvinna
sé meira en nafnið tómt.
Á Akureyri var flaggað við
skólana. Almenn ánægja ríkir
í bænum yfir lausn handrita
málsins. — Sverrir.
KEFLAVÍK:
í dag þegar fréttin barst til
Keflavíkur, voru fánar víða
dregnir að hún, og menn ósk-
uðu hverjir öðrum til ham-
ingju með daginn.
Alfreð Gíslason, bæjar-
fógeti, form. deildar Norræna
félagsins í Keflavík:
— Ég er mjög ánægður með
niðurstöðu Hæstaréttar Dana
í málinu, þrátt fyrir það, að
nokkur hluti dómenda teldi,
að hér væri uœ niauðungaraf-
hendingu að ræða. Ég vil ekki
síður en aðrir ís'lendingar
fagna þvá, að handritin koma
heim til Islande, og vei'ði um
ailla framtíð varðveitt hér
heima, en tel hinsvegar nauð-
synlegt að, að þeim verði
þannig búið, að þau verði sem
aðgengilegust innlendum og
erlendum mönnum, sem vilja
kynna sér hin stórmerkilegu
fornu handrit.
Ég tel, að ef að hægt er að
bæta sambúð íslendinga og
Dana frá því sem nú er, þá
tel ég að afhending handrit-
anna sé stærsba skrefið sem
tekið hefur verfð hingað tii
af Dana hálfu, og sýni hinn
sanna hug dönsku þjóðarinn-
ar tiil bættrar sambúðar þjóð-
anna.
— Jón Einarsson, kennari,
Skógaskóla undir Eyjafjöllum:
— Ég er vissulega mjög á-
nægður með úrslit mála, og
það er gaman að vita til þess,
að handritin skulu vera á
leiðinni heim. Það var þó
varla við öðru að búast en
svona færi. Ég er þess full-
viss, að allir íslendingar eru
ánægðir með þennan úrskurð
Hæstaréttar Danmerkur.
— Arngrímur Jónsson,
skólastjóri héraðsskólans,
Núpi í Dýrafirði:
—Ég get ekki annað sagt
en að ég gleðst yfir því, að
handritin skuli koma heim
aftur. Hér á Núpi er innilegur
og almennur fögnuður yfir
því, að niðurstaðan skuli hafa
orðið þessi. Því miður var svo
mikil hríð hér, að ekki var
unnt að draga fána að hún. f
kvöld fá nemendur frí frá
námi og störfum til þess að
hlusta á frásögn útvarpsins af
málinu.
— Magnús Amlín, frétta-
ritari Mbl. á Þingeyri:
— Presturinn okkar,' séra
Stefán Eggertsson, dró fána
að hún hjá sér í morgun, einn
manna í þorpinu, og hann
bætti því við, að ef hann
hefði haft aðra stöng og
dannebrog, þá hefði hann
flaggað á þeirri stöng líka.
Læknirinn á Þingeyri,
Bragi Guðmundsson, lýsti á-
nægju sinni yfir endalokum
málsins, og kvaðst vona, að
nú sé þurrkaður út að fullu
og öllu allur ágreiningur milli
íslands og Danmerkur.
— FÁSKRÚÐSFJÖRÐUR:
Fréttaritari Mbl. Ólafur Bt.
Theodórsson:
— Jón Erlingur Guðmunds-
son, sveitarstjóri á Búðum
áleit, að Danir hefðu ekki get
að gert betur, og muni þetta
bæta mjög sambúð þjóðanna,
þó deila megi um rétt okkar
til handrita, sem finnast í ee-
lendum söfnum.
Þórólfur Friðgeirsson, skóla-
stjóri á Fáskrúðsfirði kvaðst
fagna úrskurði Hæstaréttar,
og telja það mikinn sigur fyr
ir okkur íslendinga. Einnig
kvaðs hann vona, að sá sig-
ur spilli ekki sambúð þjóð-
anna. Þá sagði hann að lok-
um, að erfiðara yrði að gæta
handritanna en að fá þau.
PATREKSFJÖRÐUR:
Jón Þ. Eggertsson, skólastjóri,
Patreksfirði:
Ég er mjög ánægður yfir þess
um úrskurði, bjóst satt að
segja varla við öðru. Ég held
að allir Islendingar geti glaðst
yfir unnum sigri í þessu máli.
Ég tel að úrslitin muni treysta
samskipti þjóðanna ennþá bet
ur. Málið hefur haft nokkurn
mótbyr, en ég hygg að hann
lægi fljótlega. íslendingar
þurfa nú að sýna, að þeir
geti tekið á móti handritum
og búið þannig að þeim að
vísindamenn hafi góða aðstöðu
til að rannsaka þau eða vinna
úr þeim.
Asberg Sigurðsson, sýslu-
maður:
— Enda þótt ég hafi ekki
heyrt forsendur dómsins fagna
ég honum, og tel hann líkleg-
an til að bæta í framtíðinni
sambúðina við okkar gömlu
sambandsþjóð.
Tómas Guðmundsson, séra:
— Ég fagna að sjálfsögðu úr-
slitum. Þær valda ef til vill
úlfaþyt í dönskum blöðum
næstu daga, en það líður fljót
Iega hjá, og við íslendingar
höfum nú ástæðu til, að leggja
niður rmáskeyti, stm við höf
um sent Dönum vegna fornra
sainskipta.
Framhald á bls. 14